Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Side 45
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 61 >v Stjónunál Glapræði að hafa bara einkabanka í rekstri - sagði Júlíus Sólnes, Frjálslyndum, á beinni línu DV á fóstudagskvöld Júlíus Sólnes, Frjálslyndum, Hann leggur til að leitaö verði eftir banka í rekstri. þjóðlífs og stjórnmála. Páll Ásgeirsson, Óttar Sveinsson, sagði á beinni línu á föstudags- samstarfi við erlenda aðila um lítil Júlíus Sólnes fékk langflestar Við beinu línuna unnu blaða- Jóhanna Jóhannsdóttir, Haukur kvöld að draga ætti úr miðstýringu framleiðslufyrirtæki og telur glap- hringingar á beinu línuimi eða um mennimir ísak Sigurðsson, Gísli Lárus Hauksson og Hanna Sigurð- með virkum héraðsstjómum. ræði að vera einungjs með einka- tuttugu. Þær fjölluðu um ýmis svið Kristjánsson, Jón G. Hauksson, ardóttirljósmjmdari. -hlh Fatlaðir vanræktur hópur Halldór Sveinsson, Reykjavík: Eru Frjálslyndir tilbúnir til þess að beita sér fyrir því að gerð verði úttekt á öllu opinberu húsnæði og að unnin verði framkvæmdaáætlun hvernig megi breyta því með tilliti til aðgengis fyrir fatlaða? - Égheldaðþettaséalvegsjálfsögð krafa því fatlaðir eru hópur i þjóð- félaginu sem hefur verið vanræktur. Það er alveg orðin brýn nauðsyn að taka fast á þessum málum. Það er nú svo hlálegt að umhverfis- ráðuneytið er nú til húsa á fjórðu hæð í gamla Sambandshúsinu. Þang- að kemst enginn fatlaður. Það er náttúrulega til háborinnar skammar að ríkisvaldið skuli leyfa sér það að vera með eitt ráðuneyti þar sem fatl- aðir komast ekki að. Sjálft alþingis- húsið er með þeim hætti að fatlaðir komast ekkert um það hús. Ég býð ekki í það ef fatlaður maöur yrði kjörinnáþing. Hversvegna nýtt nafnáflokkinn? Jóna Gísladóttir, Dalasýslu: Af hverju skipti Borgaraflokkur- inn um nafn, halda menn þar á bæ að það skipti máh hvað flokkurinn heitir? - Borgaraflokkurinnvildieinfald- lega bjóða nýjum hópum til liðs við sig. Því ákváðum við að bjóða fram með stórum ogfjölmennumhópum viðs vegar að sem vilja ganga til liðs við hugmyndafræði okkar undir merkjum frjálslyndra. EB mun líklega liðastísundur Aðalsteinn Björnsson, Dalvík: Hver er afstaða Frjálslyndra til inngöngu í Evrópubandalagið? - Viðhöfummarkaðmjögskýraaf- stöðu til þess máls. Við teljum að ís- lendingar geti ekki gengið inn í Evr- ópubandalagið meðan sú harðn- eskjulega flskveiðistefna, sem EB hefur, erviðlýði. Við höfum hins vegar tekið undir hugmyndir um Evrópskt efnahags- svæði og teljum reyndar að það muni verða þróunin í framtíðinni miklu fremur en að Evrópubandalagið stækki. Ég hef reyndar sjálfur þá skoðun aö Evrópubandalagið muni liöast í sundur. Hins vegar eru allar líkur á því að Evrópskt efnahags- svæði verði myndað með þátttöku allra Evrópuríkjanna. Ég tel sjálfsagt og eðlilegt að íslend- ingar freisti þess að vera með í þessu samstarfi. Umhverfisvernd baraíborginni? Albert Gunnlaugsson, Dalvík: Júlíus, þú er umhverfisráðherra og byggðir það ráðuneyti upp. Hvers vegna byggðir þú starfsemina ekki upp úti um allt landið heldur bara í Reykjavík? - Þaðerhverginærribúiöaðljúka þeirri uppbyggingu umhverflsráðu- neytis, sem er fyrirhuguð, og þetta sem þú spyrð um er einmitt eitt af því sem enn á eftir af festa. Það er eftir að ákveöa hvernig starfsemi umhverfisráðuneytis verður háttað úti um allt land og eftirliti með um- hverflsvörnum. Við náðum að leggja fyrir Alþingi rétt fyrir þinglok í vor frumvarp til laga um umhverflsvernd og um- hverfisverndarstofnun. í því var ein- mitt gert ráð fyrir öflugu eftirliti og starfsemi úti um allt land. Ráðuneyt- ið í Reykjavík kemur aldrei til með að vera annað en sá aðili sem hefur samræmingu og yfirstjórn með höndum. Ég vil sænska húsbréfakerfið Gunnar Gunnarsson, Reykjavík: Mér er tjáð að þú sért lúyntur svo- nefndum húsbréfabanka? - Viöeignumokkurnúhugtakið húsbréf því að fyrsta veturiri'n okkar á þingi lögðum við fram mjög viða- mikið frumvarp um sérstakar hús- næðislánastofnanir sem myndu fjár- magna útlánastarfsemi sína með húsbréfum. Nú, krötunum leist vel á þessa hugmynd og voru svolítið hug- myndasnauðir í þessum málum fyrir þannig að þeir settu á laggirnar nefnd sem kynnti sér þessar hug- myndir okkar og úr því fæddist svo þetta húsbréfakerfi sem við búum núvið. Ég tel því miður að á þvi séu mjög veigamiklir gallar þó það sé kannski skref í rétta átt. Ég heföi talið að það húsbréfafrumvarp, sem við lögðum fram þegar haustið 1987, hefði gefið betriraun. í reyndinni tel ég að það sé heppi- legra fyrir okkur að huga meira að því kerfi sem er í Svíþjóð þar sem húshréfin eru gefin út og seld af við- komandi húsnæðislánastofnunum áöur en farið er að lána út. Virkarhéraðs- stjórnir Ingibjörg Jónsdóttir, Reykjavík Fækkun þingmanna? - Viðhöfumsettþaðframíokkar stefnuskrá að við viljum draga úr þeirri miðstýringu sem hrjáir ís- lenskt þjóðfélag. Við höfum lagt fram mjög ákveðn- ar tillögur um það hvernig við getum komið þessu í framkvæmd á sem ein- faldastan og fljótvirkastan hátt. Við viljum að teknar verði upp virkar héraðsstjórnir í sjálfstæðum lands- hlutum. Þær verði settar á laggimar með tiltölulega einfóldu sniði, geti til dæmis verið kjömar úr hópi sveitar- stjórnarmanna. Það á að vera hægt að gera þetta á mjög einfaldan hátt. Við höfum landshlutasamtök sveit- arfélaga sem fyrirmynd að samstarfi þeirra þannig að mínum dómi er það mjög auðvelt. Hæfilegur fjöldi al- þingismanna er á bilinu 49-51. Um leið dregur úr valdi og verkefnum ráðuneytanna. Þilplötu- verksmiðjan Már Ingólfsson, Selfossi: Verður Þilplötuverksmiðjan reist á Suðurlandi eða fer hún til Reykjavík- ur eins og öll önnur ný atvinnufyrir- tæki? - Þettaereinmittspurninginum atvinnuvandamál landsbyggðarinn- ar. Það er mjög brýnt á næstu árum að treysta atvinnu hvar sem er á landinu og treysta atvinnuöryggi fólks hvar sem það býr. Við höfum talið að kerfisbundið mætti leita uppi lítil framleiðslufyrirtæki sem myndu henta til rekstrar hvar sem er á landinu og efna til samstarfs við er- Júlíus Sólnes, Frjálslyndum. lenda aðila um slík fyrirtæki ef slíkur kostur gefst. Þflplötuverksmiðjan er gottdæmium slíkt. Égvilekki lágmarkslaun Sigrún Ólafsdóttir, Reykjavík: Eru Frjálslyndir tilbúnir að sam- þykkja lög um lágmarkslaun? - Ég er ekki tilbúinn til þess. Ég held að það verði launþegum ekki til hags- bóta. Það gæti orðið til þess að þessi lögfestu lágmarkslaun drægju niður laun í landinu. Það er hins vegar betra að leiðrétta hag launþega með ýmsum öðrum hætti og gefa þá laun- þegum færi á að semja um hærri laun í einstökum fyrirtækjum. Lögumíslenska fararstjóra Halldór Halldórsson, Reykjavík: Er ekki orðið tímabært að setja ákvæði um íslenska fararstjórn meö erlendum ferðamannahópum hér- lendis? - Égeralvegsammálaþvíaðþað verði gert. Við höfum bent á þá hættu sem er því samfara að ferðamanna- straumur vaxi hér stjórnlaust. Um- hverfismálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að of mikill ferðamannastraumur er einhver mesti umhverflsógnvaldur sem þekkist í heiminum. Þannig gæti mikill ferðamannastraumur hingað verið miklu hættulegri náttúru landsins en nokkur álver. Eitt af því sem þarf að gera er að hafa strangt eftirlit með viðkvæmum stöðum og ýmsum perlum í náttúru íslands. Það nær ekki nokkurri átt að láta erlenda hópa vaða hér yfir stjórnlaust. Það nær þó ekki til einstaklinga, það væri brot á mannréttindum. Það mætti fjölga landvörðum og auka þannigeftirlit. Breytilegur persónuafsláttur Jóhann Reynisson, Reykjavík: Rýrnar tekjuskattsstofn ríkisins við hugmyndir ykkar í skattamál1- um? - Viðhöfumlagtmiklavinnuíað reikna út hvernig hægt væri að breyta staðgreiðslukerfi skatta og skattbyrði einstaklinga þannig aö hún yrði réttlátari og færð af þeim sem hafa lægri tekj ur yfir á þá sem hafa hærri tekjurnar. Það er ekki sama hvernig þetta yrði gert. Við eru mjög mótfallnir því að það séu mismunandi þrep í skattstigan- um því að þá byrjar darraðardansinn að svindla sig niður fyrir þrepið. Þess vegna höfum við látið reikna út nýtt staðgreiðslukerfi sem byggist á hugtakinu breytilegur persónuaf- sláttur. Við miðum við að persónuaf- slátturinn verði við 150 þúsund krón- ur á mánuði hinn sami og er í núver- andi kerfl. Síðan gerist það að fyrir hverjar 10 þúsund krónur, sem tekjurnar lækka frá 150 þúsundum, hækkar persónuafslátturinn um tvö þúsund krónur. Við 90 þúsund krónur á mánuði er launþeginn orðinn skatt- laus. Að sama skapi kemur að því að menn tapa öllum persónuafslætti þegar tekjurnar hækka og getur hann reyndar orðið neikvæður. Með þessu heldur ríkið sama hlut en skattbyrðin færist yfir á breiðari bökin. Tekjumskiptog síðantaliðfram Haukur Hauksson, Reykjavík: Hver er þín afstaða til þess að sam- býlisfólk getur ekki notað persónuaf- sláttaðfullu? - Viðerummeðþaðístefnuskrá okkar að ónotaður persónuafsláttur maka yfirfærist 100 prósent til hins makans. Þegar gengið var frá staö- gr eiðslulögunum og tekj uskatts- breytingum 1987 fluttum við breyt- ingartillögu um að ónotaður per- sónuafsláttur mætti yfirfærast 100 prósent. Mér þótti þá sérkennilegt að allur Sjálfstæðisflokkurinn lagð- ist gegn því - hann var þá með for- ystu ríkisstjórnar sem kom breyting- unum á. En þegar sjálfstæðismenn fóru í stjórnarandstöðu gerðu þeir málið að sínu. Öðru hef ég velt fyrir mér til að rétta við hag heimilanna. Það er að makar geti skipt tekjum jafnt á milli beggja og talið þannig fram til skatts. Fangelsismál vanrækt Óttar Sveinsson, Reykjavík: Margir telja fangelsismál í lama- sessi - þau séu skammarleg og að stjórnvöld hafi brugðist í þeim efnum í áratugi. Hver er ykkar stefna í þess- um efnum? - Égersammálaþvíaðmálaflokkur- inn hefur verið vanræktur. Dóms- málaráðuneytið hefur verið afgangs- stærð í sambandi við stjórnarmynd- un. Ég tel að núverandi dómsmála- ráðherra hafl lyft grettistaki í að taka til hendinni og koma þessum málum á hreyfingu. Strangar mengunarvarnir Guðmundur Smári, Akranesi: Hver er munurinn á kerjunum í álverinu í Straumsvík og nýja álver- inu? - Þaðeransimikillmunurþará, nánast eins og svart og hvítt. Álverið í Straumsvík er barn síns tíma og byggist á úteltri tækni sem ekki er notuð í nýjum álverum. í nýtísku álverum er miklu fullkomnari hreinsitækni við höfð og í nýjustu álverunum er reyndar búið að ná það langt að flúormengun og önnur mengun er komin niður fyrir ásætt- anlegmörk. Stjórnarand- staðanfelldi réttarbótina Guðfinna Hannesdóttir, Reykjavík: Dómsmálaráðherra lagði fram frumvörp um réttarstöðu almenn- ings og samfélagsþjónustu í stað fangavistar. Af hverju náðu þessi mál ekki fram að ganga? - í allan vetur voru þessi tvö mál á dagskrá og gekk fremur stirt að fá þau tekin til meðferðar. Þó var fyrra málið um opinbera réttaraðstoð nán- ast komið á lokastig. Það hefði því í sjálfu sér verið hægt að afgreiða það mál á einum til tveimur klukku- stundum ef um það hefði náðst sam- komulag. Það voru fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lögðust gegn því að þetta mál yrði afgreitt. Alþýðuflokkurinn varsammála Sigmundur Ámundason, Selfossi: Það hefur verið deilt á það að skatt- leysismörk í hugmyndum ykkar séu of há. Munt þú beita þér fyrir því að þetta mark náist verðir þú áfram við völd? - Þaðerauövitaðspurningumþað hvort við höfum til þess pólitískt afl að breyta skattkerfinu í samræmi við það sem við höfum lagt til. Þegar við komum fyrst fram með þessar hug- myndir í haust tók Alþýðuflokkur- inn undir þetta með okkur og var tilbúinn að skoða hugtakið breytileg- ur persónuafsláttur sem veldur því að skattleysismörkin breytast veru- lega. Þó náist ekki samkomulag um að fara út í þessar breytingar. Salaríkis- fyrirtækja Haukur Hauksson: Hver er afstaða Frjálslyndra til sölu ríkisfyrirtækja? - Þau ríkisfyrirtæki, sem betur eiga heima í höndum almennings, á að sjálfsögðu áð selja. Sem dæmi nefni ég Síldarverksmiðjur ríkisins, Sementsverksmiðjuna og fleiri slík. Hins vegar eru önnur fyrirtæki sem ég tel eðlilegt að séu í eigu og umsjón ríkisins. Þó við styðjum eindregið frjálsa fjölmiðlun tel ég mjög brýnt að starfrækja hér öflugt ríkisútvarp vegna öryggishagsmuna. Þess vegna fundust mér tillögur Sjálfstæðis- flokks um sölu á rás 2 fáránlegar. Ég er einnig hlynntur því að hér sé starfræktur að minnsta kosti einn öflugur ríkisbanki. Vegna fámennis þjóðarinnar og þeirrar hættu að til- tölulega fáir einstaklingar geti náð undir sig öllum fjármunum landsins væri það hreint glapræði að vera ein- ungis með einkabanka í rekstri. Heppilegast væri að ríkið losaði sig út úr rekstri eiginlegra framleiðslu- fyrirtækja. Gæðingar áríkisjötu Vilhjálmur Ólafsson, Ólafsfirði: Hvað viijið þið gera til að koma í veg fyrir að ríkistjórnarflokkar geti raðað ættingjum sínum og gæðing- umáríkisjötuna? - Þaðhefurtíðkasthérumáratuga- skeið að hinir pólitísku flokkar hafa raðað sínum mönnum til embætta. Ég er alveg sammála því að draga verði úr þessu, og það verulega. Gott dæmi um þessi vinnubrögð er hvern- ig bankastjóraembætti eru veitt þar sem flokkarnir hafa tilnefnt sína menn. Viö höfðum uppi tillögu um að auglýsa ætti þessar stööur í Stjórnartíðindum og láta dómnefnd meta síðan hæfni umsækjanda. Ég held að rétt sé að feta sig úr þessu kerfi smám saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.