Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. Viðskipti Útflutningur á rafmagni um sæstreng: Islendingar orkuf urstar á borð við ríka araba - Er ekki kominn tími til að tengja? íslendingar gætu í framtíðinni orð- ið ríkir orkufurstar á borð við araba ef fram fer sem horfir að hægt verði með miklum hagnaði að selja raf- magn um sæstreng til Evrópu. Tæknilega séð væri núna haegt að stinga beint í samband viö ísland væri kominn kapall á milli. í áætlunum Landsvirkjunar er gert ráð fyrir að verð upp á í það minnsta 30 til 40 mill á kílóvattstundina feng- ist fyrir rafmagn til Evrópu í gegnum sæstreng. Nú fær Landsvirkjun á bihnu 12,5 til 18,5 mill á kílóvatt- stundina fyrir selt rafmagn til álvers- ins í Straumsvík. Verð á rafmagni frá kola- og kjarnorkuverum Samkeppnisstaða Landsvirkjunar í Evrópu er nú talin mjög góð. Að sögn Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, er ný kolastöð í Evrópu að selja rafmagn á 60 til 80 mill kílóvattstundina og ný kjam- orkuver selja á verðinu frá 40 til 60 mill. í Evrópu eru menn hins vegar að draga úr byggingu kolastöðva og kjarnorkuvera vegna mengunar. Orkuhndir íslendinga eru mikils virði. Og þær hækka í verði í hvert ’skipti sem olíuverð rýkur upp á heimsmarkaði. Þetta eiga íslending- ar núna sameiginlegt með hvít- klæddum aröbum. Til langs tíma htið eru íslensku orkuhndirnar verð- meiri en olíulindir araba. Náttúran vinnur með okkur og endurnýjar þær stöðugt þó af sé tekið. Þær eru óþijótandi. Olíuhndir araba eru hins vegar tæmandi. Þær eyðast þegar af er tekið. Samkeppnisaðstaða Landsvirkjunar 70 — mill á kwst. — A lý kolastöð 70 60 Wi/t t cvropu icmrrim 50 orkuver í Evrópu 50 40 Evró Paum sæstreng 30 35 : 'Álveriðí ; 20 Sl raums vík 10 15,5 n Landsvirkjun gæti í það allra minnsta fengið um 35 mill fyrir rafmagn um sæstreng til Evrópu. Verð á rafmagni frá samkeppnisaðilum eins og nýjum kolastöðvum er núna á bilinu 60 til 80 mill á kílóvattstund og um 40 til 60 mill frá kjarnorkuverum. Hins vegar fær Landsvirkjun um 12,5 til 18,5 mill á sölu rafmagns til álversins i Straumsvík. Fréttaljós Jón G. Hauksson Ekkert tæknilegt vandamál til staðar í DV í gær sagði Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar, að fulltrúar franska fyrirtækisins Al- catel telji ekkert tæknilegt vandamál að framleiða og leggja kapal á mihi íslands og Evrópu á næstu þremur til íjórum árum. Hægt er aö koma í veg fyrir flutningstap á leiðinni. Al- catel framleiddi sæstrengihn á milli Bretlands og Frakklands og er tahð eitt þaö fremsta í heiminum við gerð sæstrengja. D V hefur skrifað margar fréttir um sölu á rafmagni um sæstreng til Evr- ópu. í þessum greinum hefur mest verið rætt um sölu á rafmagni í Mið- og Suður-Englandi. Nú eru búið að virkja um 800 megawött af orkuhndum íslendinga. Virkjanlegar orkuhndir landsmanna eru taldar vera um 9 til 10 þúsund megawött. Þegar er því búið að nýta um 8 prósent af forðanum. Almenningur greiðir hærra fyrir rafmagnið Heildsöluverð Landsvirkjunar til almennings hér á landi er nú um 2,07 krónur á kílóvattstundina. Það sam- svarar 35 millum á kílóvattstundina sem er svipað og Landsvirkjun gæti í það minnsta verið aö fá í Evrópu. Þess skal geta að 1 mih er banda- rísk eining á verði og er 1/1000 úr dollar. Með öðrum orðum 0,1 cent. 30 mill á kílóvattstund svara þannig til 1,80 króna á kílóvattstund ef gengi dohars er um 60.krónur. í áætlunum Landsvirkjunar hefur verið rætt um að selja 500 megawött af rafmagni Um sæstreng til Bret- lands. Auðvitað væri hægt aö selja miklu meira miðað við 9 þúsund megavatta orkulindir landsmanna. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að það kosti rúma 60 mihjarða að virkja þessi 500 megawött og sæstrengurinn ásamt endastöðvum í Norður-Skot- landi kosti um 40 milljárða. Samtals er þetta fjárfesting upp á 100 millj- arða. Hægt að stórauka landsframleiðsluna Landsframleiðsla íslendinga var á síðasta ári áætluð um 340 milljarðar króna. Ljóst er hins vegar aö hægt er að stórauka hana með sölu á raf- magni til Evrópu um sæstreng. Noröurlandakeppnin í stjómun: Islendingar ekki neðstir í nýlokinni Norðurlandakeppni fyrirtækja 1 sfjórnun í Helsinki urðu íslendingar ekki neðstir. Stutt er síðan íslensk liði hófu þátttöku í keppninni og hafa þau frá upp- hafi alltaf rekiö Iestina. Af hálfu íslands kepptu lið Út- flutningsráös islands og SPRON en þau uröu efst í forkeppninní hér heima. í úrslitakeppninni í Hels- inki hafnaði hö Útflutningsráðs í sjötta sæti og liö SPRON í sjöunda sæti. Það var fmnska fyrirtækiö Regu- lus, sem sérhæflr sig í framleiðslu á vörum fyrir sjúkrahús, sem vann keppnina í ár. Fyrirtækið sigraði einnig í fyrra. Verkefni liðanna að þessu sinni var að framlelða tvær gerðir af sauna-ofhum. Aðra litla fyrirheim- hi en hina stóra fyrir íþróttamiö- stöðvar og fyrirtæki. Þessar vörur áttu hðin að framleiða og selja ann- ars vegar á heimamarkaöí í Finn- landi og hins vegar á útflutnings- mörkuðum 1 Bandarfkjunum og Þýskalandi. Verkefnið gekk út á að hámarka hagnað hvers árs nokkur ár fram í tímann og hámarka þanrúg hagn- aö tímabilsins. Þess má geta að lið Útflutningsráös náði mestum hagnaði ahra liða á árinu 1995 og sömuleiöis hð SPRON á árinu 1994. -JGH Vöruskiptin: Meira flutt innenút íslendingar fluttu meira hin th landsins í janúar en út, samkvæmt frétt frá Hagstofunni í gær. Þessu var öfugt farið í janúar í fyrra en þá voru vöruskiptin við útlönd hagstæð um 877 milljónir króna. Umskiptin eru augljós merki um þenslu í efnahags- lífinu. Landsmenn eru famir aö eyða meiru. í janúar voru fluttar út vörur fyrir tæpa 5,5 mhljarða króna en inn fyrir rúma 5,6 mihjarða. Vöruskiptajöfn- uðurinn var því óhagstæður um rúmar 100 mhljónir króna. Að slepptum hðum eins og inn- flutningi til stóriðju, ohuinnflutningi og kaupum á skipum og flugvélum, var vöruinnflutningurinn í janúar um 53 prósent meiri en í janúar í fyrra. -JGH Hlutdeild SPRON í heildarinnlánum sparisjóða SPRON er með fimmtung allra innlána sparisjóðanna. A síðasta ári var enginn banki eða sparisjóður hérlendis með eins mikla innlánsaukningu og SPRON. Sparisjóöimir: Spronmeð fimmtung innlána Þrátt fyrir að sparisjóðir í landinu séu 32 talsins er einn þeirra, Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, með fimmtung allra inrhána sparisjóðanna. Samkvæmt þessu er SPRON stærsti sparisjóðurinn. Hagnaöur SPRON eftir skatta var um 43 milljónir króna á síðasta ári. í árslok 1990 var eigið fé um 438 mhlj- ónir og jókst um tæpar 106 milljónir. Eiginfjárhlutfallið var um 10 prósent eða tvöfalt hærra en lög áskhja. Enginn banki eöa sparisjóöur var með eins mikla inrhánsaukningu á síðasta ári og SPRON. -JGH Er ekki kominn tími th að gera innstunguna klára og tengja? -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÖVERÐTR. (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 4,5-5 Lb 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6 mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar,alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 4,5-5 Lb 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib 15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp Orloísreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR7.4-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,1 -9 ObundnirsErkjarar. Lb Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir Óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 5-5,25 Bb Sterlingspund 11-11,1 SP Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Sp Danskar krónur 8-8,6 Sp ÚTLÁNSVEXTIR útlAn óverðtr. (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 18,75-19 Bb Skuldabréf 7,75-8,25 Lb AFURÐALÁN Isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 9,75-9,9 Nema Sp Bandaríkjadalir 8-8,5 Lb Sterlingspund 14-14,25 Lb Vestur-þýskmörk 10,75-10,8 Lbjb.Bb Húsnæðislán . 4,5 Llfeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. mars 91 15,5 Verðtr. apríl 91 VlSITÖLUR 7,9 Lánskjaravísitala april 3035 stig Lánskjaravísitala mars 3009 stig Byggingavisitala apríl 580 stig Byggingavísitala apríl 181,2 stig Framfærsluvísitala apríl 151 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,519 Einingabréf 2 2,977 Einingabréf 3 3,618 Skammtímabréf 1,847 Kjarabréf 5,416 Markbréf 2,888 Tekjubréf 2,074 Skyndibréf 1,608 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,645 Sjóðsbréf 2 1,853 Sjóðsbréf 3 1,834 Sjóðsbréf 4 1,589 Sjóösbréf 5 1,105 Vaxtarbréf 1,8775 Valbréf 1,7474 Islandsbréf 1/146 Fjóröungsbréf 1,077 Þingbréf 1,145 Öndvegisbréf 1,132 Sýslubréf 1,156 Reiðubréf 1,121 Heimsbréf 1,055 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Eimskip 5,40 5,62 Flugleiðir 2,30 2,39 Hampiöjan 1,72 1,80 Hlutabréfasjóöurinn 1,84 1,93 Eignfél. Iðnaðarb. 2,32 2,40 Eignfél. Alþýðub. 1,62 1,70 Skagstrendingur hf. 4,40 4,60 islandsbanki hf. 1,50 1.57 Eignfél. Verslb. 1,73 1,80 Olíufélagið hf. 5,40 5,65 Grandi hf. 2,48 2,65 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 5,75 6,00 Armannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Útgeröarfélag Ak. 4,05 4,20 Olís 2,25 2,35 Hlutabréfasjóður VlB 0,99 1,04 Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09 Auðlindarbréf 0,990 1,042 Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11 Síldarvinnsian, Neskaup. 2,48 2,60 (1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= (slandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.