Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 36
44
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991.
Andlát
Jón Sigurður Halldórsson, Austur-
strönd 10, lést af slysfórum 17. apríl.
Kristján G. Guðmundsson, frá Beru-
vík á Snæfellsnesi, lést á Hrafnistu í
Reykjavík þann 17. apríl.
Jarðarfarir
Gestur Sólbjartsson frá Hrappsey
verður jarðsunginn frá Stykkis-
hólmskirkju laugardaginn 20. apríl
kl. 14.
Guðlaugur Guðmundsson útgerðar-
maður, Mýrarholti 14, Ólafsvík, sem
lést 12. apríl, verður jarðsunginn frá
Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 20.
apríl kl. 14.
Hermann Sigurðsson, Þórsbergi,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
fóstudaginn 19. apríl, kl. 13.30.
Sveinn Sigurðsson tæknifræðingur
lést 11. apríl. Hann fæddist á Varma-
landi í Sæmundarhlíð, Skagafirði, 13.
mars 1938. Foreldrar hans voru hjón-
in Anna Sveinsdóttir og Siguröur
Konráðsson. Sveinn nam fyrst renni-
smiði í Vélsmiðjunni Héðni en settist
síðan í Vélskólann og lauk vélstjóra-
prófi 1960. Hann lauk námi í tækni-
fræði frá Odense Teknikum 1965. Síð-
ustu árins starfaði hann sem fram-
kvæmdastjóri hjá Félagi íslenska
prentiðnaðarins. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Margrét Björk Andrés-
dóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú
börn. Útför Sveins verður gerð frá
Langholtskirkju í dag kl. 15.00.
Tilkyniiiiigar
Breiðfirðingafélagið
Félagsvist verður sunnudaginn 21. apríl
kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Alafosshlaup UMFA
Hið árlega Álafosshlaup UMF Aftureld-
ingar í Mosfellsbæ verður haldið laugar-
daginn 20. apríl og hefst kl. 14 við Álafoss-
skemmumar. Vegalengdir eru þessar:
Stelpur og strákar: um 2,5 km. Stúlkur,
drengir og konur: um 5 km. Karlar, 19-34
ára og 35 ára og eldri: um 6,5 km. Bún-
ingaaðstaða er í íþróttahúsinu að Varmá
og þar fer skráning einnig fram kl. 12.30-
13.30. Skráningargjald er kr. 300.
Húnvetningafélagið
Félagsvist á morgun, laugardag, kl. 14 í
Húnabúð, Skeifúnni 17. Allir velkomnir.
Fimir fætur
Dansæfmg verður í Templarahöllinni við
Eiríksgötu sunnudaginn 21. apríl kl. 21.
Allir velkomnir. Upplýsingar í síma
54366.
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu i dag kl. 13. Kl. 15 verða
Heimastjómarsamtökin með ffamboðs-
fúnd. Göngu-Hrólfar leggja af stað ffá
Risinu á morgun, laugardag, kl. 10. Fé-
lagsfúndur verður haldinn í Risinu nk.
þriðjudag kl. 20.30.
ÁSKORUN TIL REYKNESINGA
st/ðíim
ómr m r\ \m
Einstakur árangur hefur náðst í efnahagsmálum íslendinga á
síðastliðnum tveimur árum. Þennan árangur verður að varðveita.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið fjármálaráðherra á þessum
tíma. Auk þeirra breytinga sem orðið hafa á efnahagslífi
þjóðarinnar hefur Ólafur Ragnar beitt sér fyrir ýmsum málum til
hagsbóta fyrir Reykjaneskjördæmi. Við teljum brýnt að Ólafur
Ragnar eigi sæti á Alþingi íslendinga. Við skorum á Reyknesinga
að sýna ábyrgð í kjörklefanum og tryggja að kraftar hans nýtist
okkur áfram til góðra verka.
Bubbi Morthens, Ólafur Proppé, dósent.
tónlistarmaður. Ingibergur Elíasson,
Auður Laxness, húsmóðir. framhaldsskólakennari.
Geir Gunnarsson, Kristrún Jónsdóttir, húsmóðir.
alþingismaður. Guðný Halldórsdóttir,
Benedikt Davíðsson, kvikmyndagerðarmaður.
húsasmiður. Þormóður Pálsson, fyrrverandi
Guðsteinn Þengilsson, læknir. bæjarfulltrúi.
Elísabet Sveinsdóttir, Hinrik Bergsson, vélstjóri.
baðvörður. Logi Þormóðsson, fiskverkandi.
Gylfi Guðmundsson, Pétur Hauksson, læknir.
skólastjóri. Valdimar Lárusson, leikari.
Rögnvaldur Þorleifsson, Gils Guðmundsson,
lækmr. fyrrverandi alþingismaður.
Svandís Skúladóttir, Heimir Pálsson,
deildarstjóri. bókmenntafræðingur.
Myndgáta
A/V
1 ■ K/v
© 009
-EyÞOR.----
£ h
7 — 1
— !
WN\ ■'ú
-EVPÖR J
Myndgátan hér að ofan
lýsir kvenkynsorði.
Lausn gátu nr. 8:
Renna á mann
tvær grímur.
"~V
Amerískir dagar
íKringlunni
Amerískir dagar ’91 verða í Kringlunni
ffá 18. til 27. apríl nk. Viðskiptavinum
gefst kostur á að skoða nýjustu glæsi-
vagnana frá Ameríku, kynnast banda-
rískum vörum, bragða á mat og hlusta á
listamenn sem koma fram. Gestir geta
tekið þátt í léttum spumingaleikjum þar
sem veglegir vinningar eru í boði. Kringl-
an er sérstaklega skreytt af þessu tilefni.
Sendiherra Bandarikjanna á íslandi,
Charles E. Cobb jr., á ffumkvæðið að
þessari kynningu en að henni standa
Glóbus hf., Jöfur hf., Jötunn hf., Vífilfell
hf. og fyrirtæki í Kringlunni.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð-
ur á morgun. Mæting upp úr kl. hálftlu
í Fannborg 4. Stjómmálaflokkamir hafa
að venju boðið gönguklúbbnum í heim-
sókn á kosningaskrifstofumar á kjördag.
Þetta er orðin löng hefð og snar þáttur í
kosningastemmningunni og bæjarlífmu
þennan dag. Allir velkomnir.
Kolaportið fyrir alia
fjölskylduna á sunnudögum
Kolaportsmarkaðurinn er nú einnig op-
inn á sunnudögum og er þá með nokkru
öðm sniði en tíðkast hefrn: á laugardög-
um. Boðið er upp á skemmtun fyrir alla
fjölskylduna með tívolibásum og ýmsum
skemmtilegum uppákomum en meginá-
hersla er þó eftir sem áður lögð á mark-
aðshlutverk Kolaportsins. Kolaportið er
opið á sunnudögum kl. 11-17 en á laugar-
dögum er opið eins og venjulega kl. 10-16.
Seljendur geta valið um að vera hvom
daginn sem er eða báða dagana og þurfa
þá ekki að taka saman pjönkur sínar
milli daga.
Kvikmyndin Tvisvar fæddur
sýnd í MÍR
Nk. sunnudag, 21. apríl, kl. 16 verður
sovéska kvikmyndin Tvisvar fæddur
sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Leik
stjóri er Arkadí Sirenko. í myndinni seg-
ir frá atburðum sem gerðust á árum síð-
ari heimsstyijaldarinnar en í júní í sum-
ar verða liðin rétt 50 ár síðan herir Þjóð-
veija réðust inn í Sovétríkin. Skýringar-
textar em á ensku. Aðgangur ókeypis og
öllum heimiU.
Tapað fimdið
Högni í óskilum
Gulbröndóttm- högni, tæplega ársgamall
hvarf ffá Skildinganesi í Skeijafirði laug-
ardagskvöldiö 13. apríl sl. Hann er
ómerktur og slasaður á baki. Ef einhver
hefur séð hann eða veit hvar hann er
niðurkominn, þá vinsamlegast hringið í
síma 34051.
Leikhús
HUGLEIKUR
sýnir að
Brautarholti 8
ofleikinn
Sagan um Svein
sáluga Sveinsson
í Spjör og sam-
sveitunga hans
Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson.
14. sýn. föstud. 19.04 kl. 20.30.
Allra siðustu sýningar.
Miðasala i sima 16118
(símsvari) og frá kl. 18.30
sýningardaga i síma 623047.
Athugið breyttan sýningar-
stað.
synir:
Dalur hinna blindu
í Lindarbæ
Leikgerð úr sögu eftir H.G. Wells
Leikendur: Olafur Guðmundsson, Rósa
Guðný Þórsdóttir, Helga Braga Jóns-
dóttir, Ingrid Jónsdóttir, Inga Hildur
Haraldsdóttir, Stefán Sturla Sigurjóns-
son, Asa Hlín Svavarsdóttir, Kjartan
B|argmundsson, Árni Pétur Guðjóns-
son, Stefán Jónsson.
Leikst|órn og handrit: Þór Tulinius..
Aðstoð við handrít:
Hafliði Arngtimsson, Hilntar Orn Hilm
arsson og leikarar.
Leikmynd og búningar:
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, henni til ■
aðstoðar Oloí Kristín Sigurðardóttir.
Tónlist: Hilmar Orn Hilmarsson.
Lýsing: Egill Ingibergsson,
Förðun: Kristín Thors.
Laugard. 20.4. kl. 20.00.
Fimmtud. 25 4. kl. 20.00.
Simsvari allan sólarhringinn.
M iðasala og pantanir i sima 21971.