Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991.
óháö dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Vísi töluvitle ysa
Ríkisstjórnin geröi skuldurum mikinn óleik, þegar
hún lét breyta lánskjaravísitölunni í ársbyrjun 1989.
Forsætisráðherra segist jafnan bera hagsmuni hinna
skuldugu fyrir bijósti. Ætlunin var aö breyta vísi-
tölunni þannig, aö skuldararnir kæmu betur út. Niöur-
staöan varð sú vitleysa, að nýja vísitalan hefur hækkaö
síöustu mánuöi mun meira en gamla vísitalan hefði
gert. Skuldarar eru farnir aö tapa á breytingunni, sem
átti að vera þeim til hagsbóta. Þetta er eitt dæmi um,
hvernig fólk fer illa út úr afskiptum stjórnvalda af vísi-
tölum og vöxtum, afskiptum gerðum að undirlagi for-
sætisráðherra, sem ekki skilur málið.
Þegar verðbólga er mæld, er yfirleitt miðað við vísi-
tölu framfærslukostnaðar. Gamla lánskjaravísitalan
samanstóð af framfærsluvísitölu og vísitölu byggingar-
kostnaðar. Síðan lét ríkisstjórnin bæta launaþættinum
inn í vísitöluna, og ný vísitala var lögfest. En það sem
af er þessu ári hefur framfærsluvísitalan hækkað um
1,1 prósentustig en lánskjaravísitalan nýja um 2,25 pró-
sentustig. Gamla lánskjaravísitalan hefði þó bara hækk-
að um 1,6 prósentustig. Þetta hefði Steingrímur Her-
mannsson átt að vita fyrir. Hann hafði verið varaður
við breytingunni. Hagfræðingar sögðu árið 1989 og segja
enn, að það sé ekki verkefni stjórnvalda að krukka þann-
ig í vísitölur. Nýja lánskjaravísitalan er þess eðlis, að
hún hækkar minna í samdrætti efnahagslífsins en sú
gamla gerði en meira í uppsveiflu. Það er eins og ráð-
herrarnir hafi gert ráð fyrir stöðugri niðursveiflu, þegar
nýja vísitalan var ákveðin. Hún varð skuldurum til
hagsbóta fyrst í stað, en nú hefur orðið alger breyting
á með vaxandi kaupmætti. Laun hækka þegar til lengd-
ar lætur hraðar en almennt verðlag, eins og allir vita,
sé eðlilegt ástand.
Forsætisráðherra segir, að lánskjaravísitöluna þurfi
að afnema. Almenningur má vara sig á þeirri yfirlýs-
ingu, því að hún kann í fljótu bragði að líta svo út, sem
ráðherra vilji af gæzku sinni létta þungum byrðum af
hinum skuldugu. Menn gætu haldið, að við afnám þess-
arar vísitölu mundu vaxtagreiðslur þeirra í heild sinni
minnka mikið, svo að betra yrði að hfa. Þetta er ekki
svo. Yfirlýsingar forsætisráðherra eru mestmegnis
blekkingar. Lánskjaravísitalan gæti vissulega falhð nið-
ur, en eftir sem áður mundu menn greiða vexti eins og
markaðurinn útheimtir. Lánveitendur, bankar og aðrir,
mundu auðvitað eftir sem áður taka nauðsynlega vexti
fyrir fé sitt, vexti sem mundu nokkurn veginn samsvara
samanlögðu því sem nú kallast lánskjaravísitala að við-
bættum raunvöxtum. Því er ekki séð, að skuldarar
mundu neitt hagnast á þeirri breytingu, sem forsætis-
ráðherra leggur til í þessum efnum.
Vilji menn mæla lánskjör með vísitölu, væri að sjálf-
sögðu eðlilegast að miða við vísitölu framfærslukostnað-
ar, vísitöluna sem mæhr hækkun almenns verðlags.
Rétt væri, að aukinn kaupmáttur yrði til að auðvelda
launþegum að greiða skuldir sínar, fremur en að kaup-
máttaraukning verði til að þyngja greiðslur af lánum.
Þetta hefur verið eitt dæmið um slæman misskilning
stjórnvalda um, hvað séu í raun vextir og vísitölur láns-
kjara.
Þetta eru efni, sem Steingrímur Hermannsson virðist
hafa mikinn áhuga á, af því að hann sér atkvæði hinna
mörgu skuldugu. En stefna hans byggist á býsna vara-
sömum misskilningi.
Haukur Helgason
Undraheimar
alþjóðalaga
Alþjóðalög um samskipti ríkja
byggjast á sjálfsákvörðunarrétti
þeirra og sjálfræði um eigin mál.
Um það er ekki ágreiningur, en
þegar kemur að samskiptum ríkja
innbyrðis vandast málið. Alþjóða-
lög að því leyti eru ákaflega ein-
fóld: Núverandi ástand skal vera
óbreytt. Það eru hin einu sönnu
alþjóðalög, þau hin sömu og Við
íslendingar margbrutum þegar
landhelgin var færð út fjórum sinn-
um í röð.
í hvert skipti ruku Bretar, Þjóð-
verjar og fleiri upp tii handa og
fóta með ásakanir, æsing og jafnvel
hervald, í nafni alþjóðalaga. Bretar
voru í fulium rétti samkvæmt al-
þjóðlögum að senda herskip á ís-
landsmið, þeir voru að framfylgja
alþjóðalögum eins og þau voru þá,
tii að vemda sína eigin hagsmuni
fyrir yfirgangi íslendinga. Nú er
þetta vitanlega breytt, 200 mílur
em alþjóðalög. Nú skal það ástand
yera viðvarandi, um það er sam-
komulag, alþjóðalög em samkomu-
lag ríkja um óbreytt ástand.
Landamæri
Sama gildir um landamæri, þau
skulu vera óbreytt frá því sem nú
er, hvað sem það kostar. Á þessu
fékk Saddam Hussein aö kenna
þegar hann ætlaði að þurrka út
landamærin milli íraks og Kúvæts.
Slíkt er ógnun við sjálft hugtakið
landamæri, og alveg sérstaklega í
Mðausturlöndum. En um alla Evr-
ópu era landamæri milli ríkja sem
byggð era á að minnsta kosti jafn-
hæpnum forsendum og landamæri
Kúvæts.
Landamærin í Evrópu eins og
þau eru nú, era öll dregin í kjölfar
styrjalda, ekki aðeins heimsstyrj-
aldanna tveggja á þessari öld, held-
ur stríða langt aftur í aldir. Nú er
ýmiss konar þjóðemisvakning að
verða í stóram hlutum Austur-
Evrópu. Og þjóöir sem búa við
óeðlileg landamæri vilja breyta
þeim, sérstaklega þær þjóðir sem
búa á Balkanskaga.
Þetta bendir á þá hættu sem gæti
verið því samfara að hrófla við
landamærum. Saddam Hussein átti
aldrei möguleika. í því andrúms-
lofti sem nú ríkir, þegar risaveldin
leggja ofuráherslu á óbreytt
ástand, hlaut að verða grundvöllur
fyrir víðtækri samstöðu gegn hon-
um. Ekki eingöngu vegna Kúvæts,
sem er meira gerviríki en flest,
heldur vegna sameiginfegra hags-
muna í að viðhalda óbreyttu
ástandi.
Víetnam og Marokko
En Víetnamstríðið var líka háð
af hálfu Bandaríkjamanna í nafni
alþjóðalaga. Norður-Víetnamar
vildu þurrka út landamærin milli
Norður- og Suður-Víetnams, sem
var brot á alþjóðalögum. Nú eru
það alþjóðalög að Víetnam sé eitt
ríki.
Annað dæmi er innlimun Mar-
okko á Spænsku Sahara árið 1976.
Það er eina dæmið sem er hliðsæða
við Kúvæt. Spænska Sahara var
spænsk nýlenda, sem átti að fara
að gefa sjálfstæði. Marokko gerði
kröfu til landsins og lagöi það und-
ir sig þrátt fyrir mótspýmu Polis-
ario skæruliða. Þá var ekki safnað
liði og dreginn saman óvígur her
til að hindra sams konar yfirtöku
á smáríki og yfirtöku Saddams á
Kúvæt.
Hassan Marokkokonungur
komst upp með þetta. Spænska
Sahara átti enga vini á alþjóðavett-
vangi, ekki 150 milljarða dollara
varasjóði og olíu í jörðu. Aftur á
móti vora þar fosfatnámur og þótt
fosfat sé verðmætt, jafnast það ekki
KjáUaiinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
á við olíu. Yfirráð Marokko yfir
mestöllum hluta landsins voru
formlega viðurkennd 1980, ■ en
skærahernaður geisar þar enn.
Alþjóðalögunum var breytt til að
taka mið af breyttum aðstæðum.
Að vísu var ekki á þeim tíma sami
alþjóðlegi grundvöllur fyrir sam-
stöðu og er nú. Kalda stríðinu var
ekki lokið, risaveldin voru ekki
jafnsammála þá og nú um hvað
væru alþjóðalög.
Stórveldin
Eðli málsins samkvæmt era það
stórveldin, og einkum risaveldin,
sem ákveða hvað séu alþjóðalög.
Það eru stórveldin sem viðhalda
óbreyttu ástandi í samskiptum
ríkja. En hvað þá um innanlands-
mál einstakra ríkja? Þar er sjálfsá-
kvörðunarrétturinn og sjálfræðið
skilyrðislaus alþjóðalög.
Saddam Hussein mátti ekki inn-
lima Kúvæt en samkvæmt alþjóö-
lögum má hann gera hvað sem
honum þóknast við Kúrda. Kúrdar
era innan hans eigin landamæra.
Alþjóðalög ná ekki yfir hemaðinn
í Kúrdahéraðunum. Þótt utanríkis-
ráðherrar Evróputíandalagsins
vilji draga Saddam fyrir rétt sem
stríðsglæpamann og refsa honum
fyrir meðferðina á Kúrdum, geta
þeir það ekki. Aftur á móti geta
þeir náð til hans með ákæram fyr-
ir þaö sem hermennirnir gerðu
óbreyttum borguram í Kúvæt. Það
eru hin einu sönnu brot á alþjóða-
lögum.
Rauðir Khmerar
Þessi tvískinnungur kom ennþá
betur í ljós í Kambódíu. Mesta ógn-
arstjórn sem um getur á þessari
öld, sem hafði það beinlínis að
markmiði að fækka þjóðinni til að
færa hana aftur í tímann, aftur á
árið núll eins og það var kallað, og
byggia svo upp eins konar steinald-
arþjóðfélag á kommúnískum
grunni - náði þar völdum 1975. Á
næstu þremur árum myrtu Rauðu
khmerarnir, eins og þeir heita enn
í dag, um 2 milljónir manna sem
hluta af vísvitandi stefnu um fólks-
fækkun. - Þetta var um þriðjungur
þjóðarinnar.
Alþjóðalög sögðu að þetta væri í
lagi, Kambódía var sjálfstætt og
fullvalda ríki. En árið 1978 réðust
Víetnamar inn í Kambódíu og
hröktu Rauðu khmerana frá völd-
um. Innrásin var skýlaust brot á
alþjóðalögum. Bandaríkin snerust
á sveif með Rauöu khmeranum á
móti Víetnömum sem höfðu brotið
alþjóðlög. Þetta ástand varir enn í
dag, Bandaríkin viðurkenna enn
Rauðu khmerana og halda áfram
refsiaðgerðum gegn Víetnömum
fyrir innrásina enda þótt þeir séu
famir frá Kambódíu.
Með þatta í huga er ekki að furða
þótt Bush Bandaríkjaforseti þver-
taki fyrir að hjálpa Kúrdum á
áþreifanlegan hemaðarlegan hátt.
Hann verður að halda alþjóðalög.
Það gerði hann með því að sprengja
írak í loft upp og endurheimta
Kúvæt fyrir Sabahfjölskylduna.
Alþjóðalög leyfa ekki að hann geri
meira.
Gunnar Eyþórsson
„ ... hin einu sönnu alþjóðalög, þau hin sömu og við íslendingar marg-
brutum þegar landhelgin var faerð út fjórum sinnum í röð.“
,,Meö þetta í huga er ekki furða þótt
Bush Bandaríkjaforseti þvertaki fyrir
að hjálpa Kúrdum á áþreifanlegan,
hernaðarlegan hátt. Hann verður að
halda alþjóðalög.“