Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. Spumingin Ætlarðu að vaka kosninganóttina? Ragna Guðmundsdóttir bókasafns- fræðingur: Jj, auðvitað. Hafsteinn Helgason verkfræðingur: Heldur betur. Inga Maria Friðriksdóttir nemi: Að sjálfsögðu. Sigurður B. Sigurðsson markaðs- stjóri: Já, ég mun vaka frameftir. Kristján Sveinsson skipstjóri: Já, þvi geri ég ráð fyrir. Guðni Björnsson teiknari: Ég verð ekki á landinu en ég læt taka kosn- ingasjónvarpið upp og ætla að horfa á það þegar ég kem heim. Lesendur Færeyjar og fjárfestingar Konráð Friðfmnsson skrifar: Mitt á milh íslands og Skotlands er hálendur og grösugur eyjaklasi. Þarna býr þjóð sem hefur heima- stjóm, eigin fána, 200 mílna lögsögu, talar eigið tungumál, fangar fisk sem gefur henni um 88% útflutnings- tekna - og stundar landbúnað, mest sauðfjárrækt. Þama er einnig nokk- ur fugla- og eggiataka að ógleymdu grindhvaladrápinu. Á eyjunum búa um 50 þúsund manns og heyra undir Dani. Og þar hafa jafnaðarmenn lengst af haldið um stjómartaumana. Já, Færeyingar eru mesta ágætis- fólk. Það er bara meö þá eins og marga aðra að þeir fjárfestu um of. Eftir að landhelgin var færð út í 200 mílur, árið 1977, var miklu fé veitt til tæknivæðingar í fiskveiðum og vinnslu, m.a. úthafsveiðum. Þessar fjárveitingar skiluðu sér ekki til baka sem skyldi. Vegna þessarar óráðsíu - ef svo mætti til orða taka - eru „neggvararnir" að súpa seyðiö. En vissulega var stórfehdur upp- gangur á þessu landi um hríð og hafði almenningur þá talsvert fé handa í milli. Þetta sá maður með eigin augum. Ég minnist þess t.d. að þegar veiði Norðursjávarsíldar stóð hvað hæst eða frá 1969 og eitthvað fram á 8. áratuginn (en í þessum veiðiskap tók ég þátt 1972 og aftur 1975, ásamt fjölda annarra íslendinga að sjálfsögðu) að þar státuðu Færey- ingar af langfínustu og jafnframt fullkomnustu skipunum. Þetta voru Frá Þórshöfn í Færeyjum. - Færeyingar voru langt á undan okkur í sjávarút- vegi, segir hér m.a. yfirbyggðir bátar búnir öhum nýj- ustu og vönduðustu „græjum" sem þá var völ á. - Oft undraðist maður flottheitin á bænum þeim, og varð tíðrætt um þau. Á sama tíma áttum við örfá tveggja þiifara fley, og aðeins eitt sérsmíðað. - Það var Eldborgin GK 13 frá Hafnarfirði. Svona voru nú frændur vorir og vinir langt á undan okkur, a.m.k. hvað varðar sjávarútveginn. Þótt myndin hafi að vísu snúist við í dag, Færeyingum í óhag, en það er annað mál. Og ef marka má fréttir þá blæs ekki byrlega fyrir eyjaskeggjunum fyrir austan okkur. Þeir hafa sem sé sótt um aðild að EB. - Megi guð forða íslenskri þjóð frá slíku ráðslagi valdsherranna um ókomna framtíö. Aðskilnaöur umsvifa farþegaflugs og vamarliðs: Getur aldrei orðið að veruleika Trausti skrifar: Lengi hefur verið rætt um þaö af ýmsum aðilum að framkvæmd flug- starfsemi á Keflavíkurflugvelh skuli vera þannig aö hið almenna far- þegaflug verði aðskihð frá því sem sumir kalla hernaðarumsvif (aðrir varnarhðsstörf). Ég held að þetta sé nokkuð sem aldrei verður að veru- leika, a.m.k. ekki á meðan við kjós- um að hafa hér erlent varnarhð okk- ur til traust og halds, á meðan við íslendingar vhjum ekki sjálfir taka þessi störf að okkur. Fyrir nokkrum dögum sá ég frétt þess efnis að með tilkomu nýs og fullkomins flugskýhs, sem Flugleiðir ætla aö koma upp, verði að fullu og öllu komið á aðskilnaði almenns far- þegaflugs og annarrar starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Það má svo sem segja að ef nýtt flugskýh verður reist utan vamarhðssvæðis sé aðskilnaö- urinn meiri en áöur. Hins vegar verða þessir tveir þætt- ir aldrei aðskildir í raun. Slökkvihðið sem Bandaríkjamenn reka á Kefla- víkurflugvelh er stór þáttur í al- mennu farþegaflugi og er mikilvæg- ur hiekkur í sérhveiju flugtaki og lendingu á þessum flugvelh. Margir aðrir þættir spila þarna einnig inn í svo sem endurnýjun, viögerðir og viðhald flugbrautanna sjálfra, hreinsun þeirra (t.d. snjóhreinsun að vetrinum) og flókinn tæknilegur búnaður sem er mikih að vöxtum og verðmæti. Allt er þetta kostað af Bandaríkjun- um en ekki íslendingum. Þann kostnað erum við íslendingar hklega ekki tilbúnir að bera enn því að hann nemur tugum milljóna sérhvem dag ársins. Það er því langt í land enn og ekki séð fyrir hvenær sá dagur kemur að fullkominn aðskilnaður verði á Keflavíkurflugvelli mhh far- þegaflugs og varnarhðsstarfa. Nei við lengingu skóladagsins „Krakkar á þessum aldri þurfa frjálsræði, mikla hreyfingu og hreint loft í bland við inniverkefni," segir bréfritari m.a. Berglind Magnúsdóttir skrifar: Mig langar til að taka undir kjallar- agrein Sigrúnar Ásgeirsdóttur sem birtist í DV 15. apríl sl. Alltof fáir, sem eru á móti lengingu skóladags- ins, láta í sér heyra. Mér fmnst fá- sinna að skylda öh yngri börn til að vera í skólanum 7 kennslustundir á dag. - En þetta er í tísku núna og lenging skóladagsins er þaö sem ráðamenn halda aö foreldrar vhji því alhr flokkar eru með þetta á stefnu- skrá sinni. Hvað á svo að gera fyrir börnin í skólanum allan þennan tíma? Ég sat í tvær klukkustundir hjá syni mín- um í 6 ára bekk og var orðin upp- gefm eftir hávaða, eril og inniloft og voru þó ekki nema 16 böm í bekkn- um. Krakkar á þessum aldri þurfa fijálsræði, mikla hreyfingu og hreint loft í bland viö inniverkefni. Ýmsir hafa nefnt að færa dans- og tónhstar- kennslu inn í skólana en þaö hefur ekki komið skýrt fram hvernig á að stuðla að heilbrigði og vellíðan ein- staklingsins á svona löngum skóla- degi öðravísi en með matargjöfum. Foreldrar og börn vilja hafa val og ráðamenn eiga að stuðla að því að annað foreldri geti verið heima til að annast börn sín, - Eitt er víst að þeir sem vhja stuðla að því að sundra fjölskyldunni með lengri skóladegi eiga ekki upp á pallborðiö hjá stórum hluta foreldra. Ég hef ávaht sagt og segi nei við lengingu skóladagsins. I>V Þvíloka þeir ekklgötunum? íbúi i vesturbæ skrifar: Ég er rtú búinn að fá nóg af þessum gatnaffamkvæmdum sem áttu upphaflega, að ég tel, að auka umferöaröryggi og koma í veg fyrir hraðakstur við sumar íbúagöturnar. Þaö er svo spurn- ing hvers vegna þessar fjárans öldur em ekki settar á ahar götur borgarinnar. Ég veit ekki betur en það séu íbúar við þær allflest- ar. En þar sem öldumar hafa verið settar eru þær orðnar mik- ih skaðvaldur fyrir bifreiðaeig- endur. Eyðheggja nánast hvern meðalbíl á stuttura tíma. Svo er núna það nýjasta; að setja eins konar „eyru“ eða ut- skot á hvert götuhom hér í vest- urbænum. Aht er þetta th að minnka umsvif og torvelda bíla- eigendum akstur. - Ég spyr bara: Hvers vegna ekki bara að loka götunum fyrir bhaumferð? Þeirléku cóv I " 9vl im Ásdís hringdi: Ógnaröld er runnín upp hér í borginni. Ef það eru ekki nauðg- anir, þá rán og ofbeldi á götum úti og ávallt er reynt aö hylma yfir ósómann með því aö nafh- greina ekki óþokkana sem eru á ferð. Myndbirtingu má nú ekki minnast á ffekar en snöru í hengds manns húsi. í dag las ég ffétt um unga menn sem lögöu eld aö dreng eftir að hafa hellt yfir hann bensíni. Mér finnst ekki hægt að afsaka svona glæp, rétt eins og hér séu að verki unglingar sem viti bara ekki bet- ur en þaö sé i lagi að kveikja í fólki. Samkvæmt heimildum eru talin nokkur brögð aö því að börn og unghngar „leiki sér“ með bensín og kveiki í því með þess- um hætti. Ég vh láta taka svona atvik fyrir á fyrirbyggjandi hátt, taka ofbeldisseggina úr umferð og loka þá inni án dómsúrskurð- ar. Úreltstöðutákn Dídí skrifar: Það var fyrir nokkmm árum að margir þeirra sem fóru til Bretlands þóttust hafa komist í feitt og keyptu sér m.a. skyrtur sem þá þóttu tískufyrirbæri þar i landi. Skyrtumar vom ýmist röndóttar eða mislitar en með hvítum flibba. Bretarnir hafa nú aldrei þótt klæöast á heimsmæli- kvarða þótt þeír eigi sér alda- gamla hefð í sígildum klæðnaði þar í landi, sbr. kúluhattinn og gaberdínfrakkann. Einkar skemmtheg hefð þar - en ekki annars staðar. Landinn tók ástfóstri við þessar skyrtur og það þótti allt aö því stöðutákn hér að skarta svona skyrtu, ekki síst í sjónvarpsvið- tölum eða í síödegisboðum. Þetta fór okkar mönnum raunar alltaf herfhega, og er nú hðin tfð og úrelt stöðutákn. Vil úrslitaleikinu Lihi skrifar: Ríkissjónvarpið hefur sýnt leiki „beint“ frá ensku knattspym- unni í allan vetur en nú, þegar spennan er mest og úrslitaleikir nálgast, þá á að hætta að sýna „beint“. Ef þetta er framtíöin þá er ég hræddur um að áhorfun á ítalska boltann á Stöð 2 aukist til muna. Ég skil ekki hvernig RÚV getur brugðist knattspyrnuá- hugamönnum svona hrikalega. Mig hefur t.d. dreymt um það árum saman að sjá þá hjá Sheff. Wed. í úrshtaleik og er þeir loks komust í úrsht gegn Man. Utd. þá vcröur leikurinn ekki sýndur. Þótt sendingarréttur sé dýr vona ég aö aht verði gert th að sýna úrslitaleik deildarbikarkeppn- innar - þeir mega th!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.