Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. Kúrdi hrasar meö sjúka konu sina í fanginu. Þau voru meðai þeirra sem flutt voru í gær í breskum þyrlum frá írak til Tyrklands til að geta fengið læknishjálp. Símamynd Reuter Enn aftökur og pyntingar í Kúvæt Skipholti 37, sími 39570 Opið alla helgina. Lifandi tónlist föstudag. Kosningavaka laugardag, gómsætar, eldbakaðar pitsur á sérstöku opnunar- verði, aðeins kr. 88012 með öli/gosi. STANGAVEIÐISKÓLINN veiðimenn Siðasta námskeið vetrarins hefst mánudaginn 22. april. Langholtsvegi 111 S. 687090 INNRITUN ER HJÁ SETJIÐ í FLEIRI LAXA í SUMAR - 0G MISSIÐ FÆRRI ÚTILÍF, Glæsibæ S. 82922 Utlönd Bandarískir og íraskir herforingjar: Ræða öryggissvæði fyrir f lóttamennina Iraskir herforingjar munu í dag hitta bandaríska herforingja í norð- urhluta íraks. Viðræðumar, sem tal- ið er að snúist um hvernig tryggja megi að írakar hindri ekki stofnun öryggissvæðis fyrir Kúrda, fara fram í borginni Zahko, ekki langt frá þar sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hyggjast reisa flóttamanna- búðir fyrir Kúrda. íraska hersins frá því á þriðjudag. Leiðtogar Kúrda skoða nú friðartil- lögur Iraka en talsmaður kúrdíska Lýðræðisflokksins sagði að svo virt- ist sem þær uppfylltu ekki kröfur Kúrda. Leiðtogarnir hafa áður hafn- að boði íraskra yfirvalda um sakar- uppgjöf. George Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að hann kunni að fallast á beiðni íraka til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um að fá að selja olíu fyrir milljarð dollara ef þeir ráð- ast ekki á flóttamennina. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að yfirvöld í Iran hefðu samþykkt boð Bandaríkja- manna um aðstoð við kúrdíska flóttamenn sem streymt hafa til ír- ans. Reuter Borgin Zahko, sem er rétt við landamæri Tyrklands, var bækistöð kúrdískra uppreisnarmanna mestan hluta marsmánaðar. Þann i. apríl síðastliðinn náðu íraskir hermenn borginni á sitt vald. írakar undirrituðu í gær sam- komulag við Sameinuðu þjóðirnar um að tryggja flóttamönnum öryggi og lífsviðurværi. Aöeins hjálpar- sveitir óbreyttra borgara verða sendar til Norður-íraks. írakar hafa hins vegar fordæmt áætlun banda- manna um að reisa búðir fyrir flótta- menn en hafa þó ekki hótað hernað- araðgerðum. Kúrdískir uppreisnarmenn sögðu í gær að svo virtist sem óyfirlýst vopnahlé hefði ríkt milli þeirra og er ávísun á vinstrí stjóm Mannréttindasamtökin Amnesty íntemational skoruðu í gær á emír- inn af Kúvæt aö skerast í leikinn og binda enda á aftökurnar, pynting- amar og handtökurnar sem átt hafa sér stað frá því að bandamenn frels- uðu landið. Samtökin birtu í gær skýrslu sendi- nefndar þeirra sem fór til Kúvæt 28. mars og kannaöi ástand þar í tvær vikur. í skýrslunni segir aö kúvæsk- ir hermenn og félagar í andspymu- hreyfmgunni hafi tekið af lífl fjölda fólks, misþyrmt mörgum grimmilega og handtekið hundmð manna. Flest fómarlömbin em Palestínumenn en einnig er um fjölda íraka og Súdana aö ræða. Greint er frá því aö fórnarlömb hafi verið skotin tif bana á almanna- færi eða flutt burtu, pyntuð og tekin af lífi. Sagt er að margir, sem hand- teknir hafa veriö á heimilum sínum eða gripnir á götu úti, hafi augljós- lega horfið sporlaust. Reuter Sjálfstæðisflokkurinn — gegn glundroða Fahd konungur Saudi-Arabiu: Syrgir bandarískan hermann Fahd konungur Saudi-Arabíu. Telkning Lurle Fahd, konungur Saudi-Arabíu, hef- ur boðið móður bandaríska her- mannsins Anthony Riggs 100 þúsund Bandaríkjadali, um 6 milljónir ís- lenskra króna, í bætur vegna dauða sonar hennar. Riggs var í sjö mánuði í Saudi-Arabíu og var einn þeirra manna sem stýrðu Patriotgagnflaug- um á tímum Persaflóastríðsins. Konungurinn reiddist að sögn mjög þegar hann frétti aö Riggs hefði verið myrtur skömmu eftir heimkomuna til Bandaríkjanna að stríðinu loknu. Morðið á hermanninum var þó á engan hátt tengt stríðinu heldur var það eiginkonan sem var á höttunum eftir hárri líftryggingu manns síns. Riggs liföi allar ógnir stríðsins af en var allur tæpum sólarhring eftir aö hann kom heim í öryggið til Bandaríkjanna. DN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.