Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. 30 BARÁTTUMÁL ALÞÝÐU- BANDALAGSINS 1991 # Hækkun skattleysismarka # Óbreytt heildarskattbyrði # Hækkun barnabóta # Húsaleigubætur # Hátekjuskattur # Skattlagning fjármagnstekna # Hallalaus ríkisbúskapur # Aukinn hagvöxtur # Kaupmáttaraukning hjá launafólki # Samfelldur skóladagur # Lenging skólatíma # Skólamáltíðir # Umboðsmaður barna # Réttaröryggi barna # Úrbætur fyrir fötluð börn # Dagvistun fyrir öll börn # Stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar # Umhverfismat við allar framkvæmdir # Alþjóðlegur umhverfissáttmáli # Atvinna handa fötluðum # Endurþjálfun í atvinnulífinu # Fjárútvegun til félagsþjónustu # 1000 félagslegar íbúðir á ári # Menningarsjóður til stórverkefna # Tvöföldun framlaga til vísinda # Samgöngubylting í þágu byggðanna # Allur fiskur á innlendan markað # Alþjóðlegur fjarskiptamarkaður fyrir fisk # ísland í Evrópu, utan EB Ný öryggis- og friðarstefna Kjósum áfram árangur ALÞYÐU BAN DALAGjÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir l Utlönd Ríkisstjórn Gro Harlem Brundtland íhugar að höggva á hnútinn í viðræðum EB og EFTA með því að opna fyrir innflutning á landbúnaðarvörum. Símamynd Reuter Norðmenn íhuga nýjar leiðir í viðræðum EB og EFTA: Bjóða innflutning á landbúnaðarvörum - vilja halda fiskveiðilögsögunni lokaðri í staðinn Norska ríkisstjórnin íhugar nú aö heimila aukinn innflutning á land- búnaöarvörum til að liðka fyrir í samningunum við Evrópubandalag- ið vegna Evrópska efnahagssvæðis- ins. Norska NTB-fréttastofan hefur það éftir áreiðanlegum heimildum að stjórnin sjái þennan kost nú vænstan þar sem viðræðurnar eru sigldar í strand. Ríki Evrópubandalagsins krefjast þess að fá aðgang aö fiskimiðum EFTA-þjóðanna í skiptum fyrir toll- frjálsan aðgang að mörkuðum í Evr- ópu. Sem kunnugt er hafa bæði Norðmenn og íslendingar ekki viljað ljá máls á þessu og nú hugsa Norð- menn sér að höggva á hnútinn hvað þá varðar með því að bjóða markaði fyrir landbúnaðarvörur en halda fiskimiðunum lokuðum fyrir heima- menn. Þá er það einnig hugmynd Norö- manna að EFTA-þjóðirnar stofni sér- stakan sjóð til að styrkja þjóðir í Suður-Evrópu en það eru einmitt Spánverjar og Portúgalir sem sækja það fastast í viðræðunum um Evr- ópska efnahagssvæðið að fá aðgang að fiskimiöunum við ísland og Nor- eg. NTB-fréttastofan segir að Norð- menn ætli að leggja þessar tillögur fram á næsta samningafundi í Bruss- el. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum síðustu mánuði vegna fiskveiðimálanna og er jafnvel óttast að samstarf EB og EFTA um sameig- inlegan markað fari út um þúfur ef ekki tekst að ná samkomulagi fyrir sumarið. Fari svo er líklegast að einstakar þjóðir innan EFTA reyni að sækja um aðild að EB. Talið er að Svíar muni sækja um í sumar þótt enn sé það Þrándur í götu að þá verða þeir að láta af hlutleysisstefnu sinni og taka þátt í mótun sameiginlegrar ut- anríkisstefnu með öðrum þjóðum í EB. Norðmenn vonast til að af hálfu EB verði fallið frá kröfum um aðgang að fiskimiðum' ef hægt verður að skipta á tollfrjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur ogfríverslun með fisk. Af hálfu Norðmanna er þetta ásættanlegri kostur en að opna fisk- veiðilögsöguna. Þó er búist við að þessi breyting á landbúnaðarstefn- unni mæti mikilli andstöðu í Noregi. NTB og Reuter Sonur Bush sett- ur undir eftirlit Neil Bush verður undir eftirliti ef hann ætlar að stunda viðskipti i framtíðinni. Simamynd Reuter Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að setja Neil Bush, son for- setahjónanna Barböru og George Bush, undir sérstakt eftirlit vegna fjármálaóreiðu hans meðan hann stjórnaði sparisjóði í Denver í Col- orado. Sjóðurinn fór á hausinn og í kjöl- farið fylgdi rannsókn á fjölda ann- arra sjóða sem reknir eru með ríkis- ábyrgð. Úr málinu varð fjármála- hneyksli sem talið er að kosti banda- ríska skattborgara milljarða dala. Neil átti þó litla sök á hneykslinu og var frekar kennt um fávisku hans en sviksemi að hann dróst inn í mál- ið. Engu að síður má Neil ekki :eftir- leiðis koma nærri starfsemi spari- sjóðanna eða annarra fjármálastofn- ana nema undir sérstöku eftirliti. Hann getur áfrýjað úrskurðinum en talið er ólíklegt að hann reyni það vegna þess að umtalið sem málið hefur hlotið er nú þegar nógu óþægi- legt fyrir forsetahjónin þótt sonurinn bæti ekki um betur með því að standa í málarekstri næstu árin. Reuter Þýskaland: Háttsettur embættismaður handtekinn fyrir njósnir Saksóknari í Karlsruhe í Þýska- embættismanns varnarmálaráðu- að hafa verið einn mikilvægasti landi hefur fyrirskipaö rannsókn á neytisins á miðvikudag. njósnari A-Þjóðverjaáhernaðarsvið- því hvort hjón, sem starfa í þýska Embættismaðurinn, Wolf-Heinrich inu. Talið er aö hann hafi þegiö tvö varnarmálaráðuneytinu, hafi njósn- Prellwitz, sem var starfsmaður deild- hundruð þúsund mörk fyrir upplýs- að fyrir A-Þýskaland. Fyrirskipunin ar er fór með endurnýjun vopna- ingar sínar eöa sem nemur á áttundu kom í kjölfar handtöku háttsetts kerfa er sakaöur um, frá árinu 1968, milljóníslenskrakróna. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.