Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991.
15
Göf ug þjóð og lítillát
.. íslendingum er herskylda móðgun, og hafa sjálfir aldrei lagt slíkar
óhuggulegar bardagakvaóir á drengi sína ..."
Mikil gæfa er það að við íslend-
ingar skulum vera litillátir og dag-
farsprúðir. Blessunarlega erum við
að mestu laus við öfgamennina
enda tökum við líka duglega á þeim
þegar þeir láta á sér kræla. Mikið
er t.d. yndislegt að sitja fyrir fram-
an sjónvarpið um áramót, losa um
beltið eftir steikina, fylgjast með
forseta og forsætisráðherra fara
með ....svo langt frá heimsins
vígaslóð... “ og lofa okkur íslend-
inga, friðsömustu þjóð í heimi, þjóð
sem skarar langt fram úr öðrum
siðferðilega því að hún ber ekki
vopn.
Þar fyrir utan er hún að sjálf-
sögðu of fámenn og fátæk til að
halda her enda eru menn eðlilega
ekki að því nema þeir séu margir,
sterkefnaðir og öruggir um sigur.
Annað væri ekki bara óskynsam-
legt heldur einnig siðlaust.
Einhver ábyrgðarlaus reiknaði
út að hlutfallslega jafnmargir ís-
lendingar og Bandaríkjamenn
hefðu verið drepnir í heimsstyrj-
öldinni síðari. Fáránlegur saman-
burður, nær væri að gá að ein-
hverju marktæku eins og árlegum
jólabókum á hverja þúsund íhúa
og skákmönnum á ferkílómetra.
Félagsvísindadeild
Ríkisútvarpsins
Við erum ábyrg þjóð, hyggjum
að öryggismálum. Öryggismála-
nefnd íjallar meðal annars um þau
og það stjómmálafræðilega. Hún
fær 11 milljónir á ári sem er vel
sloppið með nokkuð eins og þjóðar-
öryggi og erum við öðrum sönn
spamaðarfyrirmynd.
Stjórnmálafræðingar skrifa um
varnarmál sem er að sjálfsögðu
mun mikilvægara en að starfa í
þeim, en þau em bara starf eins
og hvað annað. Að vísu minntist
einhver ofstækismaður á köllun til
KjaUarinn
Jón Hjálmar Sveinsson
fyrrv. sjóliðsforingi
varna, en slíkt heyrir miðöldum
til. Stjórnmálafræðingum er ekki
þröngsýni þessara fagidjóta og
vinnulýðs, hermannanna, fjötur
um fót. Stjórnmálafræðingar em
félagsvísindamenn með hlutlæga
fjarlægð og huglæga yfirburði.
Stjórnmálafræðingar em verðug-
ir til eftirbreytni, þannig ættu t.d.
viðskiptafræðingar ekki að láta
neitt hindra sig í að skrifa greinar
um læknisfræði, læknar um stærð-
fræði og svo koll af kolh. Ríkisút-'
varpið gæti svo útvíkkað þá ófrá-
víkjanlegu reglu að ræða hemað-
arleg málefni aðeins við stjóm-
málafræðinga. Þannig myndu ekki
aðrir en viðskiptafræðingar fjalla
um krabbamein, læknar tækju
burðarþol mannvirkja til athugun-
ar o.s.frv. Öðrum stéttum myndi
þá áskotnast jafnmikið áht og
stjómmálafræðingar njóta fyrir
sínar ómissandi hernaðarlegu
fréttaskýringar.
Til alþjóðlegrar eftirbreytni
Nú, þá höfum við auðvitað varn-
arhð í vamarstöðu á varnarsvæði
í tengslum við varnarmálaskrif-
stofu. Hún hefur á að skipa vamar-
málaráðunaut og vamarmálafuh-
trúa, þeim síðastnefnda í 5 mhljón
króna stöðu, þar sem hann leggur
íslenskt mat á varnarstöðu, vam-
arviðbúnað og varnarþörf. - Hér
hefur aðeins verið notaður afdrátt-
arlaus orðaforði skýrslna utanrík-
isráðherra.
Það er í fuhkomnu samræmi við
traust ráðherra á stjórnmálafræð-
ingum sem og hernaðarsérfræð-
ingum, að varnarmálafuhtrúarnir
skuh titla sig hðsforingja í handbók
utanríkisþjónustunnar, þó að
hvorugur hafi nokkurn tíman bor-
ið skyldur hermanns, heldur ætíð
verið undanþegnir frá þeim. Þetta
staðfesta upplýsingar frá herjum
þeim sem þeir segjast hafa verið
hðsforingjar í. Enda hrifast útlend-
ingar af því hversu við skörum
fram úr þeim siðferðilega og tekst
að halda öhu þessu fína og flotta,
hðsforingjunum, en losum okkur
við þetta ljóta og leiðinlega, her-
skylduna.
Þetta er framúrskarandi nýjung
því að friðelskandi íslendingum er
herskylda móðgun og hafa sjálfir
aldrei lagt slíkar óhuggulegar bar-
barakvaðir á drengi sína eins og
forseti og forsætisráðherra rétti-
lega minna okkur reglulega á.
Mjólker góð
Vera í vamarbandalagi vest-
rænna lýðræðisþjóða hefur ekkert
með stöðug verkefni fyrir Aðal-
verktaka að gera eins og ihar tung-
ur segja. Bandaríkjamenn hafa
skyldum við þá að gegna eins og
aðra enda ítrekaði Jón Baldvin það
við þá í vetur þegar hann frétti af
sparnaði vestra. Við árás á eitt
NATO-ríki yrðu öll að svara en þar
sem ísland hefur engan her og
verður því skhjanlega aldrei stríðs-
aðhi lendum við ekkert í stríði þó
að ráðist yrði t.d. á bandamenn
okkar Tyrki eins og Jón Baldvin
skýrði á dögum Flóabardaga.
Það er því bæði ósmekklegt og
að shta hlutina úr samhengi að
rifja upp örlög íslenskra sjómanna
úr heimsstyrjöldinni síðari. Sjó-
mennska er hara hættuleg og menn
eru hvort sem er alltaf að farast á
sjó.
í einu hafa Bandaríkjamenn ver-
ið svohtið thlitslausir í veru sinni
á okkar „hagsælda hrímhvítu móð-
ur“. í hókinni „Forsetar lýðveldis-
ins“ segir frá blaðagreininni
„Negrar“ sem Ásgeir Ásgeirsson
skrifaði eftir för sína til Bandaríkj-
anna 1935, en í henni sagði Ásgeir
um kynblendinga: „Það má hkja
því við, að einum mjólkurdropa sé
heht í blekhyttu og hitt, að einum
blekdropa sé hellt í mjólkurfötu.“
Bandaríkjamönnum fyrirgefst.
Þeir lesa ekki heimshókmenntir,
og þegar þeir voru svo almennileg-
ir að taka sér varnir svo siðprúðrar
þjóðar að hún bar ekki vopn gátu
þeir ekki vitað að hinir vopnfimu
Gunnar og Njáll voru hvorki svart-
ir né guhr. Við létum þá setja kúas-
malarásina sína í kapal svo að ekk-
ert truflaði æskuna í að njóta vaxt-
arbrodda okkar einstæðu íslensku
menningar, Bubba, Megasar, Þjóð-
arsálar og yfirlýsinga Þjóðhags-
stofnunar.
Jón Hjálmar Sveinsson
„Stjórnmálafræðingar skrifa um varn-
armál, sem er að sjálfsögðu mun mikil-
vægara en að starfa 1 þeim, en þau eru
bara starf eins og hvað annað.“
Á að leyfa 18 ára fólki
að kaupa áfengi?
Varðstjóri í lögreglunni með tilbúinn landa á flöskum sem lagt var hald
á. Bruggtækin á myndinni voru í fullri notkun þegar lögreglan kom á
staðinn. DV-mynd S
Hér á landi hljóðar áfengislög-
gjöfm svo að ekki er heimilt að selja
áfengi yngra fólki en 20 ára. En
önnur löggjöf er th, hjúskaparlög-
gjöfin, sem segir að heimilt sé að
gefa saman í hjónaband fólk er náð
hefur 18 ára aldri.
Það virðist í fljótu bragði undar-
legt að það skuli teljast meiri
ábyrgð að neyta áfengis en að gang-
ast undir hjúskaparheit. Hvoru
tveggja fylgir ábyrgð sem og því að
lifa lífinu. En ég tel að meira máh
skipti hvaða tegund af áfengi fólki
er selt heldur en á hvaða aldri fólk
er.
Tískan stjómar
Það þarf ekki að leita með log-
andi ljósi aö áfengisböhnu hér á
landi. Það virðist speglast hvar sem
htið er í okkar annars ágæta þjóð-
félagi. SÁÁ er sú stofnun sem mest-
um árangri hefur náð í lækningu á
áfengissjúkhngum hérlendis og
einnig sú stofnun sem náð hefur
þeim árangri að fá það viðurkennt
að drykkjusýki sé sjúkdómur og
þar með sannað thverurétt sinn
sem sjúkrastofnun.
Það má ef th vill deila um það
hvort sjúklingurinn er nokkurn
. tíma læknaður en víst er að með
félagslegum stuðningi má halda
sjúkdómnum niðri. Nú er það svo
að aldur sjúklinga færist sífeht
neðar. Hugum að því um stund
hveiju sé um að kenna. Þeir sem
vit hafa á segja að þeir sem verða
áfengissýkinni að bráð hafi þennan
erfðaþátt í sér svo að ekki skiptir
það öllu máh hvenær aðilinn hyrj-
Kjallarinn
Margrét S. Sölvadóttir
rithöfundur
ar á neyslunni, hann verður áfeng-
issjúklingur.
Þá er það tíska unghnganna sem
stjórnar því hve sumir árgangar
byrja snemma að drekka áfengi og
það er því það hugarfar sem við
reynum að innræta unga fólkinu
okkar sem er það eina sem gæti
haft áhrif á aldurinn, svo sem með
því að reyna að gera íþróttir að
tísku hjá unghngunum.
Banniódugar ekki
í dag er auðveldara fyrir ungling-
ana að ná í eiturlyf en hjór og það
er þróun sem þarf að snúa við.
Enginn skyldi halda að ég vhji að
börn og unglingar drekki áfengi en
ég veit að það er erfitt að koma í
veg fyrir það. Á meðan við full-
orðnir teljum áfengi ómissandi við
skemmtanir þá munu börnin okkar
álita það lika.
Jafnvel þó það tíðkist ekki á þínu
heimili að hafa áfengi um hönd þá
koma alltaf hörn frá shkum heimh-
um sem gera áfengisneyslu spenn-
andi í augum barna þinna.
Með því að banna að selja ungl-
ingum áfengi er ekki þar með kom-
ið í veg fyrir að þau drekki það.
Verðum við ekki að reyna að
finna lausn með ungdómnum held-
ur en á móti og ætla að bönn komi
að gagni? Nú þegar ríkisstjórnin
hefur minnkað stýringu sína á vín-
drykkju fólksins í landinu með því
að leyfa bjórinn er komið þar áfengi
á verði sem ungt fólk ræður við.
Er ég því fylgjandi að það fái leyfi
th að kaupa það sjálft en gerist
ekki lögbijótar með þvi að fá aðra
th að kaupa það fyrir sig. Sem
dæmi:
Ég starfaði um tíma á bar hjá einu
diskóteki borgarinnar. Staðurinn
var mikið sóttur af unghngum.
Þetta var áður en bjórinn var leyfð-
ur hér á landi. Það sem unga fólkið
hafði efni á að kaupa á bamum var
brennivín blandað í vatni þar sem
verðið á því var langlægst. Það
voru ekki allir sem inn á staðinn
komu orðnir 20 ára og þó að ég
neitaði þeim um afgreiðslu þá vissi
ég að aðrir keyptu vín fyrir þá svo
ahtaf er og verður farið í kringum
lögin í þessu efni. Hvað er th ráða?
Að stinga höfðinu í sandinn
Mín niðurstaða er sú að við ætt-
um heldur að einbeita okkur að því
að 18 ára gamalt fólk geti keypt sér
áfengi sem inniheldur minna
áfengismagn og er hohara, ef hægt
er að tala um hohustu í þessu sam-
bandi, og jafnvel saðsamara svo að
erfiðara er að drekka af því mikið
magn.
Það er að stinga höfðinu í sandinn
að halda að þau drekki ekki áfengi
þó að þeim sé gert erfiðara fyrir
að ná í það. Vímugjafinn verður
aðeins annar, miklu skaðlegri, sem
verður til þess að bruggarar og
aðrir vímuefnasölumenn hagnast
og halda áfram að framleiða og
smygla vímugjafa þar sem eftir-
spurnin er alltaf fyrir hendi.
Margrét S. Sölvadóttir
„Mín niðurstaða er sú að við ættum
heldur að einbeita okkur að því að 18
ára gamalt fólk geti keypt sér áfengi
sem inniheldur minna afengis-
magn..