Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. íþróttir_______________________ Tékkinn rétt marði Valdemar Los Angeles Lakers mátti þola ósigur gegn Golden State Warriors í bandarísku NBA- deildinni í körfuknattleik í fyrri- nótt. Þó úrslitin sero slík hafi ekki skipt mikiu máii gætu þau haft áhrif því nær öruggt er aö þessi iiö mætast í fyrstu umferö úrslitakeppninnar. Úrslit í fyrri- nótt uröu þessi: Atlanta - Chariotte......111-123 Cleveland - Orlando......112-102 Miami - Chicago..........101-111 Dallas - Minnesota.......102-100 Golden State - LA Lakers ...114-108 Phoenix - LA Clippers......94-90 Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Vaidemar Valdemarsson frá Akur- eyri háöi geysilega baráttu við Tékk- ann Peter Jurko í alþjóðlegri svig- keppni sem fram fór í Hlíðarfjalli við Akureyri í fyrradag. Tékkinn hefur veriö mjög sigursæll í mótum hér á landi aö undanförnu en að þessu sinni þurfti hann að hafa mikið fyrir sigrinum. Valdimar haföi 11/100 úr sek. betri tíma eftir fyrri ferðina, en í þeirri síðari náði Tékkinn bestum tíma. Þegar upp var staðiö var samaniagð- ur tími hans 1.42,20 en tími Valdi- mars 1.42,40 svo ekki munaöi miklu. í þriðja sæti varð Norðmaðurinn Atle Hovi á 1.43,14. Guðrún H. Kristjánsdóttir virðist nú á ný komin í hörkuform og halda sæti sínu sem besta skíðakona lands- ins þrátt fyrir að hafa lítið æft í vet- ur. Hún sigraði í svigkeppninni í fyrradag, fékk tímann 1.20,49-mín. en Magore Malgorzata frá Frakk- landi varð önnur með 1.21,07 mín.. Þær tvær voru í sérflokki því María Magnúsdóttir sem varð þriöja fékk tímann 1.24,85 mín. ÍK-dagurinn í Digranesi á sunnudag ÍK-dagurinn verður haldinn í íþróttahús- inu Digranesi í Kópa- vogi á sunnudaginn. Þar keppa 4., 5., 6. og 7. flokkar drengja hjá ÍK og Breiðabliki í innanhússknattspymu, A-, B- og C-lið í hverjum flokki. Leikirnír hefjast kl. 13.30 og þeím lýkur um kl. 17.15. Á milli leikja verður spilað bingó og era góðir vinning- ar í boði. Kaffi og kökur verða á boðstólum. Landsliðsmenn i knattspymu eru væntanlegir í heimsókn og munu leika lístir sinar. Á sama stað verður tom- bóla á vegum ÍK frá kl. 13 til 18. Woosnam á tíu höggum yfir pari Ian Woosnam frá Wa- les, sem sigraði í US- Masters stórmótinu í golfi um síðustu helgi, var ekki svipur hjá sjón á fyrsta degi Benson og Hedges mótinu sem hófst i St. Mellion á Englandi í gær. Woosnam lék hringinn á 82 höggum eða 10 höggum yfir pari og hann sagöi að ekki væri víst að hann myndi halda áfram keppni. „Ég eyddi allri minni orku í síðustu viku og gat engan veginn einbeitt mér í dag. Senni- lega heföi ég átt að sleppa þessu móti,“ sagði hinn 33 áta gamh Woosnam sem er efstur á heims- listanum í golfi. Nick Faldo, sem tapaði US-Masters titlinum tii Woosnams, lék best á mótinu í gær ásamt íranum Philip Walton en báðir léku á 70 höggum. Tryggir Valur sér titilinn? - á íslandsmótinu í handbolta Valsmenn gætu á morgun tryggt sér íslandsmeistaratitil karla í hand- knattleik en 8. umferð úrshtakeppn- innar fer fram í kvöld og á morgun. Til þess að úrslitin ráöist, þurfa Valsmenn að sigra Stjörnuna á Hlíðarenda og FH að sigra Víking í Kaplakrika. Báðir þessir leikir fara fram klukkan 16.30 á morgun. ÍBV og Haukar mætast hins vegar í Eyj- um í kvöld klukkan 20. í hinni æsispennandi fallbaráttu er • Birgir Sigurðsson er markahæsti leikmaðurinn í úrslitakeppninni. einnig leikin 8. umferð og segja ma að allir leikimir þrír séu úrshtaleik- ir. KA og Grótta leika á Akureyri í kvöld klukkan 20, ÍR og KR í Selja- skóla klukkan 16.30 á morgun og Fram og Selfoss í LaugardalshöU á sama tíma. ÖU sex Uðin geta enn fall- ið, en staða KR-inga er þó sýnu verst og þeir veröa að vinna á morgun til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þrír siást um markakóngstignina ÚtUt er fyrir að þrír leikmenn beijist um markakóngstign úrsUtakeppn- innar, þeir Birgir Sigurðsson úr Vík- ingi, Petr Baumruk úr Haukum og Gylfi Birgisson úr ÍBV. Þessir eru nú markahæstir: Birgir Sigurðsson, Víkingi..53/2 Petr Baumruk, Haukum.......52/12 Gylfi Birgisson, ÍBV.......51/13 Brynjar Harðarson, Val.....47/16 Óskar Ármannsson, FH.......42/13 í faUkeppninni era þessir marka- hæstir* PáU Ólafsson, KR...........53/14 Hans Guðmundsson, KA.......49/10 Karl Karlsson, Fram........47/10 Gústaf Bjamason, Selfossi...44/6 Stefán Amarson, Gróttu.....38/13 -VS Margírnýir til Haukanna Haukar, sem leika í 2. deUdinni í knattspyrnu eftír tíu ára dvöl í neöri deUdunum, hafa fengið talsverðan Uðsauka að undan- fömu. Á síöustu dögum hafa sex leikmenn skipt tíl þeirra, Grétar Eggertsson úr KR, Axel Ingvars- son úr Val, HUmar Hákonarson, Hörður Guðjónsson og KetiH Magnússon úr Aftureldingu og þá er Óskar Theodórsson korainn aftur úr Fylki en hann skipti þangað í vetur. Bjöm Borg að ná fyrri styrk? Bjöm Borg, hinn heimsfrægi sænski tenniskappi sem lagði spaðann á hUluna fyrir átta árum, hefur æft grimmt að undanfömu og hefur keppni á ný i næstu viku. Goran Ivanisevic frá Júgóslaviu, sem er númer átta á heimsUstanum, hefur æft með Birni í Monte Carlo síðustu daga og sagði í gær aö Svíinn stæöist þeim bestu snúning. „Hann þarf að bæta hjá sér sóknarleikinn en það var hvort eð er aUtaf hans stíU að bíöa eftir mistökum mót- herjanna,“ sagöi Ivanisevic sem er 19 ára en Bjöm er 34 ára. Körfubolti á Keflavíkur- flugvelli Ægir Már Kárason, DV, Suðumesiuin: VamarUðið á Keflavíkurflug- velU gengst fyrir miklu körfu- boltamóti sem hefst á mánudag- inn og lýkur 4. maí. í karlaflokki keppa sjö úrvalsdeUdarlið, ásamt varnarUðinu, og í kvennaflokki fimm 1. deildar Uð og vamarUðið. Leikin er tvöföld útsláttar- keppni, þannig að það Uð sem tapar tveimur leikjum fellur úr keppni. Á mánudagskvöldið mætast Valur og varnarUðið klukkan 19 og Grindavík leikur við Njarðvík klukkan 21. Fyrstu umferð lýkur á þriðjudagskvöld þegar Keflavík mætir ÍR og Haukar leika viö KR. Keppni í kvennaflokki hefst síð- an á miðvikudag en þar keppa Keflavík, Haukar, ÍR, Grindavík og ÍS, ásamt vamarUðskonum. Þaö er Budweiser-umboöið á íslandi sem styrkir mótiö. AUir leikir fara fram í íþróttahúsinu á KeflavíkurflugvelU. Einar iþrótta- maður Þróttar • íþróttamaður Þróttar, Reykjavík, var útnefndur í fyrsta sinn á aðal- fundi félagsins nýlega. Það var blak- maðurinn Einar Þór Ásgeirsson sem varð fyrir valinu og er hann hér meö Óskarsbikarinn. Hann var einn af máttarstólpum Þróttar síðastlið- inn vetur en þá varð liðið bæði ís- lands- og bikarmeistari. Óskar heit- inn Pétursson, heiðursfélagi í Þrótti, gaf félaginu þennan veglega bikar á 40 ára afmæli þess. • 1 !«• •r«i DO RA *r • Axel Nikulásson er hér i baráttu við einn af leikmönnum skoska liðsins í gær og skor Knattspymudeild KR hefur gert samninga við 18 leikmenn fyrir kom- andi keppnistímabil. KR er þar með þriðja félagið til að ganga frá samning- um og tilkynna þá til KSÍ, en áður höfóu Stjarnan og ÍA gert það, eins og fram hefur koraið í DV. Þeir 18 leikmenn, sem eru á samn- ingi hjá KR, eru eftírtaldir: AtU Eð- valdsson, Björn Rafnsson, Guðni Grét- arsson, Gunnar Oddsson, Gunnar Skúlason, Heimir Guðjónsson, Ingólf- ur Gissurarson, Ólafur Gottskálksson, Óskar Þorvaldsson, Páll Ólafsson, Pét- ur Pétursson, Ragnar Margeirsson, Runar Kristinsson, Siguröur Björg- : vinsson, Sigurður Ómarsson, Stefán Á. Guðmundsson, Þormóður Egilsson og Þorsteinn Halldórsson. Þrír í viðbót hjá Stjörnunni Stjömunni en DV haföi áður greint frá Agætur árangur hjá Arnþóri - í bringusundi á meistaramóti í sundi í Danmörku Amþór Ragnarsson, sundmaður úr Hafnarfirði, sem dvaUð hefur í Dan- mörku í vetur við æfingar, sigraði í 100 og 200 metra bringusundi á meistara- mótí sem fram fór í Ikast. Amþór synti 100 metrana á 1:06,4 mínútum og 200 metrana á 2:24,80 mínútum. Amþór, sem hefur æft gríðarlega að undanfömu, virkaði þungur eins og sagt er á sundmáU en framamgreindir tímar era engu að síöur viöunandi. Amþór stefnir að þátttöku í smá- þjóðaleikunum í Andorra í næsta mán- uði og einnig þriggja vikna æfingabúö- um í Canet í Frakklandi með íslenska landsUðinu. Samfara æfingabúðunum mun íslenska landsUðsfólkið taka þátt í nokkrum simdmótum í Frakklandi. Amþór sagði í samtaU við DV að aðalmarkmið sitt væri þátttaka á Evr- ópumeistaramótinu sem haldið veröur íÁþenuíGrikklandiíágúst. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.