Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 22
30
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991.
►
Merming
Metnaðarf ullt yf irlitsrit
-umsöguíslands
Þetta mun vera fyrsta rækilega
útgáfan af sögu íslands í einu bindi
og þarf ekki lítinn kjark til aö af-
greiða íslandssöguna á svo tak-
mörkuðu rými.
Aðalhöfundar verksins eru þeir
dr. Bjöm heitinn Þorsteinsson
prófessor og Bergsteinn Jónsson
prófessor. Hefur Bjöm ritað sögu
fyrstu aldanna, en Bergsteinn
skrifaði söguna eftir 1904, en kafl-
amir frá 1662 munu einnig byggðir
á frumdrögum Bergsteins. Vegna
veikinda og síðar fráfalls Björns
kom það í hlut Helga Skúla að ljúka
við handrit hans undir umsjá rit-
sijóra. Helgi Skúli mun einnig hafa
samið megnið af hinum ítarlegu
myndatextum.
örnefnin vitna um
norrænan uppruna
Umfjöllun um hina elstu sögu er
varfæmisleg. Höfundur bendir á
að hér á landi hafi ekki fundist
mannvistarleifar sem séu örugg-
lega eldri en frá miðri 9. öld. Um
búsetu papa hér á landi er ekki fjöl-
yrt heldur bent á að hvað sem
henni líður hafi papar orðið áhrifa-
lausir um gang mála á íslandi.
Umfjöllun Ara fróða um Ingólf
Amarson og tímatalið, sem tengt
er landnámi hans, er afgreidd
þannig: „Þetta var þjóðsaga, en við
vitum ekki betur.“ Bent er á að
rannsóknir á íslenskum húsdýmm
styðji þá sögu ritaðra heimilda að
landið hafi byggst úr Noregi og að
örnefni um gjörvallt ísland vitni
sömuleiðis um norrænan uppmna
þjóðarinnar.
Kristnitakan: Skynsamleg
pólitík fremur en sáluhjálp
Rannsóknir sagnfræðinga
kristnitökunni munu væntanlega
draga til sín aukna athygli á næstu
ámm þar sem dregur að eitt þús-
und ára afmæh hennar. Hér er
kristnitaka afgreidd á tveimur
blaðsíðum og því haldið fram að
frásögn Ara fróða, aðalheimild
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
okkar um hana, sýni „að mönnum
er þar ríkari í hug skynsamleg pól-
itík en sáluhjálp". Bjöm telur frá-
sögn Ara ekki óyggjandi í smáat-
riðum en vel geti verið, „að
kristnitakan hafi orðið á sama tíma
og með svipuðum hætti og hann
á greinir frá“.
Enska öldin
Doktorsritgerð Björns Þorsteins-
sonar fjallaði, sem kunnugt er, um
ensku öldina í sögu íslands, og í
því riti sem hér er til umsagnar er
einnig að finna kafla um ensku öld-
ina (15. öld). Eins og vænta mátti
er hér um að ræða vel unnið yfir-
lit, byggt á frumrannsóknum höf-
undar. Flestum kemur svarti dauði
í hug þegar minnst er á 15. öld.
Þessi plága barst til landsins 1402,
„að líkindum sunnan af Englandi“.
Tahð er að þriðjungur þjóðarinnar
hafi falhð af völdum veikinnar.
Sighng var treg tíl landsins árin á
eftir því plágan mikla fældi sæfara
frá pestarbælinu. En fljótlega tóku
auðugu fiskimiðin við landið aö
laða enska sjómenn norður í höf.
Voru þetta „mestu úthafssighngar,
sem nokkur þjóð stundaði fyrir
fund Ameríku".
Siðaskiptin
Eins og í svo mörgum sagnfræði-
ritum er í umfjölluninni um siða-
skiptin lögð meiri áhersla á hina
neikvæðu hhð þeirra. Er því haldið
fram að afleiðingar þeirra hafi
komið fram í skertri afkomu ís-
lendinga. Tekjur þjóðarinnar hafi
rýrnað en álögur aukist, og sjálf-
stæði landsins einnig þorrið. í
menningarlegu tilhti hafi siða-
skiptunum þó „ekki fylgt stóreyð-
ing“ og er því þakkaö hversu
snemma fommenntastefnan náði
til landsins. Þá er bent á að Guð-
brandur Þorláksson, einn hinna
fyrstu lúthersku biskupa, hafi ver-
ið „mestur fræðari Islendinga í
kristnum sið“ og hafi hið öfluga
þýðingar- og útgáfustarf hans fest
íslenska tungu í sessi sem kirkju-
og trúræknismál hins nýja siöar.
Galdrabrennur og
blómleg fræði
Á 17. öld var fræöi- og skemmt-
anaiðnaður íslendinga með blóm-
legasta móti, en jafnframt var þetta
tími galdrabrennanna á íslandi.
Galdrafárið á íslandi var að því
leyti ólíkt því sem gerðist erlendis
að hér voru karlmenn mest hafðir
fyrir sökum, en erlendis voru kon-
ur í miklum meirihluta þeirra sem
höfnuðu á báhnu. Þetta er skýrt
með hinu mikla karlaveldi hér á
landi. Konan var njörvuð heimh-
inu og kom því htið við opinber
mál.
Kirkjan ekki til á 20. öld
Sem áhugamanni um kirkjusögu
og guðfræði almennt lék mér eink-
um forvitni á að vita hvem sess
kirkja og kristin trú fengi í þessu
verki. Framan af öldum íslands-
sögunnar fer ekkert á milli mála
hve stór hlutur kirkju og kristni
var. Þetta kemur fram í fyrirsögn-
um nokkurra af fyrstu köflunum:
„Kristnitaka og fmmkristni 1000-
1097“, „Kirkjugoöaveldi 1097-
1179", „Kirkjustríð og Sturlungaöld
1179-1262“. Bent er á að hér á landi
hafi kristin trú sennilega átt sér
játendur alla tíð frá því að menn
stigu fyrst á land. Allítarlega er hka
fjallað um siðaskiptin, en síðan
dregur mjög hratt úr umfjöllun um
kirkjuna. Stofnunar Hins íslenska
biblíufélags/ elsta starfandi félags
landsins (1815) er að engu getið, og
í umfjölluninni um 20. öldina má
heita að ekki sé minnst á kirkjuna.
Ekkert er minnst á hin miklu átök
á trúmálasviðinu um aldamótin
síðustu, þegar nýguðfræöi og spír-
itismi héldu innreið sína, og ekki
er heldur getið um þau íjölmörgu
trúfélög og kirkjudeildir sem hófu
starf hér á landi í kringum alda-
mótin. Endurreisnar Skálholts er
ekki getið. Hvorki Jón Helgason
né Sigurbjörn Einarsson, sem era
þó örugglega í hópi merkustu bisk-
upa íslensku þjóðarinnar frá upp-
hafi, eru nefndir á nafn og þannig
mætti lengi telja.
Saga ríkisstjórna
Mér finnst líka eitthvað vanta í
sögu 20. aldar sem minnist ekki á
þjóðaríþrótt okkar íslendinga,
skákina, stórmeistarann Friðrik
Ólafsson, einvígi Fischers og Spas-
skys og þá vakningu sem varð hér
á landi í skáklífinu í kjölfar þess.
Slíkt heíði að skaðlausu mátt fá
eitthvað af því rými sem varið er
til að rekja sögu ríkisstjórna, og
finnst mér vera dálítið „gamalt"
yfirbragð á sögu 20. aldar hvað
snertir hina miklu áherslu á stjóm-
málasöguna. Einkum á þetta við
síðustu kaflana þar sem lesandinn
fær fátt annað að vita um sögu
þjóðarinnar en að ríkisstjómir hafi
komið og farið! Af sögu 20. aldar
fannst mér sumir upphafskaflamir
bestir. Þar er til dæmis gerö ágæt
grein fyrir byltingu í atvinnu- og
samgöngumálum og bent á að
„fólksfjölgunin í Reykjavík og öðr-
um bæjum var fyrsti óræki vottur
þess um aldaraðir að íslendingar
gætu orðið öhu fleiri en 60.000 án
þess að fólksfehir blasti við“.
Marxísk söguskoðun?
Hefðbundin söguskoðun íslend-
inga, sem birtist m.a. í verkum
Páls Eggerts Ólafssonar og Jónasar
Jónssonar frá Hriflu, var á þá leið
að ákveðnir einstaklingar, afreks-
menn og leiðtogar, hafi ráðið mestu
um framvindu sögunnar. Mikhl
áhugi íslendinga á persónusögunni
er sennilega vitnisburður um
hversu útbreidd þessi söguskoðun
er enn þann dag í dag.
Sú söguskoðun, er birtist í þessu
riti, er ekki þannig enda alkunna
að Bjöm Þorsteinsson fylgdi marx-
ískri söguskoðun þar sem lögð er
höfuðáhersla á ólíka hagsmuni
stétta. Þessi söguskoðun hans mót-
ar þó ekki framsetninguna hér í
eins ríkum mæli og í sumum af
eldri ritum hans. En víða má þó sjá
að landeigendum er teflt gegn
leiguliðum og að samúð höfunda
er með hinni vinnandi alþýðu.
Og ekki virðist Bergsteinn Jóns-
son gera meira úr þýðingu ein-
stakhngsins en Björn. Sýnist mér
það dæmigert fyrir áherslu bókar-
innar þegar bent er á „að mörgu
má koma fram með samstihtu átaki
margra, þó lítils mætti sín kraftur
eins“.
Vandað og læsilegt rit
Eftir lestur þessa rits komu mér
í huga orð sem próf. Gunnar Karls-
son lét falla á ráðstefnu um ritun
kristnisögu í vetur. Hann sagöi efn-
islega að þeir sem þyrðu að gefa
út verk sín stæðu gjarnan með pál-
mann í höndunum. Að leiðarlokum
finnst mér sem aðstandendur
verksins standi með pálmann í
höndunum. Mér finnst sem vel
hafi th tekist miðað við það rúm
sem er th umráða. Þar breytir engu
um þó ýmsir sakni þess að ekki sé
fjallað ítarlegar um einhver sérsvið
sögunnar. Shkt er óhjákvæmilegt.
Ritiö er mjög læsilegt. Það er vand-
að að öllum frágangi og ytri bún-
ingi. Það prýða margar myndir sem
yfirleitt eru vel valdar og mynda-
textar hafa að geyma mjög dýr-
mætan viðbótarfróöleik. Ýmiss
konar töflur í viðauka eru líka vel
heppnaðar.
Björn Þorsteinsson
Bergsteinn Jónsson
íslands saga til okkar daga
Sögufélag (Anna Agnarsdóttir, Gunnar
F. Guðmundsson og Magnús Þorkels-
son sáu um útgáfuna)
Reykjavik 1991.
KJOSUM EKKI
, YFIROKKUR
LIFLAUSA
SPYTUKARLA
Veljum lifandi fó!k^%
FRJALSLYNDIR