Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. 19 Meiming Takmarkalaus málverk í vali sínu á viðfangsefni eða „mót- ífi“ áréttar hlutbundinn myndbst- armaður sérstæði þess. í augum hans eru viðfangsefnin - húsaþyrp- ingin, tijálundurinn, strandlengj- an - „áhugaverð" vegna þess að þau skera sig greinilega úr því sem í kringum þau er, eru öðruvísi en önnur hús, tré, strandlengjur, í kring. í meðhöndlun sinni á viðfangs- efninu eykur listamaðurinn venju- legast enn frekar á einstakleika Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson þess, innlimar það í heim sem lýtur allt öðrum lögmálum en sá heimur sem það er sprottið úr. Þetta á ekki aðeins við um ákafan expressjón- isma, heldur alla „eftirmyndagerð“ í nafni myndlistar. Hér tæpi ég á þessum almennu og vel þekktu sannindum í tilefni sýningar á verkum Eggerts Péturs- sonar í Nýhstasafninu (til 21. apríl), en hún gengur út frá talsvert öðr- um forsendum en þeim sem hér er lýst. Eggert málar innviði landsins af sömu nærfæmi en ekki sömu hvöt- um og Kjarval. Blábeijalyng Kjarv- als í forgrunni greinir sig frá bak- grunni, mosanum og grjótmuln- ingnum í kring. Myndinni er ætlað að segja sögu af „völdu“ og „ein- staklega fallegu“ náttúrumótífi. Niðri við svörðinn Málverk Eggerts af lyngi, fjalla- grösum, skófum og ýmsu þvi sem leynist alveg niðri við svörðinn greina ekki skýrt á milli „for- grunns“ og „bakgrunns“, hvað þá milh „frumlags" og „andlags". Ekkert lauf, ekkert strá, er öðru rétthærra. Sérhvert málverk er eins og tilviljunarkennd og um leið yfirmáta hlutlæg nærmynd af náttúrunni, rétt eins og listamað- urinn hafi látið kínverskum ten- ingi eftir að velja fyrir sig skika til „eftirmyndagerðar“. Því eiga mál- verkin sér hvorki upphaf né endi í venjulegum myndlistarlegum skilningi 7 og sama gildir um sýn- inguna. Ég vitna í tilskrif hsta- mannsins í sýningarskrá: „Sýning hefur engan endapunkt. Hvert verk er heimur, en jafnframt hluti eða brot af stærri heild, rým- inu og öðrum verkum á sýning- unni. Samtal verkanna bergmálar í salnum.“ Th að greiða fyrir þessu samtah, svo og hehdrænni skynjun okkar á veröldinni, byggir hstamaðurinn instahasjón úr handahófskenndri htljósmynd af grasrótum í fremsta sal, ýmiss konar kuski og lífrænum afgöngum - frumefnum? - í neðsta sal, og málverkum af innviðum náttúrunnar í efri sölum. Fínvinna Þessi installasjón er raunar eins Eggert Pétursson á sýningu sinni. og tátólógía, tvítekning þeirrar hugmyndar sem blasir við í olíu- málverkunum; er því vart annað en sóun á sýningarplássi. En nú má spyija sig hvað heild- ræn myndsýn Eggerts hefur fram yfir viðtekinn módernisma. Hún er væntanlega raunsærri, því hsta- maðurinn notar ekki vepjubundið sjónhorn, þá römmun mótífs sem minnst er á hér í upphafi, heldur leitast við að yfirfæra „hráa“ nátt- úru á striga. Það gerir Eggert flest- um öðrum betur, alvanur náttúru- skoðari og teiknari, og eru sum málverka hans með afbrigðum fín- unnin. En um leið - og hér kemur þver- sögnin - eru þessar myndir tærari, óefnislegri, en hinar „römmuðu" myndir. Þar sem þær hafa hvorki th að bera frumlag eða andlag, er ekkert í þeim sem fangar athygli áhorf- andans. Þess í stað beinast sjónir hans að yfirborði þeirra, eða því sem er handan þess, huglægum eigindum myndverksins. Yfirborðið tælir Mig grunar að þetta sé það sem hstamaðurinn á við þegar hann skrifar: „Við skynjum margbreytheik verksins af birtunni sem á það feh- ur og einnig þegar við nálgumst það og fjarlægjumst. Myndin dreg- ur th sín og hrindir frá sér. Yfir- borðið tæhr, smáatriðin laða að sér áhorfandann. Skínandi deplar og agnir gefa til kynna rými handan myndarinnar. Þar hefur ljósið ekki skilist frá myrkrinu fyrr en áhorf- andinn aðgreinir það í huganum." Áhrifamáttur þessara mynd- verka felst því í algjörum (?) trún- aði þeirra við náttúnma. List og veruleiki eru eitt, eins og póstmód- ernískir kenningasmiðir spáðu fyr- ir um. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 -talandi dæmi um þjónustu! NYTT Einnig fáanlegar í hvítu þakrennur ryðga ekki! Einfaldar í samsetningu, þarf ekki að líma. #áífaborg ? BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4 — SÍMI 686755 EOISFLOKKURINN UTANKJÖRSTAÐARKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT1, 3. HÆÐ. SÍMAR: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstof- una ef þið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. Gamli fjórflokkurinn hefur stjórnaö landinu síðustu 60 árin, með sömu þreyttu aðferðunum. Okkur finnst öllum nóg komið, er það ekki? FRJALSLYNDIR * . • 1 *l 1 i ólk fyrir fólk ATKVÆÐIGREITT F-USTANUM ER ATKVÆÐIGREITT SJALFUM ÞER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.