Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 34
42
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991.
Fólk í fréttum
DV
Sveinbjöm Bjömsson
Sveinbjöm Bjömsson prófessor,
Víghólastíg 14, Kópavogi, hefur ver-
iö kjörinn næsti rektor Háskóla ís-
lands eins og fram hefur komið í
DV-fréttum.
Starfsferill
Sveinbjöm fæddist í Reykjavík.
Hann lauk fyrrihlutaprófi i bygg-
ingaverkfræði við HÍ1959 og Dipl.
phys í eðlisfræði við Technische
Hochschule í Aachen í Þýskalandi
1963.
Sveinbjörn var á árnnum 1964-78
stundakennari við TÍ og HÍ og er
prófessor við HÍ frá 1978. Hann var
deildarforseti raunvísindadeildar
1985-87 og vararektor 1986-87.
Sveinbjöm var sérfræðingur viö
Orkustofnun 1963-73, síðast deildar-
stjóri háhitasvæða. Hann réðst til
Raunvísindastofnunar 1974 sem
deildarstjóri í jarðeðlisfræði og var
formaður stjómar Raunvísinda-
stofnunar 1976-79.
Sveinbjörn var ráðgefandi sér-
fræðingur á vegum SÞ við j arðhita-
rannsóknir í E1 Salvador, á vegum
Virkis hf. í Keníu og Kína, um
hraunhitaveitu í Vestmannaeyjum
1976-90, ráðgjöf um mat á vinnslu-
getu jarðhitakerfisins á Nesjavöll-
um fyrir Hitaveitu Reykjavíkur frá
1984.
Sveinbjöm var kjörinn félagi í
Vísindafélagi íslands 1968. Hann var
formaður nefndar sem gerði tillögur
um endurskoðun námsefnis og
kennslu eðlis- og efnafræði í bama-
og gagnfræðaskólum 1968-69 og um
nýskipan skóla til menntunar
tækna, tæknifræðinga og verkfræð-
inga 1974-78, var formaður skóla-
nefndar TÍ 1973^76, í stjóm Verk-
fræðingafélags íslands 1974-76, for-
maður Jarðfræðafélags íslands
1974-76, formaður Jöklarannsókna-
félags íslands 1986-89, formaður
Vísindanefndar Háskólaráðs frá
1986.
Sveinbjöm hefur skrifað mikinn
fjölda tímaritsgreina, ritgerða og
álitsgerða um jarðhita, jarðskjálfta,
eldfiöll og skóla- og menntamál.
Fjölskylda
Sveinbjöm kvæntist 26.10.1957
Guðlaugu Einalsdóttur, f. 7.1.1936,
bókara, en hún er dóttir Einars
Jónssonar, bifvélavirkja í Reykja-
vík, og konu hans, Kristínar Páls-
dóttur.
Börn Sveinbjöms og Guðlaugar
em Droplaug, f. 8.7.1957, tannlækn-
ir í Kópavogi, gift Þorvaldi Braga-
syni, landfræðingi og deildarstjóra
við Landmælingar íslands, og eiga
þau eina dóttur, Bimu, f. 2.8.1989;
Einar Öm, f. 19.5.1964, rafmagns-
verkfræðingur í Gautaborg, kvænt-
ur Soffíu Ósk Magnúsdóttur efna-
fræðingi; Bjöm Már, f. 17.3.1969,
iðnverkamaður í Kópavogi.
Alsystkini Sveinbjöms eru Hólm-
fríður, f. 1934, skrifstofumaður í
Reykjavík; Sigfús, f. 1938, prófessor
í rafmagnsverkfræði við HÍ; Helgi,
f. 1942, jöklafræðingur við HÍ; Ólaf-
ur Grímur, f. 1944, læknir í Bret-
landi. Hálfbróðir Sveinbjöms, sam-
feðra, er Hörður, f. 5.5.1948.
Foreldar Sveinbjörns: dr. Björn
Sigfússon, f. 17.1.1905, fyrrv. há-
skólabókavörður, og fyrri kona
hans, Droplaug Sveinbjömsdóttir,
f. 19.5.1912, d. 20.7.1945, húsmóðir.
Ætt
Meðal föðursystkina Sveinbjöms
er Halldór, fyrrv. skattstjóri Reykja-
víkur. Bjöm er sonur Sigfúsar,
hreppstjóra á Kraunastööum,
Bjömssonar, b. á Granastöðum í
Köldukinn, Magnússonar, prests á
Grenjaðarstaö, Jónssonar, bróður
Margrétar, ömmu Ólafs Friðriks-
sonarverkalýðsleiðtoga. Önnur
systir Magnúsar var Guðný, amma
Haraldar Níelssonar prófessors.
Móðir Bjöms á Granastöðum var
Þórvör Skúladóttir, prests á Múla,
Tómassonar, bróður Helgu, ömmu
Helga Hálfdanarsonar, lektors og
sálmaskálds. Móðir Sigfúsar var
Hólmfríður, systir Petreu, ömmu
Jakobs Gíslasonar orkumálastjóra.
Hólmfríður var dóttir Péturs, b. í
Reykjahlíð, bróður Sólveigar,
langömmu Jóns Sigurðssonar iðn-
aðarráðherra. Pétur var sonur Jóns,
prests og ættföður Reykjahlíðarætt-
arinnar, Þorsteinssonar.
HaUdóra var dóttir HaUdórs, b. á
Kálfaströnd við Mývatn, Sigurðs-
sonar, b. þar, Tómassonar. Móðir
Sigurðar var Guðrún, systir Sigurð-
ar, föður Jóns, alþingisforseta á
Gautlöndum. Guðrún var dóttir
Jóns, ættföður Mýrarættarinnar,
HaUdórssonar.
Sveinbjörn Björnsson.
Droplaug var dóttir Sveinbjamar,
b. í Viðvík í HelgafeUssveit, Guð-
mundssonar, ættföður Jónsnesætt-
arinnar Ólafssonar, b. á Hamri,
Guðmundssonar, Ólafssonar Snóks-
dalín ættfræðings, Guðmundsson-
ar. Móðir Sveinbjarnar var Kristín
Jóhannesdóttir. Móðir Droplaugar
var Jóhanna Sigríður Jónsdóttir.
Afmæli
Þórður Þórarinsson
Þórður Þórarinsson, fyrrv. sjó-
maður, Skúlagötu 66, Reykjavík, er
sextugurídag.
Starfsferill
Þórður fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann
fór fiórtán ára til sjós og stundaði
sjómennsku í rúm þrjátíu og fimm
ár, lengst af háseti á togurum.
Þórður var fyrst hjálparkokkur á
togaranum Aski frá Reykjavík og
síðan háseti þar en lengst af var
hann háseti á togaranum Röðli frá
Hafnarfirði. Þá var hann á strand-
ferðaskipinu Heklunni á ámnum
1949-50 og á vertíðarbátum, eink-
um frá Suðurnesjum. Hann stund-
aði einnig síldveiðar í mörg sumur
He.ll
GriUkjúklingur
S99l
Fiskur
370i
Bónus borgarinn
Armúla 4*
»8*990
ISVERÐIN
í BORQIMMI
Bamais Kr.59-
MíllistterA Kr99-
'Shahe « K, 199-
1A.Rjóma ís k,329-
BONUS ÍS HF.
Armúla 42
Q82880
á bátum frá Reykjavík og Suður-
nesjum. Hann kom síðan í land
vegna vanheilsu sem hann hefur
átt við að stríða á síðustu árum.
Fjölskylda
Fyrri kona Þórðar var Aðalheið-
ur Kristín Helgadóttir, f. 12.10.1926,
d. 1987, húsmóðir í Reykjavík en
þauskildu.
Þórður kvæntist 31.8.1987 Ingi-
björgu Auði Óskarsdóttur, f. 11.8.
1939, húsmóður, en hún er dóttir
Óskars Ingvarssonar, sjómanns og
leigubílstjóra í Reykjavík, og konu
hans Ellen Elmu ídu Hansen hús-
móöur.
Þórður átti sex systkini en tvö
þeirra em látin. Systkini hans:
Guðmunda Þóranna Þórarinsdótt-
ir, húsmóðir í Reykjavík og á hún
tvo syni; Guðný Jónína Þórarins-
dóttir, húsmóðir í Reykjavík, var
gift Ingólfi Eðvaldssyni sjómanni
sem nú er látinn og eignuðust þau
sjö börn; Jóhanna Margrét Þórar-
insdóttir, nú látin, lengst af hús-
freyja í Svefneyjum, var gift Nikul-
ási Jenssyni, bónda þar og eignuð-
ust þau sex börn; Guðrún Þórarins-
dóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift
Guðmundi Hafsteini Sigurðssyni,
yfirverksfióra hjá Slippfélaginu í
Reykjavík og eiga þau fióra syni;
Elín Valdís Þórarinsdóttir, hús-
móðir í Reykjavík, ekkja eftir Ólaf
Jónsson kaupmann og eignuðust
Þórður Þórarinsson.
þau þrjú böm; Jónas Gunnþór Vil-
hjálmur Þórarinsson, nú látinn,
matreiðslumeistari og forstjóri
Bautans á Akureyri, var kvæntur
Maríu Ingvadóttur og eignuðust
þautvöböm.
Foreldrar Þórðar vom Þórarinn
Vilhjálmsson, f. 1904, d. 1988, starfs-
maður Landhelgisgæslunnar og
síðan hjá Slippfélaginu í Reykjavík,
og kona hans, Guðrún Georgsdótt-
ir, f. 1908, d. 1963, húsmóðir.
Þórarinn var sonur Vilhjálms
Bjamasonar, sjómanns í Reykjavík
og í Keflavík, og konu hans,
Guðnýjar Magnúsdóttur.
Guðrún var dóttir Georgs Jónas-
sonar, bátaformanns og bónda í
Skagafirði, og Jónínu Jónsdóttur.
Þórður verður að heiman á af-
mæhsdaginn.
Gunnar Þorkelsson,
Sefiavegi 7, Reykjavík.
Þórhildur Guðraundsdóttir,
Engjaseli56, Reykjavík.
Sigurður í sfeld Karlsson, 7 ;
Bergstaðastræti48a, Reykjavík.
Matthias Þór Bogason,
Hrauntúni 7, Vestmannaeyjum.
80 ára
Elise Eiriksson,
Dagverðarvik, Glæsibæjarhreppi.
Ingvar Sigmundsson,
Esjubraut 23, Akranesi.
ara
Viktor Melsteð, :
Fannafold 35, Reykjavík.;
Þórhallur B. Bjarnason,
Hraunbæ 96, Reylfiavík.
Guðbjörn Jónsson,
Álfhólsvegi 69a, Kópavogi.
Guðmunda Björg Jóhannsdóttir,
Bræðratungu 17, Kópavogi.
Stefán Sveinbjörnsson,
Fálkagötu 5, Reykjavík.
Thcódóra Ragnarsdóttir,
Grandarhúsum 8, Reykjavík.
Hjördis Hilmarsdóttir,
Austurbergi 36, Reykjavík.
Ólafur R. Jónsson,
Heiðvangi 26, Hafnarfirði.
Ari Axel Jónsson,
Jörvabyggð 14, Akureyri.
IngibjörgH. Hafstað,
Vík, Staðarhreppi.
Svanfríður S. Eyvindsdóttir
Svanfríður S. Eyvindsdóttir hús-
móðir, Suðurgötu 53, Hafnarfirði,
ersextugídag.
Starfsferill
Svanfríður fæddist á Siglufirði og
ólst þar upp. Hún starfaði þar við
sild og verslunarstörf til ársins 1953.
Eftir að Svanfríður giftist árið 1954
flutti hún á Vesturgötuna og bjó þar
til ársins 1966. Þá starfaði hún viö
bamagæslu á leikvellinum að Vest-
urgötuð.
Arið 1966 flytur hún svo að Suður-
götu 53 og hóf um sama leyti störf
sem gæðaeftirlitsmaður hjá Bæjar-
útgerð Hafnarfiarðar.
Svanfríður hefur einnig starfað
með kvenfélagi Alþýðuflokksins, og
tekið þátt í störfum flokksins.
Fjölskylda
Svanfríður giftist árið 1954 Gunn-
ari S. Ástvaldssyni, f. 11.9.1930 d.
13.7.1984, sjómanniog verksfióra.
Gunnar var sonur Ástvalds Þorkels-
sonar og Guðbjargar Sigríðar Benja-
mínsdóttur. Þau búa í Hafnarfirði.
Svanfríður og Gunnar eignuðust
fiögur börn, þau eru: Steindór, f.
14.4.1954, framleiðslustjóri, kvænt-
ur Þorbjörgu S. Gísladóttur og eiga
þau fimm böm og þrjú fósturböm;
Katrín, f. 25.5.1955, húsmóðir, gift
Jóni M. Jónssyni og eiga þau eitt
bam; Kolbeinn, f. 19.10.1956, starfar
hjá ísal, kvæntur Önnu Björnsdótt-
ur og eiga þau þrjú böm; og Eyvind-
ur, f. 17.12.1964, trésmiður, kvæntur
Hrafnhildi Jónsdóttur og eiga þau
eitt bam og eitt fósturbam. Auk
þess átti Svanfríður eitt bam fyrir,
Óm S. Einarsson, f. 17.1.1950, skip-
stjóra. Hann er kvæntur Jónu R.
Stígsdóttur og eiga þau eitt bam.
Svanfríður á eina alsystur, Rögnu,
f. 6.3.1934. Hún er húsmóðir, gift
Ólafi Oddgeirssyni rafvirkja og eiga
þausexbörn.
Auk þess á Svanfríður tvær hálf-
systur, dætur Eyvindar frá fyrra
hjónabandi. Þær heita: Guðbjörg, f.
3.9.1927, húsmóðir, gift Amari Ein-
arssyni bifvélavirkja og eiga þau
fiögur böm; og Laufey, f. 23.9.1928,
húsmóðir, gift Kristmundi Halldórs-
syni skipsfióra og eiga þau átta
böm.
Foreldrar Svanfríðar vom Eyvind-
ur Júlíusson, f. 3.8.1898, d. 27.12.
1986, verkamaður, ogKatrín Sigríð-
ur Jósefsdóttir, f. 27.3.1894, d. 18.12.
1957, húsmóðir. Þau bjuggu lengst
af á Siglufirði.
Ætt
Foreldrar Eyvindar, föður Svan-
fríðar, vora Júlíus Jónasson, f. 1.7.
1866, d. 1.12.1945, og Sólveig Ólafs-
Svanfríður S. Eyvindsdóttir.
dóttir, f. 19.10.1868, d. 21.6.1960.
Foreldrar Katrínar, móður Svan-
fríðar, voru Jósep Björnsson, f. 26.2.
1854, d. 31.5.1932, og Svanfríður Sig-
urðardóttir, f. 13.12.1862, d. 30.5.
1922.
Svanfríður verður að heiman á
afmælisdaginn.