Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. 9 dv Útlönd Sovétmönnum mistókst að fá stjóm Japans til að aðstoða í efnahagsmálum: Gorbatsjov fdr heim með öngul í rassinum - tilboð um að kalla heim herhð frá Kúrileyjum nægði ekki Japönum Gorbatsjov Sovétforseti reyndi að bera sig vel í Japansförinni þótt árangur af viðræðum við Kaifu forsætisráð- herra væri lítill. Hér er hann á barnahátíð þar sem bandaríska kvikmyndastjarnan Brooke Shields söng fyrir gesti. Símamynd Reuter Raisa varð þreytt á athafnasemi Japana i heimsókninni og afiýsti komu sinni á siðustu þrjár sam- komurnar sem hún átti að mæta á. Simamynd Reuter Raisaneitaðiað skoðajarðýtur Raisa Gorbatsjova sagðist vera þreytt þegar hún fór frá Japan eftir nærri vikudvöl með manni sínum. Gestgjafar forsetafrúar- innar voru lfka móðgaðir því hún sá sér ekki fært að mæta í þrjár síðustu móttökurnar sem haldn- ar voru henni til heiðurs. Hún átti m.a. að skoða verk- smiðju þar sem framleiddar eru Komatsu jarðýtur og gröfur en gat ekki komið efth’ erflöa dag- skrá dagana á undan. Þá átti hún líka að skoða frægan grasgarð í Tokyo og vera viö móttöku i ráð- húsi borgarinnar en varð aö af- lýsa komu sinni. Það er þó talið Raisu til afsök- unar að Japanar virðast hafa ætlaö henni að taka þátt í of mörgu þá fáu daga sem hún stóð viö í landinu. Oft á dag varö hún að fara í heimsóknir og ekki allar skrenuntilegar. Reuter Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti sneri heim frá erfiðum viðræöum í Japan án þess að hafa náö nokkru því fram sem skiptir máh. Frétta- skýrendur eru sammála um að förin sé enn eitt áfallið fyrir forsetann sem til þessa hefur alltaf getaö státað af góðum árangri í samningum við er- lend ríki. Nú er sagt að töfrar Gorbatsjovs í alþjóðastjórnmálum séu ekki þeir sömu og áður. Það var þó fyrir árang- ur á því sviði sem hann hlaut friðar- verðlaun Nóbels á síðasta ári. Japan- ar voru fastir fyrir í viðræðunum við Gorbatsjov og stóðu við þá kröfu sína að leysa ágreiningsmál vegna loka síðari heimsstyxjaldarinnar áður en fafið væri að ræða viðskipti. Talið er að Gorbatsjov hafi gert sér vonir um að fá 28 milljarða dala að láni í Japan til að hressa upp á hnign- andi efnahag heima. Það svara til nærri 1700 milljarða íslenskra króna. Þetta heföi orðið mesti viðskipta- samningum sem um getur í sögunni. Á móti gat hann látiö að kröfum Japana um yfirráð yfir fjórum smá- eyjum syðst í Kúrileyjaklasanum og. beðist afsökunar fyrir meðferð á jap- önskum stríðsföngum árin eftir að styrjöldinni lauk. Vegna andstöðu harðlínumanna heima í Moskvu átti Gorbatsjov óhægt um vik og endaði með því að bjóða að Sovétmenn kölluðu heim herlið sitt frá eyjunum á næstu fimm árum. Þá vottaði hann aöstandend- um stríðsfanganna virðingu sína en baðst ekki afsökunar. Þetta nægði Japönum ekki og niðurstaðan af fundahöldunum varð almennt orðuð yfirlýsing um bætt samskipti ríkj- anna. „Það er enginn ánægður með þessa niðurstöðu en við getum þó farið heim núna. Þar bíður sjálf barátt- an,“ sagði einn af liðsmönnum Gor- batsjovs þegar forsetinn hélt heim. Staðan hans er nú veikari en nokkru sinni áður. Hann viðurkenndi eftir viöræðurnar viö Toshiki Kaifu for- sætisráðherra að perestrojkan væri í hættu og Sovétmenn þyrftu á aöstoð aö halda. Reuter REYKNESINGAR! Styðjum Steingrím Þjóðin þarfnast hans við stjórnvölinn áfram. Þitt val - Þín framtíð! við á laugardag er okkar framlag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.