Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991.
17
Sviðsljós
MA-ingar fróðastir
Lið MA fagnar hér sigrinum í Spurningakeppni framhaldsskólanna og hampar verðlaununum. Sigurliðið hlaut
að launum farandbikar í líki hjóðnema en einnig fékk hver liðsmaður að gjöf ísiensku alfræðiorðabókina sem
þeir notuðu til að æfa sig fyrir keppnina. F.v. Jón Pálmi Óskarsson, Magnús Teitsson og Finnur Friðriksson.
Ljósm. Hjálmar Hjálmarsson.
Rúðumar í sal Menntaskólans á
Akureyri nötruðu við fagnaðarlæt-
in þegar nemendur og kennarar
fógnuðu sigursælu liði sínu úr
Spurningakeppni framhaldsskól-
anna í sjónvarpinu á dögunum.
MA-ingar sigruðu Flensborgara í
úrsbtakeppninni með 29 stigum
gegn 15 og hafa því sannað að þeir
eru fróðastir keppenda.
„Velgengni okkar í bjölluspurn-
ingunum gerði útslagið,“ sagði
Finnur Friðriksson, einn þriggja
sigurliðsmanna, en hinir tveir
heita Jón Pálmi Óskarsson og
Magnús Teitsson.
„Við vorum einnig mjög afslapp-
aðir í keppninni og það hafði heU-
mikið að segja,“ sagði Finnur.
í sigurlaun hlaut liðið farand-
bikar sem htur út eins og hljóðnemi
og hver Uðsmaður fékk að gjöf ís-
lensku alfræðiorðabókina sem þeir
reyndar höfðu notað til að æfa sig
fyrir keppnina.
Þetta sama Uð keppti fyrir MA í
fyrra og aðspurður sagði Finnur
að það væri kitlandi tilhugsun að
reyna að veija titilinn næsta ár.
Furugrund 3, Kópavogi.
IS-SHAKE
OTRULEGA ODYR
1/1 lítri aðeins kr 259,-
ís í brauðformi kr ís í brauðformi 99,- 109,-
með súkkulaðiídýfu kr ís í brauðformi
119,-
með súkkulaðiídýfú og rís kr
Shake aðeins kr 185,-
fí - ÍSiriN HJÁ OKKUR
Söluturn - ísbúð - videoleiga - bakarí
Furugrund 3 - Kópavogi - Simi 41817
Opið: mán.-laugardaga kl. 9-23.30, sunnudaga kl. 10-23.30.
Þ l I R R A V l G N A
X-ALÞÝÐUFLOKKURINN