Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. 3 Fréttir Ólafur Ragnar Grímsson um myndun nýrrar viðreisnar: Jón léttadreng- ur hjá Davíð „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íslenskrar jafnaðarmannahreyfmg- ar. í raun er ég svo dapur yfir þess- ari ákvörðun Jóns Baldvins og for- ystu Alþýðuflokksins að mér finnst mjög erfitt að lýsa nákvæmlega hvernig mér er innabrjósts," sagði Ólafur Ragnar Grímsson í samtali við DV þegar ljóst var orðið að JÓn Baldvin Hannibalsson myndi óska eftir því við forseta íslands að Davíð Oddssyni yrði veitt stjórnarmynd- unarumboð. Ólafur segist hafa staðið í þeirri trú í ein tuttugu ár aö hann og Jón Bald- vin deildu saman hugsjóninni um stóra og öfluga jafnaðarmannahreyf- ingu á íslandi. „Jón Baldvin, Jóhanna og ég erum fyrstu einstaklingarnir í sögu ís- lenskrar jafnaðarmannahreyfingar sem höfðum möguleika á að setja Sjálfstæðisflokkinn varanlega til hliðar og brjóta niður valdakerfi Qöl- skyldnanna 14 sem hafa notað Sjálf- stæðisflokkinn sem hagsmunatæki í hálfa öld. Ég skil ekki af hverju Jón Baldvin kýs að benda á Davíð Odds- son á þessari örlagastund. Með ákvörðun sinni er Jón að reisa við valdakerfi Sjálfstæðisflokksins.“ „Hugsjónin um stóru íslensku jafn- aðarmannahreyfinguna var okkur einhvers virði. Við höfum ekki verið að ljúga að þúsundum manna sem hafa trúað boðskapnum um stóra jafnaðarmannahreyfmgu. í stað þess að grípa þetta einstæða tækifæri kýs Jón Baldvin að gerast léttadrengur hjá Davíð Oddssyni." Að sögn Ólafs er ekki hægt að skýra ákvörðun Alþýðuflokksins á grundvelli málefnaágreinings við Alþýðubandalag. „Mér er það mikil ráðgáta hvaða mál það eru sem Jón Baldvin telur að auðveldara verði að ná fram með Sjálfstæðisflokknum. Eru Egill Jóns- son, Halldór Blöndal og Pálmi Jóns- son orðnir hans samherjar. Það verð- ur gaman fyrir hann þegar Engeyjar- ættin fer að hossa Össuri á hné sér, manninum sem sagðist ætla að búa til stóran íslenskan jafnaðarmanna- flokk." - Er útilokað að mynda félags- hyggjustjórn ef upp úr viðræðum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks shtnar? „Þó þetta sé ein daprasta stundin í mínu póhtíska lífi þá er ég auövitað tilbúinn að fylgja fyrirmælum Bibl- íunnar og fyrirgefa. Þeir vita ekki hvað þeir gera. Það er sorglegt að sjá Davíð Oddsson standa yfir moldum Jafnaðarmannaflokksíslands." -kaa Furugrund 3, Kópavogi. IS-SHAKE OTRULEGA ODYR ......259,' .......99,- 1/1 lítri aðeins kr.......... ís í brauðformi kr........... ís í brauðformi með súkkulaðiídýfu kr... .........109,- ís í brauðformi með súkkulaðiídýfu og rís kr......X19,- Shake aðeins kr..... ...........185,- GLEÐILEGT SUMAR! Söluturn - isbúð - videoleiga - bakarí Turugrund 3 - Kópavogi - Sími 41817 Opið: mán.-laugardaga kl. 9-23.30, sunnudaga kl. 10-23.30. ...fegurð, kraftur lipurð, snerpa og f— áir bílar hafa verið jafn oft verðlaunaðir og þessi knái bíll og hann stendur fyllilega undir öllu því lofi sem á hann hefur verið borið. Það eru kostir eins og sérlega góðir aksturs- eiginleikar, kraftmikil en eyðslugrönn vél, mikið innanrými og almenn tæknileg gæði, ásamt aðlaðandi útliti sem byggt hafa upp vinsældir og vegsemd Peugeot 205. „Ekki sakar þaö heldur, að eyðslan er í kringum 5-7 lítrar á hundraði og vel undir 5 í þjóðvegaakstri. “ ..framúrskarandi lipur í innanbæjarakstri.“ „Hann er miklu meiri sportbill, en sumir sem seldir eru undir slíku merki og eru tvöfalt eða þrefalt dýrari." -úr Mbl. 2. marz 1991. Gfsli S. Gerið verösamanburð á Peugeot 205 og öðrum bílum JUrUr\ hf. NÝBÝLAVEGI 2 SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.