Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Enn er langt í land Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru að hefjast á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Viðreisnar- stjórn er í uppsiglingu. Eftir tuttugu ára hlé ætla þessir tveir flokkar að reyna með sér aftur og endurnýja forna frægð þeirrar margrómuðu viðreisnarstjórnar sem sat samfellt í þrettán ár. Hér í blaðinu sem annars staðar hefur verið tíundað að það er margt sem mælir með slíkri stjórnarmyndun. Flokkarnir eiga að geta náð saman um velflest stærri málin, álverið, evrópska efnahagssvæðið, frjálsari út- flutningsverslun, minni ríkisumsvif og svo framvegis. Pólitískur hugsunarháttur þessara tveggja flokka hefur færst nær hvor öðrum á undanförnum árum og er miklu mun samstígari heldur en þegar þeir störfuðu saman fyrir aldarfjórðungi. Að því leyti á fátt að vera því til fyrirstöðu að viðreisnarstjórn nú, hafi burði til að vera langlíf og árangursrík. Hún verður hinsvegar aldrei eins og gamla viðreisnin, enda ólíkar aðstæður og ólíkir menn. En áður en meðmælendur viðreisnarmunstursins hlaupa til og fagna nýrri stjórn er ástæða til að hafa uppi nokkur aðvörunarorð. Hér er ekki allt sem sýnist. Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á gjald fyrir veiði- leyfi, Alþýðuflokkurinn vill ná aftur nokkrum milljörð- um út úr búvörusamningnum. Alþýðuflokkurinn er með nýja stefnu í húsnæðismálum sem ekki verður hvikað frá. Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að hoppa inn á slík skilyrði af hálfu annars flokks þegar hann hefur ekki einu sinni komið sér saman innan sinna eig- in raða? Upplýst er að ríkisfjármálin standa miklu mun verr en upp hefur verið gefið. Hallinn nálgast átta milljarða, búið er að skuldbinda ríkissjóð fyrir um tvo milljarða til viðbótar, nýir kjarasamningar á þessu ári kosta sitt og mörg óleyst mál bíða næstu fjárlaga. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að fimmtán milljarða muni vanta upp' á til að endar nái saman á næstu fjárlögum, sem ný ríkisstjórn þarf strax að glíma við. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ljá máls á hækkuðum sköttum, eftir því sem sagt var í kosningabaráttunni, og það er því undir þing- mönnum næstu stjórnar komið að skera niður útgjöld sem þessum upphæðum nemur. Varla fara flokkar að mynda ríkisstjórn nema fyrir liggi hvernig taka eigi á þessum vanda. Bæði Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson leggja mikið undir ef þeir mynda stjórn saman. Við Davíð eru bundnar miklar vonir og hans pólitíska fram- tíð er undir því komin að stjórn undir hans forsæti gangi hreint til verks. Hér dugir engin loðmulla eins og í kosn- ingabaráttunni og hér duga engin vettlingatök við að moka flórinn. Jón Baldvin mun verða sakaður um að svíkja vinstri hreyflnguna. Ef hann veðjar á Sjálfstæðisflokkinn er hann að loka dyrunum til vinstri. Ef sú áhætta mis- tekst sér Jón Baldvin sína sæng uppreidda. Báðir formennirnir eiga því mikið, ef ekki allt, undir því komið að ríkisstjórnin fari af stað með fullmótaða stefnu og hnitmiðaðar ákvarðanir um viðkvæmustu málin. Það getur orðið þrautin þyngri. En án slíks fulln- aðarsamkomulags er þýðingarlaust að leggja af stað. Stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar en það er ennþá langt í land. Það er ekki nóg að vilja mynda ríkis- stjórn. Það verður líka að vita hvað hún á að gera. Ellert B. Schram Gorbatsjov og Jeltsin ná saman í kapp- hlaupi við tímann væðingu smærri og meðalstórra fyrirtækja og að viðhalda gamla miðstýringarkefinu i efnahagsmál- um. Mennirnir, sem stóðu að 500 daga áætluninni í fyrra um skjót um- skipti til markaðsbúskapar, hafa látið frá sér heyra á ný. Stanislav Shatalin, sem 500 daga áætlunin var einatt kennd við, segir enga heildarstefnu finnanlega í þeim til- skipunum og neyðaráætlunum sem ríkisstjórnin sendi frá sér. „Það er í rauninni bara verið að apa eftir gamla kerfinu," segir hann og árangurinn reynist eftir því. Einn af samstarfsmönnum Shat- alins frá í fyrra, Grigori Javhnski, gerir þá grein fyrir ríkjandi „ein- stæðu ástandi" að nú eigi sér stað í sovésku þjóðfélagi þrenn samsl- ungin, söguleg þróunarferli: Við- leitni til að koma á þjóðfélagi með sjálfstæðum stofnunum óbreýttra borgara, þjóðernisvakning meðal fjölmargra þjóðerna og baráttan fyrir að koma á skilvirkum þjóðar- búskap. í flestum öðrum löndum tóku þessi þrúnarferli aldir, segir Javl- inski. „Hér gerast þessi ferh seint og öll samtímis og forustan er að missa tökin.“ „Þetta er ekki bara kreppa," bæt- ir hann við. „Kreppa er eitthvað sem kemur fyrir í stöðugu, traustu stjórnmálakerfi. Hér á sér stað rót- tæk ummyndun á öllum sviðum.“ Tekið er að örla á spádómum um að ríkisstjórn undir forsæti Pavlofs endist ekki lengi úr þessu. Sjálfur hefur hann lýst sig fúsan til að taka í stjórnina fulltrúa stjórnarand- stöðuhópa og þar með komið nokk- uð til móts við eina meginkröfu Jeltsins að þjóðstjórn lýðræðis- sinna og miðjumanna í kommúni- staflokknum verði mynduð. Verkfollin, veröbólgan og vöru- skorturinn, öll eru þessi vandamál þess eðlis að þau vefja upp á sig og óheillavænlegar afleiðingar áger- ast, þegar ekki er uppi nein sam- stæð og markviss stefna að taka á undirrót vandans, miðstýringar- kerfi komnu í þrot. Ástandið á enn eftir að versna eftir því sem á árið líður, segja hagspámenn í Moskvu. Fyrir löngu er ljóst að ekki verð- ur tekið að gagni á sovéskum efna- hagsmálum nema jafnframt sé horfið að fullu frá eins flokks kerfi til lýðræðislegra stjórnarhátta. Hringborðsviðræðurnar í Moskvu miða að því að frnna leið að því marki. Til marks um ólguna I Sovétrikjunum er aö verkföll og fjölmennir mótmælafundir hafa breiöst til Hvíta- Rússlands þar sem flokkstökin voru hingað til talin einna traustust. Myndin sýnir fundarmenn i Minsk, höfuö- borg lýðveldisins, krefjast aukafundar Æðsta ráðsins til að fjalla um kröfur sínar. Simamynd Reuter Hringborðsviðræður hafa staðið undanfarið í Moskvu í því skyni aö koma á bandalagi lýðræðissinn- aðra umbótahreyfinga og miðju- manna úr kommúnistaflokki Sov- étríkjanna um úrræöi í þeim marg- þætta vanda sem við Sovétríkjun- um blasir. Þátttakendur eru frá sjálfstæðu stjórnmálasamtökunum sem fylkja sér um Boris Jeltsin Rússlandsforseta, úr flestum sovét- lýöveldum og kolanámumenn í verkfalli eiga fulltrúa. Leiðarljós hringborðsviðræðn- anna virðist vera boðskapur Edu- ards Sévardnadse, fyrrum utanrík- isráðherra: „Sannir lýðræðis- sinnar hljóta að starfa með íhalds- mönnum með réttu ráði ef það sem sameinar er sameiginlegt markmið - að bjarga landinu.“ Sévardnadse sagði af sér ráöherraembætti í vet- ur til aö vara við hættu á einræði og harðstjórn. Litið er svo á aö fyrsti ávöxtur hringborðsviðræðnanna sé sam- komulag sem gert var nú í vikunni milli forseta níu sovétlýðvelda af fimmtán og Mikhails Gorbatsjovs Sovétforseta. í hópi lýðveldaforset- anna er Boris Jeltsin og er þetta í fyrsta skipti á síðari misserum sem þeir Gorbatsjov standa saman í meginmálum. Forsetasamkomulagið fjallar annars vegar um grundvallarat- riði, framtíð ríkjabandalagsins og stjórnskipun. Hins vegar er tekið á brýnum úrlausnarefnum líðandi stundar. Gera á nýjan sambands- sáttmála, sem tryggi lýðveldunum fullveldi yfir sérmálum sínum. Lýðveldum sem ekki geta aðhyllst sáttmálann verður ekki meinuð úrganga úr sambandinu. Samin skal ný stjórnarskrá sem tryggi lýðræöisleg réttindi. Efnt verður til almennra kosninga ekki síðar en misseri eftir að hún gengur í gildi. Af dægurmálum er mest aðkall- andi áskorun til kolanámumanna að taka upp vinnu á ný en verkfall þeirra er í þann veginn að lama þungaiðnað Sovétríkjanna. Þá er heitið endurskoðun á verðhækk- unum sem í gildi gengu i aprílbyrj- un. .Loks er heitið að móta launa- stefnu sem hamli gegn kjaraskerð- ingu. Meö þetta samkomulag í höfn gekk Gorbatsjov aðalritari á fund miðstjórnar kommúnistaflokksins. Eins og viö var búist gerðu harð- línumenn atlögu að honum og kom þar síðari fundardaginn að hann bauðst til að segja af sér. Skotið var á skyndifundi í stjórnmálanefnd Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson miðstjórnar og tillaga nefndarinn- ar um að hafna lausnarbeiðni aðal- ritarans var samþykkt með at- kvæðum 322 miðstjórnarmanna af 389 viðstöddum og atkvæðisbær- um. Enn hefur sýnt sig að andstæð- ingar Gorbatsjovs í kommúnista- flokknum eru máttlausir gegn hon- um þegar á hólminn kemur af því að þeir hafa engan frambærilegan merkisbera að tefla fram á móti. Ekki svo að skilja að Gorbatsjov hafi af vinsældum að státa, skoð- anakannanir leiöa í ljós að fylgi við hann er um 15%. En aðeins 6% af sama úrtaki bera traust til komm- únistaflokksins. í fyrri viku birti Goskomstat, hagstofa Sovétríkjanna, ógnvekj- andi tölur um hagþróunina fyrsta fjóröung ársins. Þjóðarframleiðsla dróst saman um 8% miðað við sama tímabil síðastliðið ár og fram- leiðni hrakaði um 9%. Utanríkis- verslun skrapp saman um þriðj- ung, aðallega vegna gjaldeyris- skorts sem stafar af hruni olíu- framleiðslu. Og þeim sem best fylgjast með málum ber saman um að ástandið eigi eftir að versna. Gert er ráð fyr- ir að þjóðartekjur dragist saman sem nemur 15 til 20% á árinu. Verð- bólga rýkur upp, knúin af vöru- skorti annars vegar og gífurlegum halla á ríkissjóöi hins vegar. Ríkisstjórnin undir forsæti Va- lentins Pavlofs fékk í fyrri viku samþykktar á þingi neyðarráöstaf- anir, sem aö dómi færustu hag- fræðinga, sovéskra jafnt og er- lendra, leysa engan vanda. Þar er jöfnum höndum talaö um einka-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.