Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27: APRÍL 1991. Fréttir Arnar Jónsson sem Pétur Gaut- ur. Þjóðleikhúsið: Dræm aðsókn aðPétriGaut Tæplega þrjú þúsund manns hafa séð Pétur Gaut í þau tíu skipti sem leikritið hefur verið sýnt. Þetta er lítið þegar miðað er við að Þjóðleikhúsið tekur 522 í sæti. Að meðaltali er þetta rúm- lega hálfur salur á hverja sýn- ingu en þess ber að'geta að fullt var á sérstakri hátíðarsýningu á verkinu við opnun Þjóðleikhúss- ins og var það boðssýning. Þá var húsfyllir á frumsýningu eins og venja er. Þessar staðreyndir sýna að frekar fátt hefur verið um mann- inn á þeim átta sýningum sem síðan hafa verið, eða rúmlega þriðjungsnýting á salnum. Þetta er lítil aðsókn á sýningu þegar þess er gætt aö uppfærslan á Pétri Gaut .var rajög dýr og aö hver sýning er kostnaðarsöm. Gísli Alfreðsson þjóðleikhús- stjóri sagði að það fylgdi oft að þegar ein sýning væri mjög vin- sæl, eins og Söngvaseiður sem sýndur er fyrir fúllu húsi á hverri sýningu, kæmi þaö niður á sýn- ingu sem gengi við hlið hennar. Hann tók það einnig fram að ef mikið tap væri á einhverri sýn- ingu i Þjóðleikhúsinu væri síö- ástasýningingauglýstfljótt. -HK Ólafsjgörður: Miklarskemmdir í gagnfræðaskóla Helgi Jónsson, DV, Ólafsfiröi: Brotist var inn í gagnfræöa- skólann hér aðfaranótt síöasta vetrardags. Þegar kennarar komu til vinnu á miðvikudags- morgun blasti við þeim ófógur sjón. Rúða í suðurálmu hafði ver- ið mölbrotin, hurð á kennara- stofu brotin upp og öllu ruslað þar til og á skrifstofu skólastjóra var meðal annars gramsað í pen- ingaskáp. Þá voru peningar nemenda úr skólasjoppunni teknir. Alls mun þýfið, sem þjófurinn hafði á brott með sér, nema um 50 þúsund krónum. Rannsóknariögreglan á Akureyri kom og rannsakar nú máhö. Ósinn Homafirði: Hvalkjötið ervinsætt „Hvalkjötið hefur reynst ótrú- lega vinsælt þegar viö höfum ver- ið meö það á matseölinum og fólk virðist aUs ekki hrætt við að prófa,“ segir Óðinn Eymundsson, veitingamaður á Ósnum á Höfn í Homaörði, en hann er einn þeirra sem bjóða upp á smáhveli „Viö erum aðaUega með hrefnu, hnísu og höfrunga sem koma í net bátanna héma. Við höfum eldað til dæmis höfrungapipars- teik sem er rajög góð og er þá steikt eins og venjuleg nautapip- arsteik. Svo er Uka raiög gott aö elda kjötið „Gordon Bleu“ og þá er sett skinka og ostur inn í,“ segir Óðinn. Hvalkjöt er afar ódýrt miðað við til dæmis nautakjöt og kindakjöt og kostar hvalkjötssteik um 700 krónur á Ósnum. Óðinn segir að hann muni bjóða upp á hvalkjöt svo lengi sem hann fái það frá sjómönnunum á staðnum. -ns „KA-moldin“ keyrð í kirkjugarðinn á Akureyri: Verðum að fá annan kirkjugarð í Þorpið - segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er auðvitað mjög slæmt mál og viö Þórsarar erum með gæsahúð yfir þeirri tUhugsun að láta jarðsetja okkur í KA-mold. Það gæti hugsan- lega orðið til þess aö menn gengu aftur 1 talsverðum mæli og það er mjög óæskUegt," segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður íþróttafé- lagsins Þórs á Akureyri. Ástæða þessara ummæla er að þessa dagana er verið að vinna að jarövegsskiptum þar sem hið nýja íþróttahús KA á aö rísa á svæði fé- lagsins. Þar er mikU mold grafin upp og henni ekið í kirkjugarð bæjarins og hún notuð þar til uppfylhngar og væntanlega verða borgarar á Akur- eyri jarðsettir í þessari mold í fram- tíðinni. „Það er auövitaö titringur í mönn- um út af þessu máli. Þórsarar sem búa flestir í Glerárhverfi hafa orðiö að sætta sig við það til þessa að verða lagöir til hinstu hvílu á yfirráða- svæði KA „suður á Brekkunni" en heldur þykir okkur málið versna ef það er æúun bæjaryfirvalda að leggja okkur þar í KA-mold. Sumir Þórsara hafa rætt um það að láta jarðsetja Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs, skoöar hér Akureyrar. ,KA-moldina“ sem ekið hefur verið á svæði Kirkjugarða DV-mynd gk sig i grafreitum út í sveitunum hér í Eyjafirði, en eftir að sú hugmynd kom upp aö við fáum hér annan kirkjugarð í Þorpið hefur henni vax- ið fylgi," segir Aðalsteinn Sigurgeirs- son, formaður Þórs. Deilur um Fiskmar hf. í Ólafsfirði: Bæjarsjóður tapar sex milljónum Vormyndir eru þegar farnar að berast. Höfundur þessarar myndar nefnir hana: Aleinn. Helgi jónsson, DV, Ólafefirði: Snarpar umræður áttu sér stað í bæjarstjóm Ólafsfjarðar þriöjudag- inn 23. apríl. Til umræðu var Fisk- marsmálið svokallaða en það snýst um ábyrgöir sem falla á bæjarsjóð. Fiskmar hf., sem framleiddi fisknasl, varð gjaldþrota í nóvember. Bærinn hafði tekið á sig ábyrgðir en nú er komiö í ljós aö engin veð eru fyrir þeim ábyrgðum. Talið er að bærinn tapi 6 milljónum króna á þessu máli. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku var ákveöiö að fram færi úttekt aðal- endurskoðanda og skoðunarmanna bæjarins á veitingu ábyrgöarinnar. í byrjun fundarins bar Guðbjörn Am- grímsson, fulltrúi minnihlutans, fram þá tillögu að fresta umræðu um málið þar til niðurstöður úr úttekt- inni lægju fyrir. Siguröur Bjömsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Fiskmars um skeið, lét bóka þau skilyrði fyrir til- lögu Guðbjöms að Björn Valur Gísla- son, oddviti vinstri manna, bæðist afsökunar og drægi til baka ummæli sín í Degi 18. apríl um að forráða- menn Fiskmars hefðu svikið út ábyrgðir úr bæjarsjóði. Björn Valur taldi ekki ástæöu til þess. Umræðurnar urðu fjörugar og snarpar og stóöu í á fjórða tíma. Væntanlega veröur framhald á þessu máli þegar niðurstaða úttektarinnar hggur fyrir í byrjun maí. Krakkar, krakkar: Takiðfram myndavélina og takið vormyndirnar - vegleg verðlaun í boði DV, Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Hans Petersen hf. hafa ákveðið að efna til ljósmynda- samkeppni meöal nemenda 8., 9. og 10. bekkjar grunnskólanna um allt land, undir nafninu „Vormyndir ’91.“ Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni ættu að senda myndirnar til DV sem allra fyrst, merktar: „Vor- myndir," DV Þverholti 11, Reykja- vík. Þær geta verið ýmist svart/hvítar eða í lit, og jafnvel myndir sem þiö þegar eigið í fórum ykkar og tengjast vorinu á einhvem hátt. Bestu myndirnar verða svo valdar úr jafnóðum og þær berast og birtar í helgarblaði DV. Úrslitin verða til- kynnt þann 18. maí næstkomandi. Þáð er til mikils að vinna, þvi 1. verðlaun eru Canon EOS 1000 myndavél frá Hans Petersen með 35-80mm auka linsu og auka flassi, aö verðmæti 35 þúsund krónur. Önnur verðlaun eru vöruúttekt hjá Hans Petersen að verðmæti 10 þús- und krónur, en þriöju til fimmtu verðlaun eru fimm þúsund króna vöruúttektir á sama stað. Drífið ykkur nú og verið með! IÓ Þjófnaöir úr bílum: Tugumþúsunda í peningum og ávísunum stolið 24 þúsund krónum og ávísunum var stolið úr bíl frá vélamiðstöð Reykíavíkurborgar í vikunni. Bíl- stjórinn brá sér inn í hús í stutta stund viö Lindargötu 48 og skildi bilinn eftir ólæstan. Þegar hann kom út aftur voru fjármunirnir horfnir. Ávísanimar voru stílaðar á íþrótta- ogtómstundaráð Reykja- víknr, að upphæö 10 og 27 þúsund, Úttektarseðlum var einnig stolið. í fyrrakvöld var tösku stolið úr bíl við sölutum í Vesturbænum. í töskunni vom ávísanaeyöublöð og skilriki. Ökumaðurinn skiidi bílinn eftir ólæstan. Lögreglan segir að þjófnuðum úr bílum hafi fækkað nokkuð að undanfórnu miðað við það sem áður var. „Fóik virðist hafa tekiö viö sér og passað betur upp á að læsa bflum sínum. Þetta hefur orðið til þess að einnig hefúr dregið úr þjófnuöum á bifreiðum," sagði talsmaður lögreglunnar í Reykjavík í samtali við DV. Lögreglan brýnir þó fyrir bíleig- endum og skilja bílana ekki eftir ólæsta - sama í hve stuttan tíma menn bregöa sér frá. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.