Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. 13 Sviðsljós brekkuskóla, en hún gegndi starfi Guðrúnar Helgadóttur, forseta sam- einaðs þings. „Guðrún sagði mér alveg hvað ég ætti að gera, hvenær ég ætti að hringja bjöllunni og þess háttar," sagði Þórunn, og bætti við að það hefði verið mjög gaman að upplifa þetta. „Þingmennirnir" komu frá öllum félagsmiðstöðvum borgarinnar, Ölduselsskóla og Hólabrekkuskóla. Þeir tóku hlutverk sitt alvarlega, en þetta var líka liður í að þjálfa mælskulist þeirra og kenna þeim að tjá skoðanir sínar. Unnur Stefánsdóttir frá Frostaskjóli gaf sér tíma til að brosa fyrir Ijós- myndarann þó umræðurnar væru á háalvarlegu stigi. Við hlið hennar situr Vignir Halldórsson frá Fella- helli. DV-myndir Brynjar Gauti. Bryndis Asmundsdóttir frá Frosta- skjóli var ein þeirra sem stigu í pontu í fundarsal Alþingis þennan dag. Auk Bryndisar á myndinni eru f.v. Þórunn Þórsdóttir frá Frosta- skjóli, Þórunn Ýr Eliasdóttir „þing- forseti" situr fyrir miðju og lengst til hægri er Jarðþrúður Ásmundsdóttir frá Hólabrekkuskóla. í umhverfisvernd Kynntu þér hlutverk þitt Úrgangur verður nú flokkaður bæði í heima- húsum og á vinnustöðum og meðhöndlaður á viðeigandi hátt. Mikilvægt er að allir kynni sér strax: • Flokkun úrgangs og meðferð • Sérstaka meðferð umhverfisspillandi efna • Möguleika til endurnýtingar • Ruslagámaþjónustu Petta fer ekki í sorptunnuna eða holræsakerfið Endurnvtinaarefni: Timbur - fer á gámastöðvar eða beint til SORPU Garðaúrgangur - nýttur í heimagarði eða afhentur á gámastöð Prentpappír - afhentur krossbundinn á gámastöð Drykkjarumbúöir - skilað eins og áður Málmar - fara til endurnýtingaraðila Spilliefni: Það er lífsnauðsyn aö allir skilji að spilliefni eyði- leggja lífríkið og mega þess vegna alls ekki fara út í holræsakerfið eða í sorptunnuna. Þeim ber undantekningarlaust aö skila á rétta staði, gámastöð eða í efnamóttöku SORPU. Algeng spilliefni eru t.d. rafhlöður, lyf, eitursýrur, málning, lökk og leysiefni, olíuúrgangur, frostlögur, hreinsiefni o.m.fl. Önnur efni sem alls ekki mega fara með heimilissorpi eru t.d. múrbrot, steinefni, vírar og tæki. SORPA • er eitt mesta umhverfisátak á íslandi. Petta geysistóra og mikilvæga verkefni kostar fé, vinnu og skilning - nýjan skilning á þeirri ábyrgð okkar allra að skila hreinu landi - betra landi til næstu kynslóða. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs. Gufunesi, 112 Reykjavík, sími 676677 KOPAVOGUR = BESSASTAÐAHREPPUR ^GARÐABÆR IHAFNARFJORÐUR Styrmir Bragason, íslandsmeistari plötusnúða, sýnir hér listir sínar i keppninni. Heims- meistara- keppni plötusnúða Gurmar Sveinbjömsson, DV, London; Plötusnúðar frá 26 þjóðlöndum, þar á meðal einn frá íslandi, kepptu ný- lega um heimsmeistaratitilinn í sér- stakri plötusnúðakeppni i London. Keppnin var haldin á vegum fyrir- tækisins DMC, eða „Dance Mix Club,“ og stóð yfir í tvo daga. Fyrri daginn var haldin samkoma á skemmtistaðnum „Hippodrome" þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir danstónlist og ýmsir listamenn tóku lagið. Þeirra á meðal var söng- konan Lisa Stansfield og hljómsveit- in „C & C Music Factory." Daginn eftir hófst svo sjálf plötu- snúðakeppnin og var hún haldin á skemmtistaðnum „Le Palais" í Ham- mersmith. Þátttakendur sýndu listir sínar og átta þeirra komust í úrsht um kvöldið. Sá sem vann forkeppnina hér heima og er því íslandsmeistari plötusnúða, Styrmir Bragason, komst ekki í úrslitin úti en þess ber að geta að þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar taka þátt í þessari keppni. Það var Þjóðverji sem vann keppn- ina í ár og varði þar nieð titil sinn frá árinu áður. Hann heitir David Fascher, eða „DJ Dave,“ og sýndi hinar ótrúlegustu kúnstir. Hann stökk m.a. upp á borð, lagði höndina á fóninn og snerist sjálfur með í hringi! „DJ Dave“ undirbýr sig fyrir keppn- ina sem hann vann örugglega. DV-myndir Gunnar S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.