Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 11
LAUGÁRDÁGÚR 27. APRÍL 1991. 11 Bart Simpson víst ekkert gáfnaljós. hann er því varla álitinn kennarasleikja. Simpson Og enn skortir ekki sjálfsálitið hjá kauða. Þarna á stráksi sér einn vildarvin sem gerir hann að súpernemanda..., eða þannig sko. Jóhann Jónsson í Garði: Heimsmeistari í langstökki í ílokki 70 ára í USA Jóhann Jónsson varð heimsmeistari í þristökki i USA i fyrra. Hér er hann að undirbúa hástökk án atrennu á öldungamóti íslands á dögunum. DV-mynd Hson Jóhann Jónsson,' „unglingurinn" úr Víöi í Garði, lætur ekki sitt eftir liggja því á íslandsmóti öldunga innanhúss fyrir stuttu sigraði hann með yfirburðum í hástökki án at- rennu, stökk 1,25 m. Geri aðrir bet- ur þótt yngri væru. Varð heimsmeistari Jóhann varð heimsmeistari í þrí- stökki í 70 ára flokknum á heims- meistaramótinu í Oregon í Banda- ríkjunum í fyrra með 9,54 m stökki en best á hann 9,60 m. Á sama móti náði hann 2. sæti í lang- stökki, 4,10 m, og 3. sæti í spjót- kasti, 37,52 m. Til gamans má geta þess að Jóhann setti íslandsmet sitt í langstökki í fyrra og er það 4,51 m. Flutti í Garðinn Jóhann er fæddur Austfirðingur og stundaði mikið frjálsar íþróttir á sínum yngri árum með UÍA. Hann átti þá best 2.02,0 í 800 m hlaupi og 11,8 í 100 m hlaupi en fyrir austan var hlaupið á grasi á þeim árum sem er náttúrlega mun þyngra. Þrítugur að aldri flutti Jóhann á Suðurnesin, í Garðinn, og var ekki að sökum að spyrja, hann varð einn af frumkvöðlum þess aö stofnuð var knattspyrnudeild í Garði. Sú deild hefur dafnað vel og leikur nú í 1. deildinni. Jóhann lék sjálfur með Víði, Garði, fram undir fimm- tugt með góðum árangri. Keppi í fimm ár enn Jóhann var hinn hressasti þegar hann hafði lokið keppni á öldunga- móti íslands á dögunum. í samtali við DV sagðist hann alla tíð hafa verið í íþróttum. „Ég hef stundað íþróttaiðkun frá 17 ára aldri án þess að gera hlé þar á. Æth maður reyni ekki að halda út svona 5 ár í viðbót, það er að segja að keppa. Auðvitað æfi ég og skokka miklu lengur," sagði hinn hressi „unglingur" að lokum og fór að undirbúa atrennu að einu stökk- inu til viðbótar í hástökkinu þó svo að keppninni sjálfri væri lokið. Já, Jóhann lætur ekki deigan síga. -Hson 300 KR. VERÐ FRÁ 1 .089.000 KR. SKEIFUNN117 ■ REYKJA VIK ■ SIMI688 850

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.