Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR -27, APRÍL 199L Kvikmyndir Væntanleg kvikmynd - The Doors: Tónlist, konur og eiturlyf Stjörnubíó mun fljótlega taka til sýningar hina umtöluöu kvikmynd Oliver Stones, The Doors sem fjall- ar um stutta en litríka ævi popp- goðsins Jim Morrison, en hann var stofnandi og söngvari einhverrar umdeildustu hljómsveitar á sjötta áratugnum The Doors. Ungir tónlistarunnendur dagsins í dag vita sjálfsagt ekkert hver Jim Morrison var enda aðrar stjörnur sem vekja aðdún og skreyta veggi unglinga. En á meðan Jim Morri- son entist aldur til var hann goð í augum unga fólksins en hataður af ábyrgum foreldrum. Aödáendur hans hófu hann til skýjanna og létu í léttu rúmi liggja grófa sviðsfram- komu hans en það var einmitt hún sem gerði það að verkum að for- eldrar í Bandaríkjunum kusu helst að börnin þeirra fyndu sér eitt- hvert annað goð. Þegar Jim Morrison lést úr hjartaslagi í París 1971, aðeins 28 ára gamall var hann löngu búinn að ofbjóða líkama sínum með of- notkun eiturlyíja og var sagt að hann notað eiturlyf eins og hörð- ustu sælgætisætur metta sig á sæl- gæti. í París var hann ásamt sambýlis- konu sinni, Pamelu Coursons, og voru þaö dvínandi vinsældir í Bandaríkjunum sem gerðu það að verkum aö hann fór til Parísar. Talið er að The Doors hafi verið búinn að ná hámarki sem hljóm- sveit þegar Morrison lést og hafi verið á niðurleið en eftir dauða hans hefur hljómsveitin veriö sveipuð dulúð og vinsældir sem sýna sig best í mikilli plötusölu hafa ávallt veriö mjög miklar síðan. Oliver Stone undirbjó sig vel fyr- ir þessa _kvikmynd en tökur hófust 19. mars í fyrra og var reynt aö taka upp myndina á þeim stöðum þar sem The Doors höfðu komiö fram. Tónleikar með hljómsveit- inni, sem eru í myndinni, eru tekn- ir-á þeim stöðum þar sem hinir upprunalegu The Doors spiluðu. Má þar nefna Whisky A Go Go í Los Angeles og í Haight Ashbury hverfinu í San Francisco. Fyrir Kvikmyndir Hilmar Karlsson Frank Whaley, sem leikur gítar- leikarann Krieger, er heldur eng- inn viðvaningur í tónlistinni. Hann hefur leikið á trommur í mörg ár og er með eigin hljómsveit. Kevin Dillon, sem leikur trommuleikar- ann John Densmore, var sá sem haiði minnsta þekkingu á tónlist og var hann í þjálfun á trommur í tvo mánuöi áöur en æfingar með hljómsveitinni hófust. Æflngarnar voru mjög strangar og í marga daga léku þeir stanslaust í níu tíma á hverjum degi. í myndinni er bæði^leikiö beint og einnig notast við upptökur sem gerðar voru áður en kvimyndatök- ur hófust. Tuttugu og fimm lög eru flutt í myndinni og eru þar öll þekktustu lög hljómsveitarinnar. Má þar nefna Riders On the Storm, Light My Fire og L.A. Woman. Jim Morrison ásamt sambýliskonu sinni, Pamelu Courson. Á myndinni til hliðar eru svo Val Kilmer og Meg Ryan sem leika þau í The Doors. þessi atriði þurfti að klæða hundr- uð manna í litrík fot sem tilheyrðu seinni hluta sjöunda áratugarins. Tónlistin Tónlistin í myndinni skiptir mjög miklu máli. Það var í gegnum tón- hstina sem Jim Morrison tjáði sig. í lokin var hann þó farinn að gæla við ljóðagerö. Oliver Stone vildi hafa tónlistina sem líkasta frumgerðinni og fékk til þess upprunalegar tökur (mast- era) með The Doors sem hann not- aöi svo án raddar Jim Morrison til að þjálfa rödd Val Kilmer upp en hann leikur Morrison og hefur honum verið hælt fyrir leik sinn. Sá sem leiðbeindi Kilmer einna mest var Paul A. Rotchild en hann var upptökustjóri flestra platna The Doors. Það var ekki bara Val Kilmer sem þurfti aö fá tónlistarlega ráðgjöf. í hljómsveitinni voru auk Morrisons Ray Manzarek, Robby Krieger og John Densmore. Kyle MacLachlan leikur Manzarek. Sjálfsagt þekkja flestir hann úr Tvídrangaþáttun- um þar sem hann leikur hinn skemmtilega lögreglumann, Dale Cooper. MacLachlan er með langt píanónám að baki og kunnátta hans af tónlist kom öðrum að not- um og má segja að hann hafi oft á tíðum leiðbeint hinum í tónlistinni. Val Kilmer Oliver Stone þykir hafa tekist vel með val í hlutverk Jim Morrisons. Þegar aðeins er búið að flikka upp á útlitið á Val Kilmer og setja á hann hárkollu þá er hann ótrúlega líkur Morrison. Stone var alis ekki með neinn sér- stakan í huga i byijun en þegar það fréttist að hann ætlaöi að kvikmynda ævi Morrisons sendi Val Kilmer hon- um segulbandsspólu þar sem hann söng lög eftir Morrison og það sann- færði Stone um að Kilmer væri rétti maðurinn í hlutverkiö. Val Kilmer er tiltölulega nýkom- inn fram á sjónarsviðið. Hann nam við leiklistardeild Julliard skólans og er yngsti nemandinn sem tekinn hefur verið inn í þá deild. Eftir að námi lauk lék hann á sviöi i nokk- ur ár og hefur aldrei sleppt hend- inni af leiksviðinu. Má nefna að í fyrra lék hann Hamlet á Shake- 'speare-leiklistarhátíð se’m haldin var í Colorado. Hans fyrsta kvikmyndahlutverk var í Top Gun þar sem hann lék flugmanninn sem kallaður var Ice- man. Leikur hans i Top Gun þótti góður og varð til þess að hann hef- ur eingöngu leikið aðalhlutverk í kvikmyndum eftir það. Fyrir utan Top Gun hefur hann leikið í íjórum kvikmyndum, Top Secret, Real Genius, Willow og Kill Me Again sem nýlega var sýnd í Laugarás- bíói. Kilmer á það sameiginlegt með Jim Morrison að hafa samið ljóð og hefur verið gefin út bók með ljóðum hans. Jim Morrison var allan sinn feril mikill kvennamaður og var engri trúr en Pamela Courson var sú sem stóð honum næst og með henni bjó hann lengst af. Það er hin þekkta leikkona Meg Ryan sem leikur Co- urson í myndinni. Courson var eins og Morrison mikill eiturlyfjaneyt- andi og hún lifði aðeins í þrjú ár eftir dauða hans og lést af of stórum skammti af heróíni 1974. í bígerð í tíu ár Oliver Stone er ekki fyrsti leik- stjórinn eða framleiðandinn sem hefur haft hug á því að kvikmynda ævi Jim Morrison. Allt frá því ævisögur fóru að koma á markað- inn hafa verið uppi hugmyndir um að kvikmynda ævi Morrisons, sérs- taklega komst skriður á málið á tíu ára dánarafmæli hans og siðan hefur það verið árlegur viðburður að einhver ætlar að gera mynd um Jim Morrison. Allir hafa samt gef- ist upp og er það kannski að ein- hverju leyti vegna þess að Morri- son lifði frekar einhæfu lífi. Honum entist ekki aldur til að víkka sjón- deildarhring sinn en hann var með háa greindarvísitölu og mörgum hæfileikum búinn. Leikstjórar sem orðaðir hafa ver- ið við mynd um Jim Morrison og hafa sýnt málinu áhuga eru til dæmis William Friedkin, Brian de Palma, Paul Schrader, Francis Ford Coppola og Martin Scorsese. Þá hafa einnig komið fram á prenti margar fréttir um hver myndi leika Morrison. Upp úr 1980 var John Travolta mjög heitur, aðrir sem hafa verið nefndir eru Michael O’Keefe, Michael Ontkean, Chri- stopher Lambert, Bono, Timothy Bottoms, Richard Gere og Tom Cruise. Sjálfsagt heföu flestir þess- ara gripið það fegins hendi að fá tækifæri til að leika goðið en með framtaki sínu gerði Val Kilmer vonir þeirra að engu. Erlendis hefur The Doors fengið misjafna dóma. Sumir gagnrýn- endur eru hrifnir, aðrir ekki en hvað sem því líður þá er The Doors mjög forvitnileg kvikmynd og lýsir vel því andrúmslofti sem ríkti hjá ungu fólki á seinni hluta sjötta ára- tugarins. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.