Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 29
LAUGARÐAGUR 27. APRÍL-1991. Örn Árnason hefur þótt frábær í hlutverki dómarans í spurningakeppni framhaldsskólanna. Nú er keppni hins vegar lokið og Örn verður því að færa sig í hempuna ætli hann sér að halda áfram að herma eftir séra Ragnheiði. Séra Ragnheiður Erla Bjamadóttir: Hef bara gam- anafEmi - en hún hefur orðið fyrir barðinu á Spaugstofunni „Ég hef bara haft gaman af þessu. Hvort Örn líkist mér verða hins veg- ar aðrir að dæma um,“ sagði séra Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, sókn- arprestur á Raufarhöfn og höfundur og dómari spurningakeppni fram- haldsskólanna, er hún var spurð hvernig henni líkaði við sig í gervi Arnar Árnasonar í Stöðinni. Örn Árnason hefur þótt leika Ragnheiði Erlu stórkostlega vel er þeir félagar hafa tekið spurningakeppnina til meðferðar. „Mér finnst þetta fyndið,“ sagði Ragnheiður Erla og hló viö. Henni flnnst sannarlega ekki dónaskapur að gera grín að prestinum. Hún seg- ist þvert á móti hafa alveg eins átt von á að þeir Spaugstofumenn myndu gera grín að henni. „Ég hef haft gaman af þessu og samstarfs- menn mínir líka. Við vildum meira að segja fá þá Spaugstofumenn til okkar í lokaþáttinn og þá náttúru- lega í gervunum sínum en þeir áttu ekki tíma aflögu til þess. Það hefði verið mjög skemmtilegt," sagði Ragnheiður ennfremur. „Eghefaldr- ei upphfað það fyrr að láta herma eftir mér.“ Presturinn á Raufarhöfn hefur fengið smáskot frá sóknarbörnum sínum á Raufarhöfn en allt í gamni. Að öðru leyti kippir Ragnheiður Erla sér ekki upp við þó hermt sé eftir henni. Margir myndu líka leggja allt í sölurnar til að fá að vera með, sérs- taklega stjórnmálamenn, svo hún má líklegast teljast heppin. Nú er spurningakeppni framhalds- skólanna lokið að þessu sinni. Ragn- heiður Erla er fyrir löngu búin að geta sér frægðar hér á landi fyrir leikni sína í spurningakeppnum enda hefur hún allt frá barnsaldri haft gaman af þeim. „Ég samdi oft spurningar fyrir fjölskylduna og við settum upp keppni. Sérstaklega gerði maður það fyrir barnaafmæh," segir hún. Það var í október sem Ragnheiður var beðin að búa til spurningar í keppni framhaldsskólanna og sat hún við allt fram í janúar að búa til spurningar fyrir keppnina í útvarp- inu. Spumingar fyrir sjónvarps- þættina gerði hún jafnóðum. „Þetta var eríið törn en jafnframt mjög skemmtileg. Þetta fór kannski ekki mjög vel með preststarfinu að minnsta kosti ekki vegna staðsetn- ingarinnar," segir hún. Ragnheiður Erla býr ein á Raufar- höfn en prestakall hennar er ekki mjög stórt. Hún viðurkennir að stundum komi heimþráin upp, en presturinn er Reykjavíkurbarn. „Ég fer oft suður í heimsókn," segir hún. Þetta er þriðji vetur hennar á Raufar- höfn og gefur hún ekkert út á hvort um áframhald verði að ræða. - En er eitthvert verkefni á næst- unni í svipuðum dúr? „Nei, ekkert sem stendur. Ég ætla bara að sinna mínu starfi. Ferming- arnar eru afstaðnar en maður finnur sér alltaf eitthvað að gera,“ sagði Ragnheiöur Erla Bjarnadóttir sem var með gesti hjá sér og því erfitt að halda henni lengi í símanum. -ELA Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, sóknarprestur á Raufarhöfn, sinnir nú sínu embætti og lætur sér fátt um finnast þótt Spaugstofan geri svolítið grín að henni. 41 Laus er til umsóknar staða skóiameistara Vélskóla íslands Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrrix störf sendist menntamálaráöuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Menntamálaráðuneytið ■_ LAN DSVIRKJIIN Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (um 24 km frá Sand- skeiði að Hamranesi) í samræmi við útboðsgögn ' BFL-14. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 26. apríl 1991 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleit- isbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000. Framkvæma skal jarðvinnu í 64 turnstæðum, sem tengist niðursetningu á undirstöðum og stagfestum og koma fyrir bergboltum. Heildarverklok eru 15. september 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudag- inn 17. maí 1991 kl. 12.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. REYKJA VÍKUR Skipholti 50C, sími 678844 Opið kl. 13-15 í dag - laugardag Einbýli - raðhús Hentugt fyrir hestamenn I nágrenni Reykjavíkur Ca 200 m2 mjög sérstakt einb. ásamt ca 150 m2 útihúsi. Ca einn hektari lands. Stórkostl. útsýni. Hentar vel fyrir hesta- menn. Laugarás Stórglæsil. ca 290 m2 parhús með innb. bílskúr. Húsið er allt hið vandaðasta: sérsmíðaðar innr., 4 svefnherb., blómaskálí, arinn í stofu. Ákv. sala. Ath., eignaskipti koma til greina. Miðvangur Hf. Prýðisgott raðhús á tveimur hæðum. Fullb. Afh. fljótl. Grafarvogur Neðri hæð er 140 m2 ásamt bílsk. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Mosfellsbær Einbýli, ca 180 m2, á einni hæð. Afh. tilb. u. tréverk og fullb. utan. Frábær staðsetn. Keflavík Stórglæsilegt einbýli, ca 190 m2 með bílskúr. Húsið er á einni hæð. Vesturfold Ca. 180 m2 einbýli á einni hæð. Ath. Fullbúið að.utan, fok- helt að innan. 2ja-5 herb. Austurströnd 3 herb. íbúð ásamt bílskýli. Ákveðin sala. Rauðilækur Rauðilækur, ca 85 m2 íbúð. Góð jarðhæð, 2 góð svefnh., sér- inng. Ákv. sala eða skipti á eign í sama hverfi. Grafarvogur 4 5 hcrb. íbúð með bílskúr. ibúðin er öll hin vand- aðnsto. Gott útoýni. Áhv. 4,5 m. veðd. Bugðulækur Snotur kjallaraíbúð í góðu umhverfi, hentug áhv. lán. Ákv. sala. Selás 2 herb, fb. á jarðhæð. Áhv. ca. 2,0 m. veðd. Fasteign er okkar fag Ljósheimar 3 herb. íbúð í lyftu- blokk. Mikið útsýni. Skipti á stærri eign eða bein sala. Suðurgata, Hf. Stórgl. 4ra herb. íb. í 4-býlishúsi ósamt stórum bílskúr. Afh. fullb. en íb. tilb. u. tréverk. Ath., til afb. strax. Stelkshólar 4ra herb. íb. ásamt bílsk. íb. í prýðisástandi. Háaleiti Ca 110 m2 endaíl). í blokk. Gott útsýni. Suðursv. Breiðholt Ca 110 m2 stórgóð íb., 3 svefnherb. Góðar suðursv. Ib. er öll parketlögð. Ákv. sala. Rekagrandi Stórgóð íb. á 2 hæðum, gott útoýni. fíílskýli. Eignaskipti koma til greina á góðu einbhúsi á Álftane6i/Seltjnesi. Miðbær Ágæt 60 m2 íb. á 2. hæð á besta stað í bamum. Áhv. 2 millj. Verð 4,4 millj. Hraunstígur - Hf. Góð 3ja herb. risíb. á góðum stað í Hafnar- firði. Áhv. veðdeild 1 raillj. Verð 5 miilj. I Hafnarfirði 100 m2 góð eign á jarðhæð í þríbýli. 2 stór svefnherb. Þvhús. Góð kjör. Verð 4,8 millj. Snæland Einstaklíb. á jarðhæð. Bræðraborgarstígur 3ja herb. mjög góð kjíb. Laus fljótlega. Laugarnes 2ja herb. kjíb. í rólegu og góðu umhverfi. Krummahólar 3ja herb. íb. með góðu útsýni, bílskýli. Laus fljótlega. Álfholt Ca-120 m2 íbúð á 1. hæð. Aíh. tilb. u. tréverk, sameign frágengin. Áhv. nýtt V.D., ca 4,9 m. Kópavogur Ca 90 m2 íbúð í sambýl- ishúsi. Parket, bílskúr. Grænatún, Kópavogi 3-4 herb. risíbúð í tvíbýli. Smekkleg eign. Vcrð 5,6 m. Annað Sumarbústaðaland í Vatnaskógi (Eyrar- skógi). Sjávarlóðir undir einbýli í nágrenni Reykjavíkur. Ýmsar eignir í Hvera- gerði. Vantar fyrirtæki og eignir á söluskrá. ólafur örn, Páll Þórðars., Jens Ágúst, Friðgerður Friðriksd. og Sigurberg Guðjónss. hdl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.