Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. Skák Nýtt skákmannsefni Dana Danir eiga nú þrjá stórmeistara og vart kæmi á óvart þótt sá fjórði bætt- ist í hópinn á næstu árum. Á skák- þingi þeirra í Kaupmannahöfn um páskana varö 17 ára piltur, Peter Heine Nielsen, efstur ásamt Erling Mortensen. Enginn vafi leikur á að pilturinn sá er mikið skákmannsefni. Nielsen og Mortensen fengu 7,5 v. af 11 mögulegum og skutu stórmeist- aranum fræga, Bent Larsen, ref fyrir rass en hann varð þriðji með 7 v. Stórmeistarinn Lars Bo Hansen og Karsten Rasmussen fengu 6,5 v„ Lars Schandorff og Klaus Berg fengu 5,5 v„ „lange“Jens Kristiansen 5 v„ Jan Sörensen 4,5 v„ Carsen Höi og Björn Brinck-Claussen, 4 v„ og Allan Holst rak lestina með 2,5 v. Örlagaríkar morgunskákir Lengstum var útlit fyrir að Bent færi með sigur af hólmi - eftir níu umferðir hafði hann sjö vinninga og var einn efstur. Mótið var hins vegar skipulagt með þeim hætti sem frænd- um vorum á Norðurlöndum er ein- um lagiö: Tvær síðustu umferðirnar hófstu kl. 9 árdegis - það átti eftir að koma Larsen í koll! Skákmenn eru þekktir fyrir flest annaö en að vera miklir morgun- hanar og margir hafa megnustu óbeit á morgunumferðum. Bent Larsen er svo sannarlega í þeim hópi. Hann hefur margoft, bæði í ræðu og riti, hneykslast á þeim mótum þar sem skákmaöurinn er skikkaður til að tefla áður en heilastarfsemin er kom- in í gang. Raunar vekur furðu að hann skuli hafa sætt sig við dagskrá mótsins möglunarlaust. Vitaskuld fór það þannig að Larsen tapaði tveimur siðustu skákunum - fyrst fyrir Klaus Berg og síðan úrslitaskák fyrir Nielsen, eftir að hafa glutrað niður yfirburðastöðu. Peter Heine Nielsen Danir telja Erling Mortensen lík- legri sigurvegara í einvíginu um Danmerkurmeistaratitilinn en Peter Heine Nielsen gæti hæglega komið á óvart. Hann hefur þegar sannað ágæti sitt á alþjóðavettvangi. Þriðja sæti hreppti hann á heimsmeistara- móti sveina, 17 ára og yngri, í Singa- pore og titill alþjóðlegs skákmeistara er í sjónmáli. Á mótinu í Kaup- mannahöfn var hann langt fyrir ofan áfanga og hefur einn fyrir frá al- - óvænt úrslit á skákþinginu í Kaupmannaliöfn Bent Larsen tapaði tveimur siðustu skákunum á danska meistaramótinu í Kaupmannahöfn og varð að sætta sig við þriðja sætið. þjóðamóti í Kecskemet í Ungverja- landi. Nielsen hafði heppnina með sér í lokaskákinni við Larsen en það er svo sem ekki öllum gefið að snúa á meistarann. Taflmennska hans á mótinu var annars létt og leikandi. Stysta vinningsskák hans var gegn nýjasta stórmeistara Dana, Lars Bo Hansen, sem hlaut útnefningu á þingi FIDE í Novi Sad í desember. Hvítt: Peter Heine Nielsen Svart: Lars Bo Hansen Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Dc7 í stað 4. - Bf5, 4. - Rd7, eða 4. - Rf6, bryddar stórmeistarinn upp á nýstárlegum leik. 5. Bd3 Rd7 6. Rf3 Rgf6 7. Rxf6+ Rxf6 8. Re5 e6 9. 0-6 Bd6?! Traustara er 9. - Be7 ásamt stuttri hrókun. 10. Hel c5 11. Bb5+ Ke7 12. c3 Hd8 13. Bg5 cxd4 14. cxd4 Db6? 15. Dh5! Hf8 Aðrir leikir liggja ekki á lausu, þar sem 15. - Bxe5 16. dxe5 Dxb5 17. exf6+ gxfB 18. Bxf6+ KxfB 19. Dxb5 kostar drottninguna. Skák Jón L. Árnason 16. Rc4! Dc7 Auðvitað ekki 16. - Dxb5? 17. Bxf6+ og drottning svarts fellur í næsta leik. 17. Re3! Kd8 Svartur er bjargarlaus. Hótunin var 18. Rd5 + ! o.s.frv. 18. Dxh7 Be7 19. Dxg7 Hg8 20. Dxf6! Hxg5 Eða 20. - Bxf6 21. Bxf6+ og hvítur vinnur mann. 21. Dh8+ Og svartur lagði niður vopn. Hvítt: Bent Larsen Svart: Peter Heine Nielsen Kóngsindversk vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 (M) 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. Khl!? Megintilgangur þessa dularfulla kóngsleiks er vafalítið að „taka strákinn út úr teóríunni“. 9. - Rd7 10. Bd2 Kh8 11. b4 Rg8? Heimsmeistarinn, Kasparov, hefur dálæti á þessari tilfæringu riddarans en í þessari stöðu er hún alltof hæg- fara. 12. Hcl f5 13. exf5 gxf5 14. Rg5 Rdf6 15. f4! Ljóst er að eitthvað hefur farið úr- skeiðis hjá svörtum. 15. - e4 16. Be3 h6 17. Rh3 Re7 18. Dd2 a6 19. Rf2 Bd7 20. Rfdl! De8 21. Bd4 Hd8 22. Re3 Kenningar Nimzowitsch hafa ætíð verið hátt skrifaðar þegar Larsen er annars vegar. Nú er riddarinn kom- inn á rétta reitinn samkvæmt kenni- setningunni - þar sem hann skorðar peð svarts. 22. - Bc8 23. a4 Df7 24. a5 Hg8 25. g3 Kh7 26. Hgl h5 27. h4 Bh6 28. Bfl Hg6 29. Bh3 Hdg8 30. Re2 c6 31. dxc6 bxc6 32. Bal d5 33. b5!? dxc4 34. Rxc4? í stað 34. bxc6 fer Larsen á skipta- munsveiðar með afdrifaríkum afleið- ingum. 34. - axb5! 35. Re5 Dd5! 36. Dxd5 Rfxd5 37. Rxg6 Kxg6 38. Rd4 Bd7 Frelsingi hvíts á a-línu er meinlaus en svartur getur í ró og næði bætt stöðu manna sinna og þokað frels- ingjum sínum á drottningarvæng af stað. Hvítur er ráðþrota gagnvart þessari áætlun. 39. Rb3 Ha8 40. Be5 Re3 41. Hal Rc2 42. Hadl Rd5 43. Hd2 Rcb4 44. Bfl Bf8 45. Bd4 Be6 46. Be2 Rc7 47. Rc5 Bd5 48. Hb2 Rd3! 49. Bxd3 exd3 50. Kh2 Re6 51. Rxe6 Bxe6 52. Hal Ha6 53. Hel c5 54. Bf2 b4 55. He5 c4 56. Hd2 Hd6 57. Bb6 Kf7 Og Larsen gafst upp. -JLÁ Sviðsljós Vaknaði við trompetleik og söng „Ég hef nú oft lent í uppákomum um ævina en mér hefur aldrei áður verið komið svona rosalega á óvart,“ sagði Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferöa/Landsýnar, um það uppátæki starfsmanna hans að vekja hann af værum blundi á afmæhs- daginn með trompetleik og söng í garðinum hans. í tilefni af fertugsafmæli Helga fengu starfsmenn Samvinnu- ferða/Landsýnar Magnús Kjartans- son til liðs við sig og við trompet- undirleik sungu þeir „Hann á af- mæli í dag“ nokkrum sinnum, eða þar til Helgi vaknaði. „Ég heyrði lúðrablásturinn í gegn- um svefninn en hélt mig væri aö dreyma. Svo reyndist hann aðeins of falskur til að um draum gæti verið að ræða,“ sagði Helgi skellihlæjandi. Hvorki Magnús né starfsmennirnir voru almennilega vaknaðir svo snemma morguns svo raddböndin voru rám og trompetleikur Magnús- ar ekki upp á marga fiska. En þegar þeir höfðu endurtekið afmælissönginn þrisvar sinnum birt- ist syfjulegt andlit Helga í glugganum og loks skreiddist hann út á svalirnar í náttslopp með „koddaförin á kinninni" eins og einn starfsmaður- inn komst að orði. Eiginkona Helga, Hjördís Bjarna- son, vissi af uppátækinu og var því búin að hella upp á kaffi og súkku- Að lokum skreið Helgi út á svalirn- ar, nývaknaður og ruglaður í ríminu. Eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, vissi af uppátækinu. laði en starfsmennirnir færðu þeim rúnnstykki með morgunkaffmu. „Þetta var glæsilegt hjá þeim og sýnir betur en nokkuð annað hversu gott fólk vinnur hjá okkur," sagði Helgi og virtist ekki enn búinn að ná sér. Starfsmenn Samvinnuferða/Landsýnar komu forstjóra sínum heldur betur á óvart þegar þeir vöktu hann með því að syngja afmælissönginn er Helgi varð fertugur. DV-myndir S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.