Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 46
58 LAtFGARÖÁGUR 27. APRÍL 1991. Afmæli Reynir Ásberg Níelsson Reynir Ásberg Níelsson rafvirkja- meistari, Kveldúlfsgötu 4, Borgar- nesi, varð sextugur í gær. Starfsferill Reynir fæddist í Borgarnesi en ólst upp við Hreðarvatn í Norðurár- dal. Eftir bamaskólann stundaði hann nám í einn vetur við Héraðs- skólann í Reykholti 1946-1947. Frá 1949- 1950 var hann við iðnnám í rafvirkjun í Reykjavík hjá Raf- tækjastöðinni/HaraldiÁ. Bjama- syni og hjá Jóhanni Rönning frá 1950- 1954. Hann lagði einnig stund á nám í rafmagnsdeild Vélskóla íslands fyr- ir rafvirkja 1952-1954 og starfaði viö rafmagnsverkstæði SÍS í Reykjavík frá 1954-1956. Þann 14. apríl 1956 hóf Reynir svo rekstur eigin fyrirtækis í Borgar- nesi og hefur starfað þar samfellt síöan undir firmanafninu Raíblik. Reynir hefur einnig starfað sem kennari, í Iðnskólanum í Borgarnesi og við Vélskóla íslands, í bæði bók- legri og verklegri rafmagnsfræði 1%9-1970. Árið 1976 kenndi hann viö Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var í stjóm Iðnaðarmanna- félags Borgarness frá 1957-1960, í stjórn Landssambands íslenskra rafverktaka frá 1969-1976 og var hvatamaður að stofnun Félags raf- verktaka á Vesturlandi og gegndi stöðu formanns félagsins um tíma. Reynir var einnig í samstarfs- nefnd við gerð ákvæöa um löggild- ingu til rafvirkjastarfa og vann við undirbúning og stofnun eftirmennt- unar rafiðna og sat í stjórn nefndar- innar að hálfu rafverktaka. Fjölskylda Reynir kvæntist 22.12.1955Karól- ínu Rut Valdimarsdóttur, f. 12.2. 1936, húsmóður og snyrtisérfræð- ingi. Hún er dóttir Valdimars T. Kristóferssonar og Guðmundu Kr. Júlíusdóttur, búenda í Skjaldartröð Hellnum á Snæfellsnesi. Reynir og Karólína em nú skilin. Börn þeirra Reynis og Karólínu eru: Kristján Ásberg, f. 28.2.1955, húsgagnasmiður í Borgarnesi, ógift- ur og bamlaus; Þórdís Mjöll, f. 26.12. 1960, húsmóðir, í sambúð með Jó- mundi Ólasyni, f. 18.8.1959, b. á Skarðshömrum í Noröurárdal og á með honum þrjú börn; Kristín Guð- munda Björk, f. 20.4.1962, hár- greiðslunemi, gift Kristóbert Óla Heiöarssyni, f. 31.3.1958, rafvirkja og nema í Tækniskóla íslands, og á með honum eitt barn; Sigurlaug, f. 7.6.1964, skrifstofumaður, í sambúð með Sturlu Gunnari Eðvarðssyni, f. 16.10.1964, nema í Samvinnuhá- skólanum á Bifröst. Sigurlaugá eitt barn frá fyrri sambúð; Þorleifur Jóhannes Ásberg, f. 29.9.1971, raf- virkjanemi; og Karl Lúðvík Asberg, f. 1.11.1975. Reynir átti einn albróður: Oddfrey Ásberg, f. 12.10.1933 d. 29.9.1971, fyrrv. vélgæslumaður og bóndi, kvæntur Halldóru Halldórsdóttur og átti með henni tvö börn. Hálfsystkini Reynis í móðurætt em: Þórður Ólafsson, f. 20.10.1938, verkalýðsformaður á Þorlákshöfn, kvæntur Björgu Óskarsdóttur og á með henni þrjú börn. Fyrri kona Þórðar var Sigríður Clausen og átti hann með henni þrjú börn; Sigþór Ólafsson, f. 16.1.1942, sjómaður, í sambúð með Guðrúnu Skúladóttur í Reykjavík. Sigþór var áður kvænt- ur Guðrúnu Lárusdóttur og átti með henni tvö börn en þau eru nú skilin; Guðríður Ólafsdóttir, f. 12.3.1946, framkvæmdastjóri, gift Viðari Guðnasyni skrifstofumanni og á með honum eitt barn. Hálfsystkini Reynis í föðurætt eru: Indriði Níelsson, f. 30.8.1913, húsa- meistari í Reykjavík, kvæntur Ingu Hoífman og eignuðust þau sex börn; Guðný Kristrún Níelsdóttir, f. 19.9. 1916, húsmóðir, ekkja eftir Stefán Pálsson tannlækni og eignuðust þau þrú börn; Sigríður Níelsdóttir, f. 11.8.1920, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðmundi Péturssyni hæstarrétt- arlögmanni og á með honum þrjú börn; Guðríður Elísabet Níelsdóttir, f. 10.10.1922, símam. í Borganesi, ógift og á eitt barn; og Sesselja Níels- dóttir, f. 30.8.1924, tannsmiður í Reykjavík, ógift og bamlaus. Uppeldissystkini Reynis vom: Daníel Kristjánsson, f. 25.8.1908 d. 24.4.1982, fyrrv. skógarvörður Vest- urlands, kona hans var Ásta Guð- bjarnadóttir sem nú er látin. Þau eignuðust þrjú börn en Daníel átti eitt fyrir.; Gestur Kristjánsson, f. 3.11.1910, fyrrv. deildarstjóri KB, kvæntur Guðríði Helgadóttur frá Unaðsdal og eiga þau fimm börn; Ingimundur Kristjánsson, f. 24.5. 1912, b. í Heyholti, ókvæntur og barnlaus; Haukur Kristjánsson, f. 3.9.1913, fyrrv. yfirlæknir í Reykja- vík, kvæntur Svandísi Matthías- dóttur og eiga þau þrjú börn; Magn- ús Kristjánsson, f. 28.6.1916, b. á Norðtungu, kvæntur Andreu Dav- íðsdóttur og eiga þau fimm börn; Þórður Kristjánsson, f. 8.6.1921, umsjónarmaður í Munaðarnesi, kvæntur Hrafnhildi Ingibersdóttur ogeigaþau eittbarn. Foreldrar Reynis voru Níels Guðnason, f. 8.3.1888 d. 27.6.1975, b. og trésmíðameistari í Borgamesi, og Olafía Sigurðardóttir, f. 27.7.1906 d. 10.6.1984. Ólafía varð síðar hús- móðir á Hlíðarenda í Ölfusi er hún bjó þar með Ólafi Þórðarsyni úr Hrútafirði. Fósturforeldrar Reynis voru Kristján Gestsson, f. 21.12.1880 d. Guðlaugur Gauti Jonsson Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt, Flyðrugranda 6, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Guðlaugur fæddist í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu. Eftir stúdentspróf var hann við nám í arkitektúr við Oxford Technical College, veturinn 1962—1963, og frá haustinu 1964 var hann við nám í arkitektúr við Reinisch-Westfael- ische Technische Hochschule í Aachen, Vestur-Þýskalandi, sem lauk með Dipl.Ing.-gráðu í arkitekt- úr vorið 1972. Guðlaugur vann á Teiknistofu landbúnaðarins 1963-1964 og aftur árið 1967. Hann stundaði jafnframt kennslu við Hagaskóla í Reykjavík veturinn 1963-1964. Árin 1972-1973 starfaði Guðlaugur sem arkitekt á Teiknistofunni við Óðinstorg og hjá Húsameistara rík- isins árið 1973-1978. Eftir þaö rak hann eigin teiknistofu í félagi við annan til ársins 1987 en eftir það einn. Guölaugur hefur unnið ýmis trún- aðarstörf fyrir Arkitektafélag ís- lands. Hann sat m.a. í stjórn félags- ins 1975-1977 og aftur 1985-1989, þar af var hann formaður þess frá 1986- 1988. Hann sat samnorræna fundi arkitektafélaganna á Norðurlönd- um í Turku, Finnlandi og í Stokk- hólmi og var einn fulltrúi Norður- landa á aðalfundi UIA, alþjóðasam- taka arkitekta, í Dublin árið 1987. Hann sat í stjórn Listskreytinga- sjóðs ríkisins 1986-1988 og í stjórn Bandalags íslenskra listamanna ár- in 1987-1989. Nú situr hann sem full- trúi Arkitektafélags íslands í stjórn Byggingaþjónustunnar í Reykjavík. Hann hefur einnig átt sæti í dóm- nefndum vegna samkeppni um byggingar- og skipulagsmál. Guðlaugur var varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs árin 1972- 1973 og sat í byggingarnefnd bæjar- ins sömu ár. Hann sat fundi sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur árin 1981 og 1986 og var varaformaður Skipulagsnefndar Reykjavíkur 1978-1982. Jafnframt sat hann í Umhverfismálaráði Reykjavíkur frá 1983-1986. Frá 1983-1984 var Guðlaugur í stjóm Félags einstæðra foreldra en sem stendur er hann fulltrúi í full- trúaráði Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og varamaður fyrir Nýjan vettvang í skipulagsnefnd Reykjavíkur og jafnréttisnefnd Reykjavíkur. Haustiö 1989 fór hann á vegum Rauða kross íslands til eyja 1 Karíbahafi til að meta skaöa af hvirfilvindi og vann i framhaldi af því tillögur um verkefni og fjár- hagsaðstoð fyrir Alþjóðasamband Rauða krossfélaganna. Fjölskylda Guðlaugur kvæntist 5.10.1963 Sigrúnu Olöfu Marinósdóttur, f. 6.2. 1941, læknaritara á Landspítalan- um. Hún er dóttir Marinós Ólafs- sonar, sem lengst af starfaði hjá heildverslun Garðars Gíslasonar, og Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður. Guðlaugur og Sigrún skildu árið 1982. Þau eignuðust tvo syni, þeir eru; Jón Gauti, f. 5.6.1961, nemi í KHÍ, í sambúð með Guðrúnu B. Guð- mundsdóttur, f. 20.7.1963, aðstoðar- lækni. Þau eiga saman Sigrúnu Elfu, f. 5.11.1987, ogBrynjólf Gauta, f. 12.10.1990; Kári, f. 4.1.1980. Guðlaugur á þrjá bræður, þeir eru: Magnús Heiðar, f. 9.7.1938, eig- andi og framkvæmdastjóri Sam- prents, kvæntur Inge Christiansen og býr í Kópavogi, þau eiga þrjú börn; Birgir Rafn, f. 11.10.1943, eig- andi og forstjóri Kjarans hf., kvænt- ur Ingibjörgu Norberg, þau búa á Seltjarnarnesi og eiga fiögur börn; og Sturla Már, f. 27.2.1947, hús- gagna- og innréttingahönnuður, kvæntur Steinunni Pálsdóttur. Þau búa á Seltjarnarnesi og eiga tvö Reynir Ásberg Níelsson. 21.9.1949, b. á Hreðavatni í Norður- árdal, og Sigurlaug Daníelsdóttir, f. 6.2.1877 d. 7.2.1974, húsmóðir. Ætt Foreldrar Níelsar, fóður Reynis, voru Guðni Jónsson, b. á Vals- hamri, og Guðný Kristrún Níels- dóttir, Eyjólfssonar b. á Grímsstöð- um í Álftaneshreppi og Sigriðar Sveinsdóttur. Foreldrar Ólafíu, móður Reynis, voru Sigurður Þórðarson, b. á Urr- iðaá í Álftaneshreppi, Sigurðssonar b. í Skíðsholtum og Hólmfríöar Sig- uröardóttur, og Guðríður Gunn- laugsdóttir, Ólafssoncir og Sigríðar Jónsdóttur sem voru vinnuhjú á GaulíStaðasveit. Reynir tekur á móti gestum á heimili sínu að Kveldúlfsgötu 4, laugardaginn 27. apríl frá kl. 17 til 21. Guðlaugur Gauti Jónsson. börn. Foreldrar Guðlaugs Gauta: Jón Guðlaugsson, f. 15.8.1909 á Steins- stöðum í Norðurfirði, einn stofn- enda og framkvæmdastjóri Ópals hf., og Kristín Aðalheiöur Magnús- dóttir, f. 17.9.1912, á Eyri við Reyð- arfiörð. Guölaugur Gauti verður aö heim- an á afmælisdaginn. Ásta Helgadóttir Ásta Helgadóttir matráðskona, nú vistmaður á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Ásta fæddist aö Múla í Aöaldal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Hún var fyrst við nám hjá heimiliskennurum í Múla, stundaöi nám viö Kvennaskólann í Reykjavík 1921-22 og sótti hannyrðanámskeið í Reykjavík, auk þess sem hún var í hannyrðanámi á Húsavík og á Sauðárkróki. Ásta var síðan á Sauð- árkróki og starfaði þá lengst af á heimili Jónasar Kristjánssonar læknis. Hún flutti til Reykjavíkur 1940 og starfaði þá við matseld á sjúkrahús- um og á veitingastöðum, lengst af í Silfurtunglinu við Snorrabraut. Fjölskylda Ásta átti sex systkini en á nú eina systur á lifi, Bjameyju Sívertsen Helgadóttur, húsmóður á Húsavík og ekkju eftir Kristin Ársæl Bjarna- son múrarameistara, og eignuðust þau fimm böm. Önnur systkini Ástu voru Regína Magdalena, f. 18.5.1896, d. 21.1.1948; Jökull, f. 12.6.1906, lát- inn, bilstjori a Husavik, var kvænt- ur Guðrúnu Sigfúsdóttur; Haukur, f. 17.11.1908, d. í nóvember 1935, og Logi, f. 14.12.1910, d. 15.1L 1936, var kvæntur Aðalbjörgu Björnsdóttur. Foreldrar Ástu voru Helgi Jó- hannesson, b. á Múla í Aðaldal, og kona hans, Karólína Benediktsdótt- ir. Ætt Faðir Helga var Jóhannes, b. og póstur á Birningsstöðum í Laxár- dal, Jónatanssonar. Móðir Jóhann- nesar var Sigurveig Kristjánsdóttir, systir Sigurlaugar á Laxamýri, ætt- móður Laxamýrarættarinnar, og ömmu Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Faðir Karólínu var Benedikt, pró- fastur á Grenjaðarstaö, Kristjáns- son, b. í Stóradal, Jónssonar, b. á Snæringsstöðum, Jónssonar, b. á Balaskarði, Jónssonar, harðabónda á Mörk í Laxárdal, Jónssonar, ætt- föður Harðabóndaættarinnar. Móð- ir Karólínu var Regína Magdalena Hansdóttir Sívertsens, kaupmanns í Reykjavík, Sigurðssonar Sívert- sens, kaupmanns í Reykjavík, Bjarnadóttir, riddara og kaup- Ásta Helgadóttlr. manns í Hafnarfirði, Sívertsens. Móöir Regínu var Christiane Carol- ine Linnet Hansdóttir Linnets, verslunarstjóra í Hafnarfirði. Móðir Hans var Regine Magdalene Seerup. Móðir Regine var Gotfrede Elisa- beth Jakobæus, dóttir Holgers Jak- obæus, kaupmanns í Keflavík, Jo- hansson Jakobæus, prests í Ledöje Holgerssonar Jacobæus, háskóla- rektors og dómara í hæstarétti í Kaupmannahöfn. Móðir Johans var Anna dóttir Thomasar Bartholin, háskólarektors í Kaupmannahöfn, og konu hans, Else Christofersdótt- ur, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, Hansen. 80 ára Oddný Pétursdóttir, Álíheimum 50, Reykjavík. 75 ára JóhannKr. Hannesson, Grettisgötu 19a, Reykjavík. Hulda Sveinbjömsdóttir, Engihjalla 11, Kópavogi. Maria Guðnadóttir, Garðarsbraut 34, Húsavík. Elizabeth H. Jóhannsson, Fjarðarstræti 6, ísafirði. 70ára Brynhildur Jónsdóttir, Brunngötu 7, Hólmavik. 60ára ÓlöfÓskarsdóttir, Klettahrauni 15, Hainarfirði. Snæbjörn Ásgeirsson, Lindarbraut29, Seltjarnarnesi. Óli Hjálmar Ólason, Sveinstúni, Grímsey. 50ára Birgir Valdemarsson, Einholti 8f, Akureyri. Rögnvaldur Jónsson, Skjólbraut 16, Kópavogi. 40ára Leokadia Drozd, Selnesi 15, Breiðdalsvík. Gunnlaugur Jens Helgason, Kársnesbraut 41, Kópavogi. Guðmundur Múr Sigurðsson, Hjallavegi 9, Flateyri. Margrét Geirsdóttir, Grófarseli 28, Reykjavík. Kristín Helga Waage, Vesturbrún 37, Reykjavík. Indriði Kristjánsson, Hraunbæ 116, Reykjavík. Guðbjörg H. Traustadóttir, Strandaseli 4, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.