Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. Myndbönd Eftir miklar sviptingar á listan- um að undanförnu ríkir stöðugleiki þessa vikuna. Bird on a Wire sest að vísu í toppsætið en Another 48th Hours hrapar ekki langt, sest að í öðru sætinu. Engin ný kvikmynd kemur inn á listann þessa vikuna. Myndin um Krays-bræðurnar kík- ir inn aftur eftir að hafa dottið út í síðustu viku en stendur varla lengi við. Mikil útgáfa hefur verið að undanförnu. Nú má búast við þegar sumarið er gengið í garð að eitthvað hægist á. 1 (2) Bird on a Wire 2 (2) Another 48 Hours 3 (3) Wild at Heart 4 (5) Impulse 5 (8) The Freshman 6 (6) Cadillac Man 7 (9) Bad Influence 8 (4) Heart Condition 9 (7) RoboCop II 10 (-) The Krays ★★★ WILD AT HEART Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: David Lynch. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Laura Dern, Willem Dafoe, Isabella Rossellini og Harry Dean Stanton. Bandarísk, 1990-sýningartimi 115min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Verðlaunamynd David Lynch, Wild at Heart er ákaflega sérstök kvikmynd þar sem siðspilltur heimur birtist okkur í ýktri mynd. Wild at Heart er einnig kvikmynd um mikla ást sem ekki deyr hvað sem á dynur. Stílbragð Lynch leynir sér ekki strax frá fyrsta atriði og víst er þetta er kvikmynd sem hneykslar marga og kvikmynd sem endalaust er hægt að rífast um. Öllum þeim sem sáu Blue Velvet ættu samt ekki að koma á óvart allir öfgarnir sem koma fyrir í myndinni. Aðalpersónurnar eru elskend- urnir Sailor Ripley og Lulu Pace. Vegna tilverknaðar móður Lulu verður Sailor manni að bana. Trú sínum manni bíður Lulu þar til hann losnar úr fangelsi og saman fara þau á flakk óafvitandi um að móðir Lulu sem ekki gat þolað það að Sailor hafnaði henni hefur sent atvinnumorðingja á eftir þeim. Ferð þeirra endar í smáþorpi, Big Tune, þar sem örlagaríkir atburðir eiga sér stað. Eins og ávallt í myndum Lynch eru það persónurnar sem vekja hvað mestan áhuga. Sailor og Lulu eru þrátt fyrir mannlega breysk- leika einu persónurnar sem hafa eitthvað gott í sér. Allar aðrar per- Villt líf sónur koma úr sora mannlífsins að undanskildum fJohnnie Farra- gut sem er aumkunarverður þræll móður Lulu. David Lynch hefur fengið til liðs við sig hóp góðra leikara. Nicholas Cage og Laura Dern eiga mjög góð- an samleik sem skilar sér best þeg- ar neyðin er stærst. Af öðrum leik- urum sem eftirminnilegir eru má nefna Diane Ladd í hlutverki móð- urinnar, Harry Dean Stanton í hlutverk Farragut og Willem Dafoe sem er sérlega ógeðfelldur í hlut- verki skúrksins Bobby Peru. Wild at Heart er ekki fyrir alla og í raun er söguþráðurinn ekki mjög merkilegur, en David Lynch ræður yfir ógnarkrafti sem gerir myndina mjög eftirminnilega þótt maður sé langt frá því sáttur við öll hans vinnubrögð. . » -HK ★★★ Byssuglöð lög- reglukona IMPULSE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Sondra Locke Aöalhlutverk: Theresa Russell, Jeff Fa- hey og George Dzunda. Bandarlsk, 1990-sýnlngartiml 108 mín. Bönnuð börnum Innan 16 ára. Impulse er önnur kvikmyndin sem Sondra Locke leikstýrir en hún er sjálfsagt þekktust fyrir að hafa verið sambýliskona Clints Eastwood og leikið í nokkrum myndum með honum. Hún er hér á kunnugum slóðum og er ekki laust við að áhrifa gæti frá fyrrver- andi sambýlismanni. Aðalpersóna myndarinnar er lögreglukonan Lottie Mason sem vinnur á götum Los Angeles. Hún klæðir sig sem gleðikona og gómar svo viöskiptavinina. Þegar myndin byrjar hefur hún nýorðið manni að bana og finnst yfirmanni hennar hún vera orðin heldur skotglöö. Lottie er hörkukvendi sem felur sinn innri mann undir hrjúfri skel lögreglukonunnar. Henni gengur vel í starfi en á við mörg vandamál að stríða í einkalífinu. Samskipti hennar við karlmenn hafa öll end- að með sárum skilnaði og fjármál hennar eru í rúst og einu nánu samskipti hennar utan vinnu eru við sálfræðing. Lottie finnur einnig að hún dregst meira og meira að dimmum hugsunum um líf gleöi- konunnar og þegar hún er yfir- spennt fmnst henni jafnvel að það sé eina lausnin fyrir sig sé að ganga skrefið til fulls. Theresa Russell leikur hina flóknu persónu geysivel. Russell er ekki óvön því að leika kvenmenn sem eru á skjön við tilveruna. Hún hefur leikið margar ólíkar persón- ur á glæstum leikferli og oft undir stjórn eiginmanns síns, Nicholas Roeg. Lottie er margslungin per- sónaog oft er ekki auðvelt að skýra út athafnir hennar en Russell á í engum vandræðum með að fá áhorfendur til að fá áhuga á Lottie þótt fortíðin sé ekki fógur. -HK Ógleymanleg fjölskyldusaga The Godfather og The Godfather part II Útgefandi: ClC-myndbönd. Lelkstjóri: Francis Ford Coppola. Aöalahlutverk: The Godfather: Marlon Brando, James Caan, Al Pacino, Robert Duval og Dlane Keaton. The Godfather part II: Al Paclno, Robert De Nlro, Ro- bert Duvall og Diane Keaton. Bandariskar, 1972 og 1974 - sýningar- tími 168 mín og 190 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Francis Ford Coppola er einn af mestu kvikmyndagerðarmönnum nútímans. Honum hefur að vísu verið mislagðar hendur og stund- um hefur hann skotið vel yfir markið. En þegar honum tekst vel upp þá er enginn meðaljón á ferð- inni og meira að segja þegar honum mistekst, þá er alltaf eitthvað í myndum hans sem gleðja augu íjöl- margra aðdáenda hans. Guðfaðirinn 1 og 2 eru miklar kvikmyndir í orðsins fyllstu merk- ingu og listaverk sem halda munu nafni Coppola á lofti um ókómna framtíð. Þær hafa og verið skap- andi fyrir aðra kvikmyndagerðar- menn. Þriðja myndin í flokknum um Corleone-fjölskylduna, sem Coppola gerði í fyrra og hefur feng- ið ágætar viðtökur, hefur óneitan- lega gert það að verkum að áhugi á fyrri myndunum hefur aukist. Það var vel að verki staðið hjá CIC- myndböndum að gefa þær út á myndbandi um leið og nýja myndin er enn sýnd í Háskólabíó. Það tekur rúma sex klukku- stundir að horfa á þessi tvö stór- virki sem segir sögu Corleone- ættarinnar frá aldarbyrjun. End- urkynnin við myndirnar gefa kvik- myndaunnendum ekkert nema aukna ánægju. Myndirnar voru gerðar 1972 og 1974 og hafa þær staðist tímans tönn og eru jafn áhrifamiklar og áður um leið og þær eru aðgengilegar fyrir alla. Hér verður ekki farið náið út í söguþráðinn, enda kunnugur flest- um. Fylgst er með Corleone-fjöl- skyldunni í gegnum súrt og sætt. í fyrri myndinni er Marlon Brando ríkjandi í hlutverki Don Corleone og er þessi aldni guðfaðir meistara- lega túlkaður af Brando. Önnur aðalpersónan er yngsti sonur hans Michael sem A1 Pacino leikur. Það er sú persóna sem við fylgjumst með í öllum þremur myndunum. í lok þeirrar fyrstu hefur hann tekið við af föður sínum. A1 Pacino er frábær í öllum þremur myndun- um. Það er Michael Corleone sem tengir tríólógíuna saman sem end- ar með dauða hans. í annarri myndinni kemur einnig Don Cor- leone aftur til sögunnar en er þá er rakinn aðdragandi að Ameríku- ferð hans og byjunin á ferli hans í glæpaheimi New York borgar. Ro- bert De Niro túlkar hann eftir- minnilega. Það er erfitt að gera upp á milli þessara tveggja mynda, enda eru þær það samtengdar að þegar horft er á þær báðar í einu er það eins og að horfa á eina mynd, kvikmynd sem hefur alla þá kosti sem góð kvikmyndhefurframaðfæra. -HK TVö á flótta BIRD ON A WIRE Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: John Badham. Aðalhlutverk: Mel Glbson, Goldle Hawn og David Carradine. Bandarísk, 1990 -sýningartími 110 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Bird on a Wire hefur allt það sem hörkugóð aíþreying á aö hafa, spennu (þar sem meðal annars er boðið upp á fimm eltingarleiki), glens og rómantík. Ekki skemmir að hafa stórstjörnurnar Mel Gibson og Goldie Hawn í aðalhlutverkum. Samt er myndin varla í meðal- lagi. Greinilegt er að Bird on a Wire hefur „átt aö slá í gegn“ og til þess notaðar þekktar formúlur. Leikstjóranum, John Badham, hef- ur aftur á móti mistekist ætlunar- verk sitt og er meðalmennskan allsráðandi hvar sem á myndina er litið. Ef Bird on a Wire væri gaman- mynd þá byrjar hún þokkalega. Goldie Hawn leikur lögfræðing sem sér gamlan elskhuga, Mel Gib- son, er löngu á að vera dauður. Það kemur í ljós að kærastinn hafði vitnað gegn glæpamönnum sem nú eru lausir úr fangelsi og hafa þeir fullan hug á hefndum. Eftir að Bird on a Wire nær þessu stigi hverfur húmorinn smátt og smátt og myndin snýst upp í elting- arleiki. Endar myndin svo í dýra- garði einum þar sem Gibson átti að hafa unnið. Þar fer söguþráður- inn svo kirfilega yfir strikið í vit- leysunni að maður er þeirri stundu fegnastur þegar myndinni lýkur. Varla er hægt að kenna Goldie Hawn og Mel Gibson um, það er frekar að John Badham ætti að skammast sín. Stærsti galli mynd- arinnar er hversu yfirhlaðin hún er og það verður að skrifast á hans reikning. -HK I leit að Ríkharði ljónshiarta I IAKIUCADT ^ ^ LIONHEART Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Franklin J. Schaffner. Aðalhlutverk: Eric Stoltz, Gabriel Byrne og Nicola Cowber. . Bandarisk, 1987 - sýningartími 104 mín. Bönnuð börnum inna 12 ára. Það er spurning fyrir hvaða ald- urshóp Lionheart er gerð. Mig grunar að myndin hafi einna helst átt aö höfða til barna en ofbeldi í myndinni er of mikið fyrir þann aldurshóp og annað er að sögu- þráðurinn fer örugglega fyrir ofan garð og neðan hjá flestum börnum. Ekki er myndin heldur beysin fyrir fullorðna. Til þess er einföldunin of mikil og spennan í lágmarki. Það verður því að segjast eins og er að þessi síðasta kvikmynd hins - ágæta leikstjóra, Franklins J. Schaffners, er mikil mistök. Það má hafa ánægju af einstaka atrið- um en 1 heild er hér um lítt spenn- andi kvikmynd að ræða sem látin er gerast á miðöldum. Aðalpersónan er ungur riddari sem heldur einn af stað til að leita uppi Ríkharð ljónshjarta og hefur :nm stoltz , g&beíelwkne St«r of 'K^fnpfiis Belití' N : A dark threat. % ■ jjf |A warrior íost. ' iA mysíkal qucat. •JmWmt lOMHEAR för til landsins helga. A leiðinni hittir hann fyrir villuráfandi börn sem fylgja honum eftir. Alltaf stækkar barnahópurinn sem ætlar á fund ljónshjarta, „svarta prinsin- um“ til mikillar ánægju því að hann er ákveðinn að hremma í einu lagi allan hópinn og selja sem þræla en eins og í öllum ævintýrum verður vondi prinsinn að láta und- an góða riddaranum í lokin. -HK ★★ Allt lagt undir HIGH STAKES Útgefandi: Bergvik hf. Leikstjóri: Amos Kollek. Aöalhlutverk: Sally Kirkland, Robert LuPone og Richard Lynch. Bandarisk, 1989-sýningartími 93 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. í High Stakes kynnumst við nekt- ardansmeynni og gleðikonunni Melanie Rose sem lifir tvöföldu lífi. A daginn sér hún um dóttur sína sem er átta ára og leikur þá hina einstæðu móður. Á kvöldin kallar hún sig Bambi og er þekkt nektar- dansmær og gleðikona og er henni stjórnað af glæpaforingja einum sem nýtur þess að ráða yfir henni. Þegar hún kynnist óvænt fjármála- manninum John Stratton sér hún leið úr ógöngum sínum en það reynist erfiðara en ætlað var og áður en Stratton veit af er hann kominn í heim glæpaveraldar sem hann hefur engin kynni haft af áður,. High Stakes fer vel af stað og og mjög spennandi framan af en held- ur fer að gliðna þegar nálgast lokin og er endirinn í væmnara lagi, mið- að við það sem á undan er gengið. Sally Kirkland sýnir mjög góðan leik í hlutverki Melanie Rose og dregur þessa dæmigerðu B-mynd upp fyrir meðallag. Aðrir leikarar erufrekarslakir. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.