Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991, 43 dv_________________________________Handbolti unglinga íslandsmeistaratitillinn í Garðabæinn Úrslitakeppni 4. flokks kvenna fór fram í íþróttahúsinu í Kópavogi og mættu þar átta sterkustu liöin í þess- um aldursflokki til keppni um ís- landsmeistaratitilinn. Fyrirfram var búist við að Grótta, FH, Stjarnan og KR, auk íslands- meistara ÍBV kæmu til með að berj- ast um titilinn að þessu sinni. Það reyndist raunin en fæstir bjuggust við Stjörnunni eins sterkri og raun bar vitni því Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann sex fyrstu leiki sína og þrátt fyrir tap gegn FH, 10-12 í síð- asta leik, var Islandsmeistaratitillinn í 4. flokki kvenna Garðabæjarliðs- ins. Stjarnan vann fráfarandi íslands- meistara 4. flokks, ÍBV, í fyrsta leik, 10-6, og lagði þar með grunninn að því sem koma skyldi. Stjarnan vann einnig liö Vals, 11-10, Gróttu, 10-9, Víking, 15-8, UBK, 14-9, og KR, 12-10. Lið Stjörnunnar er vel að sigrinum komið, liðið er mjög heilsteypt, með góða vörn og þá er markvarslan eins og hún gerist best í þessum aldurs- flokki. Vert er að geta leikmanna eins og Nínu Björnsdóttur, Heiðu Sigur- bergsdóttur, Lilju Guðmundsdóttur og fyrirliðans, Rutar Steinsen en þessir leikmenn vöktu sérstaka athygh DV fyrir góðan handknatt- leik. Grótta tryggði sér silfurverðlaunin að þessu sinni en liðið tapaði aðeins leiknum gegn Stjörnunni og gerði - skemmtileg keppni í 4. flokki kvenna jafntefli við KR, 8-8, og Val, 5-5. Aðra leiki vann Grótta, flesta nokkuð ör- ugglega. FH og KR urðu jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti en þar sem FH vann innbyrðis viðureign þessara liða nokkuð örugglega, 7-5, hlaut Hafnarfjarðarliðið bronsverðlaunin að þessu sinni en KR varð að gera sér fjóröa sætið að góðu. Valur varð í fimmta sæti, ÍBV í sjötta sæti, Víkingur í sjöunda sæti en UBK rak lestina svo að þessu sinni. Rut Steinsen, fyrirliði Stjörnunnar, tekur við íslandsmeistarabikarnum úr hendi Þorbergs Aðalsteinssonar, landsliðsþjálfara, en Rut er ekki óvön að taka við viðurkenningum fyrir hönd þessa sigursæla flokks. Grótta hafnaöi i öðru sæti í úrslitakeppninni, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Má segja að aðeins tvö mörk hafi því skilið á milli hvort liðanna yrði íslandsmeistari. Fram vann B—úrslitin B-úrslitin fóru fram í Reykjavík og vann Fram keppnina nokkuð örugg- lega að þessu sinni með fullu húsi stiga og hafði nokkra yfirburði yfir andstæðinga sína. Jafntefli hjá félögunum Segja má að árið í ár skeri sig úr hvað það varðar hve skipting er jöfn á milli félaga þegar íslands- meistaratitlar eru annars vegar. í karlaflokkum sigraði Safamýrar- veldið Fram í 2. flokki, KR í 3. flokki, FH í 4. flokki og Valur í 5. flokki. í kvennaflokkunum sigraði Grótta í 2. flokki, ÍBV í 3. flokki og Stjarnan í 4. flokki. Þetta er mjög jafnt og þegar Utið er á það hvaða Uð skila flestum flokk- um í A úrslit má sjá að það er einnig mjög jafnt mflli félaga. Víkingur, Stjarnan, Fram og FH eru meö flest lið í úrslitum 5 til 6 en önnur lið eru með færri. Toyota-mótið á Húsavík Um síðustu helgi var haldið á Húsavík handknattleiksmót og voru það Toyota á íslandi, BOaleiga Húsa- víkur og Handknattleiksdeild Völs- ungs sem gengust fyrir þessu móti. Þátttakendur voru frá Húsavík, Reyðarfiröi, Egilsstööum og Akur- eyri. Keppt var í 6. flokki karla, 5. flokki karla og kvenna og 4. flokki karla og voru þátttakendur alls um 200. Mjög skemmtUeg keppni var í öU- um flokkum og greinilegt að í þessum Uðum eru margir framtíðarleikmenn sem eiga örugglega eftir að láta að sér kveða síðar. Úrslit urðu þau að í 6. flokki karla sigraöi A-Uð Þór frá Akureyri eftir spennandi keppni við A-lið KA. í 5. flokki karla var spUuð tvöföld um- ferð og sigraði lið KA nokkuð örugg- lega. I 5. flokki kvenna sigraði B-Uð KA eftir hörkuleUc við Völsung og kom þessi sigur Uðsins nokkuð á óvart. í 4. flokki karla sigraöi lið Þórs frá Akureyri nokkuð örugglega. Toyota-umboðið veitti nokkrar við- urkenningar: í 6. flokki karla var Steingrímur Sigurðsson, Þór, valinn besti mark- maður, Atli Þórarinsson, KA, var valinn besti sóknarleikmaður og Magnús Halldórsson, Völsungi, var valinn besti vamarmaður í þessum flokki. í 5. flokki karla var Hörður Flóki Ólafsson, KA, valinn besti markmað- urinn, Halldór Sigfússon, KA, besti Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson sóknarleikmaöur og Dagur Dag- bjartsson, Völsungi, besti varnar- maður. í 5. flokki kvenna var besti markvörður valinn Ása Karen Guð- mundsdóttir, KA, besti sóknarleik- maður, Jóna Björg Pálmadóttir, Völsungi, og besti varnarmaður var valinn Ásdís Guðmundsdóttir. í 4. flokki karla var Sveinn Ár- mannsson, Þór, valinn besti mark- vörður, Atli Þór Samúelsson, Þór, besti sóknarleikmaður og besti varn- armaður Viöar Jónsson, Hetti. Þessir leikmenn tóku þátt i Toyota-mótinu sem haldið var á Húsavik um siðustu helgi. Handboltinn kveöur Nú er komið að lokum þessa keppnistimabils í handknattleik. Þetta hefur verið á margan hátt við- burðarríkt og skemmtilegt. Margir eru sennilega ánægðir með uppsker- una, en aðrir óánægðir eins og geng- ur. Á næstunni fer fram þing Hand- knattleikssambands íslands og verða að venju mörg mál á dagskrá. Þó er þaö eitt mál sem umsjónarmönnum unglingasíðu DV er sérlega í mun að fái ítarlega og gagnlega umíjöllun, en það eru mótamál í yngri flokkum. Það er alveg ljóst að núverari&i mótafyrirkomulag gengur ekki leng- ur og við erum ekki samkeppnis- hæfir í dag á sama hátt og viö vorum fyrir nokkrum árum. Krakkar sem eru að byrja í handknattleik finna ekki fyrir þeirri spennu sem leikur- inn býður upp á einfaldlega vegna þess að fyrirkomulag mótsins er úr sér gengið. UngUngasíðan á sér þann draum að menn komi málefnalegir til þingsins og hvetur menn til að ræða málin á þeim nótum. Að lokum vill unglingasíða DV þakka Vigfúsi Þorsteinssyni, starfs- manni HSÍ, fyrir vel unnin störf og hjálp í vetur, mótanefndarmönnum einnig og ekki síst forráðamönnum félaga sem margir hafa verið okkur hjálplegir. Keppendum, dómurum og öðrum handboltamönnum óskum við gleði- legs sumars. IR og Fr am Eurocard- meistarar Um síðustu helgi fór fram Euro- card-mótið í 5. flokki karla, var leikið bæði hjá A- og B-Uðum og fór keppni fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi gegn Fram unnu þeir 10-7. Fram varð í öðru sæti, vann KR, 17-9, og Hauka, 15-11. í þiðja sæti varð lið Hauka en þeir unnu KR, FB. 16-15. Fjögur lið tóku þátt í mótinu að þessu sinni en það voru lið ÍR, Fram, KR og Hauka. ÍR-ingar unnu A-liðakeppnina nokkuð örugglega en úrslitaleikinn Framarar unnu B-liðakeppnina ör- ugglega en þeir báru sigurorð af ÍR, 13-10, og KR, 14-12. ÍR tryggði sér síðan annað sætið með því að vinna KR sanngjarnt. Fram og KR voru meðal liða á Eurocard-mótinu sam fram fór um síðustu helgi. Það voru ÍR-ingar sem unnu keppni A-liða en í B-keppni varð Fram hlutskarpast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.