Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 52
Ul F R ÉTTAS KOTIÐ Ohmhmm 62 • 2S • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. — l Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. Norðíj arðarhreppur: Bóndi lést afslysförum Bóndinn á Efri-Miðbæ í Norðfjarð- arhreppi lést af slysförum síðdegis á miðvikudag. Hann var að dæla lofti í hjólbarða á vörubíl þegar svokall- aður felguhringur fór í höfuð hans. Talið er að maðurinn hafl látist sam- stundis. Bóndinn hét Hákon Guðröðarson. Hann var 54 ára og lætur eftir sig eiginkonuoguppkominbörn. -ÓTT Rúllettuspil í einkaklúbbi „Ég ætla að hafa þarna spilaklúbb fyrir nokkra félaga. Þetta verður ekki opinber staður. Þarna verður spilað bridge, rúllettuspil og kannski „black jack“. Á þessum stað munu bara koma saman nokkrir félagar til að leika sér,“ sagði Margeir Mar- geirsson sem mun opna einkaklúbb í sal í Skipholti 50B eftir nokkra daga. Margeir, sem nú rekur veitinga- húsið Keisarann við Laugaveg, sagði í samtali við DV í gær að salurinn væri „ákaflega snyrtilegur og glæsi- legur". -ÓTT Eldurííbúðar- húsi á Akranesi Eldur kviknaði í kjallara í þrílyftu forsköluðu timburhúsi við Prest- húsabraut á Akranesi síðdegis í gær. Þegar slökkviliðiö kom á staðinn var mikill reykur í húsinu og eldur logaði á jarðhæðinni. í húsinu býr ein fjölskylda. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Skemmdir urðu verulegar í kjallar- anum af völdum elds, reyks og vatns. Reykskemmdir urðu á hinum hæð- um hússins. Talið er að kviknað hafi í út frá ljósalampa. -ÓTT NEYÐARHNAPPUR FRÁ VARA fyrir heimabúandi sjúklinga ' og aldraða 0 91-29399 Alhliða _____ öryggisþfónusta VARI síðan 1 969 LOKI Þá er komið að því að fara með Davíðssálma kvölds og morgna! , í! Gef ur sér 4 daga til að mynda stjórn „Ég vona að stjórnarmyndunar- viðræðumar taki ekki nema fjóra daga. Þá ættu menn að sjá hvernig gengur, af eða á. Það eru ekki nein- ar timatakmarkanir á þessu um- boði en ef viðræðumar ganga ekki sem skyldi að loknum fjórum dög- um mun ég gefa forseta skýrslu um það og hafa samráð við hana um framhaldiö. Annars get ég ekki séð aö neinar hindranir veröí á veein- um,“ sagði Davíð Oddsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, í samtali við DV skönunu eftir að forseti fól honum myndun nýrrar rikis- stjórnar er njóti meirihlutafylgis á Alþingi. Eftir að formenn allra stjórn- málaflokka höfðu gengið á fund forseta íslands í Stjórnarráðinu leið ekki á löngu áður en forseti fól Ðaviö stiórnarmvndunarúmboðið. Sú ákvörðun forseta kom ekki á óvart en Jón Baldvin Hamiibalsson hafði fyrr um daginn fengið umboð þingflokks Alþýðuflokksins til að benda forseta á að Davíð Oddsson fengi stjórnarmyndunarumboð. Fullkomin eining var ekki um þetta í þingflokknum þar sem einstakir þingmenn, þar á meðal Gunnlaug- ur Stefánsson, töldu að áframhald- andi samstarf félaashyggjuflokk- Davið Oddsson kampakátur eftir að forseti Islands hafði falið honum umboð til stjórnarmyndunar í gær. Þegar Davíð var spurður hvar umboðið væri klappaði hann á brjöstvasann. DV-mynd Brynjar Gauti anna hefði ekki verið reynt til þrautar. Davíð sagði að einungis formenn flokkamia mundu taka þátt í form- legum stjórnarmyndunarviðræð- um milli Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks til að byrja með. Hefjast viðræður Davíðs og Jóns Baldvins eftir hádegi í dag en í morgun fund- aði þingflokkur Sjálfstæðisflokks um viðræðurnar. - Hafið þið rætt nógu míkið sam- an og þurflð þið ekki að þyrja á byrjuninni? „Við erum búnir að hittast þrisv- ar og höfum talast nokkrum sinn- um við í síma. í viðræðum okkar höfum við lagt drög aö hinum formlegu viðræðum.“ Samkvæmt heimildum DV úr herbúðum væntanlegra ríkis- stjórnarflokka verður strax drifið í aö skipta ráðmreytum milli flokk- anna og raða mönnum í þau. Flokk- arnir munu ekki hafa í hyggju að gera með sér ítarlegan málefna- samning þar sem farið er djúpt í kjölinn á öllum málaflokkum held- ur stuttan málefnasamning um helstu málefni. Mun meíninginsið- an vera að leysa mögulegan mál- efnaágreining á vettvangi ríkis- stjórnarinnar. í haust segja heim- ildir blaðsins aö gerður verði verk- efnasamningur fyrir ríkisstjórn- ina. Ekki hefur verið rætt formlega um skiptingu ráðuneyta en gengið er út frá því sem vísu að Davíð Oddsson verði forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Aiþýðuflokks. -hlh Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýnandi veður með rigningu vestanlands Á sunnudag er gert ráö fyrir sunnanátt, allhvassri á vestanverðu landinu en heldur hægari austanlands. Rigning verður sunnan- og vestanlands em úrkomulaust norðanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 4 stig. Á mánudag verður sunnan- og suðvestanátt, stinningskaldi eða allhvasst vestanlands en heldur hægari annars staðar. Skúrir verða sunnan- og vestanlands en að mestu þurrtannars staðar, hiti á bilinu 3 til 4 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.