Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. „Ég vann,“ segir Bart. Þaö er víst ekki nokkur vafi hver Bart Simpson er alltaf saklaus - eða það segir hann er alltaf bestur að eigin áliti. sjálfur að minnsta kosti. Það leikur enginn vafi á að Bart Simpson er villingur og þar að auki of- beldishneigður. Varla getur hann talist fyrirmynd annarra barna. Villingurinn Bart — í augum tíu ára nemenda Hlíðaskóla Villingurinn Bart Simpson hefur brætt margan íslendinginn og víst er hann í uppáhaldi hjá mörgum jafnt smáum sem stórum. Kannski einhverjir sjái sjálfan sig í Bart en höfundur hans Matt Groening hefur sagt að hugmyndin af Bart Simpson sé hann sjálfur. Vesalings Matt var mikið óargadýr í skóla. Hann á fóður sem heitir Hómer og systur sem heit- ir Lísa og má segja að eini munurinn á Matt og Bart sé að sá fyrrnefndi er lifandi en hinn teiknimyndaper- sóna. Matt fleygði skólabókunum sínum út um gluggann á kennslustofunni og annað í þeim dúr sem varla er hafandi eftir. Enda segir fyrrverandi kennari Matts að það hafi verið mik- ill Bart Simpson í Matt Groening. Hins vegar var það Matt sem hafði athygli bekkjarfélaganna en ekki kennarinn. Sjálfsagt eru til einhverjir Bart Simpsonar í íslenskum kennslustof- um enda hafa sálfræðingar reynt að sálgreina óþekktarangann, jafnvel í útvarpi. Bart Simpson er nefnilega Tíu ára nemendur í Hlíðaskóla fengu það skemmtilega verkefni í einum myndmenntatíma að teikna Bart Simpson fyrir DV. DV-mynd Hanna ekki bara í uppáhaldi hjá börnum. Auk þess hafa hárskerar þessa lands nóg að gera við burstaklippingar eða heitir það kannski Bart Simpson- klippingin núna? Helgarblaðið fékk tíu ára krakka í Hlíðaskóla til að teikna Bart Simpson og gefa honum orðið. Þannig getur maöur best séð hvemig krakkarnir upplifa gemlinginn. Það var Hrafn- hildur Bernharðsdóttir mynd- menntakennari sem fékk krökkun- um verkefnið fyrir DV en þau fengu ekkert að vita um að blaðið stæði á bak við gamanið fyrr en verkefninu var lokið. Hér á síðunni sjáum við síðan afraksturinn og er ekki annað að sjá en þetta séu hinar bestu teikn- ingar. Matt Groening má sennilega fara að vara sig ef tíu ára krakkar eru svona efnilegir teiknarar. Von- andi leyndist þó enginn Bart Simp- son í hópnum. Helgarblaðið þakkar krökkunum í Hlíðaskóla og kennara þeirra fyrir hjálpina. Aðrir geta síðan skoðað myndirnar og fundið út hvaö krökkunum finnst um Bart Simpson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.