Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 25
LAÚGARDAGUR 27. APRÍL 1991. 25 Þráast við að nota hjálpartæki - segir Rafn Jónsson trommuleikari sem berst við ólæknandi lömunarsjúkdóm „Fyrir fjórum árum var ég á leið í þriggja mánaða tónleikaferðalag um landið þegar ég fór allt í einu að haltra á öðrum fæti. Ég taldi víst að ég hefði misstigið mig og gerði því ekkert í málunum fyrr en að þremur mánuðum liðnum enda hafði ég eng- an tíma til að velta þessu fyrir mér,“ segir Rafn Jónsson, einn besti trommuleikari landsins, en hann á við að stríða hörmulegan taugasjúk- dóm sem hefur orðið til þess að mátt- ur í fótum og höndum fer sífellt minnkandi og getur leitt til lömunar. Rafn Jónsson, sem er 37 ára, hefur í gegnum tíðina spilað með vinsæl- ustu hljómsveitum landsins. Hann er fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttist sex ára gamall til ísaljarðar. Strax í gagn- fræðaskóla var Rafn farinn að leika með hljómsveitum og sótti hann sjó'- inn til að afla sér peninga fyrir trommusetti. Rafn var einn meðlima hljómsveitarinnar Ýr frá ísafirði sem var landsfræg á sínum tíma og lék víða um land, bæði í höfuðborginni sem annars staðar. Það varð til þess að meðlimir hljómsveitarinnar Hauka, sem var ein vinsælasta hljómsveit landsins í kringum 1974, bauð Rafni að spila með þeim. „Ætli Ýr hafi ekki verið fyrsta popphljómsveit dreifbýlisins sem náði einhverjum vinsældum á lands- vísu,“ segir Rafn. „Ég var í fyrstu aðeins þrjá mánuði með Haukunum og gerði eina plötu með þeim, þá fyrri. Síðan sneri ég vestur aftur og hélt áfram með Ýr, eða þangað til ég gekk til liðs við Danssveit Vestfjarða sem hljómsveitin Grafík varð til úr.“ Lifað af spilamennskunni Grafík náði hátt á vinsældalista með Helga Björnsson, söngvara og leikara í fararbroddi og hefur hljóm- sveitin gefiö út fimm plötur. „Grafík er hætt í bili en við erum með plötu í smíðum sem unnin er í rólegheit- um,“ útskýrir Rafn. Hann gekk til liðs við aðrar frægar hljómsveitir og má þar nefna Bítlavinafélagið og Sál- ina hans Jóns míns. „Ég hef lifað af trommuleiknum og tónlistinni undanfarin tíu ár og ekk- ert gert annað,“ segir Rafn. „Það var því mikið áfall þegar sjúkdómurinn gerði vart við sig því óvíst er hversu lengi ég get spilað," segir hann. „Eg sjálfmenntaði mig að mestu í trommuleik en fór þó eitt ár til Sví- þjóðar í nám til Péturs Östlund. Það var árið áður en Grafík var stofn- uð,“ segir Rafn. Hann þrjóskast ennþá við í trommuleiknum og leikur um þessar mundir með hljómsveitinni Galíleó. „Við spilum talsvert á dansleikjum og erum einnig í stúdíói að vinna plötu.“ Rafn gat ekki spilað lengur á venju- legt trommusett vegna sjúkdómsins. Hann lét því sérhanna fyrir sig' trommusett í Svíþjóð. „Þetta er mjög dýrt sett, kostar hálfa milljón, og ég fékk styrk til að geta fjármagnað það. Trommusettið er tölvustýrt með hljóðrituðum ekta trommum en síð- an er skynjurum í litlum plöttum komið fyrir undir skinnunum þannig að það þarf ekki sama styrk í áslátt- inn. Ég spila bæði með höndum og fótum en hljóðið er framkallað í litl- um hljóðbanka sem hægt er að breyta. Þetta er tiltölulega einfalt því maður spilar alveg eins og áður,“ segir Rafn. Ættgengur, sjaldgæf- ur sjúkdómur Eins og áður er getið eru íjögur ár síðan Rafn varð sjúkdómsins fyrst var. „Ég varð allt í einu haltur á Rafn Jónsson trommuleikari í faðmi Sólberg, Egill Örn og Helga Rakel. hægri fæti og hélt ég hefði misstigið mig. Þegar heltin hélt áfram allt sum- arið leitaði ég til læknis og til að byrja með gekk illa að fá úr því skor- ið hvað þetta væri. Hins vegar benti ég þeim á að faðir minn hefði veikst og farið mjög fljótt í hjólastól. Þeir vildu ekki trúa að samhengi væri þar á milli en eftir nokkrar rannsóknir á sjúkrahúsi komust þeir þó að þeirri niðurstöðu að þetta væri sjaldgæfur erfðasjúkdömur. Mér skilst að tauga- endarnir skemmist hægt og sígandi með þeim afleiðingum að ég missi mátt. Þetta lýsir sér helst í því að lyftikraftur er ekki mikill. Faðir minn fór mjög hratt í þessum veik- indum og ég veit að móðir hans lam- aðist einnig en það er svo langt síðan að engar rannsóknir eru til og ekki var vitað um neinar orsakir þá. Ég hef þráast við að nota öll hjálpar- tæki,“ segir Rafn. Má ekki reiðast „Ég fínn að sjúkdómurinn versnar en það gerist hægt og mér er ráðlagt að fara mjög vel með mig. Læknar segja að þetta muni koma í þrepum og best sé að vera í hverju þrepi sem lengst. Fyrst var þetta einungis í fót- unum en nú er ég einnig kominn með þetta í hendurnar. Þetta er auð- vitað áfall en maður verður að taka því. Fyrst þegar þetta kom upp var ég mjög miður mín en hef lært mikið inn á sjálfan mig. Ég má ekki reiðast eða stressa mig því þá missi ég allan mátt. Ég hef frekar reynt að byggja mig upp. Áður en þetta kom upp á var ég alltaf ákveðinn í að mennta mig en ætlaði mér þó í annað en það sem ég fór í eða tónlistarnám. Á síðasta ári byrjaði ég í Kennaraskólanum til að undirbúa mig undir að þurfa að fjölskyldunnar en þau eru Friðgerður Guðmundsdóttir og börnin þrjú, Ragnar DV-mynd Hanna lifa á einhverju öðru en trommuleik. Ég ætla ekki endilega að verða kenn- ari heldur getur þessi menntun reynst mér vel sem undirstaða frek- ari menntunar," segir Rafn og virkar bæði rólegur og áhyggjulaus. Lífið breytt Rafn er kvæntur og þriggja barna faðir og segir að ýmislegt hafi breyst eftir að sjúkdómurinn kom upp. „Ég get t.d. ekki leikið mér við börnin eins og áður,“ segir hann. „Maður verður þó að hafa eitthvað fyrir stafni til að bægja hugsunum um veikindin frá og skólinn er ágætur til þess. Ég var þó alltaf ákveðinn í að gefa út eigin plötu áður en ég hætti að spila og hef verið að vinna að henni. Síðastliðið sumar samdi ég nokkur lög og hef fengið marga góða flytjendur sem hafa starfað með mér í gegnum tíðina til að syngja t.d. Stef- án Hilmarsson, Eyjólf Kristjánsson, Daníel í Nýdönsk, Ándreu Gylfadótt- ur, Helga Björns og fleiri. Platan er tilbúin að einum þriðja og ég vonast til að hún komi út fyrir næstu jól.“ - Ertu að kveðja tónlistarheiminn með þessari plötu? „Já, það má kannski segja það. Ég stefni ekki á að spila lengur en eitt til tvö ár í viðbót. Reyndar hef ég breytt spilamennskunni mikið út frá getu og nýja trommusettið hjálpar mér mikið. En ef ég versna mikið vil ég ekki halda áfram af tillitsemi við félaga mína. Þá fer ég að verða fyrir þeim,“ segir Rafn. Hætti í þjálfun - Hefurþústundaðeinhverjaþjálf- un? „Ég gerði það á tímabili en fannst hún fara illa með mig. Eftir æfingar var ég svo þreyttur að ég átti til að detta. Vegna þess hætti ég allri þjálf- un en hef þó ákveðið að nota ekki hækjur heldur ganga á meðan ég stend uppi. Það hlýtur að vera viss þjálfun." Rafn segist ekki kveljast eða þurfa að vera á lyfjum vegna sjúkdómsins. Segist meira að segja aldrei taka svo mikið sem magnyltöflu. „Ég ætla aö geyma allt slíkt þar til ég þarf frekar á því að halda,“ segir hann. „Ég hef breytt algjörlega mataræði mínu borða t.d. engan brasaðan mat en mikið af fiski og lambakjöti. - Er þaö ekki áfall að leggja niður spilamennskuna? „Jú, ég er auðvitað svekktur. Ég var þó að hugsa um það fyrir stuttu að maður myndi hvort eð er aldrei spila alla ævi. Það hefði verið verra ef ég hefði t.d. lent í slysi og orðið að hætta í hvelli. Ég hef haft aðlögun- artíma til að átta mig á stöðunni og námið mun hjálpa mér.“ - Finnst þér kunningjar þínir hafa breyst í framkomu við þig? „Það var þá kannski fyrst þegar þetta var að koma upp. Menn vissu ekki hvernig þeir ættu að bregðast við. Það var ósköp eðlilegt." - Hefurðu áhyggjur af börnum þín- um varðandi sjúkdóminn? „Ég hef auðvitað hugsað um þann möguleika en á þá ósk að hann erfist ekki. Sjúkdómurinn er mjög sjald- gæfur og getur komið fram í einum lið en ekki þeim næsta. Það eru mjög fáir með hann og þess vegna ekki miklar rannsóknir í gangi. Ég þekki engan annan sem er með sjúkdóm- inn,“ segir Rafn. Kuldinn verstur Hann telur að það sem fari verst með sig sé kuldinn, sérstaklega snjór og frost. „Það er svo erfitt að labba í snjónum og maður hefur nokkuð oft fengið skellinn." Rafn seldi íbúð sem hann bjó í en hún var á þriðju hæð og flutti í aðra á fyrstu hæð. Hann segist reyndar ennþá eiga við stiga að glíma en hon- um líði svo vel í nýju íbúðinni að flutningur sé ekki á döfinni. „Ég finn svolítið fyrir stigunum í skólanum en byggingin er orðin gömul og ekki hönnuð fyrir fatlaða." Rafn segist komast áfram í lífinu núna á vestfirsku þrjóskunni. Hann segist hugsa talsvert um framtíöina en reynir samt að hugsa um aðra hluti. „Ég sé mig stundum fyrir mér í hjólastól en er fljótur að ýta slíkum hugsunum til hliðar. Ég hef farið í nálastungur og nudd og það hefur hjálpað mér. Aðalatriðið er að fara vel með sig þó spilamennskan út- heimti vökur fram á morgun. Ánægj- an að fá aö spila er þó meiri en aö huga að heilsunni," viöurkennir hann. „Markmiðið er að spila til fer- tugs en það verður auðvitað að þró- asteftirheilsunni.“ -ÉLA Rafn Jónsson og eiginkonan, Friðgerður Guðmundsdóttir. DV-mynd Hanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.