Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. Á samningi yið þrjú stór og virt óperuhús - DV heimsækir Sólrúnu Bragadóttur, óperusöngkonu í Þýskalandi Jóhanna S. Sigþórsdóttir, DV, Þýskalandi: Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona er vafalítið að gera það núna sem allar ungar söngkonur dreymir um. Um þessar mundir er hún á samningi við þrjú stór og virt óperu- hús í Þýskalandi - í Hannover, Dússeldorf og Múnchen. Hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda þar í landi fyrir frábæran söng og ekki síður góða frammistöðu á sviðinu. Tíðindamaöur DV í Þýskalandi ákvað að slá á þráðinn til Sólrúnar í aprílbyrjun og athuga hvort unnt væri að mæla sér mót við hana í Hannover þar sem hún hefur fast aðsetur. Það var auðsótt mál og nokkrum dögum seinna bankaði blaðamaður upp á hjá henni og sam- býlismanni hennar, Þórarni Stefáns- syni píanóleikara, þar sem þau búa í virðulegu húsi ekki langt frá mið- bænum. Þau komu til dyranna hress og kát. Sólrún var nýkomin heim af æfingu og átti að fara á aðra slíka um kvöldið. „Gjörið svo vel og gangið í bæinn, þið komið alveg mátulega í kaffið, kakan er rétt að verða tilbúin í ofnin- um, ég vona bara að hún verði í lagi,“ sagði þessi glaðværa, unga kona. Það geislaði af henni lífskraft- urinn og ánægjan yfir því að vera til. Hún kemur greinilega til dyranna eins og hún er klædd og maður geng- ur þess ekki dulinn að hér fer sterk- ur persónuleiki. Þau Sólrún og Þórarinn hafa á leigu mjög vistlega íbúð og hafa kom- ið sér þar vel fyrir. Þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja og kemur það sér vel þar sem hljómlistin er í hávegum höfð. Úr stofunni er gengið inn í vinnuherbergi þeirra þar sem stór flygill tekur mesta plássið. Uppi á veggjum hanga myndir sem teknar hafa verið af Sólrúnu í hinum ýmsu hlutverkum. í hillum eru nótnabæk- ur og tónlistarbókmenntir. „Við erum svo heppin," sagði Sól- rún, þegar hún kom inn í stofu með veitingarnar, „aö búa á fyrstu hæð- inni. Fyrir ofan okkur býr síðan gömul kona sem hefur feikilegan áhuga á óperusöng og píanóleik. Þess vegna getum við æft okkur hér að vild. Blessuð gamla konan hefur meira að segja fundið að því við okk- ur að viö æfum ekki nógu mikið svo að hún heyri ekki nógu oft í okk- ur.“ Sólrún er borin og barnfædd í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Inga Björk Sveinsdóttir og Bragi Sig- urþórsson verkfræðingur. „Móðir mín ól okkur systkinin upp af miklum myndarskap. Þegar við vorum orðin nægilega stálpuð að hennar mati dreif hún sig í mennta- skóla og tók stúdentspróf. Aö því loknu hélt hún í Kennaraháskólann og lauk þaðan prófum. Hún er mikil listakona í sér og við systkinin höfum hvatt hana til að fara út á þá braut. Hún er virkilega hæflleikarík á því sviði og viö vonum að einhvern tíma fái almenningur að njóta verka hennar," sagði Sólrún og greinilegt var að hugur hennar er ekki bara við það sem hún er að fást úti í hinum stóra heimi heldur einnig hjá fjöl- skyldunni heima á íslandi. Teiknaði söngkonur sex ára Sólrún byrjaöi mjög ung að læra tónlist og fór sömu leið og fjölmörg börn gera ennþá - lærði fyrst á blokkflautu og síðan á píanó. Hún var jafnframt mjög áhugasöm í kór- um alla tíð og söng því alltaf mikið. „Það hvarflaði þó aldrei að mér að ég yrði söngkona seinna á lífsleiö- inni, það er af og frá. En þó gerðist svolítið skrítið fyrir stuttu þegar móðir mín var að taka til í gamla dótinu mínu frá því að ég var stelpa heima. Hún fann nefnilega fjölmarg- ar teikningar eftir mig frá því að ég var sex ára þar sem getur að líta söngkonur á sviði. Ég man sjálf ekk- ert eftir þessu og ég get ekki ímyndað mér að ég hafl þekkt eöa hlustaö á einhverja söngkonu á þessum tíma. Þetta hlýtur bara að hafa verið eitt- hvað í undirmeðvitundinni sem boð- aði það sem koma skyldi.“ - Þú hefur ekki verið þeirrar gerðar þegar þú varst lítil að hafa farið upp á stól þegar gestir komu og taka fyr- ir þá lagiö? „Nei, það held ég ekki. Hins vegar segir móðir mín að ég hafi verið tölu- vert athyglisfrek sem barn. í skóla söng ég stundum og mér þótti alveg sjálfsagt aö bregðast vel við þegar ég var beðin um að syngja eitthvert lag, eins og „Blátt lítiö blóm eitt er“ eöa eitthvaö því um líkt. En ef ég var beðin um að spila eitthvaö á píanóið þá reyndi ég helst að komast hjá því. Þaö má segja aö söngurinn hafi alla tíð verið eins og hver annar sjálf- sagður hlutur í tilveru minni án þess þó að ég hafi stefnt að ákveðnu marki á því sviði. Þegar ég var aftur á móti farin að læra söng og sækja tíma í faginu var ég oft spurð að því hvað ég ætlaði að verða. Það var aldrei tekiö alvarlega þegar ég svaraði því til að ég ætlaði mér jafnvel bara að leggja sönginn fyrir mig og láta þar við sitja.“ Ætlaði að verða matvælafræðingur Sem barn fór Sólrún í Barnamúsík- skólann og síðan lá leiðin í Tónlistar- skóla Kópavogs og loks í Tónlistar- skólann í Reykjavík. Allan tímann söng hún í kórum og haföi mikið gaman af því. Þegar hún var sautján ára fór hún á fund Elísabetar Erl- ingsdóttur söngkonu og spurði hana hvort hún gæti tekið sig i einkatíma. „Ætlun mín var samt ekki önnur en sú að mig langaði aö læra svolítið í söng til þess að geta sungið betur í kirkjukórnum. Mig langaði aö kynn- ast rödd minni betur og reyna að læra að beita henni rétt. Þegar ég hafði verið hjá Elísabetu um nokkurt skeið kvað hún upp úr með það að ég ætti að verða söngkona. Ég hváöi og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðr- ið. Þegar ég kom heim með þessi tíð- indi hló fjölskylda mín bara að þessu eins og hverju öðru gamni. Og enn leiö nokkur tími þar til stóra ákvörðunin var tekin. Ég lauk menntaskóla og eftir stúdentsprófið ætlaði ég í háskólanám. Mig hafði lengi langaö til þess að læra arkitekt- úr en hætti við það. Þess í stað innrit- aðist ég í Háskóla íslands og var ætl- un mín að læra matvælafræði. En ég mætti aldrei í fyrsta tímann um haustið því að þá haföi söngurinn orðið ofan á. Ýmislegt varð til þess að ég ákvað að freista gæfunnar í frekara söng- námi. Margir hvöttu mig með ráðum og dáö að láta til skarar skríða og halda náminu ótrauö áfram. Einkum varð það þó fyrir góð ráð Halldórs Hansen læknis að ég tók þessa erfiðu ákvörðun. Hann er vægast sagt mik- ill áhugamaður um söng og segja má að sópransöngkonur séu sérsvið hans. Halldór er ótrúlega vel að sér og hefur óvenju mikla yfirsýn og þekkingu. Hann er guðfaðir minn í söngnum og minn aðalráðgjafi. Ég hef alltaf samband við hann og hann fylgist með hverju skrefi sem ég tek í sönglistinni. Ég spyr hann til dæm- is alltaf um framfarir mínar og hann getur dæmt um þær betur en nokkur annar. Það var hann sem benti okkur Bergþóri Pálssyni, fyrrum eigin- manni mínum, á í hvaða skóla við skyldum fara. Hann ráðlagði okkur að sækja um skólavist í tónlistarskól- anum í Bloomington í Indiana-fylki í Bandaríkjunum. Þetta gerðist allt mjög hratt. Okkur hafði verið sagt að það tæki jafnan heilt ár að kom- ast inn í skóla í Bandaríkjunum. Við sendum umsóknirnar utan í júní og vorum komin út í ágúst. Ég var búin að taka þessa ákvörðun og ég var viss um að ég hefði gert rétt. Skömmu áður hafði ég tekið þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á Meyja- skemmunni og var það í fyrsta skipti sem ég steig á svið. Sú upplifun varð líka til þess að ýta undir mig og ég var því reiðubúin að kasta mér út í þetta þegar við vorum komin vestur um haf. - Og það var líka eins gott því skólinn var mjög erfiður. Harður skóli í Bandaríkjunum Við Bergþór vorum fyrstu íslensku söngvararnir við þennan skóla en síðan hafa margir stundað þar nám. Ég var þarna fimm ár og útskrifaðist þaðan með master-gráðu. Þetta er góður skóli en hann var líka ákaflega harður og voru miklar kröfur gerðar til nemenda. Þessi tími var líka mjög erfiður hjá okkur Bergþóri. Við vor- um náttúrulega bæði á fullu í skólan- um og síðan vorum við með lítið barn sem þurfti sinn tima og mikla umönnun. Lífiö gekk bara út á tón- listina annars vegar og heimiliö hins vegar. Maður varö því hálfeinangr- aður, ef svo má að orði komast. Þeg- ar við komum heim á sumrin þá var eins og við værum komin inn í allt annan heim. Það var allt svo óraun- verulegt. Ég man eftir því að þegar komið var að kveðjustund heima eftir fyrsta sumarfríið og fyrir lá annað árið ytra þá grét ég í fanginu á honum pabba mínum. En það var að duga eða drep- ast. Ég vissi að mér myndi takast þetta þótt það myndi kosta bæði svita og tár. Þessi skóli er einn af þremur hæst metnu tónlistarskólum í Bandaríkj- unum og segja má að hann hafi borið keim af því. Hann hefur til dæmis yfir feikilega stóru óperuhúsi að ráða sem flytur aö minnsta kosti átta óperur á ári hverju og rúmar 1500 manns í sæti. Þeim nemendum, sem áhuga höföu, bauðst að syngja við óperuna og til þess að fá hlutverk urðu þeir að syngja á sérstöku prófi. Við vorum allt að 200 sem sungum hvert okkar aríu fyrir dómnefndina og síðan var valið úr þessum stóra hópi og skipað í hlutverkin. Þetta gat verið nokkuð taugastrekkjandi því auðvitað er samkeppnin geysilega hörð. Fyrst fékk ég að syngja tvö lít- il hlutverk en að því kom að mér tókst að fá stærri og skemmtilegri hlutverk og hið fyrsta var Dona Anna í Don Giovanni. Þetta var mik- il keyrsla meðan á þessu stóð. Ég var í skólanum til fjögur á daginn og síð- an var farið á æfingu og loks var kannski sýning um kvöldið. Fyrir þennan söng var ekkert borgað. Við urðum einfaldlega að líta á þetta sem kærkomna viðbót við sjálft söng- námið. Þessi reynsla nýttist mér vel í mínu fyrsta starfi sem var við óper- una í Kaiserslautern í Þýskalandi. Þar var ég allt í einu orðin nokkuð stór fiskur í litlúm polli og þá var gott að hafa þennan bakgrunn.“ Stefnan tekin á hinn stóra heim Að náminu loknu ætlaði Sólrún að fara heim til íslands og stunda söng- inn þar meðfram kennslu. Hún leit líka á tónlistarlífið heima sem tals: verða ögrun er gaman væri að takast á við og leggja liö. „En það voru ekki allir á sama máli. Halldóri Hansen þótti nefnilega ástæða til þess að við Bergþór spreyttum okkur betur á erlendri grund. Ég sinnti þessu eiginlega ekk- ert og það var því Bergþór sem tók af skarið og skrifaði bréf til umboðs- manna bæði í Þýskalandi og Austur- ríki. Þetta geröi hann ári áður en við lukum námi því slíkt verður að hafa fyrirvara. Við fengum nokkur svör og héldum til Þýskalands til að syngja fyrir hjá umboðsmanni ein- um. Málin æxluðust þannig að mér var boðin vinna strax daginn eftir. Þá sendi umboðsmaðurinn mig til óperunnar í Kaiserlautern þar sem ég söng fyrir og var síðan boðinn samningur. Ég var einstaklega hepp- in því á þessum tíma voru mjög fáar lausar stöður á boðstólum. í Kaiserslautern var ég þrjú ár. Mér líkaði þar afar vel en auðvitað vissi ég að ég yrði að spreyta mig hjá stærri húsum ef ég hefði einhvern metnað. Mér hefur aldrei verið um það að halda sjálfri mér frám og aug- lýsa mig en maður verður að gera þetta í þessum stóra og stranga heimi því að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Því varð úr að ég söng fyrir hér í óperunni í Hannover, sem er hátt skrifuð hér í landi, og komst að. Til marks um umfang hennar má geta þess að hér eru færðar upp um 30 mismunandi óperur ár hvert. Ég hefði ekki viljað byrja feril minn hér. Reynsla sú sem ég hlaut í Kais- erslautern hefur reynst mér mjög vel í þessu stóra húsi og ég hefði alls ekki viljað fara á mis við þann tíma sem ég var þar. Hér er gert ráð fyrir því að maður sé „professional" og hér er ekki um neitt umburðarlyndi að ræða gagnvart byrjendum. Til gamans má geta þess að hér dugir ekki að vera ungur og efnilegur. Þeg- ar hingað er komið eru gerðar þær kröfur til manns að maður sé orðinn bæði góður og sviðsvanur og hér leyfist manni ekki að gera mistök. Traviata óska- hlutverkið Samningurinn við óperuna hér var eðlilegt framhald af starfi mínu í Kaiserslautern. Hér er ég ráöin næstu tvö árin. Engu að síður hef ég nú gert gestasamning við óperuna í Dússeldorf og Múnchen. Þau hús eru Sólrúii hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda þar í Þýskalandi fyrir frábæran söng og góða frammistöðu á sviðinu. TTTTTT 39 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. Sólrún og Þórarinn búa í virðulegu húsi skammt frá miðbæ Hannover. bæði töluvert stærri en hér í Hanno- ver. Næsta vetur mun ég sem sé syngja við fyrrnefnda húsið sem gestur en þar bíða mín þrjú hlut- verk. í Múnchen fer ég með hlutverk í Töfraflautunni nú í vor - og það er mjög spennandi verkefni.“ - Hvað er það sem ræður mestu um velgengni þína? „Eg veit það eiginlega ekki. Raunar skil ég ekkert í því hvað þetta hefur gengið vel hjá mér. Hlutirnir koma mér alltaf jafnmikið á óvart. Um- boðsmaðurinn minn hefur greinilega trú á mér og ég get ekki sagt annað en hann hafi staðið sig vel. Þetta er sá sami og ég söng fyrst fyrir og sendi mig til Kaiserslautem. Það er auðvit- að hagur hans að koma mér sem víð- ast að því hann fær prósentur af því sem ég vinn mér inn. Hlutirnir ganga þannig fyrir sig að hann hefur sam- band við óperuhúsin. Ef þau hafa einhvern áhuga er ég látin syngja fyrir og loks er tekin ákvörðun um hvort mér verður boðinn samningur. Reyndar var ég ekki látin syngja fyr- ir í Múnchen - ég skil ekki ennþá hvernig það gekk fyrir sig. Kannski hefur mér gengið svona vel aö komast að því ég hef verið svo róleg yfir þessu öllu og aldrei í raun gert ráð fyrir neinu.“ Sólrún varð hugsi eitt augnablik eins og hún væri að leita skýringar með sjálfri sér. „Auðvitað hef ég rnetnað,1' hélt hún svo áfram, „og auðvitað vil ég standa mig vel og bæta mig. Aftur á móti get ég ekki sagt að ég sé með draúma um að syngja í frægustu húsum heims og fleira í þeim dúr. Ég hugsa ekki sem svo að ég verði bara að syngja í Metropolitan og á Scala og að ég deyi hreinlega ef ég nái því ekki. Ég hef eiginlega aldrei hugsað svona en hef látið hlutina koma mér á óvart - og vitaskuld verð ég alltaf jafnglöð." - En áttu þér samt sem áður ekki einhverjar leyndar óskir? „Jú, en mínar leyndu óskir eru fremur í þá veruna að ég fái einhvern tíma að spreyta mig á ákveðnum hlutverkum. Það er aðallega eitt hlutverk sem ég læt mig dreyma um, - sjálfa Traviötu. Ég kann það nokk- urn veginn því kennari minn í Bandaríkjunum, Virginia Zeani, hafði sungið það í yfir 500 sýningum. Hún kom til mín skömmu eftir að ég byrjaði í skólanum, en þá var ég ekk- ert farin að syngja hjá henni, og sagði: „Sólrún, you are the perfect Traviata." „Er það?" spurði ég nú bara og glápti á hana." Sólrún skelli- hló. „Eg skrifa henni stundum og segi henni hvað ég er að syngja í það og það sinnið. Hún svarar ávallt bréf- um mínum og segir: „Darling, you are the perfect Traviata." Mig dreymir um að fá einhvern tíma tækifæri til þess að fara til hennar og liggja yfir þessu hlutverki með hénni. Halldór Hansen sá hana á bestu árum hennar og sagði mér að hún væri besta Traviata-söngkona sem hann hefði séð.“ Aldrei að láta slá sig út aflaginu - Hvernig ert þú stemmd gagnvart gagnrýni, kemur hún við þig? „Heima á íslandi er það reyndar svo að eina gagnrýnin, sem ég get virkilega tekið mark á, er frá Hall- dóri vini mínum Hansen. Hann veit hvað hann syngur og mér er óhætt að treysta því sem hann segir. Oft er það nú svo að ég veit best sjálf hvernig ég hef staðið mig. En auðvitað geri ég mér ljóst að maður heyrir ekki alltaf nákvæmlega rétt í sjálfum sér. Þegar ég söng til dæmis fyrsta hlutverkið mitt í Kaiserslaut- ern fékk ég mjög jákvæða dóma í blöðum. Ég vissi þá innra með mér að ég var að gera eitthvað sem ég réöi við og hentaði mér vel. í þessu tilviki var ég þvi eðlilega á sama máli og gagnrýnendur. Nokkru síðar söng ég þetta sama hlutverk í stóru óperuhúsi annars staðar. Það er ein besta sýningin sem ég hafði tekið þátt í, fannst mér, en þá fékk ég mjög slæma gagnrýni. í blaðinu stóð með- al annars að rödd mín væri ónýt og hún yrði algjörlega búin eftir eitt ár og þar fram eftir götunum. Ég var bókstaflega rökkuð niður. Auðvitað leiddust mér þessi skrif en ég þóttist vita betur sjálf og reyndi því að gleyma þeim. Félagar mínir komu til mín á eftir og sögðu mér í guðs bæn- um að taka ekki mark á þessu og láta þetta ekki hafa áhrif á mig. í ljós kom að sú sem gagnrýnina skrifaði var söngkona nokkur sem reynt haíði að komast að við óperuna í Kaiserslautern en hafði ekki tekist það. Stundum fæ ég líka gagnrýni sem ég veit að á rétt á sér, þó hún gæti verið betri. Þá tek ég ábendingarnar til mín og reyni að komast að því hvað betur hefði mátt fara og hvern- ig ég geti bætt úr. Smám saman kynnist maður gagnrýnendunum af j------j------!---------j-------- skrifum þeirra. Reynsla mín er sú að maður ber virðingu fyrir sumum þeirra en öðrum ekki. En maður má aldrei láta þá slá sig út af laginu." Alltfrá unglingsstrák upp í greifafrú - Ertu prímadonna? „Nei, það held ég alls ekki. Yfirleitt er rætt um prímadonnur í mjög nei- kvæðri merkingu þannig að um sé að ræða kven- eða karlsöngvara sem vilja láta bera á sér, séu kannski fín- ar og merkilegar með sig. Maður seg- ir kannski: „Þessi er nú algjör primmi" eða eitthvað í þá veruna.- Það þykir ekki gott að fá slíka um- sögn." - Hvaö finnst þér, Þórarinn? „Ég held að þetta fari svolítið eftir skapgerð og persónueinkennum við- komandi söngkonu hvort hægt er að kalla hana prímadonnu. Mér finnst Sólrún vera prímadonna vegna þess að á sviðinu gustar af henni, hún geislar út frá sér. Mér finnst hún- vera mjög áberandi á sviði og það er hlustað á hana og henni veitt mikil athygli. Og þar við bætist að hún hefur ákaflega heillandi rödd sem gagntekur mann." - Hvað segir þú um þessa skilgrein- ingu, Sólrún? „Það er mjög erfitt fyrir mig að dæma um það. Ég vona samt að ég hafi persónulega rödd. Ég held að það sé mikill kostur ef fólk getur heyrt það á röddinni hvaða söngvari á í hlut. Ég er með svolítið sveigjanlega rödd og því get ég gert nokkuð mis- munandi hluti sem mér finnst kost- ur. Ég get því til dæmis sungið mis- munandi sópranhlutverk. Þetta gef- ur mér tækifæri til þess að leika ólík hlutverk og þá er hættan minni að festast í sama farinu. Um þessar mundir leik ég allt frá unglingsstrák upp í greifafrú. Mér finnst eftirsókn- arvert að geta sýnt eins mikið af sínu litrófi og tilfinningum og hægt er.“ - Áttu auðvelt með að tileinka þér hlutverk? „Ég sé náttúrulega ekki sjálfa mig. Þó get ég sagt að ef mér líkar hlut- verkið þá er ég fljót að lifa mig inn í það og gleyma mér. Stundum verð ég að taka aö mér hlutverk sem mér líka alls ekki og það er jafnerfitt og hitt er auðvelt. Það er mikilvægt að vera ánægður og sáttur við þann hlut sem maður er að sinna í það og það skiptið, það gefur augaleið. Þegar maður er á föstum samningi við ■- ákveðið óperuhús verður maður að vera reiðubúinn að takast á við allt það sem manni er trúað fyrir. Þess vegna reyni ég að gera öll hlutverk skemmtileg svo mér gangi betur að ná valdi á þeim.“ Mikilvægt að styðja hvort annað Þórarinn, sambýlismaður Sól- rúnar, hafði setið þolinmóður hjá meðan blaðamaður rakti úr henni garnirnar. Um þessar mundir er hún stjarnan og því snýst allt um hana þegar forvitnir blaðamenn koma í heimsókn eða hringja til að spyrja frétta. - Hvernig er að búa með svo eftir- sóttum listamanni, Þórarinn. Ert þú kannski maðurinn að baki konunni? „Nei, ég myndi frekar segja að ég stæði við hlið hennar. Það er mikil- vægt að við getum stutt hvort annaö í öllu því sem við bæöi erum að fást við hverju sinni. Ég geri mér ljóst að henni er veitt mikil athygli nú um stundir. Hún er allan daginn í hring- iðu leikhússins innan um margt fólk og síðan tekur hún þátt í fjölda sýn- inga þar sem hún fer með stór hlut- verk á sviðinu. Ég er hins vegar enn- þá í námi." - Og þú hefur líka tileinkað þér tón- listina. „Já, hún hefur orðið ofan á. Móðir mín er póanókennari á Akureyri, Dýrleif Bjarnadóttir. Ég byrjaði svona eins og Sólrún að læra á blokk- flautu og síðan tók píanóið við þegar ég var sex eða sjö ára. Ég var á Akur- eyri fram yfir stúdentsprófið og stundaði píanónám hjá mörgum kennurum. Það voru margir erlendir kennarar við tónlistarskólann og það var haldið að þeir væru betri en þeir íslensku. Þeir stöldruðu sjaldan leng- ur við en einn vetur fyrir norðan og því varð ég oft að skipta um kenn- ara. Það var ekki fyrr en ég kom til Reykjavíkur og fór að læra hjá Hall- dóri Haraldssyni að ég fékk kennara sem ég var hjá um lengri tíma. Þá fóru líka hlutirnir fyrst aö ganga. Tónlist hefur alla tíð verið sjálf- sagður hlutur í mínu lífi enda báðir foreldrar mínir í tónlist. Faðir minn er Stefán Stephensen, hornleikari í Sinfóníunni. Félagar mínir voru jafnframt í tónlistarnámi og því var tónlistin hvarvetna í kringum mig.“ - Hvað ertu að fást við núna? „Hér hef ég verið í framhaldsnámi síðan haustið ’88 og er kennari minn - Erica Haase. Mig langar núna að til- einka mér kammertónlist meira og hef verið að leggja grunninn að þvi að undanförnu að geta farið að leika með slíkum hópum. Nú, og síðan langar okkur Sólrúnu til að æfa meira saman en við höfum gert hing- að til. Það er ekki síður gott fyrir píanóleikara að vera kvæntur söng- konu en fyrir söngkonu að vera gift píanóleikara. Við höfum til dæmis bæði mikinn áhuga á ljóðaflutningi og vonandi eigum við eftir að geta eytt svolitlum tíma í hann.“ Tengslin sterk við ísland Sólrún hafði skotist í símann sem hringdi alloft meöan á spjallinu stóð. Ekki fór sögum af hvort verið var að bjóða henni hlutverk eða nýja samninga. Svo mikiö er víst að á undanförnum mánuðum hefur mik- ið verið að gerast í lífi hennar og er frami hennar í Þýskalandi til marks um þaö. - En hvernig skyldi tenglsum henn- ar yið gamla Frón vera háttað? „Ég hef sungið svolítið heima að und- anförnu, ýmist á einkatónleikum, í Óperunni og með Sinfóníunni. Ég vona að ég geti haldið þessu áfram því ég vO leggja töluvert á mig til að geta haldið tengslunum við tónlistarlífið heima. Ég datt mjög út úr því á sínum tíma en sambandið hefur smám saman aukist upp á síðkastið. Ég er náttúru- lega búin að vera svo lengi í burtu, í níu ár. Þegar ég fer heim hef ég aldrei nægilega mikinn tíma til þess að aðlag-’ ast hlutunum þar. En svo er ég auðvitað með hugann heima á hverjum einasta degi. því að ég á mjög yndislega fjölskyldu þar, for- eldra og systkini, og ekki má ég gleyma tíu ára syni mínum sem er heima hjá föður sínum, Bergþóri. Tengsl mín við fólkið mitt heima og landið sjálft eru mér afar nauðsynleg. Hvað náttúrutengslin snertir þá kom nokkuð fyrir mig i nóvember síðast- liðnum sem fékk mig tO að skypja hlut- ina betur. Ég var þá að halda af staö aftur til Þýskalands eftir stutta dvöl. Það var mjög faOegt veður, logn og blíða, og það haföi snjóað í fjöll. Kvöld- ið fyrir brottfórina beygði ég satt að segja af og gat ekki hugsað mér að fara. Það var ekki bara söknuðurinn í brjósti mér við að kveðja fjölskylduna heldur einnig þessi náttúruupplifun. Nei, tengslin við aOt þetta eiga aldrei eftir að rofna." -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.