Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. Sérstæð sakamál Dawn og Geoff Huggins. Sfeve og Cathy Banks. Hún vildi að þau skildu Þegar Amanda Cortes stóö ein uppi af því maður hennar haföi fengið skilnað til að geta kvænst annarri konu varð hún bitur. Það var henni þyrnir í augum að sjá önnur ung hjón njóta hamingjunn- ar. Þess vegna hóf hún herferð til að eyðileggja hjónaband sem flestra þeirra. En af því leiddi ekki það sem hún hafði búist við. Skilnaðurinn Amanda Cortes var tuttugu og íjögurra ára og hamingjusamlega gift Allen, eða það hélt hún að minnsta kosti. En skyndilega varð hún aö horfast í augu við þá stað- reynd að hann var orðinn ástfang- inn af annarri konu og krafðist skilnaðar til að geta kvænst henni. Að Amöndu sóttu margar spurn- ingar þegar henni varð ljóst hvern- ig komið var. En efst í huga var henni þó aö reyna að komast til botns í hvers vegna svona hafði farið. Hafði hún farið rangt að í hjónabandinu? Hafði hún ekki ver- ið manni sínum það sem hann hafði vænst af henni? Svo virðist sem henni hafi ekki tekist að finna við- unandi svör. Venjulega var frekar ópersónu- legt samband milli íbúanna í fjöl- býlishúsinu í Kidderminster þar sem Amanda bjó. íbúðirnar voru fjörutíu og sex og yfirleitt ræddust íbúarnir ekki við, létu sér aðeins nægja að kinka kolli hver til ann- ars þegar þeir mættust í lyftunni eða á göngunum. Skilnaðurinn fékk þó fólk til að stinga saman nefjum og brátt var mörgum í hús- inu ljóst hvemig komið var fyrir Amöndu. Vildu ýmsir sýna henni samúð en þó fyrst og fremst þrenn hjón. Öfund Hjónin voru, Geoff og Dawn Huggins, bæði þrjátíu og tveggja ára, Vince og Susan Wenban, tutt- ugu og sjö og tuttugu og sex ára, og Steve og Cathy Banks, tuttugu og fimm ára og tuttugu og tveggja ára. Það voru fyrst og fremst Dawn, Susan og Cathy sem reyndu að aðstoða Amöndu. Eiginmenn þeirra höfðu sig aftur ekki í frammi nema sérstakrar aðstoðar væri þörf við lausn einhvers vanda sem Amanda réð ekki við sjálf. í raun hefði Amanda átt að vera þakklát fyrir þá umhyggju sem henni var sýnd en í biturleika sín- um fór hún að bera saman eigin hag og ungu hjónanna þriggja. Og niðurstaðan varð sú að hún hefði orðið fyrir miklu óréttlæti í lífinu. Jafnframt fór hún að öfunda hjónin þrenn og ekki leið á löngu þar til henni fannst að hún yrði að ná sér niðri á þeim fyrir að njóta ham- ingju sem henni veittist ekki leng- ur. Ekki gat hún látið reiði sína bitna á fyrrverandi manni sínum, Allen, því hann var fluttur í annan hluta í Englandi ásamt nýju kon- unni sinni. Gekk í gildruna Þegar Amanda hafði tekið um það ákvörðun að eyðileggja hjóna- bönd unga fólksins sem hafði viljað koma henni til aðstoðar í þrenging- um hennar lét hún fljótlega til skarar skríða. Fyrsta fómardýr hennar var Ge- off Huggins. Hún bað hann að koma til að gera við lekan krana í baðherberginu. Þegar Geoff kom í íbúðina gat hann ekkert fundið aö krananum, en meðan hann var að huga að honum klæddi Amanda sig úr hverri spjör og fór í gagnsæjan náttkjól. Geoff gekk í gildruna og var skömmu síðar kominn upp i rúm með Amöndu. Þetta varð upphaf þess að hann tæki að annast „við- gerðir og lagfæringar" í íbúö Amöndu og urðu þær alimargar ferðimar sem hann gerði sér inn til hennar. Alitaf virtist eitthvað vera að í íbúöinni sem krafðist sterks og handlagins karlmanns og það stóð aldrei á Geoff að bjóða fram aðstoð sína. Þó var það svo að hann var frekar latur að gera við þegar eitthvað bilaði í hans eig- in íbúð. Dawn var ekki kjáni og gerði sér fljótlega grein fyrir því að ekki var allt með felldu með heimsóknir manns hennar til Amöndu. Dawn hafði hins vegar ekki í hyggju að skilja við mann sinn og því sagði hún honum dag einn að þyrfti Amanda Cortes að láta laga eitt- hvað fleira í íbúð sinni yrði hún að fá einhvern annan til þess en hann. Næsta fórnardýr Það ergði Amöndu mikið að henni skyldi ekki takast að eyði- leggja hjónaband þeirra Dawn og Geoffs. Hún var þó ekki á þvi að láta það koma í veg fyrir þá iðju sem hún hafði tekið upp og nú sneri hún sér til Vinces Wenban og bað hann að hjálpa sér við lagfæringar í íbúðinni. Vince komst svo í sömu aðstöðu og Geoff hafði verið á und- an honum. Dawn, sem tekist hafði að bjarga sínu hjónabandi, sá hvað'var að gerast hjá Vince og Susan og ásetti sér að bjarga hjónabandi þeirra. Hún sagði því Susan frá reynslu sinni og Susan fór eins að og Dawn. Hún bannaði manni sínum að veita Amöndu frekari aðstoð, en minnt- ist ekki á skilnað. Aftur varð Amanda að horfast í augu við að tilraun hennar til að valda hjónaskilnaði hafði mistekist en hún gerði sér þó vonir um að henni tækist að fá Steve Banks og konu hans Cathy til að skilja. Og Amanda Cortes. nú ásetti Amanda sér aö ganga þannig til verks að sér gæti ekki mistekist. Staðinn aó verki Steve kom Amöndu til aðstoöar þegar hún bað hann um að hjálpa sér. Og eins og í fyrri tilvikurrum endaði viðgerðin uppi í rúmi hjá henni. En nú hafði Amanda undir- búið aðgerð sína betur en í fyrri skiptin. Og dag einn fór hún upp í íbúðina til Bankshjónanna og spurði hvort Steve gæti aðstoðað sig um stund. Strokjárnið hennar væri bilað. Steve nær stökk á fætur og það hefði átt að vekja grunsemdir hjá Cathy en þá sagði Amanda við Steve: „Farðu bara niður. Ég ætla að spjalla dálítið við Cathy. Ég kem svo á eftir. Hafðu dymar opnar. Ég verð ekki lengi." Steve fór inn í íbúð Amöndu, fór úr hverri spjör og upp í rúm. Á meðan , játaði" Amanda fyrir Cat- hy að í einmanaleik sínum hefði hún orðið hrifin af Steve og hefði oftsinnis farið upp í rúm með hon- um. Amanda sagðist hins vegar skammast sín mikið fyrir fram- komu sína og nú ætlaði hún að slíta sambandinu. Bað hún Cathy að koma inn til sín rétt á eftir sér svo- hægt væri að leysa vandann í eitt skipti fyrir öll. Þegar Amanda kom inn í íbúðina sína sparkaði hún af sér skónum og kastaði sér í fangið á Steve. En í stað þess að fara að eins og venju- lega sagði hún nú, Steve til mikillar undrunar: „Nei, ekki gera þetta, Steve! Cathy er vinkona mín og ég get ekki gert henni þetta.“ Stóð á hleri Þetta heyrði Cathy, sem var nú komin í ibúðina enda hafði Aamnda gætt þess að láta sér þessi orð ekki um munn fara fyrr en Cathy gat heyrt þau. Steve stóð þarna eins og illa gerður hlutur. Hann klæddi sig í skyndi og fór með konu sinni. Amanda sat ein eftir og gladdist yfir því að loks hefði henni tekist að koma því til leiðar sem hún hafði ætlað sér. En í þetta sinn sem hin fyrri hafði hún rangt fyrir sér. Cathy fannst að hún yrði að ræða vanda sinn við einhvern áður en hún tæki ákvörðun um framtíð hjónabands- ins. Og konan sem hún sneri sér til var Dawn Huggins. Síðdegis næsta dag komu þær saman, Dawn, Susan og Cathy, og báru saman bækur sínar. Þá kom í ljós að bæði Geoff og Vince höfðu sagt konum sínum hvernig þeir höfðu tekið upp ástarsamband við Amöndu og bar frásögnum þeirra saman. Þegar konunum þremur var orðið ljóst að Amanda hafði gert tilraun til að eyðileggja hjóna- bönd þeirra allra þriggja tóku þær ákvörðun um aö kenna henni lexíu sem hún gleymdi ekki. Áfund Amöndu Fáum dögum síðar héldu eigin- konurnar þrjár á fund Amöndu. Hvað gerðist í íbúðinni verður lík- lega aldrei að fullu ljóst en þegar hringt var á sjúkrabíl og lögreglu lá Amanda Cortes í blóði sínu á gangstéttinni fyrir framan fjölbýl- ishúsið. Annað hvort haföi hún fallið fram af svölum íbúðarinnar á þriðju hæð eöa verið kastað fram af þeim. í íbúðinni fundust ýmis merki um að þar hefði komið til átaka. Yfirheyrslur leiddu í ljós hvað Amanda hafði gert til að reyna að eyðileggja hjónabönd kvennanna þriggja. Þær héldu því fast fram að þær hefðu aðeins ætlað sér að kenna Amöndu lexíu sem hún gleymdi aldrei. Hins vegar hefði hún fyrir slysni fallið fram af svöl- unum. Sáksóknarinn krafðist þess að þær yrðu dæmdar fyrir manndráp en dómarinn var ekki á sama máli og lét þær lausar gegn tryggingu sem var jafnvirði tæplega þúsund krónur. Þótti upphæðin beinlínis hlægileg og gaf það strax til kynna að ekki yrðu kveðnir upp þungir dómar í þessu máli. Þær eru líka aUar á heimilum sínum hjá eiginmönnunum sem hafa fengið fyrirgefningu fyrir að hafa látið tælast af Amöndu. Og hún fékk á endanum að greiða dýru verði fyrir að hafa í biturleik sínum ætlað að eyðileggja þrjú hjóna- bönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.