Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Page 3
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. 3 Fréttir > > Guömundur Magnússon prófessor: Hálf gerð f lóttamannaleið að bíða með ECU-tengingu - ECU færir völdin frá stjómmálamönnum yfir á markaðinn Guðmundur Magnússon, hagfræð- ingur og prófessor við Háskóla ís- lands, segist sammála þvi að gengi íslensku krónunnar verði tengt við myntir Evrópu, ECU. Það tryggi bet- ur fastgengisstefnu og þar með nauð- synlegan stöðugleika í verðlagsmál- um. Kosturinn sé sá að völd stjórn- málamanna séu minnkuð og þau færð yfir á markaðinn. Guðmundur vill hins vegar ekki bíða til ársins 1993 heldur tengja krónuna strax við ECU. „Rökin fyrir því að fylgja ECU eru alltaf að veröa sterkari. Um þrír fjórðu af okkar viðskiptum eru við Evrópu og því er nauðsynlegt að fylgja myntum Evrópulanda meira á kostnað dollarans." Það er flóttamannaleið að bíða með ECU-tengingu Guðmundur segir ennfremur að það myndi auka trú manna á fastgengis- stefnu núverandi ríkisstjórnar ef krónan yrði tengd ECU sem fyrst. „Mér heyrist að menn vUji fá frest tU að laga svo og svo margt í íslensku efnahagslífi áður. Það er að nokkru leyti rétt. En mér fmnst það vera hálfgerð Uóttamannaleið að vera að bíða með þetta of lengi.“ - Hvernig rökstyður þú það? „Ríkisstjórnir á íslandi eru búnar að heykjast svo oft á að framfylgja yfirlýstri stefnu sinni, fastgengis- stefnunni. Ég tel að sú stefna verði ekki trúverðug núna nema hnykkt verði á henni með því að tengjast ECU strax. Ef stjórnmálamenn vilja láta taka sig trúanlega verða þeir að gera eitthvað meira en segjast ætla að halda genginu föstu. Þeir hafa þarna tæki í höndunum til þess.“ - En eru forsendur til að tengjast ECU strax. Eru ekki of miklar sveifl- ur í efnahagslífinu? „Ég held það. íslenskt efnahagslíf sveiflast miklu minna en áður og hagsveiflur hér eru ekkert meiri en til dæmis hjá Norðmönnum núna. Eftir að kvótakerfið var tekið upp í sjávarútvegi varð stöðugleikinn meiri." Völdin frá stjórnmálamönnum yfir á markaðinn - Þýðir tenging við ECU að völdin séu tekin af íslenskum stjórnmála- mönnum? „Ég held að það væri til mikilla bóta ef völd stjórnmálamanna minnkuðu og þau færðust meira yfir á markaðinn. Og raunar er það ein- mitt það sem verið er að gera með því að tengjast ECU. Hins vegar er yfirlýsing um að fylgja ECU ekki eins sterk og að ganga einfaldlega í mynt- bandalag." - Árið 1988 fylgdi ríkisstjórn íslend- inga mjög ákveðið fastgengisstefnu með þeim afleiðingum að allt var komið í kalda kol árið 1989 og þá þurfti að snarfella krónuna til að ná ■ upp fyrra raungengi. Hver er munur- inn á fastgengisstefnu með ECU og þeirri fastgengisstefnu sem fylgt var árið 1988? „Munurinn er sá aö það var ekki gengisstefnan sem var röng árið 1988 heldur peningamálin og ríkisfjár- málin. Þau fóru úr böndum. ECU veitir það aðhald að taka verður stefnuna í peningamálum og ríkis- fjármálum alvarlega. Mér sýnist það vera-gert í ríkisíjármálunum núna Guðmundur Magnússon, prófessor í hagfræði. „Með ECU er verið að minnka völd stjórnmálamanna og auka völd markaðarins." og shkt verður einnig að gera í pen- ingamálunum." Kemur ECU í veg fyrir verðbólgu-kjarasamninga? - Hindrar yfirlýst tenging við ECU kjarasamninga sem ganga út á launahækkanir er fara beint út í verðlagið? „Því hefur verið lýst yfir af stjórn- völdum að hornsteinninn í kjara- samningunum sé fast gengi og þau viiji semja á þeim nótum. Eg trúi að það hjálpi mikið ef aðilar vinnu- markaðarins geta treyst því að það verði stöðugt verðlag. En jafnframt veitir það þeim sjálfum líka meira aöhald við gerð samningana." - Er með tengingunni við ECU runn- in upp sú sögulega stund að íslenska krónan verði sterk mynt sem verði gjaldgeng erlendis? „Já, ég geri mér vonir um það.“ Að lokum má geta þess að skil- greiningin á ECU er þessi: ECU, evr- ópska mynteiningin European Curr- ency Unit. Gjaldmiðill sem notaður er í viðskiptum á milh ríkja. Gengi hans tekur tilht til myntkörfu sem sett er saman úr gjaldmiðlum hinna tólf ríkja Evrópubandalagsins. Vægi þýska marksins í ECU er 30,3 pró- sent, franska franksins 19,1 prósent og breska sterlingspundsins 12,7 pró- sent. Aðrar myntir vega minna. -JGH > > ) i t ' I í Nissan Sunny SLX 1.6 16 ventla hlaðinn aukahlutum s.s. rafdrifnum rúðum, rafstillanlegum speglum, upphituðum sætum, vökvastýri, samlæstum hurðum og m.fl. Fáanlegur í ýmsum útfærslum. Bflasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700. Nissan Sunny SLX1.6 3ja dyra. Verð kr. 869.000. 4ra dyra stallbakur. Verð kr. 949.000.- 5 dyra hlaðbakur. Verð kr. 944.000.- Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 sími 91-674000 NISSAN SUNNY SLX 1.6 GJÖRBREYTTUR OG GLÆSILEGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.