Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. 11 Smíðarveið- arfæri til að ná ígulkerum afhafsbotni Þórhallur Ásmunds., DV, Norðurl. vestra: „Þegar verkfæri til hlutanna eru ekki til er ekki um annað að ræða en smíða þau,“ segir þúsundþjala- smiðurinn Einar Jóhannesson á Blönduósi. Einar kann aö smíða ýmislegt og leiðir líka hugann að nýtanlegum fisktegundum í sjón- um. Nú er hann að smíða veiðar- færi til að ná ígulkerum af hafs- botni. Heldur því staðfastlega fram aö gnægð sé af ígulkerum í sjónum aOt í kringum landið. Margir eru sömu skoðunar. Einar er fyrrum sjómaður en mörg undanfarin ár hefur hann dundað sér við járnsmíði og fer ekki troðnar slóðir í þeim efnum. Smíðaði fyrir nokkrum árum nýja tegund af skelplóg, sem þykir taka fyrri veiðarfærum í þeirri grein talsvert fram. Og lífið á hafsbotnin- um er Einari hugleikið. Nú á að ná ígulkerunum. „Ég er ánægður með útkomu frumhönnunar. Fór og prófaði veiðarfærið nýlega og þaö kom bet- ur út en ég hafði þorað að vona. Nú vantar bara peninga til að hægt sé að klára þetta,“ sagði Einar. Blönduósbær veitti honum styrk við upphaf verksins. Fleiri hafa ekki styrkt þetta verkefni. - Þarf ekki að rannsaka miðin? „Jú, nú er komið nothæft tæki til þeirra hluta og aöeins stendur á peningunum til rannsókna. Manni fmnst eðlilegt, nú þegar þarf að draga úr veiðum á hefðbundnum fisktegundum, að farið verði að leita fyrir sér í vannýttari tegund- um.“ - Eru þessar álitlegar? „Já, mjög. ígulker eru mjög verð- mæt lúxusvara. japanir eru vit- lausir i þetta og Frakkar einnig. Japanir eru með verksmiðju í Bandaríkjunum og hafa óskað eftir ígulkerum héðan. Menn hafa verið að kafa eftir þeim - það er seinlegt og við getum aldrei sinnt markaðn- um með því móti. Við teljum að möguleikar okkar íslendinga felist í því að safna ígulkerunum saman og rækta þau á ákveðnum svæðum, t.d. í lónum. Þannig gætum við af- greitt þetta eftir pöntunum." Einar Jóhannesson. DV-mynd Magnús Ólafsson MYJUMG AISLANDIIIÍ 0 0 nu ER FAANLEG A ISLAríDI HY TEGUMD AF HREiriGERM- INGARVÉL SEM HEPÍTARVELÁ HEIMILUM, í FYRIRTÆRJUM OG Á STOFHUHUM. VELIM SAMEINAR I EIMU TÆKI - Rakatæki - - Lofthreinsara - - Ryksugu - - Vatnssugu - - Teppabankara - - Teppa- og húsgagnahreinsara - ofl. ofl., Á Flisaþvottur. Enginn ryksugupoki. Hafið því Rainbow vélina i huga þegar ákvörðun er tekin um kaup á hreingerningarvél því hún er KRAFTMIKIL OQ ÁHRIFARÍK, falleg, léttoglipur. RAiriBOW„hrein Qárfesting”. RAIfiBOW vélin fæst ekki í verslunum. kainbow LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ: Rairibow air á íslandi Sími 91-67-77-73.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.