Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991.
Skák
Bd3 c4 9. Bf5 Da5 10. Dc2 0-0 11. 0-0
He8
Talið best því að svartur treystir
völdin á e4-reitnum en þangað
myndi hvítur gjarnan vilja koma
peði sínu. Karpov hugsaði sig nú
lengi um og eftir næsta leik hafði
hann eytt 40 mínútum en Jóhann
aðeins 9 mínútum.
12. Bh4!?
Dæmi um þennan leik er að finna
í nokkrum nýlegum skákum en
áður var 12. Rd2 talið nauðsynlegt
til að valda e4 og undirbúa f2-f3 og
síðan framrás e-peösins. Eftir 12.
Rd2 g6 er 13. Bh3 möguiegt og einn-
ig 13. Bxd7 Rxd7 14. f3 er hvítur
getur gert sér einhverjar vonir um
frumkvæði.
12. - g6 13. Bh3 Bxc3 14. bxc3 Re4
15. Hfcl!
I i. I
1 á 1
1
w 1
á A 4 Ji,
A A A
A lil A A
s : CfcQfl JSSZ&
Síðasti leikur Karpovs er mun
sterkari en 15. Hacl Rb6 (eða 15. -.
Da3 eins og tefldist í skák Hoek-
sema og Brenninkmeijer á hol-
lenska meistaramótinu í ár) 16.
Skák
Jón L. Árnason
Bxc8 Hac8 er svartur hefur ákveðin
færi á drottningarvæng. Með því
að leika kóngshróknum á cl, má
svara 15. - Rb6 meö 16. Bxc8 Hac8
17. Habl og síöan 18. Hb4 og
„frysta“ færi svarts á drottningar-
væng í eitt skipti fyrir öll. Karpov
hafði nú notað klukkustund og níu
mínútur af umhugsunartíma sín-
um - Jóhann klukkustund minna
en nú var komið aö honum að leggj-
ast í þunga þanka.
15. - ffi?!
Þessi og næsti leikur orka tví-
mælis því aö svartur veikir stöðu
sína á kóngsvæng. Betra er 15. -
Kg7.
16. Rd2 g5 17. Bg3 Rb6?!
Nú er Jóhann óskamkvæmur
sjálfum sér. Fyrst hann fór af stað
með peðin kóngsmegin hefði hann
mátt reyna 17. -Rffiog setja riddar-
ann á g6.
18. Bxc8 Haxc8 19. Rfl Ra4 20. f3
Rxg3 21. hxg3 b5 22. g4! Hc6 23. Kf2
Hce6 24. a3!!
Að mínum dómi er þetta besti
leikurinn í skákinni! Þessi varúð-
arráðstöfun á eftir að koma að góð-
um notum.
24. - a6 25. Dd2
Áætlun Karpov er einfóld: Næst
26. Hc2, síöan 27. Hel og þá er e-
peðið nægilega valdaö, svo að ridd-
aratilfærsla til f5 getur orðið að
veruleika. Ef Jóhann reynir að
mæta þessu með þvi aö snúa sínum
riddara til varnar gæti teflst 25. -
Rb6 26. Hc2 Rc8 27. Hel Rd6 28. Rg3
Dd8 29. Rf5 Rxf5 30. gxf5 H6e7 31.
g4! og fyrr eða síðar kemur e3-e4
og svartur lendir í úlfakreppu.
25. - Kh8!? 26. Hc2 Dc7 27. Hel h5!
Eina vonin. Með því að fórna peði
linar svartur tök hvíts á f5.
28. gxh5 f5 29. Hccl Df7 30. Rg3
I m
A i
Á á á á A
% á A
A A H A B C ■ TSSf: D A A 5 E F th A G H
30. - f4?
Hér er Jóhann of bráður á sér
og eftir þetta vinnur Karpov þving-
að. Hann hefði getað veitt meiri
mótspyrnu með því að bíða átekta,
t.d. með 30. - Hf8 en eftir 31. Dc2
er staðan enn erfið. Nú gengur ekki
31. - f4? 32. exf4 gxf4 33. Rfl Hxel
34. Hxel Dxh5 35. He5 eins og
Karpov sýndi fram á eftir skákina.
31. exf4 gxf4 32. Re2 Df6
„Milliskákin" á g6 gerir það að
verkum að svartur getur ekki vald-
að f-peðiö. T.d. 32. - Hf6 33. Rxf4!
Hxel 34. Rg6+ o.s.frv.
33. Rxf4 Dh4+ 34. g3 Dh2+ 35. Rg2
Hxel 36. Hxel Hxel 37. Dxel Rb2
Riddarinn er kominn í leikinn og
ætla mætti að Jóhann hefði ein-
hverja von. Karpov er fljótur að
telja honum trú um hið gagnstæða.
38. De8+ Kh7 39. f4! Rd3+ 40. Kf3
Dhl 41. De7+ Kh8 42. h6! Ddl+ 43.
De2 Dhl 44. Kg4! Ddl
Eða 44. - Dxh6 45. De8+ Kg7 (45.
- Kh7 46. Df7 + Dg7 47. Dxg7 + Kxg7
48. Re3) 46. Rh4 með vinningsstöðu.
Takið eftir að í endatöflunum á
svartur enga von því að 24. a3!!
rændi hann möguleikum á að
bijótast í gegn.
45. Dxdl Rf2+ 46. Kg5 Rxdl 47. f5
Rxc3 48. ffi
Og Jóhann gafst upp.
-JLÁ
Heimsbikarmót Flugleiða:
Lærdómsríkt að
fylgjast með Karpov
Er fram líða stundir verður
heimsbikarmóts Flugleiða e.t.v.
fyrst og fremst minnst vegna þátt-
töku heimsmeistarans fyrrverandi,
Anatolys Karpov, sem teflir nú í
fyrsta sinn hér á landi. Þótt Karpov
hafi orðið að játa sig sigraðan gegn
Ljubojevic í áttundu umferð er eng-
inn vafi á því að hann hefur teflt
allra manna best á mótinu. Mikill
fengur er að því að fá að fylgjast
með honum „í návígi“ við taflborð-
ið og skákir hans eru sérlega lær-.
dómsríkar.
Fyrir réttri viku tefldi Karpov við
Jóhann Hjartarson en skákunn-
endur biðu sem vonlegt er spenntir
eftir þeirri glímu. Þeir voru ekki
sviknir af skákinni þó svo að „okk-
ar maður“ hafi beðiö lægri hlut.
Karpov þurfti að sýna hvað í hon-
um býr og tefldi skákina frábær-
lega vel.
Jóhann þurfti ekki annað en að
leika peðum sínum ógætilega fram
á kóngsvængnum svo að einn reit-
ur í herbúðum hans varð óvarinn.
Þetta nægöi Karpov til sigurs! Er
þeir skoðuðu skákina aö henni lok-
inni var með ólíkindum hve
Karpov hafði skynjað blæbrigði
stöðunnar vel. Einu gilti hvaða
möguleikum Jóhann stakk upp á,
Karpov hafði svar á reiðum hönd-
um við þeim öllum og ávallt tókst
honum að sýna fram á yfirburða-
stöðu.
Áður en við skoðum þessa lær-
dómsríku skák skulum við leiða
hugann að því hverjir tefla saman
um helgina:
10. umferð, laugardag:
Jóhann - Chandler
Karpov - Andersson
Khalifman - Ivantsjúk
Gulko - Ljubojevic
Portisch - Timman
Beljavskí - Seirawan
Speelman - Ehlvest
Salov - Nikolic
11. umferð, sunnudag:
Ljubojevic - Jóhann
Seirawan - Karpov
Ivantsjúk - Gulko
Nikolic - Beljavskí
Timman - Salov
Chandler - Speelman
Ehlvest - Portisch
Andersson - Khalifman
Nk. mánudag og fóstudag verða
tefldar biðskákir en aðra daga heíj-
ast umferðir kl. 17.10 á Hótel Loft-
leiðum. Lokaumferðin verður á
laugardag eftir viku.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Jóhann Hjartarson
Ragozin-vörn
1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4
Fjölbreytni Jóhanns í byrjanav-
ali er með mestu ólíkindum - varla
er sú byrjun til sem hann hefur
ekki einhvem tíma teflt. Hér er
hartn að því er ég best veit að tefla
Ragozin-vörn í fyrsta skipti. Sjálf-
sagt gert í þeim tilgangi að koma
Karpov á óvart og virðist hafa tek-
ist bærilega því að Karpov notaði
mikinn tlma á fyrstu leikina.
Þessi leikaðferð er kennd við sov-
éska stórmeistarann Vjatsjeslav
Ragozin (1908-1962), sem var að-
stoðarmaður Botvinniks, fyrrver-
andi heimsmeistara, um tíma.
Önnur nafngift er „Ragozin-
afbrigðið af drottningarbragði" og
sumir vilja blanda Nimzo-ind-
verskri vöm í máliö enda getur
hvítur nú meö 5. e3 komið taflinu
í hefðbundinn farveg þeirrar byij-
unar.
5. cxd5 exd5 6. Bg5 Rbd7 7. e3 c5 8.
-10. og 11. umferð tefldar um helgina
Anatoly Karpov og Jóhann Hjartarson við upphaf skákar sinnar í fimmtu umferð. Jóhann veikti stöðu sína „örlítið" með framrás peðanna á kóngs-
væng og Karpov þurfti ekki meira til að vinna skákina.