Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Page 17
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. 17 Byggir upp Ikea vöruhús í London - Lúðvík Georgsson hefur unnið sig fljótt upp í starfi Lúðvik Georgsson, framkvæmdastjóri Ikea i London. Myndina fengum við að láni hjá systur hans. „Eg er að byggja upp nýtt Ikea vöruhús í suðurhluta Lundúna sem verður um 23 þúsund fer- metra húsnæði. Þetta er stærsta verslun Ikea í Bretlandi en þrjár verslanir eru hér fyrir,“ segir Lúðvík Georgsson, 32ja ára fram- kvæmdastjóri Ikea verslunark- eðjunnar. Lúðvík starfaði fyrir Ikea í Svíþjóð og hefur á nokkrum árum náö miklum árangri og fengið stöðuhækkanir. Starfhans í Lundúnum er viðamikið en hann sér um að fylgjast með upp- byggingu vöruhússins frá grunni ásamt því að skipuleggja hvernig verslunin muni Öta út innandyra. Ikea verslun þessa á ekki að opna fyrr en í nóvember 1992. „Það er svolítið sérstætt' þegar nýtt Ikea vöruhús er byggt vegna þess að hingað til hefur ákveðinn hópur manna þvælst um heiminn til að fylgjast með uppbygging- unni. Eftir að þessi hópur hefur skipulagt frá a-ö hefur starfsfólk verslunarinnar verið ráðið. Að þessu sinni verður öðruvísi farið að. Nú er ætlunin að allir yílr- menn verslunarinnar starfi sam- an að uppbyggingu vöruhússins í sameiningu. Ikea gerir talsverð- ar kröfur um að starfsmenn hafi þekkinguna alveg frá grunni og skilji út á hvað reksturinn gangi. Þess vegna eru allir deildarstjór- ar þegar ráðnir og fylgjast með uppbyggingunni. Flutti til Svíþjóóar á krepputíma Ikea er með miklar fram- kvæmdir um allan heim og þess vegna er brýnt að þjálfa fleira fólk. Vegna þess hversu miklar kröfur Ikea gerir til starfsfólksins - að það viti út á hvað reksturinn gengur - er sífellt verið að þjálfa nýja einstaklinga upp. Þannig er hægt að halda áfram að byggja upp Ikea um allan heim með vönu starfsfólki." - En af hverju er íslendingur þarna? „Ég flutti til Svíþjóðar árið 1970, þá ellefu ára, með foreldrum mín- um. Þá var mikil kreppa á ís- landi. Árið 1976 fór ég aftur til íslands í skóla. Ég fór aftur til Svíþjóðar ári seinna. Þar var ég til 1981 er ég fór aftur til íslands ásamt eiginkonu og bami. Ég starfaði þá fyrir Pennann í hús- gagnadeild þar sem ég var fyrst sölumaður en síðan sölustjóri. Konan mín, sem er hálfþýsk kannski frekar en sænsk, hún kunni ekki við sig á íslandi. Við fluttum því aftur til Svíþjóðar árið 1986. Kunningi minn var að vinna hjá Ikea og spurði hvort ég hefði áhuga á starfi þar. Mér leist prýðilega á það. Ég byxjaði hjá Ikea í Málmey í lok 1986 sem deildarstjóri í rúma- og boröstofuhúsgagnadeild. Eftir eitt og hálft ár var ég spurður hvort ég vildi fara í Ikea skólann en þar eru deildarstjórar þjálfað- ir. Hugsunin hjá Ikea er sú að hver deildarstjóri eigi að hugsa um sína deild eins og um hans einkafyrirtæki væri að ræða. Þeir vilja meina að með slíkri ábyrgð hugsi menn sig um tvisvar áður en þeir framkvæma," segir Lúð- vík. Gatekkihafnað þessu tækifæri „Skólinn er eitt ár. Þar lærir maður skipulagningu og hvernig Ikea fyrirtækið virkar. Að loknum skólanum bauðst mér staða deild- arstjóra Ikea í Helsingborg og var þá yflr allri húsgagnadeildinni. Um leið fékk ég stöðu við skólann við að þjálfa nýja deildarstjóra. Ég var að. ljúka einu skólaári þegar mér bauðst að fara til Lundúna. Ég hugsaði með mér að líklegast hefði ég flutt nógu oft en eftir að útskýrt hafði verið í hverju starfið væri fólgið gat ég ekki hafnað því,“ segir hann ennfremur. „Núna eru kranar hér úti á lóð að grafa grunninn. Á meðan á upp- byggingunni stendur er ég ekkert í sölumennsku. Þetta er mun frek- ar skipulagsstarf. Allir yfirmenn hafa veriö ráðnir og þeir fylgjast með hvernig fyrirtækið rís frá grunni og hvernig það starfar. Með þessu móti fá starfsmennirnir betri innsýn og ábyrgðartilfmningu varðandi fyrirtækið." Lúðvík segir að þeir sem ráðnir hafa verið komi að stærstum hluta frá Englandi en einnig eru Svíi, Dani og Þjóðverji. „Það halda auð- vitað allir að ég sé Svíi en ég er fljót- ur að leiðrétta það. Ég lít á mig fyrst og fremst sem íslending og er óspar að tilkynna það.“ Hann segir að sú þekking sem hann hafi aflað sér eigi að koma nýju mönnunum til góða enda sé til þess ætlast að hann miðli henni. „Þó að Englendingarnir hafi ekki áður unnið fyrir Ikea þá vita þeir manna best um hugsunarhátt hér í landi og það nýtist okkur. Ég er ábyrgur fyrir að skipuleggja sölu- svæðið innanhúss og sjálfsaf- greiðslulagerinn, sjá um ráðningu á starfsfólki, þjálfun á því, auk kostnaðar og fjárhagsáætlunar. Þetta er auðvitað talsvert," segir Lúðvík ennfremur. Auóvelt að vinna sig upp - En er auðvelt að vinna sig upp hjá Ikea? „Já, fyrir duglegt starfsfólk. Ég er gott dæmi um það þar sem ég hef ekki háskólamenntun að baki. Ikea lítur ekki á menntun sem ein- hvern lykil, spumingin er hvort fólkið stendur sig í starfmu. Allir hafa jafnmikla möguleika á því. Mitt starf hér núna er viðurkenn- ing á fyrri störfum mínum hjá fyr- irtækinu og er mjög hvetjandi. Það em líklegast um fimmtán þúsund manns sem starfa fyrir Ikea í 95 verslunum víða um heim. Ef sú áætlun, sem gerð hefur verið, stenst verða þær orðnar 180 talsins áður en langt um líður. Raunin hefur verið sú að Ikeaverslunum er alls staðar tekið opnum örmum. Ástandið í heiminum er þannig að fólk hefur ekki mikla peninga milli handanna og fólk leitar eftir ódýr- um varningi og því hefur Ikea sér- hæft sig í. - Eru Bretar hrifnir af þessum skandinavísku húsgögnum? „Já, það er mjög góð sala í Bret- landi. Ikea er með þrjár verslanir og er annað stærsta húsgagnafyrir- tækið á markanum. Hins vegar er markaðurinn mjög skrýtinn. Eng- lendingar hafa verið fastheldnir á mjög þung húsgögn sem eru alger andstæða við Ikea. Það var ekki boðið upp á léttari húsgögn hér fyrr en Ikea kom á markaðinn og Bretarnir kunna sannarlega að meta þau. Þess vegna hefur Ikea ákveðið að opna eitt hús á ári í Englandi fram til aldamóta að minnsta kosti." Lúðvík hafði áður komið til Eng- lands einungis sem ferðamaður og var því lítt kunnugur staðháttum. Hann segist kunna vel við sig en er ennþá að venjast umferðinni. Ekki segist hann vita hversu lengi hann verður í Lundúnum. Foreldrar Lúðvíks hafa búið í Sví- þjóð frá 1970. Faðir hans er formað- ur landssamtaka íslendingafélaga þar. Lúðvík er kvæntur Birgitte og eiga þau tvö börn, Andreas, sem er 6 ára, og David sem er 12 ára. Lúðvík segir að Ikea á íslandi sé ekki í þessari sömu keðju þar sem Hagkaup reki verslunina. Hann segir það skýringuna á miklu hærra verðlagi á íslandi en í öðrum löndum. „Ástæðan er sú að þar sem Ikea á íslandi er ekki Ikea kemur inn milliaðili sem tekur sína þókn- un. Það þýðir auðvitað hærra verð,“ segir Lúðvík sem segist mjög oft fá spurningu um þetta hjá ís- lendingum. Hann staðhæfir að íslendingar séu hrifnir af Ikea og fyrir stuttu síðan kom íslensk fjölskylda að nýja grunninum í London og spurðist fyrir um hvenær ætti að opna. „Það eru að minnsta kosti fimmt- án manns sem koma hingað dag- lega og spyrjast fyrir um opnunina. Við gefum þeim bækling fyrirtæk- isins í sárabætur. Ég hef trú á að margir íslendingar muni versla hér hjá mér í framtiðinni," segir Lúð- vik Georgsson framkvæmdastjóri í símaviðtali frá Lundúnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.