Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. Veiðivon Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrum alþingsmaður, var veislustjóri og fórst það vel úr hendi, hér er Guðmundur í hópi stangaveiðimanna. Veiðiballið í L.A. Kaffi Stangaveiðimennimir skemmtu sér konunglega Gunnar Gunnarsson tekur við happdrættisvinningi úr hendi Jósteins Kristjánssonar. DV-myndir Guðmundur Stefán „Þessi fyrsta uppskeruhátíð veiði- manna í lok veiðitímans, sem við héldum upp á, tókst meiriháttar vel og þetta er vonandi bara sú fyrsta af rnörgum," sagði Björn Friðþjófs- son í L.A. Kaffl nokkrum mínútum eftir að skemmtun veiöimanna lauk um síðustu helgi. L.A. Kaffi ætlar að halda þetta á hverju ári hér eftir. „Veiðimenn ætla að vinna í þessu máli með okkur og að ári munum við halda þetta aðeins seinna, líklega jafnvel um miðjan október. Veiði- menn eru ennþá aö renna fyrir sjó- birting," sagði Björn í lokin. Þessi uppskeruhátíð veíöimanna í lok veiðitímans er skemmtileg fyrir stangaveiðimenn. Við vorum á staðnum og festum atburðinn á filmu. Þetta er merkileg nýjung fyrir veiðimenn. „Maturinn var frábær og skemmt- unin góö,“ sagði okkar maður á staðnum. -G.Bender Laxadansinn var stiginn að hætti góðra veiöimanna. ÞjóðarspaugDV Ekki öllum sýndir Þegar Bogi Ólafsson, sem lengi kenndi við Menntaskólann í Reykjavík, var ungur vann hann sem búðarsveinn hjá bróður sín- um Gunnari í Vík í Mýrdal. Bogi þótti löngum kaldhæöinn í svör- um og fengu sumir nemendur hans oft að kenna á því, Einhverju sinni kom séra Magnús Björnsson inn í búðina til Boga og bað um aö fá að líta á hatta. Bogi sýndi honum þá. Er klerkur hafði litið á hattana um stund og eigi líkaö þeir sagði hann af mikilli vandlætingu og með þjósti nokkrum: „Að þið skulið sýna nokkrum almennilegum manni þessa hatta.“ „Það gerum við heldur ekki,“ svaraði Bogi um hæl og lauk þar með „viðskiptum" hans og klerksins. Sú níunda Hjón ein úr Kópavogi, sem voru fastagestir á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands, voru eitt sinn sein fyrir á tónleika. „Þér fyrirgefið hvað við erum sein,“ sagði frúin við afgreiðslu- stúlkuna í Háskólabíói, „en hvað er Sinfóníuhljómsveitm aö leika núna?" „Hún er að leika Níundu sín- fóníuna,“ svaraði afgreiðslu- stúlkan. „Hvað segirðu?" æpti írúin. „Erum við virkilega búin að missa af átta sinfóníum?" Ef þér komið Maður nokkur var að greiða iðgjöld sín til Sjúkrasamlags Ak- ureyrar og greiddi þijá mánuði fram í tímann. Þegar hann var að fara fékk hann eftirþanka af þessu og spurði gjaldkerann hvort Sjúkrasamlagið greiddi ekki til baka ef hann til dæmis dæi snögglega. „Jú, jú,“ svaraði gjaldkerinn, „ef þér komið sjálfur og náið í peningana." Finnur þú fimm breytingar? 123 Mér gekk vel f ellefu ár en svo fékk strákurinn minn ritgerðarefnið: „At- Nafn:......... vinna fööur míns“. Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í íjós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem eru í verðlaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækumar em gefnar út af Fijálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 123 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað tuttugustu og fyrstu getraun reyndust vera: 1. Harpa Jónsdóttir, Ránargötu 21, 600 Ákureyri 2. Rannveig Lúðvíksdóttir, Melhaga 2,107 Reykjavík Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.