Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Qupperneq 20
20 'reor saaörao ,s huoaqhaöua.t LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. Kvikmyndir Bresktfyrirtæki Þessa dagana er verið að gera kvikmyndina A Rage in Harlem. Myndin er framleidd af breska fyrirtækinu Palace Pictures sem ætlar sér með myndinni að slá loksins í gegn í henni Ameríku. Palace Pictures hefur haft orð á sér fyrir að gera listrænar myndir sem hingað til hafa ekki fallið að smekk Bandaríkjamanna. í stað þess að fá Leikstjórinn Bill Duke. frægan leikara í aöalhlutverkið er skrautfjöður aðstandenda Palace Pictures hin undurfagra Robin Gi- vens sem varð fyrst reglulega fræg er hún giftist boxaranum Mike Tyson. Hjónabandið stóð ekki nema í átta mánuði en á meðan birtust í öllum fjölmiðlum fréttir af hjónabandserjum þeirra. Þessi 26 ára gamla fyrrverandi fegurðar- drottning var orðin heimsfræg. Að vísu hafði hún verið ráðin til að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Head of the Class sem hún gerði í fimm ár áður en henni bauðst hlutverk í A Rage in Harlem. Svartagengið Að undanfömu hafa íjölmargar kvikmyndir verið gerðar í Banda- ríkjunum af þeldökkum leikstjór- um. Talað hefur verið um svokall- að „svart gengi“ eða afrísk-amer- ískar kvikmyndir með sjálfan Spike Lee í fararbroddi. Sumar þessar myndir hafa gengið mjög vel, eins og New Jack City, sem nýlega var sýnd hérlendis og Mario Van Peebles leikstýrði, og Boyz N the Hood, þar sem John Singleton var leikstjóri. Leiötogar hópsins em taldir þeir Spike Lee, John Singleton, svo og hinn 48 ára gamh Bill Duke sem er einmitt leikstjóri A Rage in Harlem. A Rage in Harlem er byggðá sam- Umsjón: Baldur Hjaltason Erfiöleikar En því miður virðast draumar þeirra Paiace Pictures manna ekki hafa ræst nema að hiuta til. Síðan A Rage in Harlem var frumsýnd í september hafa viðtökur verið undir meðallagi. Svo virðist sem sú ákvörðun að hafa Robin Givens í aðalhlutverki hafi ekki haft tilætl- uð áhrif á aðsóknina. Því miður hafa þeldökkir kvik- myndaleikstjórar ekki mörg tæki- færi að gera kvikmyndir. Lengi vel var Sidney Poitier fyrirmynd ann- arra þeldökkra leikstjóra en hann gerði meðal annars hinar vinsælu gamanmyndir Stir Crazy (1980) og Hanky Panky (1982). Nýjasta stjarnan er hins vegar Spike Lee, þótt mörgum kynbræðrum hans finnist Lee of yfirborðskenndur. Hann hefur gert m.a. myndirnar She’s Gotta Have It, School Daze, Mo’ Better Blues og Do the Right Thing. Svona er myndin auglýst. mönnum, glæpamönnum og öðrum óþverralýð. Það er nokkuð af þekktum leikurum í myndinni en þeirra þekktastur er líklega Greg- ory Hines sem leikur smákrimm- ann, bróður Jacksons. Myndin er ekki tekin upp í Harlem heldur i Cincinnati vegna þess að sú borg er líkari Harlem fyrir 40 árum held- ur en Harlem sjálft nú, auk þess sem kvikmyndaframleiöendur eiga í engum útistöðum við verkalýðsfé- lögin. A Rage in Harlem markar ákveð- in tímamót hjá Palace Pictures. Fyrirtækið hefur gert myndir eins og Mona Lisa, Scandal og The Company of Wolves sem allar hafa hlotið mikið lof. Hins vegar hafa þær verið stimplaðar „breskar” og því ekki gengið vel utan Evrópu. Mona Lisa „Það er augljóst," var nýlega haft eftir Steve Woolley hjá Palace Pict- ures, „að til þess að fyrirtækið haldi velli er nauðsynlegt að mynd- ir okkar gangi einnig vel í Banda- ríkjunum. Sem framleiðandi verð ég að hafa í huga hvemig fyrirtæk- ið getur þróast og dafnað og hvaða framtíðarmöguleika við eigum. Við verðum að gera kvikmyndir með bandarískum leikurum. Bandaríkjamenn sjá ekkert ann- að en sinn eigin nafla og ef þeir sjá breska mynd finnst þeim hún ómöguleg. Myndir eins og Mona Lisa geta þó gert það gott í Banda- ríkjimum en það er sjaldgæft. Það er einnig mjög sjaldgæft að mynd- ir, sem eru vinsælar í Bandaríkjun- um, verði ekki vinsælar í Bret- landi, svo það sést vel hve mikil- vægt það er fyrir Palace Pictures að komast inn á Bandaríkjamark- að. Við erum að reyna að gera A Rage in Harlem að spennandi mynd án þess aö eyða morð fjár í gerð hennar.“ Vantartækifæri Spike Lee varð mjög reiður út í dómnefndina í Cannes í fyrra þegar hún veitti myndinni Sex, Lies and Videotapes gullpálmann þar sem hann taldi sjálfan sig eiga rétt á honum fyrir myndina Do the Right Thing. Hins vegar gafst hann ekki upp og sendi nýlega frá sér Jungle Fever. Bill Duke, leikstjóri A Rage in Harlem, er harðorður um þessi mál. í nýlegu viðtah sagði hann meðal annars: „Ég er ekki ánægður- með stöðuna nú. Ég vil fá fleiri tækifæri til að spreyta mig á. Vegna litarafts míns fæ ég þau ekki. Kvik- myndaiðnaöurinn er mjög þröngur nú. Það eru mjög fáir aðUar sem taka allar ákvarðanir um hvað selst og selst ekki. Það verður forvitnilegt að fylgjast með „svarta genginu“ á næstu árum og sjá hvort því tekst að þroskast sem leikstjórar og fara inn á nýjar og meira krefjandi brautir. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort það tekst. Heístu heimildir: Variety, Empire. Nýtt blóð Hvað er það sem gerir eina kvik- mynd vinsælli en aðra? er spuming sem margir kvikmyndaframleið- endur vildu án efa gefa mikið fyrir að fá rétt svar við. Hver hefur sína skoðun á þessum málum en líklega telja flestir aö stórstjörnur séu það sem tryggi best góöa aðsókn að kvikmyndum. Það er nokkuð til í því, ekki síst ef höfð er í huga vel- gengni Amolds Schwarzenegger í myndinni Tortímandinn 2: Dóms- dagur sem virðist vera nærri því að slá met hvaö varðar að- sókn. En kvikmyndaframleiðendur beita fleiri brögðum. Eitt þeirra er að bjóða frægum skemmtikröftum eitt af aðalhlutverkunum enda þótt rennt sé blint í sjóinn að hluta til hvaö varðar leikarahæfileika þessa fólks. Hér má nefna sem dæmi popparana Cher og David Bowie og svo 0. J. Simpson sem hóf frægð- arferil sinn sem fótboltahetja. nefndri bók eftir rithöfundinn Choster Himes sem hann samdi árið 1957. Myndin fjallar því ekki um fátækrahverfin í Harlem nú, eins og fyrst kemur upp í hugann þegar nafn myndarinnar ber á góma, heldur um Harlem fyrir 40 árum. Myndin er um undirförla konu sem fer huldu höfði í Harlem. Hún hefur undir höndum mikið magn af stolnu gulli sem margir ágirnast, svo sem fyrrverandi elsk- hugi hennar og ránsfélagar. Ákveðin tímamót Það er Robin Givens sem fer meö hlutverk konunnar. Meðan hún ghmir við alla þessa þijóta tekst henni að festa í kóngulóarvef sinn hinn saklausa Jackson sem hún vefur síðan um fingur sér. Allt þetta myndar ramma um myndina sem síðan er fylltur með lögreglu- Þao er hin undurfagra Givens sem fer með aðal- hlutverkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.