Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Side 25
LAUGAKDAGUR 5. ÖKTÖBER 1991.
Eins og sjá má var oft vel af fiski í netunum og nóg að gera við að greiða úr.
Tollvöruuppboð
Að kröfu Tollinnheimtu ríkissjóðs, Eimskipafélags íslands hf., Jóna hf. o.fl.
aðila fer fram opinbert nauðungaruppboð á ýmsum vörum til lúkningar
vangreiddum aðflutnings- og geymslugjöldum.
Uppboðið fer fram laugardaginn 12. október nk. að Hjallahrauni 2, Hafnar-
firði, og hefst kl. 13.00.
Seld verða m.a. leikföng, matvæli, sælgæti, fatnaður, hreinlætis- og snyrti-
vörur, umbúðir og tæki til fiskvinnslu, rafsuðuvír, gólfteppi, húsgögn, salt-
dreifari, hreinsiefni, nælonnet, áhöld fyrir gasgrill, mótorhjól, vörubíll og
grind, vélar og drifsköft, myndavélar, offsetfilmur, tjaldvagnar og hjólhýsi o.fl.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Hafnarfirði
---------------------------------------N
SUMARHÚS TIL SÖLU
Nokkur orlofshús í orlofsbyggöinni í Svignaskarði
eru til sölu. Húsin eru seld til brottflutnings af svæð-
inu.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Iðju,
félags verksmiðjufólks, Reykjavík. Sími 626620.
Byggingarnefnd orlofshúsa,
Svignaskarði.
__________________I____________________/
laxi, þetta er allt önnur og miklu
betri vara. Ég er alls ekki sátt við það
ef á að fara að koma á einhverju lopa-
peysuverði á íslenskan vatnasilung."
Fiskurinn
líkarmjögvel
- Hvernig hefur silungurinn frá þér
líkað í Frakklandi, þessu landi sæl-
keranna?
„Fiskurinn hefur líkað mjög vel,
bæði í Svíþjóð og Frakklandi, en
sennilega betur í Frakklandi. Ætli
það sé ekki vegna þess að þeir kunna
frekar þær matreiðsluaðferðir sem
henta. Þefr snöggsteikja flökin og ég
get fullyrt að þetta er mikill herra-
mannsmatur.“
- Þannig að þessi útflutningur á
framtíð fyrir sér?
„Já, tvímælalaust. Það eina sem ég
er hrædd viö er að þetta geti farið
eins og með eldisfiskinn, að það fari
allt of margir út í þetta og fari að
undirbjóða hver annan. Það yrði
mjög slæmt því það þarf að fást gott
verð fyrir þessa gæðavöru, enda út-
heimtir það geysilega vinnu að koma
henni á markaðinn.
Sem dæmi um hversu mikil vinna
þetta er og mikið í kringum þetta get
ég sagt þér að í sumar þurftum við
að setja fiskinn á ís strax og hann
kom upp úr vatninu. Við þurftum
því að hafa með okkur ís í bátnum.
Þegar fiskurinn hafði verið flakaður
var hvert einasta flak þerrað með
pappír, síðan voru flökin sett í plast-
poka sem voru lofttæmdir, þá þurfti
að ísa þessa poka í einangrunarköss-
um og loks að koma þessu á flugvöll-
inn sem er í um 70 km fjarlægð.
En þótt þetta kalli á mikla vinnu
er þetta ákaflega spennandi og það
Kristlaug með einn af urriðunum sem komu í netin en þeir geta orðið ansi
vænir í Kálfborgarárvatni.
er gaman að fást við þetta. Ef við
skilum góðri vöru sem líkar vel er-
lendis, eins og hún hefur gert hingað
til, og vel verður staðið að kynningu
þá er þama um stóran markað að
ræða og það verður hægt að veiða
geysilegt magn,“ sagði Kristlaug.
Haldið „í róður"
Nú var kominn tími tii að halda
upp að Kálfborgarárvatni og „leggja
í’ann“, enda var Anna Heiður Jóns-
dóttir, sem er „háseti“ hjá Krist-
laugu, orðin óþohnmóð. Það var því
ekið upp að vatni, snarast um borð
og stefnan tekin á net nyrst í vatn-
inu. Þar höföu þær lagt grófriðin net
daginn áður og í þeim var talsvert
af vænni bleikju og enn stærri ur-
riða. Þaðan var svo siglt að suður-
enda vatnsins þar sem vitjað var um
fínriðnari net. í þeim netum var ekki
minna af fiski, smárri bleikju, ná-
kvæmlega eins og þeirri sem útlend-
ingamir vilja helst kaupa. Alis vitj-
uðu þær um 14 net og sennilega hafa
fiskarnir, sem þær greiddu úr netun-
um, verið um 150 talsins. Þar sem
komið var fram í lok september og
orðið ansi kalt var haldiö til lands
skömmu síðar, enda afhnn orðinn
ágætur.
Þáð er peningur
í Egils gleri!
*i' ~ft
Allar glerflöskur frá Ölgerðinni eru
margnota með 10 króna skilagjaldi.
Ekki henda verðmcetum, hafðu tómt Egils gier
meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar
í næstu verslunar- eða sjoþþuferð.
Það er drjúgur peningur!