Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Side 52
FR ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn,
Ritstjórn -
ILflWMKIimiM S. (Q)ie®flB0íi 1*..
17 ára piltur sem banaði manni við Bankastræti:
Dæmdur í rúmlega 6 ára
f angelsi fyrir manndráp
Sakadómur Hafnarljaröar hefur
dæmt 17 ára pilt í sex ára og fimm
mánaða fangelsi fyrir að hafa ban-
að Úlíári Úlfarssyni við bakhúsið
að Bankastræti 14 í Reykjavík og
rænt hann aðfaranótt 3. mars síð-
astliðins. Hann var einnig sakfelld-
ur fyrir að hafa baríð og rænt ann-
an mann við Hverflsgötu sömu
nótt. 15 ára stúlka, sem var með
honum, var fyrir aðild sína að báð-
um ránunum dæmd í 24 mánaða
varðhald, þar af 21 mánuð skilorðs-
bundinn. Guðmundur L. Jóhann-
esson, sakadómari í Hafnarfirði,
kvað upp dóminn.
Pilturinn viðurkenndi að hafa
slegið Úlfar þremur þungum högg-
um í höfuðið og hafði hann hnúa-
járn innan í hönskum sínum. Eftír
að fórnarlambið féll við greiddi
pilturinn manninn tvö hnefahögg.
Taliö er að Úlfar hafl látist um
háifri klukkustund eftir árásina.
Sakadómur komst að þeirri niður-
stöðu að piltinum hefðu ekki átt
að dyljast afleiðingar gerða sinna
með árásinni með hnúajárnunum.
Hann var því sakfelidur fyrir
manndráp með svokölluðum lík-
indaásetningi.
Stúlkan, sem nú er orðin 16 ára,
var ákærð fyrir aðfld að morðinu
og einnig árásina á manninn við
Hverfisgötu. Hún var sýknuð af
sakargiftum að beinni aðild að
morðinu en sakfeUd fyrir aðild sína
að ránunum.
Eftir að Rannsóknarlögregla rík-
isins handtók ungmennin var
stúlkunni komið fyrir i forsjá
Barnaverndarnefndar á unglinga-
heimili vegna aldurs hennar. Hún
hefur síðan verið vistuð á sveita-
heimiU. Pilturinn var fyrst vistað-
ur í gæsluvarðhaldsfangelsinu í
Síðumúla en hefur að undanförnu
verið í Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg. Til frádráttar refsingu
hans kemur gæsluvarðhaldsvistin
sem hófst 15. mars.
Máli piltsins verður sjálfkrafa
áfrýjað til Hæstaréttar vegna
þyngdar refsingarinnar. Uni hins
vegar ríkissaksóknari og stúikan
sjálf hennar dómi fer hann ekki til
Hæstaréttar.
-ÓTT
Skeiðará:
Hlaupið fer
sérhægt
„Það geta liðið margir dagar áður
en hlaupið nær hámarki," sagði
Snorri Sophaníasson, vatnamæl-
ingamaöur hjá Orkustofnun, við DV
í gær.
Hlaup er nú hafið í Skeiðará. Það
fer sér mjög hægt og vatnavextir
hafa ekki verið miklir enn sem kom-
ið er. Snorri sagði hins vegar að það
leyndi sér ekki að um hlaup væri að
ræða. Talsverð brennisteinsfýla væri
af ánni og mikill sandur væri í henni
en hún græfi mikið þegar um hlaup
væri að ræða. Þá hefði greining á
sýni úr ánni sýnt að um hlaupvatn
væriaðræða. -JSS
ÞJÓFAVARNIR
FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMIU
Vönduð og viðurkennd þjónusta
VARI
91-29399
Allan'sólarhringinn
Oryggisþjónusta
síðan 1 9Ó9
LOKI
Fróöleg bók þetta!
Opinberri heimsókn Vigdfsar Finnbogadóttur, forseta Islands, til irlands lauk i gær. Hér sjást hinir tignu gestir
skoóa fimm þúsund ára gamalt grafhýsi við Newgrange. Nánar er greint frá lokadegi heimsóknarinnar á bls. 4.
DV-símamynd Brynjar Gauti
Fróðihf.:
Maria vill stödva
útgáfuævi-
sögunnar
- skrásetjari viU gefa út
„Þetta mál leysist allavega ekki á
næstu vikum,“ sagði Gullveig Sæ-
mundsdóttir, ritstjóri Nýs lífs, er DV
spurði hana hvað liði bókinni um
Maríu Guðmundsdóttur, fyrrum fyr-
irsætu.
María gerði á sínum tíma samning
við útgáfufyrirtækið Fróða hf. um
útgáfu á ævisögu sinni þar sem með-
al annars yrði rakinn litríkur ferill
hennar sem fyrirsætu og síðan tísku-
ljósmyndara í París. Var Gullveig
fengin til að skrifa bókina. Þegar hún
var búin með hluta hennar kom í ljós
að María var alls ekki ánægð með
verkið. Náðist ekki samkomulag um
framhaldið. Endirinn varð sá, að
María rifti samningnum við Fróða
og hyggst nú banna útgáfu bókarinn-
ar. Gullveig hefur hins vegar fullan
hug á að ljúka verkinu.
Deiluaðilar hafa nú fengið lögfræð-
inga sér til aðstoðar til að leiða deil-
una til lykta. Gullveig kvaðst ekki
vilja tjá sig um málið nú þar sem það
væriáafarviðkvæmustigi. -JSS
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Austlægar áttir og hlýnandi veður
Á sunnudag eru horfur á suðaustlægri átt og hlýnandi veðri. Dálítil rigning verður um landið sunnanvert en þurrt og víða léttskýjað
norðanlands og á Vestfjörðum.
Á mánudag má búast við hvassri austanátt og rigningu víða um land, einkum suðaustan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 3-8 stig.