Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Fréttir dv Aðstoð við fyrrum ríki Sovétríkjanna rædd í Washington: Víðtæk samstaða um neyðaraðstoð - segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra „Fundurinn var mjög gagnlegur og þáttakan almenn. Það er mjög brýnt að aðstoða þessi ríki sem nú eru að brjótast til frelsis og lýðræðis. Ég tel að á fundinum hafi náðst víö- tæk samstaða um neyðaraðstoð til þessara lýðvelda sem áður mynduðu Sovétríkin," segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Jón sat í vikunni fund í Washing- ton sem forseti Bandaríkjanna boð- aði til. Alls var Mltrúum 60 ríkja og alþjóðastofnana boðið að sitja fund- inn. Tilgangur hans var aö samræma aðstoð við lýðveldin sem áður töldust til Sovétríkjanna og draga þar með úr hættunni á félagslegu og efna- hagslegu öngþveiti. A fundinum var einkum rætt um matvæla-, lyfja-, húsnæðis- og tækniaðstoð ásamt að- stoð á sviði orkumála. Að sögn Jóns mættu til fundarins fjölmörg ríki sem hingað til hafa sýnt litinn áhuga á að hjálpa þessum ríkj- um og hafi þaö aukið gildi ráðstefn- unnar verulega. Til dæmis hafi olíu- ríkin við Persaflóa lofað að veita mikla íjármuni í neyðarhjálpina. Þá skipti það miklu aö með fundinum hafi Bandaríkin tekið ákveðið frum- kvæði sem óhjákvæmilega fylgi miklar skuldbindingar. Fram til þessa hafi Bandaríkin hins vegar verið mikhr eftirbátar ríkja Evrópu í þessu máli. Þó fundurinn hafi einkum snúist um aðstoð við þau 12 lýðveldi sem nú mynda Samveldi frjálsra ríkja kom vandi Eystrasaltsríkjanna einn- ig til umræðu. í ræðu sem Jón flutti kom til dæmis skýrt fram að ekki mætti undanskilja aðstoð við þau enda væri vandi þeirra mikill. Jón segir ríkisstjórn íslands þegar hafa ákveðið að veita 15 milljónir í tækniaðstoö til þessara ríkja. Þess sé að auki vænst að stofnanir og fyr- irtæki taki þátt í hjálparstarfmu. Nú þegar taki til dæmis Orkustofnun og Iðntæknistofnun þátt í því með miðl- un þekkingar á virkjun jarðhita. Að auki segir hann stjómvöld nú vera að leita lausna á matvælaviðskiptum landanna. -kaa Forræöisdeila: Sex ára dreng- urfalinn „Harrn grét þegar þeir komu að sækja hann en við vísuðum þeim burt og drengurinn fór með glöðu geði þangað sem við ætlum að fela hann,“ segir móöir tæplega sjö ára drengs sem fulltrúar Bamavemd- amefhdar Hafnarijarðar hugðust koma í vistun í gærdag. Aðdragandi heimsóknar nefnd- armanna er löng forræðisdeila milh fyrrverandi sambýhsmanns konunnar og hennar. Konan er gift aftur og á tvær dætur með núverandi manni sínum. Fjöl- skyldan er nýilutt til Hverageröis ogá lögheimih þar. Forræðisdeil- an hefur veriö th umfjöllunar i langan tima hjá dómsmálaráðu- neytinu en ekki komið til af- greiðslu ennþá. Starfsmenn Bamavemdar- nefndar HafnarQarðar sögðu móðurinni og manni hennar að þeir hygöust sækja bamið með lögreglu- og fógetavaldi ef þess þyrfti. „Miöað viö þann ham sem þeir vora í á ég aht eins von á þeim á hverri stundu en þeir munu grípa í tómt,“ sagði móðir- inígær. -VD Hreindýrin í Húsdýragarðinum i Laugardal tóku lífinu með ró i gær. Veðrið var enda gott og fáir i mannheimum að kíkja á þau. Áhortendum fjölgar væntanlega í dag og á morgun eins og venjulega um helgar. DV-mynd Brynjar Gauti Landlæknisembættið: Halcion ekki bannað - en verði gefið 1 minni skömmtum Landlæknisembættið hyggst að svo stöddu ekki leggja tU að svefn- lyfið halcion, sem fuhyrt er að hafi slæmar sálrænar aukaverkanir, veröi bannað. Embættiö hefur hins vegar í dreifibréfi til lækna ráðlagt að það verði gefið í minni skömmt- um en hingað til hefur veriö gert. Halcion, sem þegar hefur verið bannað í Finnlandi, Noregi, Bret- landi og á Bermúda, hefur verið algengasta svefhlyfiö á íslandi und- anfarin ár. Tahð er að framleiöand- inn, Upjohn í Bandaríkjunum, hafi legið á vitneskju um aukaverkanir lyfsins í tvo áratugi. Geröar vora tílraunir með halcion á föngum í Bandaríkjunum 1972 og Ihiddu þær í Ijós að hluti fanganna truflaðist á geði. Landlæknisembættið fjaUaði um halcion, sem til er í tveimur styrk- leikum á íslandi, fyrir tveimur mánuðum og var ákveðið að ráð- leggja notkun lægri styrkleikans. „Aukaverkanimar munu hafa komið fram í þeim tílvikum sem gefnir vora stærri skammtar en hér eru almennt notaöir. Maður þekkir engar svona aukaverkanir hér á landi,“ segir Matthías HaU- dórsson aðstoöarlandlæknir. Hann viðurkennir þó að þær hafi ekki beinlínis veriö kannaðar hér en bendir á að þær myndu spyrjast. „Það þykir ólíklegt að í þehn skömmtum sem lyfið er gefið á ís- landi hafi þaö slikar aukaverkanir frekar en önnur lyf. Við leggjumst gegn því yfirhöfuö aö lyf úr þessum flokki séu mikiö notuð. Þetta er róandi lyf og almennar ráölegging- ar um róandi lyf era þær að þau beri að nota helst í skamman tíma og í smáum skömmtum. í dreifi- bréfinu sem við sendum læknum var einnig ráölagt að halcion yrði ekki gefið sjúklingum með geðtruf- lanir.“ Yfirlyfjafræðingur Ingólfsapó- teks, Páll Guðmundsson, segir lækna enn ávísa áberandi meira á hærri styrkleikann af halcion. Lyf- seðlum upp á lægri styrkleikann hafi þó fjölgað að undanfómu. í Reykjavíkurapóteki fengust þær upplýsingar að yfirleitt væri ávísað á sterkari skammtinn. í Lyfjabúð- inni Iðunni var tahð að læknar skrifuðu nokkum veginn jafnt upp á lægri og hærri styrkleikann. Erlendis hefur fólk, sem tekiö hefur halcion um nokkum tíma, kvartað undan þunglyndi, ofsjón- um og ofsóknaræði. Bandarísk kona, sem notaði svefnlyfið áram saman, myrti aldraða móður sína í æðiskasti. Vilja lögmenn hennar rekja morðiö tíl aukaverkana lyfs- ins. -IBS Bjöm Tryggvason aöstoðarseðlabankastjóri: Ekki um sfldarsölu að ræða að þessu sinni - erumaðleggjadrögaðsíldarkaupumRússa „Segja má að þessu miði hægt og bítandi. Það eru nokkur veigamikh atriði eftir og ég á varla von á því að samningum Ijúki fyrr en um miðja næstu viku. Ég vU nota tækifærið og leiörétta þann misskUning, sem mér skUst að hafi komist í fréttir heima, að við séum að semja um einhver jöfh skipti við Rússa á ohu og sfld. Það er alger misskUningur. Viö eram að ganga frá svoköUuðum jöfnunar- samningi með greiðslusamningi við nýjan banka Rússneska lýðveldisins. Þar í er gagnkvæmur yfirdráttur hjá bönkum í viöskiptum landanna," sagði Bjöm Tryggvason, aöstoðar- bankastjóri Seölabankans, í samtah við DV en hann er nú staddur austur í Moskvu. Björn sagði aö ekki væri verið að ræða um sölu á þessum 150 þúsund tunnum sem rætt var um í desember og Landsbankinn hafnaði að lána Rússum fyrir. Nú væri svo hðið á sfldarvertíð að um þær væri ekki lengur að ræða. Menn væru að opna leiðina fyrir kaup Rússa á sUd frá íslandi á næsta hausti. Hann benti einnig á að menn yrðu að horfa á fleira en sUdarkaup Rússa í þessu sambandi. Löndin hefðu ný- verið gert meö sér nýjan viðskipta- samning. íslendingar kaupa olíu, bif- reiðar og timbur af Rússum, svo eitt- hvað sé nefnt og þeir kaupa af okkur lagmeti auk sUdarinnar. Bjöm Tryggvason sagðist ekki geta farið ítarlega út í þá samninga sem hann væri að gera þar sem of mörg- um áríðandi þáttum væri enn ólokið og ekki séð á þessari stundu hvernig ljúkamundi. -S.dór Til hjálparstarfs á Filippseyjum „Eg hefhugsað um að gera eitthvað þessu líkt í mörg ár en það var ekki fyrr en í vikunni að tækifærið kom,“ segir Geröur Rósa Gunnarsdóttir, 22 ára gömul stúlka, sem nú safnar fé til að komast til ManUu á Fihppseyj- um og taka þar þátt í barnahjálpar- starfi. Gerður fer út á vegum ABC-hjálp- arstarfsins sem er rekið á vegum kristUegra samtaka og er aðih að samnorrænu starfi á Fihppseyjum. Enda þótt undirbúningur hennar sé ekki mikUl ætti hún ekki að vera óvön að taka til hendinni því th þessa hefur hún verið til sjós sem háseti og netamaður. Gerður segist hvergi óttast þaö sem kanna bíða hennar í fátækrahverf- um ManUuborgar enda þótt hún hafi séð mikla neyð á myndbandsupptök- um frá ABC. „Ég vU fyrst og fremst vera þar sem þörfin og neyðin er mikh. Mörg börn þurfa að halda tU á götunum og með- al þess sem ég mun gera er aö koma þeim til aðstoðar," segir Gerður. Gerður Rósa Gunnarsdóttir. DV-mynd Brynjar Hún fer út þann 12. febrúar og þangað tU ætiar hún að safna fé til fararinnar með ýmsum hætti. í dag, laugardag, ætiar hún að vera í Kola- portinu og bjóða til sölu ýmsar vör- ur. Sölulaunin fara í að borga ferðina og ágóöi umfram þau fer til hjálpar- starfsins. -VD Tefflt við tölvur Nemendur úr Skákskóla íslands og valdir keppendur úr Taflfélagi Reykjavíkur tefla í dag við tölvu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 kl. 14. Um er aö ræða MChess forritið og Chessmaster 3000. Fyrirtækið Kjami hf. leggur tU for- ritin og tækjabúnaö. Teflt verður á 30 borðum. Á staðnum verða 10 tölvur sem gestir geta teflt viö. Aðgangur er ókeypis. Keppnin er haldin í tilefni af 20 ára afmæh „einvígis aldarinnar" milh Bobby Fischer og Boris Spasskí. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.