Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Page 5
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. 5 Fréttir ísland óskar eftir fríverslunarsamstarfi við Bandaríkin: Mjög jákvæðar og gagnlegar viðræður - sagði Jón Sigurðsson að loknum fundi með viðskiptaráðherra Bandaríkjanna „í viðræðum mínum við viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna lagði ég á það áherslu að dregið yrði úr viö- skiptatálmum milli landanna. Þetta voru mjög jákvæðar og gagnlegar viðræður. Ég ítrekaði áhuga okkar á einhvers konar fríverslunarsam- starfi við Bandaríkin. Þetta mál er nú komið til kasta ríkisstjóma land- anna en á þeim vettvangi hefur það ekki verið rætt í íjöldamörg ár. Ég tel það mjög mikilsvert að við hugs- um ekki síður til vesturs en austurs í okkar langtíma viðskiptum. Það er von mín að framhald verði á þessum viðræðum," segir- Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Jón er væntanlegur til íslands í dag en undanfama daga hefur hann ver- ið á fundum í Wasington. Á fimmtu- daginn var átti hann viðræður við Schnabel, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, um viðskipti landanna og tollamál. Fyrr í vikunni sat hann fund sem forseti Bandaríkjanna boð- aði fulltrúa 47 ríkja á til að samræma neyðaraðstoð við þau lýðveldi sem áður mynduðu Sovétríkin. Jón segir að í viðræðum sínum við viðskiptaráðherra Bandaríkjanna hafi hann farið yfir þróun viðskipta landanna. Meðai annars hafi hann bent á að verulega hafi dregið úr útflutningi til Bandaríkjanna á und- anfomum 10 til 15 árum. „Ég lagði á það áherslu að við myndum reyna að finna leiðir til að draga úr viðskiptatálmum milli land- anna en ennþá er hægt að benda á tolia sem tefja fyrir viðskiptum. Bandaríkjamenn sýna þessu bæði áhuga og skilning en vilja hins vegar láta reyna á niðurstöðiu' GATT- viðræðnanna. Ég lagði hins vegar á það áherslu að viðleitni til tollalækk- ana yrði haldið lifandi. Jón segir að á vettvangi GATT hafi samstarf Bandaríkjanna og íslands verið mjög jákvætt. Bseði hafi löndin gert tillögur um lækkun tolla á sjáv- ar- og ullarvörum ásamt búnaði fyrir sjávarútveg. Þá hafi Bandaríkin sýnt skilning á kröfu Islendinga um tolla- lækkanir á sjávarafurðum þó að það mál hafi enn ekki hreyfst nógu vel. Að sögn Jóns kom hann j)eim skila- boðum til Schnabers að Islendingar hafi hug á að ræða þjónustuviðskipti landanna í ljósi GATT-viðræðnanna. í því sambandi vilji íslendingar eink- um ræða gagnkvæm viðskipti með siglingaþjónustu og auknar Banda- ríkjasiglingar íslenskra skipafélaga. -kaa Nýir og fjölbreyttari möguleikar fyrir þig í kaskótryggingum ✓ Nú bjóðast þér þrjár nýjar og mismunandi kaskótryggingar hjá VIS. Þarfir bifreiðaeigenda fyrir kaskótryggingar eru mismunandi og loksins getur þú valið tryggingu sem hentar þér, bæði hvað varðar bótasvið og verð. W JHi ^ AL-KASKO Ný og víðtækari kaskótrygging Inn á bótasvið gömlu kaskó- tryggingarinnar hefur verið bætt eftirfarandi áhættuþáttum: • Skemmdarverk • Björgunarkostnaður • Akstur erlendis • Víðtækari akstursheimildir • Nýjar reglur um útborgun bíla • Bætur vegna flóða Bónusflokkum hefur verið fjölgað og eru þeir nú fjórir: 10%, 20%, 30% og 40%. Góðir ökumenn falla nú minna í bónus við tjón. Þessa nýju kaskó- tryggingu býður VIS á óbreyttu iðgjaldi. UIVIFERÐAR K A S K O Ný trygging sem er sniðin að umferð í þéttbýli Umferðartrygging bætir tjón sem verða vegna árekstra og áaksturs. Bónus er ávallt sá sami og í ábyrgðartryggingu bifreiða og getur orðið allt að 70%. Þessi trygging er mun ódýrari en venjuleg kaskótrygging. Eigináhætta í þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800. Dæmi um iðgjald fyrir Umferðarkaskó miðað við 70% bónus. Lítill bíll Meðalbíll Stór bíll 8.900 11.532 12.493 K A S K O Nýjung fyrir þá sem aka aðallega á þjóðvegum landsins Vegakaskó er nýjung fyrir þá sem aka aðallega á þjóðvegum landsins en lítið í þéttbýli. Tryggingin bætir tjón vegna veltu, bruna, foks, hruns og hraps. Vegakaskó er nýr og ódýr valkostur fyrir bifreiðaeigendur. Iðgjald er óháð bónus. Eigináhætta í þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800. Dæmi um iðgjald fyrir Vegakaskó: Lítill bíll Meðalbíll Stór bíll 8.688 11.256 12.195 Já takk, ég óska eftir nánari upplýsingum um nýju kaskótryggingarnar Klipptu þennan miða út og sendu Vátryggingafélagi íslands hf. Þá færð þú upplýsingabækling um nýju kaskótryggingamar sendan um hæl. Wr Nafn Kennitala Heimilisfang Sveitarfélag _ Sími VATRYGGINGAFELAGISIANDS HF -þar sem tryggingar snúast um fólk ÁRMÚLI3, REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 8400, SÍMI60 50 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.