Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Page 9
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992.
9
Óvinur óvinarins heitir sænskur
njósnamyndaflokkur í átta þáttum
sem hefur göngu sína hjá Sjónvarp-
inu á þriðjudag. Þetta er nýr þáttur
sem byggður er á bók eftir Jan
Guillou um sænsku njósnahetjuna
Gustaf Giibert Hamilton greifa.
Sögusviðið spannar allt frá Moskvu,
Agadir, London til Stokkhólms.
Söguþráðurinn er umvafinn
skemmtilegum plottum og hugljúfri
rómantík.
Svíar voru afar hrifnir af mynda-
flokki þessum og líktu honum við
bestu njósnaþætti annarra landa.
Björn Fremer segir til dæmis í Kvöld-
póstinum: „Óvinur óvinarins lítur
út fyrir aö vera besti spennufram-
haldsmyndaflokkur sem Svíar hafa
gert.“ Bjöm segir að leikarinn Peter
Haber fari einstaklega vel með hlut-
verk sitt sem Hamilton greifi.
Peter Haber var nær óþekktur leik-
ari í heimalandi sínu. Hann er fædd-
ur árið 1952 í Södertalje í Svíþjóð.
Hann nam leiklist við Leiklistarhá-
skólann í Stokkhólmi og útskrifaöist
þaðan 1973. í fyrstu starfaði Peter
með leikhúsum á landsbyggðinni,
fyrst í Landskrona. Peter starfaði
einnig um tíma fyrir ópemna í
Stokkhólmi en þaðan lá leiðin í leik-
húsin í höfuðborginni. Stærsta hlut-
verk Peters er í sjónvarpsmynda-
flokknum Óvinir óvinarins.
í einu dagblaða Svíþjóðar er sagt
að þættir þessir byggist mikið á róm-
antík og spennu. Með eitt aðalkven-
hlutverkið í þáttunum fer ung leik-
kona, Maria Grip, sem er 25 ára. Hún
fer með hlutverk lögreglukonunnar
Evu Britt sem Hamilton greifi feliir
ástarhug til. Hann á þó í vandræðum
með að gera upp við sig hvort hann
vilji heldur hina rússnesku Irenu
sem er píanóleikari af gyðingaætt-
um.
Leikkonan Maria Grip er fædd í
Stokkhólmi og ólst upp rétt utan við
Uppsaii. í dag býr hún í Örebro ásamt
eiginmanni sínum. Eftir að Maria
lauk leiklistarnámi hefur hún bæði
leikið á sviði og í bíómyndum. Hún
þykir mjög hæfileikarík og er orðin
vel þekkt leikkona í Svíþjóð.
Sænsku landsbyggðarblöðin gáfu
myndaflokknum jafngóða dóma og
stóru blöðin í Stokkhólmi. í dagblað-
inu í Eskilstuna sagði gagnrýnandi
að enginn mætti missa af þessum
frábæru þáttum.
Óvinur óvinarins var frmnsýnd í
Svíþjóð í desember 1990 á TV 4 og
þótti mikill viðburður hjá stöðinni
enda var sett áhorfendamet. Talið
var að um 510 þúsund manns hefðu
fylgst með þættinum. En mikil sam-
keppni er meðal sjónvarpsrása í Sví-
þjóð og hefur hún harðnað mjög eftir
miklar byltingar sem þar hafa verið
gerðar.
Expressen, eitt stærsta dagblað
Svíþjóðar, hrósaöi Peter Haber mjög
í hlutverki Hamilton. Þar sem þetta
▼
LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA
Bestu þættir sem Svíar hafa gert sögðu gagnrýnendur sænsku blaðanna
þegar Óvinur óvinarins var frumsýndur þar i landi í lok árs 1990 og hvöttu
alla til að horfa á þá.
Sænskur spennumyndaflokkur í Sjónvarpinu:
Skemmtileg
plott og hug-
ljúf rómantík
Peter Haber var nær óþekktur leik-
ari í Svíþjóð er hann fékk hlutverk
i njósnaþáttunum Óvinur óvinarins
og fékk afbragðs dóma fyrir leik
sinn.
var fyrsta hlutverk Peters í sjón-
varpsþætti þótti hann óvenju sann-
færandi og líkti blaðið honum við
sænskan James Bond.
Sagt var að TV 4 í Svíþjóð hefði
unnið sig upp í áliti með sýningu á
Óvini óvinarins og styrkst í barátt-
unni við aðrar stöðvar. „Þessi stöð
býður upp á gæðamyndir," sagði
einn gagnrýnandinn.
íslendingar hafa í gegnum tíðina
ekki haft mikið álit á sænskum
myndum enda hafa þær venjuiega
flokkast sem vandamálamyndir. Það
verður því gaman að fylgjast með
þessum framhaldsþætti sem virðist
með öðru sniði en aðrar myndir frá
Svíaríki. -ELA
KYNNINGARFUNDUR UM
STARFSEMI
LÍFEYRISSJÓÐS
VERZLUNARMANNA
í tilefni af 100 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur veröur
haldinn sameiginlegur kynningarfundur VRog LV á starfsemi Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna. Kynningarfundurinn verður haldinn sunnudaginn 26.
janúar 1992 kl. 14 í súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn verður öllum opinn.
Fundarstjóri, Magnús L. Sveinsson, formaður VR.
Magnús L.
Sveinsson
Guðmunndur H.
Garðarsson
Þorgeir
Eyjólfsson
Hallgrímur
Snorrason
Þórarinn V.
Þórarinsson
Dagskrá:
1. Setningarávarp. Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður
LV.
2. Starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þorgeir Eyjólfsson,
forstjóri LV.
3. Lífeyrissjóðir - fortíð og framtíð. Hallgrímur Snorrason,
Hagstofustjóri.
4. Lífeyrissjóðir og atvinnulífið. Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands.
5. Fyrirspurnir til framsögumanna.
6. Fundarslit.
EINN BÍLLÁMÁNUÐI ÁSKRIFTAR- GETRAUN skSz/ÍhJwA Á FULLRI FERO! ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI
. . . OG SÍMINN ER 63 27 00
50%
Alltað
lafsláttur á notuðum bílum!
Um helgina verða seldir yfir 30 bílar
á verði sem mun koma
flestum á óvart.
Hagstæð greiðslukjör
til allt að 24 mánaða
og lág útborgun.
0 P1Ð:
Laugardag KL. 10.00-19.00
S'unnudag KL. 13.00-17.00
BRAIIT HF.
Borgartúni 26-105 Reykjavík - Símar 681502 & 681510