Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Sérstæð sakamál Morð í myrkri Honum brá fyrir sem skugga í dimmum garðinum en hvít augun voru eins og stjömur í afrísku kvöldmyrkrinu. Dauf birtan frá götuljósinu nægði til að það glamp- aði á langa veiðihnífmn þegar hon- um var brugðið á loft. Þetta var að kvöldi 20. júh árið 1982. Það var vetur í Jóhannesar- borg í Suður-Afríku en það var þó ekki kuldinn sem fékk svertingi- ann með hnífinn til að skjálfa held- ur ótti. Eftir augnablik myndi hann fremja alvarlegasta glæp sem svartur maður gat framið í Suður- Afríku, morð á hvítiun manni. í einbýlishúsinu, nokkra metra frá þeim stað þar sem morðið yrði framið, sat íjölskyida mannsins sem myrða átti og beið óþolinmóð eftir því að hann yrði stunginn til bana. Ljósin slokkna Klukkan var um sjö. Fjórar manneskjur höfðu tekið sér sæti í glæsilega búinni setustofunni. Þær sátu með hanastélsglös fyrir fram- an sig, eins og venja var fyrir kvöldverðinn. Þetta fólk var húsmóðirin, Maureen Smith, átján ára dóttir hennar, Karen, unnusti Karenar, Lee Sparrow, og frænka Maureen, Daisy Mullocks. Hún hafði komið frá London í vikunni á undan í leyfi. Frammi í eldhúsinu var svört matselja, Assie Dekobe, að búa sig undir að bera kvöldverðinn á borð. Nokkrum mínutum síðar kom bíll húsbóndans, Rogers Smith, að húsinu. Bfistjórinn, Ramogale, lagði bflnum og gekk inn í eldhús- ið. Roger Smith gekk rakleitt inn um aðaldymar og síðan inn í stof- una þar sem hann fékk sér hana- stél. Nokkram augnablikum eftir að hann hafði sest gekk Maureen, kona hans, fram í eldhús til þess, að sögn, að segja Assie að hún mætti bera á borð eftir nokkrar mínútur. Augnabliki síðar slokkn- uðu öll ljós 1 einbýlishúsinu. Morðið Roger Smith gekk út úr húsinu tfi þess að kanna ástand vartappa í sérstökum kassa utan á því. Rétt á eftir kviknuðu öll ljós í húsinu á ný en Roger var varla kominn inn í stofuna þegar þau slokknuðu aft- ur. Ergilegur á svip gekk hann aft- ur út í garðinn. Skömmu síðar kviknuðu ljósin enn á ný en Roger sneri ekki til baka inn í húsið. Maureen sat með hendur fyrir eyrum meðan maður hennar var utandyra. Hún heyrði því ekki óp- ið, stutt og skerandi, sem barst að eyrum hinna í húsinu brot úr sek- úndu. Á þeirri stundu var Karen dóttir hennar inni í baðherberginu þar sem hún hafði læst að sér. Lee Sparrow og Daisy frænka sátu hins vegar í stofunni og horfðu upp í loftið. Nágrannamir heyrðu neyðaróp- ið. Þeir hringdu á lögregluna sem kom skömmu síðar að Roger Smith látnum undir húsveggnum. Hann hafði verið stunginn í bakið mörg- um sinnum. Fyrsta hugmynd lögreglunnar var sú aö Roger Smith hefði komið innbrotsþjóf að óvörum. Að morð- inginn hafði beitt hníf benti til þess að hann væri svertingi. Það geröi sömuleiðis shtin hálsfesti sem fannst í garðinum. Rannsóknarlögreglumönnunum fannst ekki líklegt að létt yrði að hafa uppi á morðingjanum. Þeir vora margir svertingjamir í fá- Assie Dekobe. Maureen Smith á leið í fangelsi eftir dómsuppkvaðningu. Roger Smith. Bíll morðingjans. tækrahverfum Jóhannesarborgar sem ætla mátti að hefðu áhuga á því að bæta fjárhag sinn á kostnað hvítu borgarbúanna. Vísbendingar í fyrstu miðaði rannsókn málsins Utið áfram. En svo fann lögreglan yfirgefinn bíl við vegarbrún nokkra kílómetra frá heimfii Smithsfiölskyldunnar. í bílnum fannst blóðugur hnífur og þegar sýni hafði verið tekið og rannsakað og niðurstaðan borin saman við rannsókn blóðs úr Roger Smith kom í ljós að hnífurinn var morð- vopnið. Brátt kom í ljós að bílUnn var í eigu svertingja og bflaviðgerðar- manns að nafni David Mguni. Hann var tekinn tfi yfirheyrslu en neitaði því að hafa framið morðiö eða vita nokkuð um það. Þá var gerð leit á heimfii hans og fundust buxur með blóðblettum í. Þeir reyndust vera af sama blóöflokki og Roger Smith hafði verið í. Þá staðfesti eiginkona Mgunis að sUtna hálsbandið sem fannst í garð- inum væri manns hennar. Þegar hér var komið varð Mguni ljóst að ekki þýddi lengur að þræta fyrir morðið og sagði hann nú sögu sem kom mjög á óvart og átti eftir að valda hvítu rannsóknarlögreglu- mönnunum miklu hugarangri. Sagan Frásögn Mgunis var í fyrstu hald- ið leyndri, eða þar til rætt hafði verið við marga af kunningjum og vinum Smithsfjölskyldunnar. Þá kom ýmislegt í ljós og smám saman varð ljós sú saga sem fer hér á eftir. Maureen Smith kynntist manni sínum á skemmtiferðaskipi árið 1975. Eftir sumarleyfið giftust þau og fluttust til Suður-Afríku með dóttur Maureen, Karen, frá fyrra hjónabandi. Á þessum tíma höfðu margir hvitir menn það mjög gott í Suður- Afríku og var algengt að fólk væri viö ströndina um helgar og byði til sín gestum. í fyrstu sinnti Maureen hlutverki sínu vel en þar kom að hún fór að þreytast á því að vera stöðugt á heimilinu og geta ekki starfað utan þess. Ekki varð þaö til að bæta ástandið að maður hennar sýndi henni stöðugt minni áhuga og þar kom að hann fór að sýna öðrum konum meiri áhuga en henni. í fyrstu vissi Maureen ekki hvemig hún áti að bregðast við vandanum en loks fannst henni aðeins eitt koma tfi greina, skilnað- ur. Nýrvandi Þegar Maureen hafði gert manni sínum grein fyrir því að hún teldi hjónabandið hafa misheppnast og vildi fá skilnað neitaði Roger Smith að fallast á þá lausn. Maureen var miklu efnaðri en hann og hann hafði ekki í huga að verða af þeim þægindum sem hann gat leyft sér vegna þess hve efnuð kona hans var. Maureen lét mann sinn skfija á sér að henni væri mikfi alvara með skflnaðinn en hann brást þá við með því að hóta henni að upplýsa yfirvöldin um að fé, sem hún hafði fengið sent frá Englandi, hefði ver- ið svikið undan skatti. Setti hann henni þannig stólinn fyrir dyrnar og taldi hag sig tryggðan. En Maureen var ekki á því að láta Roger komast upp með slíkt framferði og niðurstaða hennar varð sú að hún léti ryðja honum úr vegi. Vorið 1982 spurði Maureen ellefu manns hvort þeir vildu taka að sér að myrða Roger. Meðal þessa fólks vora ættingjar hennar. Það urðu hins vegar þjónustustúikan De- kobe og bflstjórinnr Ramogale, svertingjar, sem kynntu fyrir Maureen David Mguni, en hann var tilbúinn að myrða Roger Smith fyrir tíu þúsund rand. Dauðadómurinn Samningur Maureen Smith og Davids Mgirni var þannig að að kvöldi 20. júlí skyldi Mguni bíða fómardýrsins í garði hússins nærri vartappakassanum. Þegar Maureen Smith gekk fram í eldhúsið tfi þess, að eigin sögn í stofunni, að fá Assie til að bera kvöldverðinn á borð var hún í raun að fara til Ramogabe bfistjóra en hlutverk hans var að ganga út fyr- ir og ijúfa rafstrauminn. Það gerði hann en þegar Roger Smith kom út í garðinn í fyrra sinnið missti Mguni móðinn og þorði ekki að fremja morðið. Ramogabe fór þá út öðra sinni og rauf strauminn. Þegar Smith kom svo út í annað sinn tók Mguni í sig kjark og lagði til hans. Smith mun ekki hafa misst mátt strax og tókst að grípa í hálsfesti Mguni sem hélt þá áfram að stinga hann með hnífnum uns hann var allur. Hneyksli og réttarhöld Fréttin um að hvít kona hefði myrt mann sinn eftir að hafa feng- ið í hð með sér svart þjónustufólk olli hneykslan í Suður-Afríku. Fékk máhð mikla umfjöllun í blöð- um og við réttarhöldin síðar á ár- inu játuðu Karen, dóttir Maureen, og unnusti hennar, Lee, að þau hefðu vitað um morðáætlunina. Engum hafði þó komið til hugar að aðvara Roger og fram kom að Karen hafði farið í bankann til að sækja féð sem Mguni var greitt með. Réttarhöldin vöktu geysimikla athygh og þeim lauk með því að kveðinn var upp dauðadómur yfir Maureen Smith. Féh hún þá saman en hvit kona hafði síðast verið líf- látin í Suður-Afríku tuttugu og fimm árum áður. Aht árið 1983 sat Maureen í klefa á gangi dauðadæmdra. Hún hafði sótt um að dómurinn yfir henni yrði mildaður og varð að ósk sinni því honum var breytt í tuttugu og fimm ára fangelsi. Bflstjórinn, Ramogale, slapp einnig við að verða líflátinn efíir að hafa búist við lífláti mánuðum saman. Hann fékk fimmtán ára fangelsisdóm fyrir meðsekt. Mguni, sá sem framdi morðið, fékk þyngsta dóminn. Hann var dæmdur tfi dauða og líflátinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.