Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992. 5 pv____________________________________Fréttir Afkomuhorfur einstæörar móður: „Ekki erf itt ef vel er farið með peningana" - segir Linda Halldórsdóttir á Siglufiröi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef aldrei kvartað við einn eða neinn en auðvitað er erfitt hjá mörg- um að láta endana ná saman," segir Linda Halldórsdóttir, tveggja barna einstæð móðir, sem starfar hjá frysti- húsi Þormóðs ramma á Siglufirði er við trufluðum hana við vinnu smá- stund á dögunum, aðallega til að ræða hvemig væri fyrir einstæða móður að komast af nú á tímum. Linda er móðir tveggja barna, þriggja og fjögurra ára, og vinnur við fiskvinnslu 1 tvo og hálfan tíma á dag, en auk þess vinnur hún við hreingemingar í fyrirtækinu í eftir- vinnu. „Það er það eina sem hleypir kaupinu eitthvað upp að komast í einhveija eftirvinnu. Fyrir mig borg- ar sig ekki að vinna meira vegna þess að 22% af skattkortinu mínu eru hjá Tryggingastofnunar og ég get því ekki nýtt þaö allt.“ Linda sagðist ekki vera búin að fá greiðsluseðilinn með barnabótunum sem greiddar voru um síðustu mán- aðamót en sér sýndist á upphæðinni sem lögð var inn í bankabók hennar að hennar bætur væru óskertar. „Ég er auðvitað ánægð ef mínar bætur eru óskertar þvi ein fyrirvinna þarf á öllu að halda. Mér finnst hins veg- ar allt í lagi að hjón sem vinna bæði utan heimilis taki á sig einhveija skerðingu eins og ástandið er í dag.“ Linda segist hafa til ráöstöfunar um 13 þúsund krónur á viku eða rúmlega 50 þúsund krónur á mán- uði, og þar við bætast meðlags- greiðslur og mæðralaun sem nema Menn verða að Linda Haildórsdóttir: „Mér dettur ekki f hug aó kvarta." DV-mynd gk um 27 þúsundum. Hún segist greiða B þúsund fyrir barnapösstui á már,- uði og svo segist hún standa í því að koma sér upp þaki yfir höfuðið. „Ég er að kaupa litla íbúð sem er um 50 fermetrar, ekki stór íbúð en hún dugar mér og börnunum. Ég tók bankalán til að kljúfa útborgunina og barnabæturnar nægja til að greiöa afborganir af því láni. „Auðvitað get- ur þetta verið erfitt stundum, en með því að fara vel með peningana þá tekst þetta og mér dettur alls ekki í hug að vera að k'varta eða barma mér,“ sagði Linda. fá ellilífeyrinn sinn óskertan - segir Óli Sveinbjöm Júlíusson á Sigluíirði Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég hef ekki reiknað út nákvæm- lega hvað ég kem til með að fá til að lifa af þegar ég verö ellilífeyrisþegi núna á næstunni en ég vona bara að það verði hægt að lifa af því,“ segir Óli Sveinbjöm Júlíusson, starfsmað- ur frystihúss Þormóðs ramma á Siglufirði. Oli Sveinbjöm verður 67 ára í byij- un mars og sagði er við ræddum við hann að þá myndi hann hætta að vinna. „Heilsufarið er þannig að ég verð að hætta og reyndar hefði ég getað verið hættur nú þegar og far- inn á örorkubætur vegna heilsuleys- is en það vildi ég ekki. Svo mikið þykist ég vita að það er ekki hægt að lifa af ellilifeyrinum ef það á að skerða hann. Ég vona bara að það veröi farið varlega í þetta en því mið- ur sýnist mér að það sé verið að fara illa með gamla fólkið í þessum að- gerðum ríkisstjómarinnar," sagði Óli. Hann sagði að þorri gamals fólks hefði engan möguleika á að drýgja tekjur sínar. „Þetta er annað fyrir fólk sem getur unnið eitthvað og Óli Sveinbjörn Júlfusson: „Ég vona aö þaö verði farið varlega í þetta.“ DV-mynd gk fengið þannig meiri peninga og svo em auðvitað sumir sem hafa aðgang að lífreyrissjóðum en ekki svona venjulegir daglaunamenn eins og ég,“ sagði Óli Sveinbjöm. Frá 719.000stgr. á gotuna DAIHATSU CHARADE Sá vinsœlasti ar CHARADE '92 3ja eda S dyra Sparneytinn bill fyrir isienskar aóstæöur Innifalib 3 ára ábyrgö 6 ára verksmiojurybvörn Númeraplötur Nýskráning Loftnet 2 hátalarar Tauklædd sæti Hjólkoppar Halogenljós Rúllubelti í aftursæti Skottlok/bensínlok opnast innanfrá Innifalib CHARADE SEDAIU 92 Kraftmikill fjöískyidubíll med vökvastýri, Sgira eda sjáifskiptur Vökvastýri Klukka 3 ára ábyrgb 6 ára verksmibjury&vörn Númeraplötur Nýskráning Loftnet 2 hátalarar Plussklædd sæti Hjólkoppar Halogenljós Rúllubelti í aftursæti Skottlok/bensínlok opnast innanfrá FAXAFENI8 • SIMi 91-685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.