Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
49
Meiming
Oþelló
íslenska óperan frumsýndi í gærkvöldi ópenma
Óþelló eftir Giuseppe Verdi. Hljómsveitarstjóri var
Robin Stapleton, en leikstjóri Þórhiidur Þorleifsdóttir.
Leikmynd geröi Siguijón Jóhannsson. Garðar Cortes
söng hlutverk Óþellós, Keith Reed hlutverk Jagós og
Ólöf Kolbrún Harðardóttir hiutverk Desdemónu.
í sýningu þessari var ekki notaður veggtöflubúnaður
sá sem til er í Óerunni til að birta texta verks á. í staö-
inn las Amar Jónsson leikari textann af seguibandi.
Þetta hljómaði ágætlega enda þótt skemmtilegra hefði
verið að hafa Arnar þarna í eigin persónu. Segulband-
ið varð þó til að vekja enn einu sinni athygli á þeim
vandræðagangi sem jafnan er með textann i ítölskum
óperum. Svo virðist sem enginn þori að láta sér detta
í hug að þýða textann á íslensku af virðingu fyrir þijú
hundruð ára veldi íala í óperumálum. Það er að sönnu
rétt að allir skildu ítölsku við hirð Austurríkiskeisara
á átjándu öld. En gildir það um óperugesti í Reykjavík
á tuttugustu öld? Gagnrýnandi DV, að minnsta kosti,
getur ekki stært sig af meiru en vera naumlega staut-
fær á þeirri fógru tungu ítölsku og er ekki grunlaust
um að svo kunni að vera um aðra. Hitt skiptir þó enn
meira máh að með því að flytja textann á íslensku
yrði hleypt nýju lífi í hin þreyttu og ofnotuðu verk,
sem eru kjami þess sem íslenska óperan sýnir, og flytj-
endur fengju eitthvað nýtt og sjálfstætt til að takast á
við í stað þess að eltast við flata hefðina.
Þessi sýning var nokkuð misjöfn og var sumt vel
gert en annað lakara. Af því sem miður fór bar mest
á vondum leik hljómsveitarinnar, grautarlegum og oft
svo skerandi óhreinum að kvöl var undir að sitja. Nú
mátti sjá í efnisskrá að hljómsveitin var skipuð mörg-
um ágætum hljóðfæraleikurum. Verður því að álykta
að ástæðan sé of fáar æfingar og það er ekki boðlegt.
í þessari ópem veltur mikið á söngvurunum í þrem
aðaihlutverkunum, Óþelló, Jagó og Desdemónu, sem
öll eru stór, einkum þó hlutverk Óþellós. Það tók Garð-
ar Cortes nokkum tíma að komast almennilega í gang.
Eftir það gerði hann margt vel og rödd hans hefur enn
mikinn og fagran hljóm. Það dró nokkuð úr áhrifunum
að söngur hans var stundum óhreinn og of mikið var
um að rennt væri í tóninn og úr. Ólöf Kolbrún kom
vel fyrir að vanda en hefur ekki tekist að ná tökum á
of miklu vibratói sem lýtir hennar eðlisfögm rödd.
Stjarna kvöldsins var Keith Reed í hlutverki Jagós.
Þetta mun vera frumraun hans með íslensku óper-
unni og tókst hún hið besta. Reed söng hreint og greini-
lega með hljómmikilli og fallegri röddu og var túlkun
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
hans á köflum mjög áhrifamikil. Náðu þeir oft vel
saman Garðar og Reed og spillti ekki fyrir að þeir era
báðir stórir menn og hermannlegir og tóku sig vel út
í búningum sínum. Ýmsir aðrir, sem höfðu einsöngs-
hlutverk á hendi, komust mjög vel frá sínu og má þar
einkum nefna Þorgeir J. Andrésson í hlutverki Cassí-
ós og Tómas Tómasson í hlutverki Lodovicos. Þá stóð
kórinn sig að vanda með prýði.
Leikstjóri í óperunni á ekki auðveldan leik á borði.
Það setur leiktúlkun þröngar skorður að leikiö er á
framandi máli sem ekki er ætlast til að skiljist. Þá er
það töluvert púsluspil eitt út af fyrir sig að koma öllu
fólkinu fyrir á þröngu sviði hússins. Verður ekki ann-
að sagt en að Þórhildur Þorleifsdóttir hafi komist vel
frá þessu. Hópsenur hennar vom áberandi vel útfærö-
ar og fallegar. Hjálpaöi þar til ágætir búningar Unu
Collins og leikmynd Siguijóns Jóhannssonar. Mikil
fagnaðarlæti bmtust út í lok sýningarinnar og létu
áheyrendur óspart í ljós þakklæti sitt. Var söngfólk
og aðstandendur sýningarinnar kallað fram hvað eftir
annað með dynjandi lófataki. Vonandi er það vísbend-
ing um að sýningin eigi eftir að ganga vel.
Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngja hlutverk Óþellós
og Desdemónu. DV-mynd GVA
Stjömubíó - Ingaló:
Mannlvf og slor fyrir vestan
Sjómennska og mannlíf í sjávarplássi á
Vestfjörðum er ramminn utan um söguna
af Inguló í samnefndri kvikmynd Ásdísar
Thoroddsen. Sjómannslífið hefur furðu
sjaldan verið meginþema í leiknum íslensk-
um kvikmyndum hingað til, þegar haft er í
huga hversu stór þáttur það er í þjóðfélagi
okkar. Líf sjómannsins á sjó er samt ekki
kjarni myndarinnar, heldur heimamenn og
aðkomufólk í sjávarplássi, fólk sem lifir af
afurðum sjávar og býr í lélegum verbúðum.
Lífi þessa fólks er komið á trúverðugan hátt
til skila í senn í bæði skemmtilegri og drama-
tískri kvikmynd Ásdísar.
Ingaló er sautján ára stúlka sem alist hefur
upp við sjóinn og stundað sjómennsku á
trillu með fóður sínum og bróður. Hún hefur
ávallt verið talin „vandræðabam“, er árásar-
gjörn og skapstirð. Þar sem hún er stúlka
þá er þetta afgreitt sem einhver geðbilun í
henni eða orsök slyss sem hún varð fyrir sem
bam. Eftir að hafa stofnað til siagsmála á
balli og bitið lögregluþjón er hún send til
sálfræðings í Reykjavík. Sálfræðingur sem
fær hana til meðferðar segir aftur á móti að
ekkert sé að henni. Hún sé einfaldlega frek.
Eftir þessa sjúkdómslýsingu fer Ingaló á sjó-
inn og róast aðeins við það.
.Tekur nú við sjómennska um borð í Matt-
hildi og verbúðarlíf. Ingaló hrífst af stýri-
manninum Skúla en hún hefur einnig
áhyggjur af bróður sínum sem er allt önnur
manngerð en hún, tilfmninganæmur og við-
kvæmur. Það veiðist lítið, auk þess s'em
Matthildur er hinn versti dallur og þymir í
augum útgerðarmannsins. Sá kemur nokkuð
við sögu, bæði í Reykjavíkurferð Ingulóar
og þegar íbúar í verbúðinni fara í verkfall
vegna lélegs aöbúnaöar.
Margar persónur
Myndin snýst fyrst og fremst um Inguló,
en það eru fjölmargar persónur sem koma
við sögu, góðar, slæmar, leiðinlegar og
skemmtilegar. Áhöfnin á Matthildi er til að
mynda öll hin skrautlegasta en yfirleitt em
persónumar í myndinni venjulegt fólk sem
áhorfandinn á auðvelt með að sjá samnefn-
ara við úr daglega lífinu. Flest er þetta heið-
Skreiðin komin úr verbúðunum út á götu. Dynkurinn (Björn Karlsson) situr ofan á hrúgunni.
arlegt og stritandi verkafólk. Mótsögnin er
hinn lævísi útgeröarmaður og spfilt verka-
lýðsfomsta.
Ingaló er bæði fyndin og dramatísk. Það
er mikið um að vera í myndinni. Uppákomur
sem vekja hlátur. Til aö mynda eru fyndin
atriðin með þorpshálfvitanum Kalla kóngi.
Eins skapar áhöfnin um borð og í verbúð
létt andrúmsloft. Það er aftur á móti litið
fyndið við líf systkinanna, Ingulóar og
Sveins. Faðir þeirra, harðstjóri hinn mesti,
hefur hrakið þau aö heiman. Það er saga
þeirra sem skapar dramatíkina.
Þessi blanda gríns og alvöm er hættuleg
og vandmeðfarin en Ásdísi tekst furðanlega
vel að halda utan um söguþráðinn og allar
þær persónur sem koma fyrir í myndinni.
Úr verður kvikmynd sem er í senn bæði
skemmtfieg og mannleg og á ömgglega á eft-
ir að falla landsmönnum vel í geð.
En þegar að er gáð em margir lausir endar
í handritinu. Atburðir sem skapa þunga-
miðju myndarinnar verða endasleppir, tfi að
mynda örlög Sveins, bróður Ingulóar, og af-
drif Matthfidar. Eins þegar þátttaka Skúla í
baráttu fyrir bættum kjöram verbúðarfólks-
ins er kæíð í fæðingu fáum við engin við-
brögð hvorki frá honum né öömm. Eiginlega
má segja að allt í kringum verkfallsbaráttuna
sé mjög máttlaust og flæki aðeins sögima.
Góður leikur
Með Inguló hefur Ásdís tekist að skapa eftir-
minnfiega persónu sem Sólveig Amarsdóttir
skilar mjög vel. Sólveg hefur svipmikið and-
ht og túikar hún tilfinningar Ingulóar ein-
staklega vel, bæði þegar ofsinn er hvað mest-
ur út á við og eins þegar innri barátta tilfinn-
inga er mikfi.
Annars er leikur í heild í Inguló virkilega
góður og sérlega vel vahð í hlutverkin. Hvort
sem er um að ræða grófa sjómenn og haröar
frystihússtelpur eða lævísa forstjóra og
verkalýðsforingja. Er engin ástæða tfi að
taka einn fram yfir annan.
Ingaló er fyrsta leikna kvikmynd Ásdísar
Thoroddsen í fuhri lengd. Það er engin við-
vaningsbragur á leikstjóm hennar, heldur
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
vinnubrögð þess sem veit nákvæmlega
hvemig á að gera hlutina. Kvikmyndatakan
er látlaus og skfiar sér vel. Einnig er öll
tæknivinna tfi fyrirmyndar. Ásdís skrifar
handritið, sem hefur sína annmarka, en þeg-
ar á allt er htið hefur henni tekist það sem
lagt var upp með, að gera kvikmynd sem
höfðar tfi breiðs hóps áhorfenda.
4
INGALO
Leikstjóri og handritshöfundur: Ásdis Thoroddsen.
Kvikmyndataka: Tahvo Hlrvonen.
Leikmynd: Anna Th. Rögnvaldsdóttlr.
Kllpplng: Valdis Óskarsdóttir.
Hljóð: Martln Steyer.
Tónllst: Christoph Oertel.
Aóalhlutverk: Sólvelg Arnarsdóttir, Haraldur Hall-
grimsson, Ingvar Slgurðsson og Þorlákur Kristins-
son.