Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
Hagnýt lögfræði
Ef farþegi sest upp i bil með ökumanni af frjálsum vilja og veit að hann er ölvaður gerir hann það á eigin
áhættu og fyrirgerir rétti sínum til bóta.
Farþegar ölvaðra ökumanna:
Áhættunn-
ar virði?
Nánast í hverri vikú birtast í dagblöðunum fréttir
um alvarleg umferðarslys sem alltof oft má rekja til
ölvunar við akstur. Við lestur þessara frétta vakna
spumingar um réttarstöðu farþega þessara öku-
manna, en oft slasast þeir meira en ökumennimir sjálf-
ir. í þessari grein verður leitast við að svara þessum
spumingum og til skýringa verða reifaðir nokkrir
dómar Hæstaréttar.
í 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er sú skylda lögð
á eiganda skráningarskylds vélknúins ökutækis að
hann bæti það tjón sem hlýst af notkun þess enda
þótt tjónið verði ekki rakið tU bilunar eða gaila á tæk-
inu eða ógætni ökumanns. Ef ökumaðin- er annar en
eigandi ökutækisins getur hann orðið bótaskyldur,
auk eigandans, ef hann veldur tjóni af ásetningi eða
gáleysi. Byggist sú ábyrgð á almennri, ólögfestri meg-
inreglu skaðabótaréttar utan samninga. Samkvæmt
þessum bótareglum eiga farþegar almennt rétt á
skaðabótum vegna líkamstjóns.
Öðm máb gegnir ef ökumaðurinn er drukkinn. Ef
farþegi sest upp í bíl með ökumanni af fijálsum viija,
vitandi að hann er ölvaður, gerir hann það á eigin
áhættu og fyrirgerir rétti sínum til bóta. Kallast þetta
áhættutaka, en með áhættutöku er átt við að Ijónþola
er ljós áhættan sem hann tekur en hann leggur sig
samt í hættu. Þótt farþeginn hafi sjálfúr veriö drukk-
inn og dómgreind hans þar með skert breytir það ekki
niðurstöðunni. Em ríkar kröfur gerðar til farþega í
þessu efni.
í dómi Hæstaréttar sem upp var kveðinn 11. október
1989 (hrd. 1989:1287) vom málavextir þeir, að fimm
menn höfðu veriö að laxveiðum. Að veiðum loknum
komu þeir í veiðihús og snæddu þar kvöldverð. Á
meðan á málsverðinum stóð neyttu þeir tölvuverðs
magns áfengis. Eftir að máltíðinni lauk héldu þeir
drykkjunni áfram. Seinna um kvöldið fóm fjórir þeirra
í ökuferð sem lauk með því að bifreiðin valt og hlaut
einn farþeganna alvarlega höfuðáverka sem leiddu til
blindu og mikifiar andlegrar fótlunar. Hann höfðaði
síöan mál, ásamt eiginkonu sinni, á hendur ökumanni
bifreiðarinnar til greiðslu bóta vegna þessara áverka.
Niðurstaöa blóðrannsóknar sem gerð var á ökumanni
eför slysið sýndi að alkóhólmagn í blóði hans var 1,13
0/00 og fundu læknar af honum áfengislykt. í 2. mgr.
45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir, að maður teljist
ekki getað sfjómað ökutæki örugglega þegar alkóhól-
magn er meira en 0,50 0/00. í þriðju málsgrein sömu
greinar segir, að maður teijist óhæfur til að stjóma
ökutæki þegar alkólhólmagn er meira en 1,20 0/00. í
forsendum Hæstaréttar segir aö ökumaðurinn og far-
þeginn hafi verið samvistum allt kvöldið. Það fari því
ekki hjá því að farþeginn hafi tekið eftir því aö öku-
maðurinn neytti áfengis og þegar htið er til áfengis-
magns þess, sem mældist í blóði ökumannsins, orðiö
Umsjón:
ORATOR
- félag laganema
þess var að hann var undir áfengisáhrifum við akstur-
inn. Bótakröfunni var því hafnað.
Þessi skoðun Hæstaréttar kemur einnig skýrt fram
í Hæstaréttar- dómi sem kveðinn var upp 17. febrúar
1969 (Hrd. 1969:180). Fleiri dóma mætti hér einnig nefna
þar sem niðustaðan er sú sama, sem sýnir að Hæsti-
réttur heldur fast við þessa dómvenju.
Einu líkumar til þess að farþegi fái bætur í tfifehum
sem þessum er að hann hreinlega viti ekki um áfengis-
neyslu ökumanns- ins eöa ef farþeginn er rænulaus
og er borinn inn í bifreiðina. Sem dæmi um fyrr-
nefnda tilfelhð má nefna sératkvæði tveggja dómara
í Hæstaréttardómi 1986:558. Málavextir í þessum dómi
vora þeir, að R hitti tvo ókunnuga menn fyrir utan
vínveitingastað í Reykjavík. Annar þeirra, K, bauðst
til að aka R heim. Skammt frá Umferðarmiöstöðinni
fór bifreiðin út af veginum, með þeim afleiðingum, að
K lést og R og tveir aðrir farþegar slösuðust. Magn
alkóhóls í blóöi K mældist 1,65 0/00. R höfðaði mál á
hendur eiganda bifreiöarinnar til greiðslu skaðabóta.
Sagðist hann hafa verið ölvaður og ekki séð að K
væri undir áhrifum áfengis. í dómi var taUð víst, aö
athuguU maður og aUsgáður hefði tekið eftir ytri áfeng-
isáhrifum á manni, sem hafði jafn mikið alkólhólmagn
í blóði sínu og K. Var R því taUnn hafa fyrirgert rétti
til bóta vegna slyssins. Tveir dómarar Hæstaréttar
skiluðu sératkvæði. Sögðu þeir, aö R hefði vitað að K
hefði verið á veitingastaðnum eins og hann sjálfur.
Þeir hefðu þó ekki hist þar eða veriö saman við áfengis-
neyslu. Yrði ekki fuUyrt, að R hefði hlotið að gera sér
ljóst, hvemig ástatt hefði verið um K. Samkvæmt því
taldi minnihlutinn rétt, að dæma É bætur.
Af þessari umfiöllun má ráöa að menn eiga að hugsa
sig vandlega um áður en þeir setjast upp í bifreið sem
stjórnað er af ölvuðum manni.
Fréttir
Framleiðslustöðvun Kröfluvirkjunar:
Gef ur okkur tíma
til að sinna við-
haldsverkefnum
Gylfi Kristjánssan, DV, Akuieyii
„Þetta kemur okkur ekki í opna
skjöldu heldur Utum við á þetta sem
lengri sumarstöðvun en verið hefur
og þaö gefur okkur rýmri tíma til að
sinna viðhaldsverkefnum sem við
höfum varla haft tíma tíl undanfarin
ár,“ segir Héðinn Stefánsson, stöðv-
arstjóri Kröfluvirkjunar, í kjölfar
þeirrar ákvörðunar stjómar Lands-
virkjunar að stöðva raforkufram-
• leiðslu virkjunarinnar í 5-6 mánuði
á þessu ári.
Ákvörðun Landsvirkjunar, sem
kemur í kjölfar frestunar álvers-
framkvæmda á KeiUsnesi, er fyrst
og fremst spamaðarákvörðun og
snýr aðaUega að því að stöðva bonm-
arframkvæmdir við tvær nýjar holur
fyrir virkjunina en taUð er að með
því sparist 180-200 mfiljónir króna.
Hvað varðar stöðvun raforkufram-
leiðslu í Kröflu í 5-6 mánuði er breyt-
ingin frá síðustu árum sú að stöðvun
framleiðslu lengist um einn og hálfan
tíl tvo mánuði en framleiðsla hefur
jafnan verið stöðvuð yfir hásumarið
og þá unnið við viðhald.
„Þetta er hagkvæmt og ætti að nýt-
ast okkur vel. Við höfum varla haft
tíl þess tíma að sinna viðhaldsverk-
efnum undanfarin ár vegna ýmissa
framkvæmda. Þetta sparar okkur
Uka verktakakostnað og ýmsa að-
keypta vinnu. Þetta er Uka geysUega
hagkvæmt fyrir jarðhitageyminn.
Menn hafa verið að gera sér grein
fyrir því að jarðhiti er ekki óendan-
legur og ef mikið er tekið upp úr jörð-
inni af gufu em menn fyrr búnir að
kæla viðkomandi svæði. Ef hægt er
að lengja endingu þessara svæða
sparar það frekari boranir," segir
Héðinn.
Hann segist hafa reiknað með þess-
ari lengingu stöðvimar framleiðsl-
unnar þegar hann vann að gerð fjár-
hagsáætlunar í haust. „Þá reiknaði
ég með aUt að fimm mánaða stöðvun
en við höfum aldrei fengið aö stöðva
svo lengi þótt við höfum þurft þess.“
Starfsmenn við Kröfluvirkjun em
17 talsins og komið hefur tU tals að
hluti þeirra vinni sem afleysingar-
menn við Blönduvirkjun í sumar og
jafnvel við viðhald í BúrfeUsvirkjun.
„Ef þaö verður em menn ekki aö
vinna að viðhaldi viö Kröflu á sama
tima og varla verður farið að senda
mehn frá BúrfeUi tU að vinna aö við-
haldi viö Kröflu eða kaupa tU þess
verktaka. Ég er ekki æðsti stjómandi
þessa fyrirtækis og stjóma þessu
ekki. Ég veit hins vegar hvað að mér
snýr og hef næg verkefni fyrir þessa
menn þótt stöðin stöðvist í fimm
mánuði í staðinn fyrir þrjá til þijá
og hálfan mánuð eins og verið hef-
ur,“ sagði Héðinn.
Raforkuframleiðsla Kröfluvirkjun-
ar hefur undanfarið numið um 30
megavöttum og 11-12 holur hafa ver-
ið nýttar. Holurnar tvær, sem fram-
kvæmdum hefur verið frestað við,
áttu að nýtast við síðari vélasam-
stæðu virkjunarinnar sem átti að
gangsetja árið 1996 ef orðið hefði af
byggingu álvers.
Leigubílstjóri gerist
f lugvallarvörður á Gjögri
„Það er óneitanlega minni umferð
héma þó hún hafi reyndar verið tals-
verð yfir hátíðamar,“ segir Jón Guð-
bjöm Guðjónsson, leigubílstjóri úr
Reykjavík, sem nú er flugvaUarvörð-
ur og umboðsmaður íslandsflugs á
Gjögri í Ámeshreppi í Strandasýslu.
Starfið segir hann eðhlega vera aUt
öðm vísi en það sem hann hvarf frá
í Reykjavík. „Ég er búinn að vera
leigubíistjóri frá 1977 og það er gott
að hvUa sig á því í smátíma. Þetta
er auðvitað þjónustustarf líka en það
er minni skarkali sem fylgir þessu.
Hér er ekkert fyllirí og vesen. Svo
er þetta mest dagvinna og heldur
frjálslegra."
Ámeshreppur er heimasveit Jóns
og þar vUdu menn fá mann sem
þekkir tíl á staðnum. „Ég er nú bara
að leysa af í háift ár til að byija með
og verð hér út mars. Annars gæti ég
vel hugsað mér að vera áfram."
Að sögn Jóns ferðast heimamenn,
sem era um hundrað talsins, tals-
vert. Áætlunin er Reykjavík - Hólma-
vík - Gjögur - Reykjavík. Á miUi þijá-
tíu og fjörutíu farþegar fara um vöU-
inn á mánuði en þá er Uka um gesti
að ræða. Flogið er tU Gjögurs tvisvar
í viku og em þaö einu samgöngumar
yfir veturinn. Flutningaskip kemur
hálfsmánaðarlega.
Þó að ekki sé flogið sé nema tvisvar
í viku þarf Jón aUtaf að vera á bak-
vakt. „Það getur aUtaf komið fyrir
aö það þurfi sjúkraflug. Maður þarf
aUtaf að láta vita hvar maður er og
það verður aö vera hægt að ná í
mann á klukkutíma."
Ekki hefur aUtaf verið hægt að
fljúga til Gjögurs í vetur á áætlunar-
degi vegna veðurs en að sögn Jóns
hefur snjóinn vantað. „Það hefur Ut-
ið þurft aö moka.“
-IBS
Norðurland vestra:
Rafmagnsgirðing
við þjóðveginn
ÞórhaBui Asmundssan, DV, Sauöárkróld;
„Við höfum verið að skoöa þessi
mál og rætt við landeigendur. Vonir
standa tíl að hægt verði að fara í
þetta í sumar en verður ekki ljóst
fyrr en í vor,“ sagði Jónas Svavars-
son, umdæmisstjóri Vegagerðarinn-
ar á Sauðárkróki, en talsverð pressa
hefur verið á Vegagerðina að girða á
Vatnsskarðinu til að hindra umferð
hrossa við veginn.
Mikið hefur verið um umferðar-
óhöpp á þessum slóöum að vetrinum.
Á síðasta ári var tíl dæmis fimm
sinnum ekið á hross á Vatnsskarði,
þar af vom ijögur óhappanna Húna-
vatnssýslumegin. Það er vestan
sýslumarkanna við MyUulæk. Að
sögn lögreglu vom það í öU skiptin
hross frá VatnshUð sem urðu fyrir
bUunum.
Jónas Svavarsson segir að menn
hafi hugsað sér að koma upp raf-
magnsgirðingu frá girðingarendun-
um Skagafjaröarmegin meðfram
bænum VatnshUð og aUa leið niður
í Bólstaðarhhð.