Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 32
48 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992. Nauðungaruppboð á neðangreindum fasteignum, þingl. eig. Steinsmíði hf„ fer fram á eignun- um sjálfum sem hér segir: Lyngmói 6, Njarðvík, annað og síðara, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 10.15. Uppboðsbeiðendureru Eggert B. Ólafsson hdl. og Garðar Garðarsson hrl. Lyngmói 14, Njarðvík, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 10.45. Uppboðsbeið- andi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli LÖGGILDINGARSTOFAN Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið í Reykjavík dagana 17. og 18. febr. nk. ef næg þátt- taka fæst. Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda á Löggildingarstofunni í síma 91-681122 Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! |JUMFERDAR ' )) Lögmanns- & fasteignastofa REYKJAVÍKUR Skipholti 50C, sími 678844 Fasteign er okkar fag Grafarvogur. 146 fm neðri hæð í tví- býli ásamt bílskúr. Albendist tilbúið undir tréverk. Einbýli i miðbæ. Töluvert endurnýjað einbýlishús á rólegum stað. 4 svefnher- bergi og setustofa í risi. Garðabær. Ca 150 fm einbýli ásamt 45 fm bílskúr, falleg gróin lóð. Ákveðin sala. Kópavogur. Ca 150 fm raðhús ásamt rými í risi, afhendist fullgert að utan, fokhelt að innan. Útsýni. Ca 20 km frá Rvík, einbýlishús, ca 200 fm, ásamt 150 fm skemmu. I nágrenni Reykjavíkur er laust mjög gott, fullbúið raðhús með séríbúð í kjall- ara. Arinn, parket, garðhús, gróinn garður. Mjög góð lán áhvílandi. Vesturbær. Lítið snoturt einbýli, kjall- ari, hæð og ris, ákveðin sala. Parhús í Grafarvogi. Húsin eru á 2 hæðum með innb. bílskúr, alls ca 180 m2. Afhendast fokheld með jámi á þaki. Til afh. strax. Verð 7,3 rnillj. 2 ."> hciT». Norðurás. Góð 75 fm, 2ja herb. íbúð, allt nýtt, laus strax. Hafnarfjörður. 125 fm lúxusíbúð á besta stað, frábært útsýni. Álftahólar. Ca 75 fm íbúð, laus strax. Álfheimar. Stórglæsileg 3ja herb, f»úð. Ibúðin er öll parketlögð og með nýjum innréftingum. Ihúðin nr laua til afhendingar strax. ' í hjarta borgarinnar íbúðir fyrir 55 ára og eldri! 2ja og 3ja herbergja stórglæsilegar fullbúnar íbúðir. Stutt í alla þjónustu. Hagstæð kjör og greiðsluform við allra hæfi. All- ar upplýsingar og öll þjónusta við vænt- anlega kaupendur. Þverholt. Ca 75 ím íbúð ásamt bíl- skýli. íb. afhendist tilb. undir tréverk. Til afhendingar strax. Grafarvogur. Stórglæsileg 5-7 herb. íbúð á tveimur hæðum, fullbúin sam- eign. íbúð tilbúin undir tréverk. Til afh. strax. Hafnarfjörður. 2, 3 og 4 herb. íbúðir, tilbúnar undir tréverk. Til afh. strax. Nökkvavogur. Ca 3-4 herb. íbúð. Ca 80 fermetrar, efri hæði í tvíbýli. Miðbær. Nýleg, mjög séretæð og skemmti leg ibúð í nýlegu húsi. Áhv. ca 4,6. Sérhæð vesturbœ. 3 herb. sérhæð ásamt kjalloru í nýlegu tvíbýlis- húsi. Suðurgata, Hafnarfirði. 4 herb. + bíl- skúr. íbúðin er stórglæsileg, í fjórbýli, afhent fullbúin að utan, tilbúin undir tréverk að innan. Ath.l Til afhendingar strax. Jöklasel. Stórglæsileg 3ja herb., 95 fm íbúð, þvottahús inn af eldhúsi, hagstæð áhvílandi lán. Ákveðin sala. Miðbær. Glæsileg ca 110 fm 5 herb. íbúð. Allt nýtt. Parket á gólfum, tvennar svalir, frábært útsýni. Klassaeign. Nýtt á sölu. Rauðarárstígur. 2ja herb. íbúð, ca 70 fm, ásamt bílskýli, til afhendingar strax. . Anntuð | Söluturn með góðri veltu. Vel staðsett- ur. Blóma- og gjafavöruverslun. Vel staðsett í austurbæ. f Skeifunni. Verslunar- og skrifstofu- húsnæði. Hver hæð ca 415 fm. Vel stað- sett hús. Nánari upplýsingar á skrifst. 7 hektara land liggur að sjó. Nánari uppl. á skrifstofunni. Verslunarhúsnæði við Laugaveg. Ólafur örn, Rut Stefensen, Gísli Björnsson og Sigurberg Guðjónsson hdl. Mermirig Naumhyggja í samhengisleit - umhverfis sýningu Ingibjargar Eyþórsdóttur 1 Nýhöfn Svonefnd naumhyggja, eða minimalismi, hefur orðið sífellt meira áberandi í myndlistinni og reyndar í flest- um geirum lista á síðustu árum. Þessa þungu áherslu á einfoldun, að skera alla hluti niður í frumeindir sín- ar, má að vissu leyti skýra með því að viðkomandi leiti að hreinum tóni í skarkala umheimsins. En þar býr fleira undir að mínu viti. Hafi nýja málverkið verið uppreisn, upplausn firrtrar hugmyndalistar - þá er einnig hægt að líta á naumhyggjuna sem andóf gegn taumleysi tjáningarinnar. Naumhyggjan er þann- ig gagnbylting flrrtrar menningar - hér er leitað log- andi ljósi aö samhengi engu síður en samræmi. Sam- hengið er rafmagnskapall allrar sköpunar, sögulegt samhengi, lífrænt, hugmyndalegt - andlegt og efnis- legt. Samhengi og samkrull hugmynda Naumhyggja, sem einnig mætti kalla naumsæi, er þó hreint ekki eins einföld og ætla mætti. í fyrsta lagi er þar oft á tíðum um að ræða eins konar náttúrudýrk- un - viðleitni til að fanga hluta náttúrunnar, hólfa hana niður og draga fram helstu einkenni hennar á allt að því vísindalegan hátt. í öðru lagi getur þar ver- ið á ferð eins konar hugmyndaleg og efnisleg hreinsun sem felst í því að listamaðurinn svælir „kjamann“ út úr „hismi“ sínu. Sá kjarni er oftar en ekki einangrað fyrirbæri eða efniviður úr nánasta umhverfi sem er kominn svo langt frá uppruna sínum aö hann ratar ekki heim í hugmyndalegum skilningi. Hugmyndalegs samhengis er því leitað annaðhvort í konfektkössum Evrópu eða stífbónuðum grafhýsum rótlausra hemað- arþjóða á borð við Bandaríkin. Uppskeran verður svo jafn skrautleg og mennimir eru margir - en innri til- finning fyrir samhengi er vísast enn fjær viðkomandi, en áður. Firring hins fjölóða flknaheims hefur hins vegar borið ávöxt: naumhyggju. Dulrænir drangar að láni Hér er ætlunin að fjalla ögn um eina sýningu af toga naumhyggjunnar, sýningu Ingibjargar Eyþórsdóttur í sölum Nýhafnar við Hafnarstræti. í sýningarskrá get- ur Ingibjörg þess að form og litir séu fengin „að láni úr náttúrunni, án þess að verið sé aö reyna að færa land yfir á léreft“. í þessu felast naumsæ markmið sem enda sjálfsagt í spíss, í blindgötu, nema ræturnar, sam- hengið sé þeim mun meðvitaðra. Vandi naumsæisins, naumhyggjunnar, er einmitt í því fólginn að hug- myndalegur bakgrunnur naumsæismanna er í flestum tilvikum samhengislaus og einlitur. Einkennandi er ótti við að tengja verk sín efnislegum forsendum, jafn- vel þótt þau séu máluö með olíu á striga líkt og gert hefur verið um aldir. Öfugt við það sem gerist meðal póstmódemista, er samhengi við listasöguna gjarnan afneitað. Hinir jarðbundnari minimaiistar leitast þó Ingibjörg Eyþórsdóttir á sýnlngu sinni í Nýhöfn. DV-mynd BG MyncUist Ólafur Engilbertsson við að fanga áferð og litbrigði hlutveruleikans inn í trogskorna heimsmynd sína. Að mínu mati stendur Ingibjörgu nær aö rækta form- og litaskyn sitt á þess- um síðamefnda vettvangi heldur en að brenna allar brýr að baki sér að hætti sótthreinsunarsinna. Mynd- ir númer átta og níu bera þess merki aö Ingibjörg hefur næmt auga fyrir birtu og dularmögnum náttúr- unnar. Hrein bogaform einnar myndar fannst mér ekki hljóma við þá dulrænu klettadranga sem em svo einkennandi fyrir sýninguna. Naumhyggja getur nefnilega sundrað heildarmynd engu síður en að skapa einingu. Sýningu Ingibjargar Eyþórsdóttur lýkur hinn 12. febrúar. Bíóborgin - Svikráð: ★★ Föst í blekkingarvef Það koma upp í hugann nokkrar klassískar spennu- myndir þegar horft er á Svikráð enda er söguþráður- inn kunnuglegur og fátt í sjálfu handritinu sem kemur á óvart. Samt er það svo að leikstjóranum Damian Harris tekst að byggja upp góðan stíganda og spennu sem nær hámarki í lokin. Gallinn er að þessi spenna kemur yfirleitt frá tækniliðinu nema í lokaatriðinu sem er nokkuð magnað. Aðalpersónurnar em tvær, Adrienne og Jack Saund- ers. Þau em bæði i vel launuðum störfum þegar þau hittast af tilviljun og er um ást viö fyrstu sýn að ræða. Sex áram síðar er allt í lukkunnar standi að því er Adrienne heldur. Ekki er samt allt sem sýnist. Rán á dýrmætri festi í listasafni, þar sem Jack vinnur, verð- ur heldur betur afdrifaríkt og gjörbreytir lífi þeirra. Áhorfandanum er lítill greiöi gerður með að fara nánar út í söguþráðinn því myndin er öll byggð á þann veg að koma áhorfandanum sem mest á óvart. En sjó- aðir spennumyndaáhorfendur eiga sjálfsagt ekki í erf- iðleikum með að sjá í gegnum sumar gildmr sem bún- ar eru til. Svikráð er í heild skemmtileg og spennandi meðan á sýningu stendur en eftir á koma margar spurningar upp í kollinn þar sem svörin em of einföld og ófull- nægjandi, sérstaklega varðandi Adrienne sem hefur lifað í slíkum blekkingarheimi í sex ár að það er með ólíkindum að jafn menntuð kona og hún skuli ekki hafa tekið eftir neinu athugaverðu í fari eiginmanns síns. Goldie Hawn er mjög góð gamanleikkona og hún sýnir góðan og yfirveganan leik án þess þó að skapa eftirminnilega persónu. Leikstjórinn Damian Harris, sem er sonur leikarans þekkta Richard Harris, er fag- maður góður og hefur lært sitt af hverju meö því að horfa á eldri myndir. En hann treystir um of á tónlist Kvikmyndir Hilmar Karlsson og hljóðmenn til að fá mikla spennu. Fyrir bragðið veröur yfirbragð myndarinnar fullgróft og þar liggur til dæmis munur á Svikráðum og klassískum saka- málamyndum Alfred Hitchcocks. SVIKRÁÐ (DECEIVED) Leikstjóri: Damian Harrls. Handrit: Mary Agnes Donoghue og Derek Saunders. Kvikmyndun: Jack N. Green. Tónlist Thomas Newman. Aðalhlutverk: Goldie Hawn, John Heard, Beatrice Straight og Jan Rubes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.