Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
17
Fréttir
Heimamenn
gáfu út
sagnaspólu
Helgi Jónsson, DV, ÓlaMröi:
Fyrir skömmu kom út hér á Ólafs-
firði spóla með sögum tengdum jól-
unum. Þaö merkilega við þessa út-
gáfu er að hún var alveg gerð af
heimamönnum - það er að segja is-
lenskum tónböndum sem er nýstofn-
að fyrirtæki Helga Jóhannssonar og
Bjarkeyjar Gunnarsdóttur.
Það er Guðmundur Ólafsson, leik-
ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og rit-
höfundur, sem les sögumar en upp-
taka fór fram í Stúdíó STEF. Birgir
Birgisson og hljómsveitin Upplyfting
reka stúdíóið.
Spólan var gefin út í 1000 eintökum
og seld um allt land.
Hofsós:
Fiskaðist vel
þegar gaf
Þórhallur Asmundsscm, DV, Norðurl. vestra:
Línuveiðum, sem stundaðar hafa
verið frá Hofsósi í haust, hefur að
mestu verið hætt. Af 4 bátum, sem
voru á línu fyrir áramót, er aöeins
einn enn á veiðum. Eins og í fyrra
voru gæftir fremur lélegar en það
fiskaðist ágætlega þegar gaf.
Að sögn Einars Svanssonar, fram-
kvæmdastjóra Fiskiðjunnar, gengu
veiöarnar svipað og árið áður. Að
vísu var aflamagn heldur minna þar
sem bátamir voru minni nú. í fyrra
munaði miklu um stóra dekkbátinn
Ólaf Þorsteins.
Þrátt fyrir fremur trega veiði hjá
togurum og siglingar hefur tekist að
halda uppi fullri vinnu í frystihúsum
Fiskiðjunnar. Hráefnismagn nú í
janúar er heldur meira en var í sama
mánuði 1991.
Presturfær
námsstyrk
Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði:
Svavar Alfreð Jónsson, sóknar-
prestur hér í Ólafsfirði, hefur hlotið
námsstyrk frá Lútherska heimssam-
bandinu. Styrkinn hyggst Svavar
nota til framhaldsnáms í Þýskalandi
næsta vetur. Hann gerir ráð fyrir að
fá námsleyfi til þess en þannig getur
hann haldið embættinu hér í Olafs-
firði. Bænum verður þá trúlega þjón-
að af afléysingapresti á meðan.
Styrkurinn frá Lútherska heims-
sambandinu er veittur til eins árs í
senn.
Davíðíopinbera
heimsókntil
ísraels
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur þegið boð Itzhaks Shamir, for-
sætisráðherra ísraels, um að koma í
opinbera heimsókn þangað dagana
17.-20. febrúar næstkomandi. Þetta
er önnur opinbera heimsóknin sem
forsætisráðherra fer í. Hin fyrri var,
tfi Noregs í boði Gro Harlem Brundt-
land í nóvember síðastliðnum.
Gert er ráð fyrir að forsætisráð-
herra muni í ferð sinni tfi ísraels eiga
viðræður við helstu ráðamenn í ísra-
el. Á heimleið mun hann hafa við-
dvöl í Lundúnum. Þar mun hann
meðal annars eiga viðræður við Dou-
glas Hurd, utanríkisráðherra Bret-
lands, og Margaret Thatcher, þing-
mann og fyrrverandi forsætisráð-
herra.
í fór með forsætisráðherranum
verða Ólafur Davíðsson, ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneytinu, Hreinn
Loftsson, aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra, og sendiherra íslands í
Jóhaimea Síguijónsson, DV, Húsavflc
íjárhagsáæúun Hafnarsjóðs
Húsavíkur er gert ráð fyrir aö 130
milljónum króna verði varið tii
hafharframkvæmda á þessu ári og
um 30 mifijónum 1993. í ár verður
einkum unnið við Noröurgarðinn
og dýpkun, 1993 við frágang á stál-
þfii, slitlag á garðinn og gáma-
svæði, svo og raflogn, lysingu og
lagnir.
Verkið veröur boðið út innan tíð-
ar og standa vonir til að framlag
rikisins verði um 90 milljónir sam-
UUÖ, piXL ÍU OV UUHJlttUI líAUÖltí. DJUU
hafnarsjóðs Húsavíkur yrði þvi um
30 miljjónir króna á þessu ári.
Frestur til að skila
skattframtali
rennur út 10. febrúar
Síðasti skiladagur skattframtals
vegna tekna og eigna á árinu 1991
nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein-
ingabæklingur hefurverið sendurtil
framteljenda sem kemur að góðum
notum við útfyllingu framtalsins.
Fylgiblöð með skattframtali liggja
frammi hjá skattstjórum sem jafn-
framt veita frekari upplýsingar ef
óskað er.
Mikilvægt er að framteljendur varð-
veiti launaseðla áfram eftir að fram-
talinu hefur verið skilað. Ef þörf
krefur eiga launaseðlarnir að sanna
að staðgreiðsla hefur verið dregin
af launum.
Skattframtalinu á að skila til skatt-
stjóra í viðkomandi umdæmi.
t
Forðist álag vegna síðbúinna skila!
RSK
RfKiSSKATTSTJÓRI