Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 22
>8
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
Memiing
Hluti af nælunum sem voru verðlaunaðar í Danmörku. Þær eru gerðar úr titani og sandblásnu gulli.
Þorbergur Halldórsson, höfundur Menningarverðlauna DV:
Skúlptúr úr olfubomum
harðviði, silfri og áll
Þorbergur Halldórsson gullsmiður er hér aö vinna við menningarverðlaunagrip á verkstæði sinu á Skólavörðu-
stignum. DV-mynd GVA
Höfundur menningarverölauna-
gripanna í ár er Þorbergur Halldórs-
son gullsmiður, ungur listamaöur
sem hefur vakið athygli undanfarin
tnisseri fyrir fagra hönnun og smíöi
á skartgripum. Þorbergur vakti fyrst
athygli 1990 þegar hann hlaut Kunst-
hándværkerprisen sem veittur er af
Danadrottningu en auk þess að sýna
gripi sína 1 Danmörku hefur Þor-
bergur verið með á samsýningum
hér heima, í Finnlandi og Hollandi.
Þá vakti einnig mikla athygli loka-
verkefni hans við danska gullsmíða-
skólann, tekanna úr silfri sem var
nálægt því að fá verðlaun í fyrra.
Þorbergur kom heim síöastliðið
vor og hóf þá strax að innrétta hús-
eign sína að Skólavörðustíg 15 en
hluti af lokaverkefni hans við skól-
ann í Danmörku var einmitt hönnun
á þessu húsnæði þar sem væri versl-
un, verkstæði og gallerí. Þorbergur
opnaöi síöan verslun sína og gallerí-
iö, sem hann kaUar G 15, í október
síöastliðnum. DV heimsótti Þorberg
á verkstæöi hans þar sem hann er
þessa dagana að hanna og smíða
menningarverðlaunagripina. Form
þeirra allra er það sama en samt er
enginn þeirra eins. Þorbergur var
fyrst beðinn að segja frá námi sínu:
„Ég byrjaði að læra gulismíði hjá
Óskari Kjartanssyni 1979 og var þar
alveg til 1984, fór síðan til náms á
Ítalíu, í Schuola Lorenzo di Medici í
Flórens, og var þar þijá mánuði við
nám. Þegar ég kom heim fór ég aftur
að vinna hjá Oskari og var á því verk-
stæði til 1989. Þá tók ég þá ákvörðun
að fara í framhaldsnám í Danmörku
og var þar við Gullsmíðaskólann,
sem er skóli á háskólastigi, í tvö ár.
Þegar ég sneri aftur heim stofnaði
ég mína eigin verslun og verkstæði
og smíða eins og er mest skartgripi
en hef hug á að fara meira út í hönn-
un skúlptúra enda var það stór hluti
af náminu úti.“
- Ertu eingöngu með eigin smíðar í
verslun þinxú?
„Ekki alveg. Ég stefni að því að
vera meö um 80% eigin gripi í versl-
uninni, skartgripi og seinna meir,
þegar tími vinnst til, skúlptúra og
nytjavörur, til dæmis skálar og
könnur og annað álíka. Ég mun
halda sýningu í G15 um mánaðamót-
in október-nóvember. “
- Úrhveijuvinnurþúskartgripina?
„Ég nota guR, siifur, títan og ál sem
ég hef undanfarið verið að prófa mig
áfram með og hef ég hug á að vinna
meira meö áliö. Það er skemmtilegt
að vinna í ál og það skapar mikla
möguleika með liti.“
Hlaut verðlaun
í Danmörku
- Hvert var lokaverkefni þitt við
skólann í Danmörku?
„Lokaverkefnið var tvenns konar.
Innréttingin á húsi þessu var einn
hluti verkefnisins, verslunin, gaUerí-
ið og verkstæðið, og auk hönnunar
skilaði ég ritgerð um verkefnið. Hinn
hlutinn var tekanna úr silfri sem ég
hannaði og smíðaði."
- Þú fékkst verðlaun fyrir skartgripi
á sýningu í Danmörku?
„Verðlaunin fékk ég á sýningu
1990. Þau kallast Kunsthándværker-
prisen og var það Danadrottning sem
afhenti þau. Þessi verðlaun fékk ég
fyrir nælur sem gerðar eru úr títani
og sandblásnu gulli.“
- Hvenær opnaðir þú verslun og
verkstæði?
„Það var í október síðastliðnum.
Ég hafði skipt á húsinu á sínum tíma
og íbúð sem ég átti. Þá var húsið
komið í niðumíðslu eins og algengt
er um mjög gömul hús sem ekki er
haldið við. Það þurfti. margt að gera
til að koma því í gott stand og vann
ég við það allt síðastliðið sumar og
er enn að vinna við húsið. Svona
gömul timburhús þurfa stanslausa
aðhlynningu."
Viður og málmur í
menningarverðlaun
- Hvemig stóð á því að þú fórst að
reka gallerí?
„Húsið, sem ég bý í hér á Skóla-
vörðustíg 15, er stórt. Ég bý á efstu
hæðinni, verslunin og hluti af verk-
stæði er á hæðinni fyrir neðan og í
kjailara þar undir er einnig verk-
stæði. í kjallaranum var einnig stórt
pláss sem ég haföi í raun engin not
fyrir og því vaknaði sú hugmynd hjá
mér að opna gallerí og bjóða lista-
mönnum að sýna þar verk sín. Nú
er ég búinn að bóka allt árið. Tvær
sýningar vom hér fyrir áramót og
var þráðurinn tekinn upp aftur á
laugardaginn þegar Gretar Reynis-
son opnaði sýningu á verkum sínum.
í fyrstu verður hér mest um mál-
verkasýningar og sýningar á skart-
gripum en ég er að vonast til að í
framtíðinni verði einnig sýningar á
ýmiss konar hönnun.
- Úr hveiju verða menningarverð-
launagripimir gerðir?
„Stallurinn verður úr olíubomum
harðviði. Ofan á honum er silfurbogi
sem er sleginn í mismunandi form
og yfir silfrið kemur síðan anodized-
eraö ál í mismunandi litum. Álið á
síðan að ganga niður í stallinn. Mein-
ingin er að hver gripur sé táknrænn
fyrir þá listgrein sem hann er tileink-
aður.“
Viö munum heimsækja Þorberg
aftur þegar smíði verðlaimagripanna
er komin á lokastig og leyfa lesend-
um að sjá smíðina.
-HK
Sigrún syngur
Sigrún Hjálmtýsdóttir ópera-
söngkona er nú stödd í Vilnius í
Litháen vegna undírbúnings tón-
leika þar sem hún mun syngja
með Fílharmóniuhljómsveit Lit-
háens. Þar er einnig Jón ÓJafsson
í Skífunni og hefur hann gengið
frá samningum við Fílharmóiúu-
hljómsveitina um nokkrar útgáf-
ur með íslenskum flytjendum og
er sú fyrsta upptakan með Sig-
rúnu Hjálmtýsdóttur. Á hljóm-
diskinum mun Sigrún syngja
óperatónlist eftir Mozart, Verdi,
Puccini, Offenbach, Gounou og
fleiri. Egill Ólafsson súórnar upp-
tökiun sem fara fram í fullkomnu
hljóðveri í Vilnius. Ráðgert er að
diskurinn komi út með haustinu.
ísbjörgslær
m
Uppselt er á sextán sýningar á
Ég er Isbjörg, ég er Ijón, en það
var opnunarverkefni í nýjum sal
í Þjóöleíkhúsinu sem fengið hefur
nafhiö Smíöaverkstæðið. Leikrit-
ið er unnið upp úr verðlauna-
skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur
og er leikstjóri Hávar Siguijóns-
sonar. Vegna þessarar miklu að-
sóknar hefur verið ákveðiö að
bæta við aukasýningum í febrúar
og verður því leikritið sýnt mjög
þétt. Sýning þessi hefur fengið
góða dóma hjá gagnrýnendum
sem era sammála um að hér sé á
feröinni óvenjulega áhrifamikil
og sterk sýning.
Margfrstyrkir
tilinnlendrar
Sljórn Menningar$jóðs út-
varpsstöðva hefur úthlutað rúm-
um 38 milljónum til fjölda verk-
efha. Upphæðir eró mjög mis-
munandi, allt frá rúmum tvö
hundruð þúsundum upp í Öórar
milliónir. Ríkissjónvarpið fékk
þrjá háa styrki, 4 miffjónir til
gerðar heimildarmynda um
sögustaði, heimildarmyndar um
Jónas Hallgrímsson (3 milljónir)
og heimildarmyndar um íslenska
vísindamenn (3 milljónir). Aðrir
sem fengu háa styrki eru Baldur
Hermannsson til gerðar sjón-
varpsmyndaflokks sem nefnist
Þjóð í hlekkjum, (3 miIUónir), ís-
lenska útvarpsfélagið fékk 3,5
miiljónir til gerðar sjónvaijts-
þátta um umhverfisvernd og Ást-
hildur Kjartansdóttir og Dagný
Kristjánsdóttir fengu 2,5 milljón-
ir til gerðar heimildarmyndai-
innar Mín liljan friö. Nokkrir
þekktir kvikmyndageröarmenn
fengu minni styrki, má þar nefna
Lárus Ými Óskarsson, Viðar Vik-
ingsson og Egil Eðvarðsson.
Sýningar í Lista-
áárinu
Fimm stórar myndlistarsýn-
ingar verða á þessu ári í Lista-
safni íslands. Þegar er hafin sýn-
ing á grafískum verkum eftir
Edward Munch. Era þessi verk í
eigu safhsins. Næsta sýning verö-
ur í mars. Þá verður opnuö sýn-
ing á verkum eftir Finn Jónsson
í tilefni aldarafmælishans. Er um
að ræða úrval úr gjöf listamanns-
ins og Guðnýjar, konu hans. í
apríl og fram í maí er sýning á
höggmyndum eftir Nínu Sæ-
mundsson sem eru i eigu Lista-
safns íslands. Er einrúg um að
ræöa sýningu i tilefni aldraaf-
mælis. í haust verður sýning á
verkum eftir Jóhann .Eyfells en
hann hefur verið búsettur t
Flórída í yfir tuttugu ár. Síðasta
stóra sýningin á árinu nefhist
Finnsk aldamótaiist.