Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þorsteinn tekur af skarið Málefni íslenskra aöalverktaka hafa vafist mjög fyrir þjóöinni. Nóg hefur veriö hamast á fyrirtækinu eftir aö hluthafamir í Sameinuðú verktökunum fengu útborg- aðar níu hundruð milljónir króna. En minna hefur far- iö fyrir aðgerðum eöa tillögum um einhvem þann at- beina sem bindur enda á einokunina sem alhr fordæma og gróöann sem allir þvo hendur sínar af. Ríkisstjórnin hefur aö vísu ákveðiö að láta reyna á það fyrir dómstól- um hvort arðgreiðslumar njóti skattfrelsis og utanríkis- ráðherra hefur nefnt hugsanlegt gjald sem íslenskir aðalverktakar greiði fyrir aðstöðu sína. Það er aht og sumt og útboð á almennum markaði hefur í rauninni verið afskrifað á þeirri forsendu að ríkið hafi gert samn- ing við Aðalverktaka um einokunina sem enn gildi næstu fiögur árin. Almenningur hefur með sama hætti nöldrað út í her- mangið og gróðann án þess að geta frekar rönd við reist. Nú hefur Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagt sína skoðun. Hún er afdráttarlaus og athyglisverð. Þorsteinn leggur til að ríkið leysi til sín sinn hlut í fyrir- tækinu og noti féð til að styrkja fjárhagsstöðu sína. Ennfremur leggur Þorsteinn til að Aðalverktakar verði leystir upp og rekstri verði hætt. Þau verk, sem kunna að falla til fyrir varnarhðið úr þessu, verði boðin út á almennum markaði samkvæmt hefðbundnum við- skiptavenjum. Þorsteinn Pálsson hefur áður látið þá skoðun sína í ljós að afnema beri einokun íslenskra aðalverktaka. Hann er þess vegna samkvæmur sjálfum sér þegar hann talar á ofannefndum nótum. Hann er ekki að fiska í gruggugu vatni heldur að ítreka afstöðu sem áður hefur verið gerð heyrinkunnug meðan hann var formaður Sjálfstæðisflokksins. Það segir hins vegar sína sögu um mátt Aðalverktaka að jafnvel formaður Sjálfstæðis- flokksins komst htt áleiðis með þennan vhja sinn. Tillaga Þorsteins um að ríkið leysi til sín sinn hlut er eðlileg og í rauninni í samræmi við almenna stefnu ríkisstjórnarinnar að selja hluti sína í atvinnufyrirtækj- um. Það var harla undarlegt á sínum tíma þegar fyrri ríkisstjóm undir forystu utanríkisráðherra hamaðist við að fá aukinn hlut í íslenskum aðalverktökum. Sú atlaga endaði auðvitað með því að ríkið hafði sitt fram og flokkur ráðherrans gat komið sínum manni í for- stjórastól. Annað gerðist ekki. Aht bendir reyndar til að framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelh séu fjaraðar út og hefur því htið upp á sig að deha um útboð eða afnám einokunar þegar svo er kom- ið. En þess heldur er ástæða fyrir ríkissjóð að leysa th sín þann eignarhluta sem ríkinu tilheyrir og nota það fé th að styrkja bága íjárhagsstöðu þess. Ef ekki núna, þá hvenær? Th hvers á ríkið að sehast th aukinnar eignahlutdehdar í fyrirtæki sem á sér htla eða enga framtíð? Em einhver rök fyrir því að ríkissjóður kaupi sig inn í atvinnufyrirtæki fyrir hundmð mihjónir króna th þess eins að koma góðkrata á jötuna? Er ekki nærtæk- ara að selja sinn hlut, sem lengst af hefur verið umtals- verður, og nýta sér þá peninga þegar peninga vantar? Er það ekki skaplegra heldur en að efna th styrjalda við þá þjóðfélagsþegna sem síst skyldi? Tihögur Þorsteins Pálssonar em af hinu góða. Þær mæla með sér sjálfar. Hitt er annað mál að áður hafa verið fluttar thlögur um breytingar á starfsemi ís- lenskra aðalverktaka án þess að þeim hafi verið fylgt eftir. Hehög vé em ekki auðunnin. Ehert B. Schram „Aætla má lækkun þjóðartekna um 6% til viðbótar rýrnun á síðasta áratug, auk þess sem blikur eru á lofti i viðskiptum okkar við aðrar þjóðir.“ Við vorum á bull- andi yfirdrætti! Núverandi ríkisstjóm hefur haft forystu um viðbrögð við einhverj- um mesta samdrætti um áratuga- skeið. Þegar hún tók við stjómar- taumum á vordögum biðu hennar brýn viðfangsefni í efnahags- og ríkisfjármálum og beið þjóðin þess að nýjum tökum yrði beitt við stjóm landsins. Efnahagsúrræði vinstri stjórnar- innar frá haustinu '88, meiri erlend lán án þess að lagfæra rekstrar- grundvöU atvinnugreina, vom enn ekki gjaldfallin. Há afurðaverð höfðu verið þannig notuð að í góð- ærinu var safnað skuldum - enda virtist fyrri ríkisstjóm halda aö lán væm sama og tekjur. Yfirlýsingar ráðherra hennar um góða stöðu ríkissjóðs og þjóðarbúsins vora villandi. Undir þeirra forystu urð- um við sífellt skuldugri - við vorum á bullandi yfirdrætti! Þetta sanna nýlegar bráðabirgða- tölur ríkisreiknings 1991. Halli rík- issjóðs er margfaldur á við það sem fráfarandi fjármálaráðherra hélt fram í kosningabaráttunni. Hann nam ekki liðlega fjórum milljörð- um eins og fjárlögin heimiluðu heldur ekki átta miHjörðum sem hann staðhæfði við stjómarskiptin. Hann hefði orðið sextán milljarðar! Sparnaður nýrrar ríkisstjómar nam um fjóram milljörðum þrátt fyrir ný og ófyrirséð útgjöld. Samt sem áður varð hallinn yfir tólf milijarðar króna - hinn mesti í meira en fjörutíu ár! Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar meö fjármálastjóm Ólafs R. Grímssonar setti nýtt Islandsmet í haila á ríkis- sjóði - glæsilegt eða hvað? Samdráttur í atvinnulífi og efnahag Um mitt ár kom í ljós að ekki varð undan því vikist að skerða mjög aflaheimildir. Tekjur ríkis- sjóðs munu dragast saman um 2 milljarða en skerðing atvinnulífs- ins er miklu meiri. Hún bitnar bæði á fyrirtækjum og starfsmönn- um 1 sjávarútvegi og þjónustu- greinum hans og síast um alit at- vinnu- og efnahagslífið. Á sl. hausti var ákvörðun um byggingu álvers á Keilisnesi frestaö um a.m.k. eitt ár. Áætlað hafði ver- ið að mæta nálægt % af samdrætti í sjávarútvegi með mannvirkja- gerð, byggingum nýrra stórvirkra atvinnutækja - en af því veröur ekki. Skipasmíðar era mjög illa stadd- ar sökum verkefnaskorts. Á sama tíma era íslendingar að láta smíða skip erlendis fyrir u.þ.b. 3 milij- arða. Það er umhugsunarvert Kjallarinn Ámi Ragnar Árnason alþingismaður hvort opinberir sjóðir, sem sijóm- að er af þingkjörnum fulltrúum, eiga ekki að gera útboð að skilyrði fyrir lánveitingu til framkvæmdar. Þessi verkefni eru oftast stærri en framkvæmdir opinberra aðila og útboð þykja sjáifsögð við þær. Einnig er íhugimarefni hvort rétt- mætt er að svara niöurgreiðslum samkeppnisþjóða með jöfnunar- gjaldi á þann innflutning. Því er nú beitt t.d. viö innflutt iðnaöar- hráefni og fleiri samkeppnisvörur. í milliríkjasamningum um við- skipti og samkeppni njóta slík jöfn- unargjöld meiri viðurkenningar en almennir tollar. Ljóst er að við verðum aö bera alla þá skerðingu sem slök afkoma fiskistofnanna veldur. Áætla má lækkun þjóðartekna um 6% til viö- bótar rýrnun á síðasta áratug, auk þess sem blikur era á lofti í við- skiptmn okkar við aðrar þjóðir. Því er deginum Ijósara að brýn nauð- syn er til að draga úr ríkisumsvif- um til móts við versnandi kjör at- vinnulífsins og heimilanna. Aðgeröirnar skapa grund- völl uppbyggingar Ríkisstjómin og stjómarflokk- amir era sammála um að rýmun lífskjara verði ekki „hætt“ með nýjum lántökum. Ríkið veröur að draga úr útgjöldum - rétt eins og atvinnulífið. Þetta er í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins að ríkisstjóm íslands bregst við versnandi kjör- um með sparnaði en ekki auknum lántökum. Sú stefnubreyting er fagnaðarefni og lýsir vilja og sýn þeirra sem hana skipa. Aðgerðimar losa um á fjár- magnsmarkaði og leiða til vaxta- lækkunar, hann verður betur fær um að sinna þörfum atvinnulífsins. í árslok 1990 tók ríkissjóður mikil erlend lán og 1991 tók hann nær allan spamað í landinu að láni. Þannig olh fyrri ríkisstjóm þenslu og hæstu raunvöxtum á byggðu bóli. Nú hefur verðbólga verið lægst um áratugi og lækkar enn. Vextir hafa lækkað á ný og era nú ekki hærri en meöan Steingrímur Hermannsson stjómaði þeim sjálf- ur með handafli úr stjórnarráðinu. Með ákvörðunmn til að létta álag á sjávarútveginum munu aðgerð- irnar auðvelda atvinnulífinu að takast sjálft á við afleiðingar versn- andi kjara. Sem fyrst þarf að ná jöfnuði í ríkisfjármálum svo unnt verði að lækka skatta og skapa jafnræði íslenskra fyrirtækja við erlenda keppinauta. Lögð er höf- uðáhersla á frumkvæði atvinnu- lífsins og mikilvægi þess fyrir af- komu þjóðarinnar og á varkárni í skuldsetningu þjóðarbúsins og rík- issjóðs. Hvetja verður alla til að beina viðskiptum til íslenskra framleiðenda og seljenda vöru, vinnu og þjónustu - verslum heima! Aðeins þannig verðum við fær um að hefja nýja atvinnuupp- byggingu. Það er viðfangsefni ríkisstjómar og stjómarflokkanna að skapa þann jarðveg og grundvöll að fram- kvæði landsmanna fái aö njóta sín og að nýta tækifærin og skapa ný færi til aö stunda arðbær viðskipti hér heima og við aðrar þjóðir á sviði sjávarútvegs, iðnaðar, sam- gangna, verslunar, ferðamennsku og hvers konar áhnarrar þjónustu. Slikar framfarir í atvinnulífinu skapa þjóðinni hagsæld sem er var- anlegur grunnur velferðar. Árni Ragnar Ámason „Þetta er í fyrsta sinn í sögu lýðveldis- ins að ríkisstjórn íslands bregst við versnandi kjörum með sparnaði en ekki auknum lántökum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.