Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992. 3 Fréttir Slippstöðin á Akureyri: Fjárhagsstaðan er óhemju erf ið - segir Sigurður G. Ringsted forstjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyxi: Málefni Slippstöðvarinnar á Akur- eyri komu til umræðu á Alþingi nú í vikunni í kjölfar viðræðna forsvars- manna fyrirtækisins við stjómvöld um fjárhagsvanda fyrirtækisins. Eins og áður hefur komið fram nam tap stöðvarinnar hátt í 200 millj- ónum króna á síðasta ári og má rekja verulegan hluta þess til raðsmíða- skipsins sem legið hefur óselt hjá stöðinni þar til seint á síðasta ári að kaupandi fékkst loks að skipinu. Reiknað er með að Shppstöðin tapi hátt í 100 milljónum króna á smíði skipsins. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er nú til rækilegrar endurskoðunar hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins og hjá Akureyrarbæ og ríkisstjóm og ekki ljóst til hvaða ráða verður grip- ið. Þegar hefur verið gripið til fjölda- uppsagna hjá fyrirtækinu jafnt í yfir- stiórn sem á öðmm sviðum og um 40 iðnaöarmenn vinna nú á fram- lengdum uppsagnarfresti sem renn- ur út um næstu mánaðamót. Eins og staðan er í dag bendir ekkert til að sá uppsagnarfrestur verði fram- lengdur eða uppsagnirnar dregnar til baka. Sigurður G. Ringsted sagði að stöð- in hefði vinnu í 4-5 vikur en eftir það væri htið séð framundan og mikil óvissa um framhaldið. Þaö sem hefur bjargað stöðinni að undanfórnu er vinna við togarann Árbak sem Út- gerðarfélag Akureyringa keypti fyrir áramótin og sagði Sigurður að ef það verkefni hefði ekki komið til hefði stöðina vantað verkefni í stórum stíl. Stúlkur að vinna við sildarflök í fiskimjölsverksmiðjunni. DV-mynd Ragnar Imsland Lítil síldar- söltun á Höf n Júlía Imsland, DV, Höfii: Um mánaðamótin janúar-febrúar var búið að salta í 1382 tunnur af síld- arflökum hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornaijarðar og í 685 tunnur af síld- arbitum sem fara í erlendar niður- lagningarverksmiðj ur. Hráefnið, sem farið hefur í bita og flök, er um 514 tonn og 1528 tonn af heilsíld hefur farið í bræðslu. Við síldina vinna 35-40 manns. Gott að vinna hjá Granda hf.: Starf sfólkið heima á fullum launum - hagkvæmara að selja í Þýskalandi en vinna heima „Það er gott að vinna hjá Granda hf. Nú er ég bara heima á fullum launum og aldrei hefur mig dreymt um að eiga eftir að upplifa shkt,“ segir ein af starfskonum Granda hf. í Reykjavík. „Þetta er rétt, því miður. Ástæðan fyrir þessu er að við höfum ekki hrá- efni fyrir fólkið að virina úr. Það hefur verið algert tregafiskirí í þorskveiðunum um nokkurt skeið. Eins hefur verið heldur tregt í karfa- veiðunum. Hluta af karfaaflanum sigla togaramir með og selja á Þýska- landsmarkaði þar sem er mjög gott verð á karfa um þessar mundir. Það er umtalsvert hagkvæmara fyrir fyr- irtækið að selja karfann úti en að láta vinna hann hér heima," sagði Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda hf. Hann sagðist vonast til að úr þessu fari að rætast alveg á næstunni en það færi allt eftir því hvað veiddist. Hann sagði togara Granda hf. eiga þónokkuð eftir af þorskkvóta en það væri alveg sama hvað reynt væri, það veiddist ekkert af þorski. Ef þorskveiðin væri eðlileg væri full vinna í gangi í frystihúsinu. „Ég trúi ekki öðru en úr þessu fari að rætast og vinnsla fari aftur í gang í frystihúsinu," sagði Svavar Svav- arsson. -S.dór Toro-menn í heimsókn á Húsavik Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Þessir menn komu hingað og þeir fóru til fleiri staða á landinu tíl að kynna sér aðstæöur. Það er ekki mikið meira um heimsókn þeirra að segja á þessu stigi,“ segir Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi hjá Atvinnu- þróunarfélagi Þirigeyinga, um heim- sókn tveggja manna frá norska stór- fyrirtækinu Toro til Húsavíkur. Ásgeir sagði að tilgangur Toro- mannanna hefði verið að kynna sér aðstæður og ýmsa möguleika til öfl- unar hráefnis. „Okkur skilst að þeir séu m.a. að leita að úrgangsefnum til að nota í framleiðslu á fiskikrafti en fyrirtækið framleiðir margar teg- undir af þessum fiskikrafti," sagði Ásgeir. Það er svo einfalt að til að hvílast sem best þegar þú sefur er nauðsynlegt að finna rúmdýnu sem fellur nákvæmlega að þínum líkama - dýnu sem passar þér. í hinni sérstöku og stóru dýnuútstillingadeild Húsgagnahallarinn- ar er um margar gerðir að velja. Fjaðradýnur, alls konar springdýn- ur, latexdýnur og svampdýnur. Hér eru nokkur sýnishorn af hinum geysivinsælu sænsku Qaðradýnum okkar: Lux Komfort er góð, einföld fjaðra- dýna. Þessi dýna hentar vel fyrir börn og hraust fólk í meðalvexti. Þvot- tekta yfirdýna fylgir í verði. Margar stærðir. Lux Komfort Lux Lux Medio er millistífa dýnan okkar fyrir þá sem hvorki vilja hart né mjúkt. Geysilega góð dýna og hag- stætt verð. Tvöföld fjaðramotta. Þvottekta yfirdýna fylgir í verði. Margar stærðir. Aj'U.X Ltra Flex 90x200 45.120, 90x200 42.960, Einstök þægindi að sofa á fyrir full- orðið fólk og fyrir þungt fólk og bak- veika. Mjúk gerð og stíf gerð. Tvö- föld fjaðramotta og stífir kantar. Þykk þvottekta yfirdýna fylgir í verði.. Margar stærðir. Lux Softy FLex er ný lungamjúk dýna sem lagar sig fullkomlega að líkamanum. Tvöföld fjaðramotta og stífir kantar. Þvottekta yfirdýna fylg- ir í verði. Margar stærðir. Leitið frekari upplýsinga hjá starfsfólki okkar sem aðstoðar við val á réttu dýnunni. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.